Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 26. október 1962. 9 Það var alvarlegur boð skapur, sem forseíi Bandaríkjanna flutti í sjónvarpsræðu sinni á mánudaginn, að hann hefði fyrirskipað banda- ríska flotanum að setja hafnhann á Kúbu og stöðva vopnaflutninga þangað. í fyrsta lagi er það al- varlegt ef Rússar hafa unnið að því af kappi i sumar og haust að koma sér upp víghreiðri og kjarnorkustöð á þessari litlu eyju í Karibíska haf- inu ' Og í öðru Iagi er það alvarlegt, að Bandaríkja- menn skuli nú sjá sig knúða að grípa til jafn róttækra aðgerða og að beita valdi til að hindra áform Rússa. Með þessu komast átök stórveld- anna á nýtt og hættu- legt stig. En varla var við því að búast að slíkt aðgerðarleysi héldist ó- breytt til lengdar. Að því hlaut að draga fyrr eða síðar, ef sam- komulag næðist ekki um deilu- málin, að árekstrar og átök yrðu einhvers staðar. Hitt kemur meira á óvart að þau skyldu hefj- ast við Kúbu. sama tíma er það að gerast í Himalayafjöllum, að kín- verskur her sækir frá hinu her- tekna Tíbet inn fyrir landamæri Indlands. Og þaðan berast þau undarlegu tíðindi að jafnvel hinn hlutlausi og friðsami Nehru sættir sig ekki við undanhald og flótta ,heldur skipar hersveitum sínum að grípa til vopna, svo að skæðir bardagar brjótast út í snæviþöktu hálendinu. Jþað sem einfaldlega er að ger- ast nú er, að þessu aðgerð- arleysi er að ljúka. Kennedy for- seti sýnir það nú f fyrsta skipti í verki, sem hann hefur marg- sinnis lýst skorinort yfir í ræð- um sínum, að Bandaríkin munu ekki sætta sig við undanhald að- gerðarieysisins. Þau munu ekki beygja sig né láta undan síga á eilífum flótta undan ofbeidis- mönnunum. Kjarninn í ræðu Kennedys felst f þessum setningum: „Enginn efast um að aðgerðir okkar eru erfiðar og hættulegar. Enginn veit nákvæmlega hvað muni gerast næst, né hvaða fórn- ir verða færðar. En mesta hætt- an væri að aðhafast ekkert. Eina OC PIDID ^ð undanförnu hafa þau getað átt samræður við samninga- borðin og það var jafnvel farið að tala um hugsanlegan fund Kennedys og Krúsjeffs í náinni framtíð í enn einni tilrauninni til að leysa deilumálin á friðsamleg; an hátt. Viðræðurnar báru að vísu ekki sérlega mikinn árangur. Það var eins og báðir þessir stóru aðiljar væru farnir að sætta sig við aðgerðarleysið. Vesturveldin sátu aðgerðarlaus hjá meðan kommún- istar reistu múrvegginn í Berlín og Rússar sátu mánuð eftir mán- uð aðgerðarlausir í Þýzkalands- málinu og frestuðu hvað eftir annað framkvæmd hótana sinna um sérfriðarsamninga. leið munum við aldrei kjósa, en það er leið uppgjafar og undir- gefni.“ T Tndir þessi orð forsetans munu allar vestrænar þjóðir taka. Enginn veit til hvaða bragðs Rússar muni nú grípa. Margir óttast að þeir muni nú f hefndar- skyni láta til skarar skríða f Ber- lín. Þá er mikilvægt að allar vestrænar þjóðir standi samein- aðar í einum voldugum krafti og víki hvergi fyrir ógnunum Rússa. Sú staðfesta hefur því miður ekki komið nógu skýrt fram í verki, svo Krúsjeff hefir máske fmyndað Kastró í faðmi Krúsjeffs. -xbJ löblfeH r9 h. sér að vestrænar þjóðir væru svo hæglátar og linar að hann gæti haldið áfram að grafa þær. Átak- anlegasta dæmi um það var, þeg- ar Vesturveldin létu kommúnist- um haldast það uppi, horfðu á það aðgerðalaus eins og úr nokkurra metra fjarlægð, að þeir þver-brutu alla samninga og reistu hinn ill- ræmda Berlínarmúr. Úrslitastundir munu nú verða á hafinu umhverfis Kúbu, sem reyna á festu og samtakamátt, ef hin rússnesku flulningaskip hlað- in vígvélum til Kúbu mæta banda- rísku flotadeildinni, sem er á verði við eyjuna. Þess er að vænta að hinir bandarísku sjóliðar sýni þó fulla gætni á hættustundu en þó festu, þvf að á þvf augnabliki reynir á það hvort vestrænar þjóð ir hafa hugrekki til að standa fast gegn árásaröflunum eða hvort þau lyppast niður í hvert skipti sem á reynir. Cjálf Kúba er svo aðeins peð í ^ þessum leik kalda stríðsins sem nú hefur kárnað og harðnað svo mjög. Og Kastro forsætis- ráðherra er aðeins leppur ógnar- valdsins í austri. Þó hafnbannið sé sett á Kúbu og snerti mjög þessa litlu eyþjóð er það ekki peð- ið sem getur neitt skipt sér af þeim árekstrum sem verða á haf- inu milli bandarískra og rúss- neskra flota. Þar eru stærri öfl komin að verki. Kastro getur víst lítið gert nema standa á strönd- inni, og horfa á og íhuga þann hættulega leik, sem hann hefur gerzt þátttakandi í og leitt þjóð sína út í. Það er öidin önnur nú en þegar Kastró var að komast til valda á Kúbu með því að steypa hinum alræmda einræðisherra Batista. Þá naut Kastró mikillar samúð- ar og virks stuðnings einmitt frá frjálslyndum öflum í Bandaríkjun um, sem Kennedy forseti gerðist síðar leiðtogi fyrir. Nú líta þeir á Kastró sem svikara og skæðasta fjandmann. TZ' astró hefur fyrirgert því trausti og samúð sem menn báru til hans, fyrst með hinum hryllilegu fjöldaaftökum, síðan með því svíkja öll fegurstu lof- orðin til þjóðar sinnar um að koma á réttlæti og lýðræði í land- inu og síðast en ekki sízt með þvf að gerast handbendi og svo að segja viljalaust verkfæri í hönd- um Rússa. Þegar Kastró komst til valda á nýársdag 1959 mátti lfta svo á, að Kúba, er hún losnaði undan Batista, væri eitt hinna nýju sjálf stæðu ríkja. Dæmi Kastrós sýnir að það er vissulega hætta á því að sum hinna nýju rfkja kunni ekki að varðveita fengið frelsi og þau leið ist út í innlent einræði eða ó- stjórn. Hætturnar vofa víða yfir og við höfum séð þær m. a. f Kóngó, Ghana, Gíneu og nú síð- ast í Nígeríu og Alsír. Það er hætt við þvf að þau vestrænu gömlu nýlenduveldi, sem færðu nýju ríkjunum frjáls- lynt stjórnarkerfi að skilnaði verði oft fyrir vonbrigðum þegar þeim gjöfum er kastað á glæ. Þeirri hættu ber að taka í þeirri von, að í flestum tilfellum eignist nýju þjóðirnar góðviljaða, skyn- sama leiðtoga, sem leita hins bezta f mannfólkinu . TTinu ber ekki að taka með þögn og þolinmæði, ef hinir rússnesku árásarseggir notfæra sér erfiðleika hinna ungu þjóða til að gera þær sér háðar og færa þær síðan í viðjar nýrrar tegundar nýlendukúgunar. Allt gildir þetta jafnframt um Kúbu, þó að Bandaríkjamenn eigi að vísu mikla sök á þvf sjálfir að Kastró féll f faðm Krúsjeffs. Þeir sýndu skilning jleysi á nauðsynleg um þjóðfélagsumbótum sem Kastró framkvæmdi á fyrstu miss erum valdaferils síns. Umbótum sem þörf er á í nær allri Suður- Amerfku. Þegar þær aðgerðir snerta bandaríska fjárhagsmuni beittu þeir til mikillar bölvunar efnahagslegum þvingunarráðstöf- unum, sem urðu upphaf ófamaðar Kastrós. Þó höfðu menn lengi von um að Framhald á bls. 10. Eftir Þorstein Thorarensen .-v-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.