Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 10
• o Oryggi á Framhald af bls. 6. veður Ieyfa. Raunverulega er mesta furða hve slysalítið þetta hefir gengið til þessa, því þótt rekja hafi mátt sjóslys beint til ofiiieðslu, þá eru þau slys þó færri en ætla mætti borið saman við hvernig háttað er stöðugleika þeirra í þessu hleðsluástandi. En það er auk þess annað atriði í ;ambandi við síldar-þilfarsfarm, ;em mér finnst ekki alltaf nægur ^aumur gefinn, Þegar enginn armur er á þilfari, en þessi 'eysi-háa síldar-uppstilling er á nlfarinu, þá getur brotsjór fyllt ^ífurlegu magni sjávar á þilfar- ð, sem skipið verður að geta los- ið sig við í skyndi, ef það á að þola annan sjó rétt á eftir. Það er því brýn nauðsyn, að öll aust- urop, lensport eins og þau eru oftast kölluð, séu höfð opin og 'iðug, svo sjór renni viðstöðu- iaust af þilfari aftur. Þetta er eins og ég sagði áðan brýn nauð- syn, þegar .síldarskip sigla f mis- jöfnum veðrum með síldar-upp- stillingu en án sldarfarms á þil- fari. Upphaflega voru sfldveiðar og síldarhleðslan aðeins sumar- fyrirbæri. Með fullkomnari leit- artækjum og veiðiaðferðum virð- ist vetrar-sldveiðin suðvestan- lands vera að verða árviss. Það er því full ástæða til að gera sér grein fyrir því, hvort rétt er að telja álfka hleðsluaðferðir leyfi- legar á vetrarsfldveiðum og á sumarsíldveiðum, þar sem yfir- leitt er ekki líklegt að fyrir komi sömu veður og að vetrarlagi á opnu hafi. Hér er þvf um þá miklu spumingu að ræða, hvort nægja muni tilmæli tii skipstjóra að gæta hófs í hleðslu miðað við veðurskilyrði eða hvort setja beri með reglugerð hleðslu-takmörkun miðað við hleðsluborð eða á ann- an hátt, og sjá um að þeim á- kvæðum verði fylgt. Um þetta atriði hefir fyrir nokkru verið leitað frumálits Farmanna- og fiskimanna sam- bands Islandr og Landssambands íslenzkra útvegsmanna, um leið og leitað var álits um hvort setja beri reglur um stöðugleika fiski- skipa, enda þessi tvö atriði svo nátengd hvort öðru, eins og fram hefir komið hér á undan. Annars er það svo, að tækni- nefnd er starfandi nú innan Siglingamálastofnunar samein- uðu þjóðanna (IMCO), sem hefir það verkefni, að athuga og e. t. v. undirbúa m. a. reglur um stöðug- leika fiskiskipa. Innan fárra ára verðum við því sennilega að vera við því búnir að taka af- stöðu til þessam mála á alþjóða- vettvangi, þvf ísland er að sjálf- sögðu aðili að Siglingamálastofn- un sameinuðu þjóðanna. Varðandi þau gömlu íslenzku tréfiskiskip, sem sokkið hafa f hafi vegna óskiljanlegs skyndi- legs leka jafnvel f góðu veðri, þá hafa heyrzt raddir um, að hér sé að kenna ófullkomnu eftirliti við ársskoðun. Gömul íslenzk tré- skip eru í ákaflega mismunandi ástandi. Langílest hafa verið end- urbyggð og viðgerð að meira eða minna leyti. Ávallt þegar tæki- færi býðst, þ. e. a. s. þegar gera þarf við einhvern hluta eldri tré- skipa, athugar skipaskoðunar- maður sá, er fylgist með viðgerð- inni þá máttarviði skipsins, sem nægt er að komast að. Þegar um er að ræða gömul skip, sem ekki hafa verið í viðgerð um nokkurra ára bil og því getur talizt ástæða til að athuga nánar, þá er mjög algengt að sklpaskoðunin láti rffa úr skipi.iu eina eða tvær planka-raðir fram úr og aftur úr. til þess eins að kanna hvernip ástand banda, byrðings og saums sé. Ef ekkert finnst athugavert iiðsidoirÉlfpihrseti Eseiðrar gsmerésksi SflP Stjóm bandaríska „Stefs“, þ. e. „ASCAP“, var nýlega heiðursgestur í „Correspondents Dinner“ Hvíta hússins í Washington, en viðstaddir voru bæði Kennedy forseti Bandarikjanna og Harold Macmillan for- sætisráðherra Bretlands. Mynd sú, er hér fylgir, var tekin í samsætinu, og sýnir stjórn amertska Stefs með forsetanum og forsætisráðherranum. Félagsmenn úr „Stefi“ önnuðust skemmtiatriði í samkvæminu. meðal annars var þar flutt nýtt danslag tileinkað forsetafrúnni og kallað „First Lady Waltz“. Á skemmtun- inni komu fram Benny Goodman og aðrir frægir túlkendur, einsöngvarar og söngflokkur. Sjó — eru nýir plankar settir inn í stað þeirra, sem rifnir voru. Komi hins vegar fram sjáanlegir gallar er gerð krafa um að úr verð bætt. Segja má að setja bær’ aldurs-hámark fyrir skip í notk un, en það er ákaflega erfitt, þv skip hafa verið ákaflega mismur. andi mikið endurnýjuð á lífsleið inni, og því verður yfirleitt ai meta ástand hvers einstaks skip sérstaklega. Annars er ekki vaf á því, að oft er eytt of miklu f( í viðgerð eldri skipa. Hagkvæm ara væri að byggja nýtt, en a? viðhalda mjög gömlum skipum og á þetta við bæði um stálskip og tréskip. Gamalt skip er alltaf að einhverju leyti jafngamalt uppruna sínum. Það er annars nýlunda sen: virðist vera að byrja að festa rætur hér, að ef skipstap verður þá hljóti ástæðan að vera lélegt eftirlit eða önnur yfirsjón Skipa- skoðunar ríkisins. Ef málið væri nú bara svona einfallt. Ótal mörg önnur atriði koma hér við sögu. Veðurfar, sjólag, mistök i siglingu og hleðslu og ófyrirsjáanlegir gallar mannlegra verka eru meðal þessara atriða. Skoðun skipa fer fram minnst ár- lega, og ég tel óhætt að fullyrða, að langflestir skoðunarmanna eru samvizkusamir menn, sem er ljós sú ábyrgð, sem á þeim hvílir. Skoðun bifreiða fer líka fram einu sinni á ári. Ég tel jafn frá- leitt að kenna bifreiða-eftirlits- mönnum um öll þau bifreiðaslys, sem verða vegna bilunar bifreiða, eins og skipaskoðunarmönnum um öll sjólsys. Að sjálfsögðu ber öllum þeim, sem að þessum máium starfa að gera sitt ýtrasta til að skip sem bifreiðar séu ávallt í sem beztu lagi, bæði skipaskoðunarmönn- um og bifreiða eftirlitsmönnum, sjómönnum og bifreiðastjórum. Annars er ekki úr vegi, að líta snöggvast t. d. £ skýrslur yfir dönsk sjóslys til samanburðar við fslenzk. Árið 1959 eru skráð 399 dönsk sjóslys, árið 1960 samtals 435 og árið 1961 eru líka skráð samtals 435 sjóslys. Skipstapar voru sem hér segir: Árið 1959 fórust 16 dönsk skip, árið 1960 fórust þar 22 skip og árið 1961 fórust 24 skip. Fróðlegt er einnig að athuga japanskar tölur yfir sjóslys fiski- skipa, en þau eru um 2003 á ári. Árið 1956 voru þau samtals 2072 á fiskiskipum, þar af um 1250 vegna yfirsjóna í skipstjórn eða vélstjóm, um 200 vegna veðra, önnur 200 vegna úr sér genginna skipa, 118 vegna smíðagalla eða efnisgalla og 133 voru af óupp- lýstum orsökum. Samkvæmt upp- lýsingum Lloyds eru japönsk skipstöp ofan við meðaltal heims ins, og sérstaklega eru fiskiskipa- tapar þar mikiir. Þessar tölur eru fróðlegar, þótt ekki megi skilja orð mín svo, að við eigum að gleðjast vegna hagstæðs saman- burðar við aðrar þjóðir. Eins og ég sagði áðan tel ég nauðsynlegt að leggja kapp á að fækka sem mest má verða sjóslysum or skipstöpum. Eitt þeirra atriða, sem nokkr um sinnum hefir verið minnzt á að verða myndi til aukins öryggis sjófarenda, er tilkynningarskylda allra íslenzkra skipa til land- stöðva. Að þvi er ég bezt veit, hafa enn ekki komið fram neinar nán- ari tillögur um þessa tilkynning- arskyldu, og langar mig því til að bregða upp mynd af þvi, hvernip hugsanlegt fyrirkomulag þessa kerfis gæti verið, því ég er að sjálfsögðu hlynntur þvf, að slík til kynningarskylda komist á, enda hefir í tilkynningum Skipaskoðun ar ríkisins, sem send er m. a. öll- um útgerðarfélögum landsins, ver ið hvatt til þess, að togarar til- kynni stöðu sína reglulega til landstöðva, þótt það sé engin skylda enn. Oft er ekki vitað um sjóslys fyrr en seint og síðar meir, og þá oft fyrir tilviljun, að tekið er eftir að skip hefir ekki látið heyra til sín lengi, eða ekki kom- ið til áfangastaðar á eðlilegum tíma. Oftast er það svo, að eig- andinn eða útgerðarmaðurinn í landi fylgist með ferðum skips síns eða skipum sinna, en sumir útgerðarmenn eru sjálfir skipstjór ar, og er þá enginn ákveðinn að- ili í landi til að gera aðvart ef ekki heyrist lengi til skips. Þetta kerfi myndi að vísu kosta nokkurt fé. Eflaust myndi Lands- síminn henta bezt fyrir slíka þjón ustu. Skipum yrði að gera að skyldu að tilkynna strax, er þau. láta úr höfn og þá hvert ferðinni sé heit- ið. Síðan að tilkynna alltaf á minnst 12 klukkustunda fresti til næstu loftskeytastöðvar um stað og stund og hvert þau séu að fara. Loftskeytastöðvar með stöðuga vörzlu allan sólarhringinn munu nú vera 5 á landinu, þ. e. Reykja- vík, ísafjörður, Sigiufjörður, Seyð isfjörður og Vestmannaeyjar. Auk þess munu vera 7 minni stöðvar, sem ekki hafa stöðuga vörzlu nú. Til að geta fylgzt með ferðum hvers skips, yrði ein stöðvanna aðalstöð og yrði það vafalaust Reykjavik. Allar aðrar loftskeyta- stöðvar yrðu að senda jafnóðum allar upplýsingar, sem þeim ber- ast frá skipum um stað og stund til aðalstöðva.innar í Reykjavík. Það þarf að vera stanzlaus vörður við þetta starf dag og nótt, og geri hann eða þeir skrá yfir ferðir hvers einstaks skips. Jafnframt þarf að aðgæta stöðugt, að komið afi fyrirskipuð staðarákvörðun frá hverju einasta skipi, sem til- kynnt hefir verið að látið hafi úr höfn, og enn er ekki tilkynnt komið til hafnar. Ef tilkynningu vantar þannig frá skipi, lætur hann strax kalla til skipsins frá næstu loftskeytastöð, til að at- huga, hvort nokkuð sé að. Ef ekkert sar band næst við skipið. má strax biðja nálæg skip að at- ’iuga um ferðir þess. — Sé á- tæða til að ætla að slys hafi orð- ið, þarí svo ''arðmaður aðalstöðv- arinnar að setja sig í samband við Landhelgisgæzluna og Fiug- umferðarstjórn, og fara fram á leit, svo og að útvarpið birti beiðni til nálægra skipa að svip- ast um eftir skipinu. Þetta kerfi myndi að sjálfsögðu kosta nokk- urt fé, en ég hygg að flestir geti verið mér sammála um, að það fé geti fljótt gefið ómælanleg verð- mæti í aðra hönd, þegar um mannslíf getur verið að ræða. Einu má þó ekki gleyma í þessu sambandi. Sama máli gegn- ir um þetta atriði, eins og um skipaeftirlitið. Árangur getur reynzt minni en til er ætlazt, nema því aðeins að fullur og ein- lægur áhugi sé meðal sjómanna sjálfra. Tilkynningarskyldan verð ur að vera virt skilyrðislaust af öllum þeim, sem á sjó eru, ef tilætlaður árangur á að nást. Hljótt hefir verið í blöðum um gúmmíbjörgunarbátana undanfar- ið í sambandi við þessi síðustu sjóslys, sum blöð jafnvel sagt að áhöfnin hafi bjargazt yfir í ann- an bát, og geta þess tæplega, að gúmmíbátur hafi raunverulega bjargað áhöfninni. Það vill gleym ast miklu fljótar, þegar allt er eins og til er ætlazt, en þegar eitthvað er að, þá er því meira haldið á lofti. Endurbætur hafa nú verið gerðar á gúmmíbátun- um, eins og skýrt var frá í vor að áætlað væri. Til frekara ör- yggis vil ég þó hvetja skipstjóra allra fiskiskipa til að athuga hvort ekki sé alveg tryggt að gengið hafi verið frá gúmmíbátum skips þeirra eins og til er ætlazt nú. Verksmiðjur þær, sem fram- leiða gúmmíbáta viðurkennda af Skipaskoðun ríkisins, hafa undan- farið að okkar beiðni í vor gert tilraunir varðandi breytingu á styrkleika fangalínunnar og fest- ingar hennar í gúmmíbátana, að þvi er varðar nýja gúmmíbáta. Tvær þessara verksmiðja hafa nú leyst þetta mál, en Skipaskoð- unin hefur ftrekað svör frá hin- um. Þeim, sem nú þurfa að kaupa nýja gúmmíbjörgunarbáta, vil ég því benda á að hafa áður sam- band við Skipaskoðun ríkisins, til að vera vissir um að þeir gúmmí- bátar séu með ’styrka línu og línufestingar, eins og Skipaskoð- un rikisins krefst nú. Ella verður sérfræðingur hér að taka gúmmí- bátana upp strax nýja og breyta bessu hér, áður en þeir cru scttir um borð í íslenzk skip. Þar eð er- lendar þjóðir viðurkenna margar mun veikari línur og línufesting- ar en hér er gert nú, nægir ekki af erlendri skipaskoðun. Þar eð sagt er að tölur séu ólygnastar, langar mig hér til að skýra frá þeirri staðreynd varð- andi notkun gúmmíbjörgunar- báta á íslenzkum skipum, að alls hafa gúmmíbjörgunarbátar bjarg- að hér við land 261 mannslífi frá því gúmmíbátar fyrst voru teknir í notkun á íslenzkum skipum. Sennilega væru fæstir þessara manna nú á lífi, ef ekki hefði notið við þessara nýju björgun- artækja. Þótt þetta sé óneitanlega glæsilegur árangur, skulum við samt hér eftir sem hingað til vera minnug þess, að fyllsta ár- vekni er nauðsynleg í viðhaldi og meðferð gúmmíbjörgunarbáta, til að öryggi þessara tækja megi ávallt verða sem mest. Samkvæmt nýjum reglum er nú m. a. krafizt minnst tveggja gúmmíbjörgunarbáta á stærri fiskiskipunum, og ætti þetta á- samt fleiri breytingum enn að auka öryggi íslenzkra sjófarenda. Það er von mín, að með sam- taka átökum allra þeirra, sem raunverulegan áhuga hafa á bættu öryggi íslenzkra skipa og björgunartækja þeirra, megi bitur reynsla kenna sjófarendum var- færni og vera okkur hinum, sem í landi störfum að þessum mál- um, hvatning til að endurbæta eins vel og mannlegur hugur og hönd megna, bæði skip og björg- unartæki öll, þótt minnugir verð- um við ávallt að vera þess, að fyrir geta komið sjóslys sem og önnur slys, sem enginn mann- legur iaáttur getur ráðið við. Reykjavík, 15. september 1962. Hjálmar R. Bárðarson. GÚSTAF ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður Austurstræti 17 Sími 13354 SIGURGEIR SIGURJONSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 10A Sími 11043 Löefræðistörf Innheimtur Fasteignasala Herrnsrn G Jónsson tidl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Skjólbraut 1, Kópavogi. 7 (Hein::.i 51245). að gúmmíbátur sé viðurkenndur Sími 10031 kl. 2-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.