Vísir


Vísir - 29.09.1962, Qupperneq 1

Vísir - 29.09.1962, Qupperneq 1
'52. árg. — Laugardagur 29. september 1962. — 223. tbl. Anna og tízkan I Þessi mynd var tekin af Önnu Geirs á tízkusýn- ingu í Fiórida. Það eru fleiri myndir af henni í Myndsjá á 3. síðu. Þar sem aukming á sjúkrahúsrými er nú orðið mjög aðkalland! sérstak- lega hér í Reykjavík, hringdi Vísir uppi fram- kvæmdastjóra Ríkisspítal- ;,w; Endurminn- . . < ; • I / 90 ingor önnu Borg g Vísi I DAG hefur Vísir birtingu á endurminningum frú Önnu Borg leikkonu. Hefur blaðið fengið einkarétt til birtingar á þeim hér á landi. Minningarnar birt- ust fyrir nokkru í danska blað- inu SÖridágs B.T. og vöktu þar mikla athygli, enda er frú Anna ein þekktasta leikkona þar I landi og eiginmaður hennar, Poul Reumert, er talinn bera höfuð og herðar yfir alla aðra á leiksviðinu. Frú Anna rekur í þessum þátt- um á skemmtilegan og lifandi hátt minningar sínar, fyrst úr bernsku af foreldrum sínum, Borgþór Jónssyni og Stefaníu Guðmundsdóttur, sem hefur orðið ógleymanleg sem ein fremsta leikkona sem íslend- ingar hafa átt. Síðan liggur leið- in á leikskóla úti í Kaupmanna- höfn, á Konunglega leikhúsið og til kynna við Poul Reumert. — Dönsk blaðakona, Inga Mörck, hefur skráð enurminningarnar ganginum í viðbótarbygg- ingu Landsspítalans. „Viðbyggingin er fyrir alllöngu koniin undir þak og framkvæmd um vi ; innréttingar miðar svo fram, sem fjárveiting á hverj- um tíma hefur frekast leyft,“ sagði Georg. Byggingin er í þrem höfuðálm- um, sem hver er 4 hæðir auk kjall-- ara. í fullgerðri byggingunni er gert ráð fyrir 235 nýjum sjúkra- rúmum í 9 sjúkradeildum. Verða sjúkrarúm í Landsspítalanum þá1 alls um 450. Auk fjölgun sjúkra-' rúma kemur sérstök æfingadeild; fyrir lamaða og fatlaða, stóraukið j starfsrými skurðdeildar og rann- sóknadeildar, fjölgun og stækkun á kennslustofum fyrir læknastúd- enta, ný vaktherbergi fyrir náms- kandidata, gistivistarherbergi fyrir ; j lækna úti á landi, sem til spítalans koma til skemmri námsdvalar, j bókasafns- og fundarherbergi fyrir lækna, skjalageymsla sjúkradeilda, Framh. á bls. 5. Frægnsti óperusöngvari Norð- gnanno syngur ðiér í kvöld í kvöld verður 40 ára afmæli Norræna félagsins haldið í Þjóð- leikhúsinu. Er þegar uppselt á há- tíðina en mjög er þar til dagskrár vandað. I gær kom til landsins frægasti óperusöngvari Norðmanna, Olaf Eriksen, og mun hann syngja á hátíðinni. Hann er bariton-söngv- ari og starfar við óperuhús í Þýzka landi en einnig er hann vinsæll einsöngvari, frægur fyrir túlkun á iögum Griegs. Hátíðarræðuna flytur formaður félagsins Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra. Þá munu þau hjódin frú Anna Borg og Poul Reumert lesa upp. Kristinn Hallsson mun syngja söngva frá Finnlandi. Vísir mun skýra nánar frá fagnaðinum á mánudaginn og birta myndir af því í sem fram fer. Um hundrað skipstjór- ar á sumarsíldveiðunum og konur þeirra sátu að veizlu í Lido í gærkvöldi. Þeir voru að heiðra Jak- ob Jakobsson fiskifræð- ing, og þakka honum störf hans í þágu síld- veiðanna í sumar. Um Ieið notuðu þeir tæki- færið til að „eiga sam- an eina kvöldstund, sem aukið gæti innbyrðis kynni og til að gleðjast yfir góðum aflafeng frá síðastliðnu sumri“, svo vitnað sé í orð Guð- mundar Oddssonar skip stjóra, um annan tilgang þessa glæsilega hófs. — Guðmundur var þar veizlustjóri. Hann bauð alla velkomna með stuttri ræðu. Þar sagði hann að margir skipstjórar væru komnir langt utan af landi og flestir með landformenn sína. Hann flutti síðan kveðjur frá skipstjórum, sem voru fjar- Framh. á bls. 5. 1 Við háborðið í hófinu til heið urs Jakobi Jakobssyni fiskifræð ingi sátu auk heiðursgestsins m. a. stjórnendur sfldarleit- anna. Gestirnir voru, talið frá vinstri: Magnús Magnússon, „bassi“ á austur-flugvélinni, og frú, Sigurður Andréss., „bassi“ á leitarflugvélinni, og f.rú, Barði ■íarðason síldarleitarstjóri og frú, Jón Sigurðsson, skipstjóri á Pétri Þorsteinssyni, og frú, lakob Jakobsson fiskifræðingur og frú, Benedikt Guðmundsson, skipstjóri á Fanneyju, og frú, Guðmundur Oddsson skipstjóri, sem var veizlustjóri, og frú og Guðmundur Jónsson og frú. (Ljósrn. Vísis: I.M.).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.