Vísir - 29.09.1962, Síða 10
r
10
VISiR
Laugardagur 29. september 1962
/////m-//////m^7////.
Celtic
rra>nn n r L
i '//////////* J
tefla fram
T1 '
— og iiei 5 BðiificSs"
iÍðSBHÖififiiaiiH UillEU
þeir Prétt meö !0sl
Þróttur lék í gærkvöldi
í Glasgow gegn hinu víð-
fræga liði Glasgow Celtic
og varð svo sannarlega að
láta í minni pokann, og
það þrátt fyrir liðstyrk 4
Akureyringa, þeirra Stein-
gríms Björnssonar, Jóns
Stefánssonar, Jakobs Jak-
obssonar og Skúla Ágústs-
sonar. Leikurinn fór fram
í rigningu og flóðljósum og
Celtic ákvað á síðustu
stundu að senda ekki vara-
íið sitt, en sendi í staðinn
fimm landsliðsmenn ásamt
varamönnum. — Atvinnu-
mennirnir unnu með 10:1.
Spurkuði viljúndi í
höfuð dömuruns
Hinn þýzkfæddi markvörður
Manchester City, Bert Trautmann,
var í gær sektaður af enska knatt-
spyrnusambandinu í eins punds
sekt og var auk þess „starffaður“
i viku fyrir slæma hegðun í leik
liðsins í byrjun september gegn
West Ham. Trautmann sparkaði
boltanum viljandi í höfuð dómar-
ans.
! Ekki bætti úr að vitað var að
; meðal áhorfenda voru njósnarar
j frá skozku félögunum, sem vilja
kynnast efnilegum íslenzkum knatt
spyrnumönnum með samninga fyr-
ir augum.
Þróttarar láta vel af dvölinni í
Glasgow og f gærdag sátu þeir Aóf
sem Celtic Footballclub hélt þeim.
Celtic lék I fyrrakvöld í Inter-
Cities Fair Cup eins og getið var
í blaðinu í gær og tapaði fyrri leik
sínum gegn hinu heimsfræga liði
Valencia á Spáni með 2:4, en eru
! taldir sigurstranglegir á heimavellin
’um Park Head í Glasgow, en þar
fór leikurinn í gær fram.
Týr—Keflavík
á sunnudaginn
Leik Keflvíkinga og Týs í bikar-
keppninni, sem fram átti að fara
í dag í Hafnarfirði, hefur verið
frestað til morguns. Fer hann fram
á Hafnarfjarðarvelli og hefst kl. 2.
Nokkrir af leikmönnum Týs eru
bankastarfsmenn og vegna mánaða
móta fengust þeir ekki lausir fyrir
hádegi á laugardag.
Má gera ráð fyrir tvísýnum og
spennandi leik, þvi að bæði hafa
liðin fuilan hug á að komast í
undanúrsiit gegn 1. deildarliðun-
um.
Leiðrétfing
I viðtali því sem haft var við
fyrrverándi hnefaleikamenn ís-
lenzka í blaðinu á miðvikudaginn,
var sagt frá því að Lúðvík Einars-
son væri margfaldur íslandsmeist-
ari. Þetta var rangt. Lúðvík varð
aldrei Islandsmeistari, blaðinu er
vorkunn, þar sem Lúðvík var um
árabil einn fremsti hnefajeikarinn
í sínum þyngdarflokki.
Er hann og aðrir hlutaðeigendur
beðnir velvirðingai á þessum mis-
tökum.
■' - ' //
■mÆMmm&m
CaroII einn bezti maður Celtic var
á síðustu stundu kvaddur til leiks-
ins gegn Akureyrarstyrktu liði
Þróttar en 5 landsiiðsmenn léku
með Cqltic.
i Þróttarar voru greinilega tauga-
óstyrkir gagnvart 10.000 áhorfend-
um, sem komu að horfa á leik-
inn, og fyrr en varði var skorað
og áttu Celtic-menn nlun meira í
leiknum og skoruðu 4 mörk í
fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik kom svo 5:0, en
Steingrímur skoraði síðan 5:1. —
Fimm mörk í viðbót fylgdu svo
frá Celtic, en 4 markanna voru á
reikning vamarinnar, sem hljóp í
skot Celtic-manna og í netið. —
Þórður í markinu varði samt vel
þó að boltinn væri blautur og þung
ur og pressan mikil og völlurinn
glerháll og leiðinlegur til leiks.
Þróttarar munu hafa fengið um
. 4000 sterlingspund fyrir aö leika |
I þennan leik, en þeir fengu helm- j
ing innkomunnar og rennur su upp
hæð í ferðasjóð Þróttaranna.
| Þróttarliðið lék á köflum allsæmi j
lega en var of feimið við áhorf-:
endaskarann, sem er næsta óvenju-
legur hér heima nema í mesta lagi
á landsleikum, en fæstir þeirra,
sem léku, eru vanir stórum leikum.
Bíla- og
húvélasalan
Sýning miðvikudag kl 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13:15 til 20. — Sími 1-1200.
S E L U R •
Opel Caravan ’61.
Opel Caravan ’60
Opel Record ’60. '61 4ra dyra
Volkswagen ’56, '59, ’60, 61
og '62
Volkswagen Mikrobuz ’60
Sem nýr bíll.
Höfum kaupendur að nýleg-
um vörubílum.
Komið. — Skoðið. — Kaupið
Örugg þjónusta.
Framliald af blf>. 9.
til Kaupmannahafnar íil að
leggja stund á lögfræði. Mér
fannst húsið verða tómt þegar
hann var farinn, en í sumarfrí-
unum kom hann heim til
Reykjavikur. Það voru hátíðis-
dagar þegar við fórum öll niður
á hafnarbakkann til að taka á
móti honum, er hann kom með
skipinu frá Kaupmannahöfn.
Þar sem hann var elzti son-
urinn hafði hann auðvitað sitt
einkaherbergi. Þangað þótti
okkur systrunum gaman að fá
að koma og heilsa upp á hann
og við rifumst um að fá, að
þvo sápuna af raktækjum
hans, þegar hann var búinn að
raka sig.
Hann hafði mi'^nn áhuga á
músik, var músikalskur eins
og .mamina og þegar hann kom
þvo sápuna af raktækjum
heim sagði hann okkur frá öll-
um dásamlegu óperunum, sem
hann hafði horft á I Konung-
lega leikhúsinu. Ég hlustaði
hrifin á lýsingu hans og mér
fannst eins og ég hefði upplif-
að þetta sjálf. Mig dreymdi þá
ekki um það, að það ætti síðar
að liggja fyrir mér að setja ó-
perur á svið í Kbnunglega
Ieikhúsinu.
í\SKAR kenndi mér líka rétt-
an danskan framburð, en
það var dönskukennslukonunni
í skólanuni til lítillar ánægju.
„Jeg havde“ sagði hún og bar
það fram „hafðe“ með linu d-
hljóði eins og i íslenzku, en ég
þóttist vita betur og bar það
fram „ha’de“ — svo bætti ég
við með miklu sjálfstrausti: —
Þannig ber bróðir minn það
fram og hann stundar nám í
Kaupmannahöfn.
En kennslukonán sat við
sinn keip og það skyldi heita
„hafðe“ og hún. hélt einnig fast
við það að r-ið í dönsku skyldi
borið fram sem íslenzkt rúll-
andi err. Hún sagði að það væri
helber hégómaskapur og tilgerð
ef við værum með annan fram-
burð. — Þannig olli danskán
mér þegar nokkrum erfiðleik-
um, en ég vissi þá ekki um alla
þá erfiðleika, næstum óyfirstíg-
anlega, sem málið átti síðar eft-
ir að baka mér.
Hér birtist ráðning krossgátunnar, sem birtist í blaðinu 15. september.
Óvenjulega margar ráðningar bárust á þessari krossgátu, og þegar
dregið var úr þeim kom upp nafn Jóns Eðvarðs Jónssonar Lögbergs-
götu 9 á Akureyri.
Það skal tekið fram að skilafrestur síðustu krossgátu er til næsta
föstudags. Ný krossgáta birtist á bls. 2 og er skilafrestur á henni hálf-
ur mánuður. Ráðningar sendist til ritstjórnarinnar, Laugavegi 178 eða
afgreiðslunnar, Ingólfsstræti 3.
i@nunfiii sfoBið 0*00
Framhald af bls. 5.
þangað til þeir eru hundrað ára,
— en hjá okkur leikurunum er
líkaminn tækið, sem við notum
til að túlka listina, og það er
hætt við að hann verði ekki
orðinn nógu gott tæki til þess,
þegar hann er orðinn 8ö ára
gamall.
— Hvaða vitleysa, góði minn,
segir frú Anna og klappar ást-
úðlega á hönd manns síns. —
Auðvitgð heldurðu áfram að
leika.
Áhrifln frá
hlutverkinu.
— Segið okkur nú frú Anna,
hvernig er hann í (skapinu, mað-
urinn yðar, þegar hann er að
leika svona illmenni og skálka
eins og kardínálann í Thomas
Beckett? Hefur það ekki áhrif
á einkalíf leikaranna?
— Þetta er óvenjuleg spurn-
ing, svarar frúin. En það er
nokkuð til í þessu á ákveðnu
tímamarki, þegar leikarinn er
alveg búinn að Iæra hli^tverkið,
ekki alveg kominn inn í það,
þá á hann erfitt með að slíta
hugann frá því. Ég man helzt
eftir þessu, þegar maðurinn
minn var að æfa „Idealisten“
eftir Kaj Munk, sem er mjög
sterkt, að þá sagði Áslaug syst-
ir mín við mig: — Við skulum
vara okkur að styggja hann
Poul, hann er orðinn eitthvað
■ svo uppstökkur. Ég man það
líka, að þegar við lékum í Ánd-
býlingunum, þá vorum við allt-
af í góðu skapi og hlæjandi, og
það var fyrir áhrif frá leikrit-
inu.
Hafði oft heimþrá.
— Hafið þér ekki oft haft
heimþrá? spyrja blaðamennirnir
frú Önnu.
— Jú, og sérstaklega fyrstu
árin, þegar ég þekkti fáa.
Fyrstu tvö árin í Danmörku
þagði ég og gerði ekkert annað
en að hlusta. En síðan komst ég
upp á lag með döhskuna og fór
að verða djarfari að tala. Nú
má segja að ég sé orðin dönsk,
þvi að ég kann betur við mig
í Kaupmannahöfn. Þar á ég
heima. En ég er þó alltaf ís-
lenzk. — Ég orða þetta svo, að
ég sé eins dönsk eins og mað-
urinn minn er íslenzkur.
01fu» SICU^
jiN 5ELUR 8f^,SOv
Volvo Stadion '55 gullfallegui
bíll kr. 85 þús útborgað.
i/auxhall ’58. Góður bill kr.. 100
bús.
Vauxhall ’49 Mjög góðu standi.
kr. 35 þús. Samkomulag.
Dodge Weapon í góðu standi,
vill skipta á Ford eða Chevro-
let, Dodge kemur til greina,
verðmunur greiðist strax.
Volkswagen ’59, fallegur bíll kr.
80 þús. Samkomulag.
Ford Consul ’57 í góðu standi
vill skipta á nýlegum bíl.
Opel, Record, Taunus o. fl.
Mercides Benz, gerð 180, 190,
220, árgangar ’55—’58, verð
og greiðslur samkomulag.
Úrval af öllum gerðum. Gjörið
svo vel að koma og skoða
bílana.
BIFRilÐASALAN
Borgartúm l.
Símar 18085 19615
Wfsírnp kt Í8 70048
Sendisveinn
Sendisvein vantar strax. Þarf að hafa reiðhjól.
Upplýsingar hjá ritstjórn Vísis, Laugavegi 178.
í