Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 17.10.1962, Blaðsíða 16
Slysafjöldinn af völdum um- ferðar hefur aldrei verið neitt þvi- líkur sem í ár, sama gegnir og um árekstrafjöldann, en dauðaslys hafa það sem af er árinu orðið 5, en voru 6 á öllu árinu í fyrra. Þetta sagði Kristmundur Sig- urðsson yfirmaður umferðardeildar rannsóknarlögreglunnar, er Vísir leitaði umsagnar hans í morgun út af hinum mikla árekstra- og slysa- fjölda hér í borginni að undan- förnu. Það má segja, sagði Kristmundur ennfremur, að sigið hafi á ógæfu- hliðina hvað slys og árekstra snertir, með hverju árinu sem lfður, en þvílíkt stökk sem þegar hefur orðið á þessu ári er uggvæn- leg bending í þá átt að stinga þurfi við fótum og athuga alvöru þessa máls frá rótum. Það er svo margt sem til greina kemur. Fyrst og fremst slysin þau eru verst af öllu. Margir slasast það alvarlega að þeir bíða þess aldrei bætur, verða meiri eða minni öryrkjar allt sitt líf á eftir. Og þetta snertir ekki aðeins þá, heldur aðstandend- ur þeirra alla og þjóðfélagið í heild, bæði með tapi á vinnuafli og auknum örorku- og slysabótum. Þar næst kemur eignatjónið sem skiptir orðið tugum milljóna króna á hverju ári. Það er of mikið fyrir jafn fámennt þjóðfélag. Þá ber þess enn að geta, að mjög erfiðlega gengur að koma bifreiðum til viðgerðar. Viðgerð- arverkstæðin eru yfirfull og það dregst vikum og jafnvel mánuðum Benedikt sá ekki myndina Benedikt Árnason leikari, sem var aðstoðarleikstjóri við töku kvikmyndarinnar 79 af stöðinni gat ekki verið viðstaddur frum- sýninguna vegria meiðsla. Bene dikt var I Brussel, þegar hann meiddist á fæti svo að setja varð hann í gips. Ætlaði hann að fljúga til Reykjavíkur, en meiddist daginn áður, og varð að hætta við ferðina. saman að koma bifreiðunum í við- gerð. Þetta veldur eigendunum ekki aðeins óþægindum heldur oft og einatt tjóni. Árekstrafjöldinn á þessu ári er orðinn nokkuð á 4. hundrað hærri, en á sama tíma í fyrra, sem þó var algert metár í árekstrum. Við leitum að skýringum á þessu, sagði Kristmundur, og þær eru að vísu nokkrar, því bifreiða- innflutningurinn síðustu árin hefur verið ör, miklu örari heldur en hvað gömju bílarnir ganga fljótt úr sér. Hins vegar víkka göturnar ekki. Fyrir bragðið þurfa öku- mennirnir að sýna æ meiri að- gæzlu með hverju árinu sem líður. Þeir sem það gera þurfa sjaldan að mæta fyrir rétti út af árekstr- um. Það er skeytingarleysið, kæru- leysið sem veldur flestum árekstr- um og slysum, og það að treysta á aðra en sjálfan sig. Það er staðreynd, bætti Krist- mundur við, að árekstrum fjölgar í hvert skipti þegar úrfelli kemur. Orsakarinnar til þess er ekki hvað sízt að leita til móðu sem safnast inn á gluggarúðurnar og byrgir ökumanninum útsýni. Það er ekki nóg að hafa þurrkur á framrúðun- um, það verður líka að sjá til hliða, og aftur fyrir sig. Á þessu vill oft verða misbrestur og öku- mennirnir aka yfirleitt of hratt miðað við þessar ófullnægjandi út- sýnisaðstæður. Vísir innti Kristmund að því hvort einhverjir ákveðnir staðir, f borginni, götuhorn éða gatnamót væru öðrum hættálegri. Krist- mundur svaraði því til að einn staður hafi undanfarið verið miklu hættulegastur og það hafi naumast liðið sá' dagur, að þar hafi ekki eitthvert óhapp skeð, árekstur eða slys og suma dagana jafnvel fleiri en eitt. Þetta eru gatnamót Löngu-. hlíðar og Miklubrautar, staður að vísu þar sem tvær miklar umferð- aræðar mætast, en hins vegar góð útsýn þar til umferðarinnar til allra átta. Kvaðst Kristmundur vilja brýna það fyrir ökumönnum að gæta þar fyllstu varúðar. af rjúpu á fjöllum Fornihvammur þéftsetinn skyttum Gunnar Guðmundsson bóndi og hótelstjóri í Fornahvammi sagði í við- tali við Vísi í morgun, að það væri greinilega stór- aukning í rjúpnastofninum í ár og betra útlit fyrir rjúpnaveiði en verið hefði t 4 ár a.m.k. Skytturnar láta heldur ekki á sér standa. Leyfilegt er lögum samkvæmt að hefja rjúpnaveiðar frá og með 15. oktober, og aðfaranótt þess dags, mánudagsins, sváfu væntan- legar rjúpnaskyttur í hverju rúmi í Fornahvammi, eða á milli 30 og 40. Skytturnar voru flestar úr Reykjavík, Borgarnesi og af Akra- nesi. Fyrir dögun höfðu þær axlað byssur sínar og arkað upp á Holtavörðuheiði. Um hádegið gerði versta veður og sneru veiðimenn þá til byggða. 'Sumir höfðu þá skotið 30 rjúpur, og allir fengið góða veiði. Síðan hefir verið suð- vestan ruddi, en strax og veður leyfir mun fjöldi manna þess albú- inn að axla byssurnar að nýju. Gunnar Guðmundsson sagði að rjúpan væri óvenju hvft orðin svo snemma hausts. Hún héldi sig í efstu urðum og væri fremur stygg. En hann kvaðst sjálfur hafa kannað að nú væri óvenju mikið um rjúpu, miklu meira en undan- farin ár. Gunnar sagði að það væri um tveggja stunda gangur af veg- inum á Holtavörðuheiði til rjúpna, eins og sakir stæðu. Gunnar kvaðst ekki beint banna þeim, er gengju til rjúpna 1 hans landareign, að nota riffla, en hann bendir á, að það stafar mikil slysa- hætta af riffilskotum þar sem margir eru að veiðum og mælist Framh. á bls. 5. MEÐLIMIR SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðismenn, sem fengu senda miða í Skyndihappdrætti j Sjálfstæðisflokksins eru hva.ttir til að gera skil hið allra fyrsta. { Nú dregur óðum að þvi að dregið verður um hina glæsileguj vinninga happdrættisins. Það er mikið í húfi fyrir hvern og einn.j Þrír Volksagen-bílar, árgerð 1963, eru í boði. Menn geta komiðj skilagreinum sínum oð greiðslum í skrifstofu Sjálfstæðisflokks- j ins, við AusturvöII. GerSi S.H. eða S.Í.S. samninginn? Sðetframkvieindir viðgatna■ gerð og hitaveita SÍS gefur út fréttatilkynningu í morgun um að fregn Sölumið- stöðvarinnar um sölu á 20 þús. tonnum af síld sé villandi, segist SÍS hafa átt þátt í samningunum en ekki aðeins S.H. Vísir hefir kynnt sér málið og sannleikurinn er þessi: Það var Árni Finnbjörnsson, erindreki Sölumiðstöðvarinnar, sem einn annaðist þann hluta söl- unnar sem átti sér stað til land- anna fyrir austan tjald. Að því er varðar sölu til Vestur Þýzka- lands þá fór forstjóri S.H., Björn Halldórsson, ásamt Sturlaugi Böðv arssyni, á vegum S.H. i söluferð til Þýzkalands um mánaðamótin ágúst-september og gerðu samn- inga þar. Þetta er um samninga- gerðina að segja. Hitt er annað mál að rætt hefir verið við sjávarafurðadeild SlS um sölur þessar og SÍS er aðili að samningunum að því leyti að frysti húsum þess er heimilt að frysta síld upp f samningana. En þar sem hér er um Suðurlandssíld að ræða koma mjög fá frystihús SlS til greina í þessu sambandi. Það hefur aldrei verið unnið eins mikið og nú í bænum við malbikun gatna, gatnagerð og hita- veituframkvæmdir, sagði Ólafur Þórðarson, deildar- stjóri hjá Línudeild Bæjar- símans í viðtali við Vísi í morgun. Það er meira unnið með stór- virkum tækjum, jarðýtum, vélskófl um og krönum, en nokkru sinni fyrr, bæði vegn. þess að sú tækni ryður sér æ meira til rúms og jafnframt sökum skorts á vinnu- afli, en framboð á vinnuafli til almennrar vinnu fullnægir hvergi nærri eftirspurn. Af þessum miklu | framkvæmdum við gatnagerð og hitaveitu og hinni vaxandi véla- notkun leiðir aftur, að alloft eru jarðsímastrengir skaddaðir eða slitnir og gerir línudeildin við þær skemmdir eins fljótt og kostur er á. Ólafur kvað þó ekki vera mjög mikil brögð að þessum óhöppum, miðað við hvað göturnar eru sund úrgrafnar, en kvaðst þó vera þakk- látur fyrir það ef blaðið vildi minna stjórnendur vir.nuvélanna á að fara eins varlega og eswrt væri í þessu efni. VISIR Kristmundur Sigurðsson, varðstjóri, við skrifborð sitt á Fríkirkju- vegi 11, þar sem hann heldur á myndum af nýafstöðnu umferðar- siysi. Hættulegustu gatna■ mótin í REYKJA VÍK í * / I • f •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.