Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 6
6 V í S IR Miðvikudagur 17. okíðber 1352. ÐK3B»%mgag3aHi3SBCTBn3mE3MSBæK ORYGGI Vísir birtir hér í heild hið fróðlega erindi, sem HjáSmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri ríkis ins, fiutti í útvarpið fimmtudaginn 4. þessa mánaðar, og vakti mikla athyglí hlustenda. Skipstapar og sjóslys hafa undanfarið verið rædd manna á meðal, enda ekki að ástæðu- lausu. Farizt hafa ný skip og ný- leg, umbyggð skip og gömul skip. Aðstæður hafa verið eins mis- munandi og gerðir skipanna hafa verið ólíkar. Sum skipanna eru tóm, önnur drekkhlaðin. Undan- farið hefur mannbjörg orðið, oft- ast í gúmmíbjörgunarbátum, og því verið menn til frásagnar um atburðinn. Sjóréttur er haldinn, en því miður reynast upplýsing- ar þær, sem hægt er að fá frá áhöfnum um ástæðurnar oft ekki mikilvægar. Sjaldnast getur t.d. nokkur áhafnar sagt hvers vegna eða hvar leki hafi komið að skipi. Það 'eitt er vitað, að leki varð mikill, áhöfn notar oftast dælur til að reyna að bjarga skipinu, en undirbýr samtímis gúmmíbátinn til að yfirgefa skipið. En því miður eru ekki alltaf til menn til frásagnar um hvað skeð hefur. Minnisstætt er enn sjóslys, það er nýlegt norskbyggt stálskip Stuðlaberg fórst við Reykjanes á líkum slóðum og vitaskipið Hermóður fórst. Talið er að flak m.s. Stuðlabergs hafi fundizt, og eftirlifandi meðeig- andi þess hefur haft mikinn hug á að reyna að ná því upp. Að- staðan er hins vegar erfið. Varð- skipin María Júlía og Sæbjörg athuguðu stað þennan 22. febrú- ar, 25. febrúar og 6. apríl 1962. Náðust upp slitrur af síldarnót og nokkur olíubrák sást. Dýptar- mælir varðskipanna sýndi og lóðningu, sem gæti verið bátur. Er talið svo til fullvíst, að hér sé um flak Stuðlabergs að ræða. Misdýpi er þarna mikið, og virð- ist flakið liggja niðri í gjótu. Dýpið þar er um 37 faðmar eða um 50 metrar, en grynnra er í kring. Nótaslitrur virðast ná langt upp í sjó og því hefur ekki verið talið fært að reyna að kafa þarna. Auk þess er staður þessi ákaflega erfiður til köfunar. Straumþungi er mikill, og breyti- legur eftir dýpi. Flakið er þvi á mjög órólegum stað, vegna straums og fallaskipta, misdýpi er þarna mikið og illmögulegt að hemja skip á staðnum við köfun. Það er því talið fullvíst, að köf- un þarna væri mjög hættuleg og björgun sé mjög hæpin. Um þetta slys er enginn til frá- sagnar, en svo vill til að þetta skip er meðal þeirra tiltölulega fáu íslenzku fiskiskipa, sem til eru stöðugleikaútreikningar yfir. Þótt skipið væri svo til tómt, en með síldarnót á bátapalli, þá héfði það samkvæmt útreikning- um, m. a. byggðum á hallatilraun, sem gerð var á skipinu í Noregi, átt að þola alla venjulega sjóa í þessu ástandi. Hér hlýtur því að hafa verið um að ræða óvenjuleg átök úfins sjávar, og rennir það stoðum undir þá trú staðkunn- ugra að straumbrot, sem þarna eru algeng, hafi grandað skip- inu. Skarðsvik frá Hellissandi var nýtt eikar-fiskiskip, byggt í Dan- mörku, en það fórst á heimleið á Breiðafirði, eftir að hafa tekið þátt í leitinni að gúmmíbjörgun- arbát af togaranum Elliða er hann fórst. Ekki eru til neinir stöðugleikaútreikningar af m.s. Skarðsvík, fremur en flestum öðrum tréfiskiskipum íslenzkum. Hér bjargaðist öll áhöfnin í gúmmíbjörgunarbát. Talið er að leki hafi valdið þvi að Skarðs- vík fórst, en aldrei fékkst nein vitneskja um hvar eða hvernig þeim leka var háttað. Hér var þó eins og ég sagði áðan um að ræða alveg nýtt tréfiskiskip, byggt eft- ir íslenzkum reglum um smíði tréskipa undir eftirliti skóðunar- manns og á skipasmíðastöð, sem smíðað hefur mikinn fjölda is- lenzkra fiskiskipa. Þegar tréskipið Hamar frá Sandgerði fórst í Faxaflóa á leið til síldveiða fyrir Norðurlandi í sumar bjargaðist áhöfnin í gúmmfbjörgunarbáti skipsins. Hér er því áhöfnin til frásagnar um slysið, og virðist verða að telja sennilegast að ástand skipsins hafi verið þannig eins og það var hlaðið, þ.e.a.s. svo til tómt, en með síldarnót á bátaþilfari, að það hafi ekki þolað þann sjó er það fékk á þilfar, en áhöfn telur ekki hafa verið sérlega mikinn. Hamar var nýviðgert eftir að hafa brunnið og sokkið f Kefla- vik. Það hafði verið á vetrarver- tíð í vetur að viðgerð Iokinni, Eftir Hfólmar R. Bórðarson skipaskoðun- arstjóra og bar ekki á því að skipið reynd- ist neitt hættulegt á þeim veið- um, og fékk þá á sig oft meiri sjó, en í það skipti er það fórst. Þetta virðist einkum vera ástæð- an fyrir þvf að ekki var settur í skipið meiri botnþungi þegar skipt var um veiðiaðferð og skip- ið búið á síldveiðar. Það hefur að sjálfsögðu töiu- verð áhrif á stöðugleika fiski- skipa, þegar sfldarnót, sem mun vega frá 3 til 5 tonn, eftir því hversu stór og blaut hún er, er sett upp á bátapall. En fiskiskip- in eru ákaflega mismunandi fær um að bera þennan yfirþunga. Sum geta borið þetta óbreytt án áhættu, en önnur þurfa meiri eða minni auka-botnþunga í lestar- botn meðan á síldveiðum stend- ur. Þetta finna margir vanir sjó- menn á hreyfingum skipsins, því velti-,,perioda“ skipsins er í vissu hlutfalli við stöðugleika þess. Annars er ég alls ekki viss um að kraftblökk og sfldarnót á báta palli ásamt léttum vinnubáti, séu almennt hættulegri fyrir stöðug- leikann en tveir nótabátar með síldarnót í davíðum voru með gömlu síldveiði-aðferðinni. Það þarf mikla varfærni og aðgæzlu í báðum þessum tilfellum. Það hefur oftsinnis undanfarið verið á það minnzt í blaðagrein- um, að ótækt sé að ekki séu til íslenzkar reglur um stöðugleika fiskiskipa, og strangt eftirlit með að slfkum reglum sé fylgt. Sumir hafa jafnvel haldið því fram, að tilgangslaust sé að yfirfara teikn- ingar af nýjum skipum, að því er varðar styrkleika, sem og út- búnað, ef ekki séu sendir inn líka til athugunar stöðugleikaútreikn- ingar. Þetta er nú að mfnum dómi heldur mikið sagt, því þótt ekki fylgi útreikningar, þá eru fiskiskip yfirleitt svo líkrar gerð- ar, og nýrri skip byggð á reynslu eldri skipa, að þar er ekki um að ræða fullkomlega óreynt fyrir- bæri. Ef áberandi óvenjulegar teikningar að einhverju ieyti bærust til athugu,iar hjá skipa- skoðun ríkisins, þannig að sér- stök ástæða væri til að ætla, að skipið yrði hættulegt frá stöðug- leika sjónarmiði, þá myndi ef- Iaust verða farið fram á útreikn- inga á stöðugleikanum. Reyndar hefur skipaskoðun rík- isins undanfarin ár leitað eftir því, þótt þess sé ekki krafizt f reglum, að fá hjá þeim skipa- smíðastöðvum, sem það geta gert, stöðugleikaútreikninga og hallatilraun fyrir fiskiskip. Því miður eru þær smáskipasmíða- stöðvar fáar, sem færar eru um að afhenda fullkomna stöðug- leikaútreikninga, og t.d. engar ís- Ienzku tréskipasmíðastöðvarnar nú munu færar um þetta. Rétt er að geta þess, að ekk- ert nágrannalanda okkar hefur sett reglur um útreikninga á stöð- ugleika fiskiskipa, og ekkert þeirra flokkunarfélaga, sem við- urkennd eru af ráðherra, hafa neinar reglur um þetta heldur. Mörgum finnst allt er varðar stöðugleika skipa vera eitthvað dularfullt og aðeins aðgengilegt fyrir sérfræðinga. Þetta er nú tæpast rétt, því ef menn vilja syða tfma í að kynna sér þetta mál, þá er það ftert fyrir hvern mann að skilja. Hins vegar er örðugt að útskýra málið að nokkru gagni nema með skýring- armyndum og nokkru máli. Ég geri því enga tilraun til þess nú, en vil aðeins ræða lítillega um einstök atriði. Allir þekkja þá staðreynd að baliest í botni skips eykur stöðugleika þess, og að yfirþungi hefur öfug áhrif. Þennan þátt stöðugleikans má nefna þyngdarstöðugleika. Aftur á móti eru mönnum yfirleitt miklu minna ljós áhrif form-stöð- ugleikans, en hann er engu minna atriði í stöðugleika skips- ins. Lag þess, stærðarhlutföll og ekki sízt fríborð skipsins eru meginatriði formstöðugleikans. Eitt atriði er t.d. það, sem menn almennt ekki hugsa út í, en það er hversu mikils virði vatnsþétt lokuð þilfarshús og lokaður hval- bakur er fyrir stöðugleikann. Auðvitað þyngir stór yfirbygging skipið ofanþilfars, én ef yfirbygg- ing er lokuð vatnsþétt út í skips- hlið, þá getur lyftikrafturinn eða uppdriftin, ef ég má nota það orð, frá rúmmáli yfirbyggingar- innar haft úrslitaáhrif á stöðug- leika og þar með öryggi skipsins, er það fer að hallast. Hugmynd var birt um það í blöðum frá bréfritara er lagði til að sama aðferð yrði notuð við að ákveða stöðugleika fiskiskipa og hann hafði gert sem barn við Ieikfangaskip sín, að halla þeim allt að 90° þar til möstur færu í sjó. Ef þau ekki reistu sig við skyldi bæta blýi á kjöl leik- fanga-skipanna og þá ballest í venjuleg fiskiskip. Þetta er að sjálfsögðu óframkvæmanleg að- ferð. I fyrsta lagi er ekki hlaup- ið að því að halla t.d. 100 eða 200 tonna fiskiskipi svo möstur fari í sjó. Jafnvel þótt þetta væri hægt með einhverjum sérstökum útbúnaði, þá reyndist eflaust erf- itt að þétta svo allar hurðir, glugga, loftventla og önnur op, að ekki kæmist sjór í skipið. En síðast ber þess að geta, að þau skip myndu sennilega reynast sárafá, ef nokkur, sem þola að hallast 90° án þess að hvolfa, og þó eru þau vel stöðug, þótt þau þoli ekki svo mikinn halla. Hallatilraun er þó liður í út- reikningum á stöðugleika hvers skips, en þá er' skipinu hallað um fáar gráður með því að færa ákveðna þyngd vissa fjarlægð frá einni hlið til annarrar, og mcelt er á lóðlínu hve mikið skipið hallast við þessa þungafærslu. Með þessari aðferð er í sambandi við útreikningana fundin svo nefnd byrjunar-metacenterhæð skipsins, en það er mælieining fyrir byrjunarstöðugleika þess. Síðan er reiknað út á þessum grundvelli hversu stöðugleika skipsins er háttað við mismun- andi hleðslu og hversu mikið það þolir að hallast án þess að hvolfa. Vandinn er sá varðandi stöð- ugleika fiskiskipa, að fríborð þessara skipa er yfirleitt lítið, en það er svo með stöðugleikann, að hann snarminnkar, strax þeg- ar sjór flýtur yfir þilfarið. Þess vegna verður ekki hjá þvi kom- izt, ef setja á reglur um stöðug- leika fiskiskipa, að miða við ákveðið minnsta leyflega hleðslu- fríborð, einnig þegar skipið stundar fiskveiðar. Síldarhleðsl- una eins og hún tíðkast 1 dag, yrði því ekki hægt að taka með í stöðugleika-reglur. I þessu sambandi er ekki hægt að loka augunum fyrir síldar- hleðslunni. Uppstilling á þilfari er orðin geysi-há á mörgum skipum, og að sjálfsögðu er öll- um Ijóst að ýtrasta varfærni er nauðsynleg við slíka hleðslu á síldveiðum, þegar raunverulega aðeins bláendar skipsins sjálfs standa upp úr sjó, en allt annað er í kafi' Þetta atriði er gefið frjálst á vald skipstjóra nú að meta hverju sinni, en kappið er eðlilega mikið að veiða sem mest, og sárt þykir að sleppa miklu af síld, sem komin er í nótina, en skipið raunverulega ekki getur borið. Freistingin er þvi mikil fyrir skipstjóra að taka eins mikið með og hann telur Frh. á 10. bls. Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri ríkisins fjallaði i erindi sinu m. a. um öryggi af notkun gúmmíbjörgunarbáta, en myndin var tekin, er hann sýndi blaðamönnum og öðrum, endurbættan búnað slíkra báta fyrir skemmstu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.