Vísir


Vísir - 29.09.1962, Qupperneq 7

Vísir - 29.09.1962, Qupperneq 7
VÍSIR . Laugardagur 29. september 1962. HlÍi x'«&\ -.Wx v\ ...s ^ >Á^:> SwAítí*í ;S X-. Ás )>U j^fvW: *<&*&£». Ólunsðeirsvipur 0g olnbogoskot, í stað géðsemi, segir ©lafur Gunnarsson súlfræðingur 0"inn 26. ágúst sl. skrifaði ég í danska blaðið „Politiken" grein, sem nefndist „Hvar er danska brosið?“ Greinin var skrifuð samkvæmt beiðni rit- stjórnar blaðsins og skýrt tekið fram, að blaðinu væri þökk á því að fá gagnrýni manns, sem þekkti þjóðina vel og þyrði áð segja sannleikann. Ritstjórnin kvað það vera hátt flestra ferða manna að segja aðeins allt hið bezta um þær þjóðir, sem þeir heimsæktu alveg án tillits til þess hvað þeim fyndist innst inni. (Mætti þetta vérða íslenzk um blaðamönnum, er viðtöl taka við ferðamenn hér á landi nokkurt íhugunarefni). Álit ferðamanna sem látið er í ljös í kunningjahóp og álit sem birtist í blöðum er tvennt ó- líkt. Það er svo þægilegt að tala eins og allir vilja heyra, menn sem hafa sjálfstæðar skoð anir eru leiðinlegt fyrirbrigði. Oft óþægilegir í samkvremum geta jafnvel neytt fólk til að hugsa sjálfstætt og á annan hátt raskað ró almennings. Eitthvað á þessa leið fórust danska ritstjóranum orð áður en ég skrifaði umrædda grein. Það sem ég benti á var í stuttu máli þetta. Þegar ég kynntist Dönum fyrst árið 1939 var þjóðin með afbrigðum glað- lynd og gestrisin. Undir oki hemámsins á stríðsárunum þjöppuðu menn sér saman og hjálpuðu hver öðrum eftir beztu getu. Hjálpsemin náði einnig til nágrannanna í Noregi og á Finnlandi. Góðsemin virt- ist aukast eftir því sem tímarn- ir urðu erfiðari. Síðan stríðinu lauk hefur hag ur manna i Danmörku farið sí- batnandi. í fyrstu virtist ríkja almenn ánægja vegna batnandi lífskjara en síðustu árin hefur ánægja manna ekki verið eins áberandi og í sumar var svo komið að óánægja með allt og alla var áberandi í fari margra og framkomu fólks í tolli, á veitingahúsum í búðum og jafn vel í almenningsvögnum var áberandi áfátt. Danska brosið virtist að mestu horfið, ólund- arsvipur og olnbogaskot víða komin í staðinn. Vitanlega voru margar undan tekningar frá þessari nýju og leiðinlegu reglu og utan Kaup- mannahafnar bar sáralítið á nýju umgengisvenjunum. Eftir að greinin „Hvar er danska brosið?“ birtist fékk ég ótai skýringar á þessu fýrir- bæri. Þess má geta, að Danir sem við mig töluðu voru undan tekningarlaust ánægðir með greinina og töldu hana orð í tíma töluð. Hins vegar voru ein staká íslendingar óánægðir fyr- ir hönd Dana, sem þeir álitu að íslendingar mættu helzt ekki gagnrýna. g, ætla nú að gefa nokkrum Dönum orðið og láta þá leitast við að skýra hvað veld ur efnishyggjunni sem er svo áberandi í fari Kaupmannahafn arbúans eins ög stendur. Yfirkennari við'stóran skóla sagði. „Tekjur manna hafa hækkað of snögglega og án þess að menn hafi haft neitt fyrir því. Allar þjóðir stefna að því að bætá lífskjörin en það er ekki nóg að fá hækkuð laun. Menn verða að vita til hvers þeir ætla að nota þau. Við Danir erum fyrir iöngu komnir á það kjarastig að íbúðin, brauðið og bjórinn eru engin vandamál. Þegar tekjur manna hækka allt í einu um 10% nettó eins og hér gerðist á síðastliðnu ári vita margir naumast hyað þeir eiga að gera við þetta fé. Met- ingurinn um það hvort fara skuli til Mallorca eða um Evr- ópu í nýja bílnum getur orðið mikið deiluatriði á sumum heim ilum. Stundum verður útkoman sú að konan fer til Mallorca með dótturina en maðurinn til Ítalíu með soninn.“ Tryggingafræðingur sagði: „Við höfum fengið miklar kjarabætur í borgunum en land búnaðurinn er í vanda staddur. Við verðum að ganga í Efna- hagsbandalagið sem fyrst alveg án tillits til þess hvort Bretar geri það eða ekki. Eins og stend ur er sumt fólk í hálfgerðu uppnámi vegna þess að það óttast að velmegunin verði ekki varanleg. Þessum ótta verðum því betri menntun og menning- aráhuga sé takmarkaður greiði gerður rneð of snöggum kjara- bótum. Menntamaðurinn, sem hefur yndi af listum og lestri góðra bóka verður aldrei í vand ræðum með tekjur sínar. Hinn sem ekki er bókhneigður né listunnandi getur hæglega leiðzt út á þá braut að hefja sam- keppni við nábúann eða vinnu- félagann urn stærsta bílinn, fullkomnasta sjónvarpstækið, flottasta ferðalagið eða það sem verst er af öllu, mestu át- og drykkjuveizlurnar. Sem sagt maðurinn þarf að vera við gæð- um heimsins -búinn til þess að kunna að njóta þeirra“. pjorgarstjórinn: Þegar fólk fer aö efnast gleymir það oft hugsjónum æskunnar. Sá sem lítið á er jafnan fús að skipta því sem til er milli sín og annarra. Þegar eignirnar aukast eru menn ekki fúsir til að láta aðra njóta þeii’ra þótt menn noti þær ekki sjálfir. Ég ætlaði einu sinni að leyfa erlendum kunningja mfn- um að búa í íbúðinni en konan mín sagði nei. Hún vildi ekki láta ókunnuga fara að gramsa í þvi sem við áttum. Svona hefði hún ekki hugsað þegar við vorum nýgift og bláfáttæk. Hugsjónir eru aflgjafi fram- fai'a og undirrót manngildis. Ef við hverfum öll frá hugsjóna- stefnunni yfir í efnishyggjuna þá hjálpi okkur hamingjan. Ég vona að til þess muni aldrei koma“. skipan þingsins við kosningar. Danir hifa almennt aldrei haft mikinn áhixga á íslandi, og nú er hann minni en nókkru sinni fyrr síðan ég kom hingað. Þeir hugsa ekki um annað en Efna- hagsbandalag og meiri gróða og sá gróði myndi aldrei koma frá Islandi". lokum lýðháskólamaður. Áhugaefni hverrar þjóðar Ólafur Gunnarsson. við að eyða, og bezta ráðið er aukið samstarf við Evrópuþjóð- irnar sunnar i álfunni". Skólasálfræðingur sagði: „Þegar fólki ■ líður vel ýtir það óþægilegum málum frá sér. Það er uðalástæðan til þess að danska þjóðin og þó einkum Kaupmannahafnai-búar hefur að sinni horfið frá mannleika sín- um og hugsjónastefnu. Efnis- hyggjan er sérstaklega áberandi hjá fagmönnum, sem áður fyrr voru stolt okkar Dana, þekktir að áreiðanleika og vandvirkni. Vandvirknin er nú síðri en skyldi og áreiðanleikanum er ekki fyrir að fara. Þeir lofa að koma á ákveðnum degi og vinna ákveðið verk en það geta liðið mánuðir áður en loforðið er efnt. Þeir virðast bókstaf- lega ekki hafa þolað hinar snöggu kjarabætur sem bættust við góð kjör. Þeir hafa ekki fundið eðlilegar leiðir til þess að eyða fénu. Vafalaust er þetta aðeins stundarfyrirbæri. Hand- verksmaðurinn mun áreiðanlega finna sjálfan sig á ný og verða þjóð sinni til sóma eins og hann hefur alltaf verið. Það ástand sefn nú rikir hér virðist benda til þess, að fólki sem ekki hefur Eigandi mjólkurbúðarinnar: (Kona). „Fólk er orðið skapstirðara í seinni tíð, það má ekkert útaf bera til þess að það rjúki ekki upp í vonzku. AUtof margir reyna að koma sér hjá að borga reikninga, segjast vera búnir að borga. Svona var þetta ekki fyrir fáum árum. Óáreiðanleiki er tímanna tákn“. Gamall íslendingur, sem verið hefur rúmlega 40 ár búsettur í Danmörku: „Tvær stéttir hér í Danmörku fá allt sem þær biðja um, það er herinn og bændur. Við sem fæddir erum á íslandi skiljum víst aldrei þýðingu þess að eyða stórfé í herinn, sízt siðan kjarn orkuvopnin urðu svo fullkomin, að þau myndu eyða öllu lífi í landinu á nokkrum mínútum ef til ófriðar skyldi koma. Danskir bændur eru einkennilegt fyrir- bæri. Þeir hafa öll þau ár, sem ég tef átt heima í þessu landi, verið að tapa. Framleiðslan ber sig aldrei. Mér er óskiljanlegt að þeir skuli ekki /era hættir fyrir löngu. En þeir fá allt sem þeir vilja. Engin ríkisstjórn og enginn stjórnmálaflokkur þorir að ganga í berhögg við bænd- urna, þeir ráða svo miklu um eru alltaf mismunandi. Við, sem vinnum í anda Iýðháskólanna, viljum ekkert’ fremur en sem nánust samskipti við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þess vegna getum við ekki fyrirvaralaust fallizt á inngöngu Dana í Efnahagsbandalagið. Við höfum ekki gleymt því, sem gerðist 9. apríl 1940 og hvernig við vorum kúgaðir af Þjóðverjum til stríðsloka. Við viljum held- ur hafa minna að bíta og brenna en glata sjálfstæði þjóð- arinnar. Við erum fylgjandi víð- tæku samstarfi þjóða, en gjöld- um varhuga við þröngum hags- munasamtökum". Þannig hefur hver sina skoð- un á málunum eins og oftast vill verða. Enginn getur sagt að einhver þjóð sé svona og svona en ekki öðruvísi. Þjóðir eru nafn svo mikils fjölda einstakl- inga, að aldrei verður með réttu hægt að gefa þeim eina alls- herjareinkunn. Áðeins eitt hlýt- ur ferðamaðurinn, sem þekkir Dani frá fornu fari, að sjá strax. Brosunum hefur fækkað og fyndnin, sem gerði þjóðina flestum öðrunx þjóðum skemmti legri, er lítt áberandi eins og stendur. Ólafur Gunnarsson. MYNDLIStJJÍ t* r * Synmg Þorláks Haldorsen Um þessar mundir heldur Þor- ■: lákur Haldorsen, sem ekki er | alveg óþekktur í Reykjavík serii : efnilegur málari, sýningu á 37 ' málverkum í Ásmundarsal. Greinilegt er af oiíumyndum hans, l| sem málaðar eru björtum Iitum, að ;:;í hann hefir lært að teikna. Kennari || hans var Eggert Guðmundsson. En H því miður bregzt Þorlákur okkur að því leyti, að hann sýnir okkur ekki — eins og á sýningu sinni í || fyrra og vorsýningu myndlistar- manna —■ nokkrar af hinum ágætu - teikningum. En hér sést það eins ’ og víðar, að menn geta ekki mál- || að myndir áp þess a ðhafa teikni- kunnáttu til að bera, og er einfald- : ast að benda á samhengi tveggja þýzkra orða í því sambandi: „Kunst“ kemur af „können“. Sá, sem ætlar að taka sér fyrir hend- Íur að reikna dæmi, verður að kunna frumatriði reiknings, sá sem ; vill lesa góðar bækur, verður að minnsta kosti að þekkja stafina. || Þorláki hefir gefizt kostur á að 1 skoða listasöfn í Kaupmannahöfn, > 1| og á vetri komanda mun hann Ihalda áfram námi við listaháskól- ann í Oslo. Mér fellur bezt við olíumyndir hans „Kvöld undir Jökli“ (15), „Esja“ (17) og „Tindafjöll" (18). Á fyrst töldu myndinni mynda blásvartir klettar umgerð víkur á Snæfellsnesi þar sem birmið svarr- ; ar. Báðar Þingvallamyndirnar (36 og 37) sýna fagra haustliti, . gullinn og rauðan blæ á hraun- ' breiðunum. Þorlákur getur einnig II brugðið upp fyrir okkur smámynd- um af unaði náttúrunnar, fuglum og hreiðrum þeirra, og velur þar : fallega liti. Hann hefur líka náð i góðum mótívum í skærum litum frá Lóndröngum og Botnssúlum. |l Milli tíu og fimmtán myndir höfðu þegar verið seldar á sýn- ingu þessari, þegar undirritaður leit þar inn. Það er gleðilegt, að ungir, íslenzkir listamenn skuli p| leggja sig fram um að afla sér góðrar teiknikunnáttu, svo sem í Ijós kom á vorsýningunni. Þorlák- ur er í hópi þeirra ungu lista- || manna, sem vekja góðar framtíðar- Ivonir. Almenningur má þess vegna ekki láta þessa sýningu í Ás- mundarsal fram hjá sér fara, en hún stendur til sunnudagskvölds. HWH. ■' 1 H Í Orðabók - Framhald af bls. 6. Árni Bergmann var ráðgefandi ritstjóri. Hinn rússneski höfund ur bókarinnar mun aldrei hafa komið hingað til lands, og af þeim sökum var ómetanlegt að hafa tiltæka aðstoð íslenzks menntamanns, sem dvelst í Rússlandi. Eg hef lítt séð bókarinnar get ið í blöðum, en einhvern tíma hefði það þótt sæta tiðindum, að út væri komin (slenzk orða bók, sem fyllir meira en þúsund síður, ekki sízt þar sem til hennar virðist vera svo vel vandað. Hermann Pálsson. I M m 1 •

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.