Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 26.10.1962, Blaðsíða 10
 V í S I R . Föstudagur 26. október 1962. Somerset Maugham hefur að undanförnu dvalizt í Heidelberg og er þar að rifja upp minning- ar frá stúdentsárum sínum, en þar dvaldist hann eitt ár á há- skólaárum sínum. Er hann hafði dvalizt þar í hálfan mán- uð varð hann að láta sauma sér ný föt á sig. Gömlu fötin voru of þröng: — Já, sagði Maug- ham, ég man að mér þótti mat- urinn í Heidelberg alltaf góður í gamla daga. í Miami á Florida gerðist það nýlega, að trésmiður lokaðist úti á þaki 30 hæða húss, sem hann var að vinna við. Hann dó samt ekki ráðalaus. í verkfæra- tösku sinni hafði hann .ninnis- bók. Reif hann blöðin úr henni og skrifaði á þau: „Hjálp“. Síð- an kastaði hann þeim fram af brúninni. Vegfarendur sáu seðl- ana svífa niðíir, litu þeir þá upp, sáu manninn og komu honum til hjálpar. Sugar Ray Robinsson sem frægur var fyrir það hve lengi hann hélt titli heimsmeistara í millivigt í hnefaleikum hefur skilið við konu sína. í skilnað- ardómi er hann skyldaður til að greiða henni og syni þeirra 3000 krónur á mánuði í fram- færslu. Á Long Island við New York er ný og sérkennileg tízka að ryðja sé. til rúms um þessar mundir. Hinar ungu stúlkur á baðströndinni hafa tekið upp á því að mála tennurnar í sér sterkrauðar og bláar og þykir það til mikils fegurðarauka. ove Jonsson, póstmaður I Sviþjöð og Evrópumeistari í 200 metra hlaupi, lézt í bíl- slysi á Skáni 21. árs að oMri. Vidkun Quisling er nafn, sem •Norðmenn hafa ekki gaman af að rifja upp. Þó gerðist það nú, að norska stjórnin skýrði frá þvi í fyrsta sinn, 15 árum eftir aftöku hans að aska hans sem geymd hefur verið í leirkeri hafi verið jarðsett í grafreit við Ski- en. Það var fámennt viðjarðsetn inguna, en ekkja Quislings, Maria, var viðstödd hana. Karolina Iitla Kennedy, dóttir Bandaríkjaforseta, verður nú sett £ stofufangelsi í Hvíta hús- inu í hvert skipti sem mektar- menn koma þangað í heimsókn. Hún hefur fram að þessu fengið að ganga laus milli gestanna og eignazt marga vini meðal frægs fólks sem þangað kemur. Upp á síðkastið hefur hún þó farið að verða uppivöðslusam- ari enda er hún fjögra ára og mesti fjörkálfur. En við heimsókn Ben Bella nýlega var nóg komið. Þá kom Karolina hlaupandi inn í veizlu- salinn og hrópaði yfir gestina: — Upp með hendurnar. Og síð- an bætti hún við: — Bang, bang. Þjónustustúlka sem gat varla haldið niður í sér hlátr- inum leiddi litla friðspillinn út. 4 Von Brentano fyrrum utan- ríkisráðherra Þjóðverja er nú að gefa út í bókarformi úrval úr ræðum sínum um utanríkis- mál. Sumir segja að hann geri þetta aðallega til að halda eftir- manni sínum Schröder á lín- unni, en Brentano er sáróá- nægður með að Schröder hefur leitað nýrra leiða í utanríkis- máium. Grace furstafrú af Monakó og maður hennar Rainier prins eiga n' í viðskiptastriði við Frakkland. Ekki virðast þau á- hyggjufyllri en svo að þau eru farin að undirbúa skemmtiferð til Bandaríkjanna. Þar ætla þau að búa á ódýru hóteli í bað- staðnum Ocean City. Slíkt sparar hinum fátæka ríkissjóði Monakó útgjöll, auk þess sem Grace finnst tilbreyting í því að umgangast ekki tómt heims- fólk. Nicolai Tolstoy heitir 27 ára tungumálakennari sem nú er búsettur £ London. Hann er af rússneskum ættum, náskyldur hinum fræga rithöfundi Leo Tolstoy. Nicolai hefur nú skýrt frá þvf, að hann hafi £ hyggju að endurskrifa skáldsögu frænda síns „Strlð og friður" Mér finnst bókin alltof yfir- borðskennd og reyfsraleg"segir hann. Silvana Mangano, italska kvikmyndaleikkonan, sem gat sér ódauðlegrar frægðar á ís- landi fyrir nokkrum árum i kvikmyndinni Anna, er nú að leika í nýrri kvikmynd, sem vekja mun athyglí. Myndin á að heita „Réttarhöldin f Ver- ona“ og fjallar um réttarhöld og líflát Ciano greifa. Silvana á að leika Eddu Ciano dóttur Mussoiinis. Baraúveriidardagurinn er á morgun. Seld verða merki Barnaverndar- félagsins og hin vinsæla barnabók Sólhvörf. Austurbæjarskóla Laugalækjarskóla Mýrarhúsaskóla Breiðagerðlsskóla íópavogsskóla ársnesskóla Sölubörn komið í: Skrifstofa Rauðakrossins við Austurvöll. Melaskóla Hlíðarskóla ísaksskóla Langholtsskóla Laugarnesskóla Vogaskóla Barnaskóla Vesturbæjar Foreldrar, leyfið börnum ykkar að selja fyrir Barnaverndarfélagið. — Sölubörn, komið hlýlega klædd. Góð sölulaun og bíómiði í söluverðlaun . Byrjar kl. 9. Barnarverndarfélagið. Úlpumarkaður DRENGJAÚLPUR DÖMUÚLPUR TELPUÚLPUR GÆRUÚLPUR Ódýrustu úlpurnar fást hjá okkur. Boðsbréf — Framhald at bls. 4. vinna starf sitt f kyrrþey, hver fyrir sig. Það er breytni hvers einstaklings, sem gildir, fram- ferði hans og framkoma öll, fremur en háreysti og hama- gangur. Þeir hlýða á guðsrödd- ina í brjósti sér og reyna að breyta eftir því. Óðins-félagar 1 Skorað er á Óðins-félaga að gera skil sem allra fyrst I Skyndi happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Hægt er að gera upp í skrif- stofum rjálfstæðisflokksins við Austurvöll. í London er starfandi kunnur skóli fyrir ungar stúlkur sem vilja verða vélritarar og einka- ritarar, og heitir forstöðukona skólans frú Bowen. Þar er tveimur kennslustundum á viku varið til að kenna twist- dans Er talið að það hjálpi stúlkunum til að læra að vélrita hraðar. 4 Raul Castro, bróðir Fidels á Kúbu, sem er yfirmaður her- afla eyjarinnar hefur gefið út tilskipun, þar sem hann bannar öllum kúbönskum hermönnum að bera alskegg. Nú er Fidel Castro sá eini hinna gömlu bylt- ingarmanna sem má vera fúl- skeggjaður. 4 Reza Pahlevi keisari í Persíu á afmæli 28. október. Hann hefur nú tilkynnt að vegna jarðskjálftanna miklu og ægi- legra afleiðinga þeirra mum hann ekki taka við neinum af- mælisgjöfum. STÓRVELDIN OG PEÐIÐ - Framhaid af bls. 9 sættir í þessum deilum væru mögulegar. Þó að Kastró segist nú vera kommúnisti virtist hann þá of sjálfstæður til að gangast undir aga kommúnismans. Það er jafnvel ekki lengra síðan en í byrjun þessa árs, sem Kastró gerði tilraun til að losa sig við þá kommúnista, sem höfðu safn- azt f kringum hann. En sú til- raun virtist mistakast af einhverj- um sökum og eftir það hefur Kastró verið sem fastast flæktur í net Rússa. Enda sá það nú fljótt á að Rússar tóku að notfæra sér þessi yfirráð líkt og í leppríkjun- um í Evrópu. Rússar höfðu áður sent Kastró nokkuð magn vopna, en nú sást það hverjir voru orðnir húsbændurnir, því að vopnasend- ingamar og vígbúnaðurinn varð gífurlegur. Þótt Kúba væri eitt fámennasta ríki Vesturheims varð vígbúnaður og herafli meiri en í nokkru öðm ríki Suður- og Mið- Ameríku. Hefur þetta skapað stríðshættu og öryggisleysi ekki aðeins fyrir Bandaríkin, heldur og fyrir þann mikla fjölda smáríkja vopnlítilla eða nær vopnlausra sem er þarna alls staðar í nágrenn inu. Ennþá óhugnanlegra er á- standið sé það rétt sem Kennedy skýrði frá, að Rússar hafi jafnvel verið búnir að koma sér upp eld- flaugabækistöðvum og kjarnorku- stöðvum á Kúbu, en þá fullyrð- ingu forsetans hafa Rússar ekki borið til baka. Þessi ógna vopn hafa einungis verið ætluð til kjarn orkuárása á Bandaríkin. Sfðustu mánuði hefur óttinn við þennan óskiljanlega og brjálæðis- lega bfgbúnað breiðzt út um allan Vesturheim og þær raddir hafa tekið að heyrast f Bandaríkjunum, að stjórnin yrði að grípa til hinna öflugustu aðgerða, jafnvel að gera innrás á Kúbu og steypa Kastró sem hafði komið á sízt betri harð- stjórn en Batista á sfnum tíma. Bandarísk innrás á Kúbu hefði þó orðið illa þokkuð. Hún hefði orðið efni til að gagnrýna harð- lega að stórveldi réðist á smáþjóð. Kennedy lýsti því og staðfastlega yfir, að innrás kæmi ékki til greina. TYTeð því að velja stöðvun 1 vopnaflutninga hefur hann valið betri leið, enda þótt í henni geti e. t. v. falizt meiri alþjóða hætta og hún muni reyna meira á þolinmæðina. Með aðflutnings- banni á vopnum er líka gengið beinna framan að hlutunum. Þess- um aðgerðum er ekki beint gegn kúbönsku þjóðinni, heldur ein- ungis gegn stríðsundirbúningi og vígbúnaðarbrjálæði Rússa. Þá er hollast að viðurkenna það strax, að við Rússa sjálfa er að etja og réttast að gert sé út um málið á fundi rússneskra herflutninga- skipa og bandarískra flotadeilda á hafinu, en að kúbönsku þjóðinni sé hlíft sem mest við átökunum, þó hún hafi ratað í þá ógæfu að verða leiksoppur í kalda stríðinu. í þeim fundi rússneskra w bandarískra skipa felst að vísu hætta, en með því er horfzt í augu við staðreyndir. Og ætli það sé ekki þegar allt kemur til alls fyrir beztu? Þorstcinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.