Vísir - 01.11.1962, Qupperneq 5
'V1SIR . Fimmtudagur 1. nóvember 1962.
5
Beðið úrskyrðar —
Framhald aí bls. 1.
þurfa, en aðeins þegar um brýna
lífsnauðsyn er að ræða. Þetta er
hægt að heimila vegna þess, að
ekki er um verkfall læknanna að
ræða, heldur hreinar og beinar
uppsagnir. Hins vegar hafa em-
bætti þeirra ekki verið auglýst
laus til umsóknar, eins og venju-
lega tíðkast undir svona kring-
umstæðum, enda á Félagsdómur
eftir að úrskurða hvort þarna sé
um leyfilega uppsögn að ræða
eða ekki. Hefur ríkisstjórnin lýst
því yfir, að úrskurður Félags-
dóms sé forsenda þess að deilan
leysist.
Læknar í
önnur störf.
Læknarnir, sem sögðu upp,
höfðu gert ýmsar ráðstafanir til
þess að bæta sér upp vinnu- og
tekjumissinn sem af uppsögn-
unum stafar. Sumir fara sér þó
hægt í því að binda sig. Flestir
ef ekki allir vilja læknarnir
vinna á sjúkrahúsum. En þar
sem þeir telja vinnuskilyrðin og
launin ófullnægjandi, vilja þeir
ekki starfa áfram fyrr en úr
þessu hefur verið bætt. Þeir
vilja geta haft aðstöðu til sjálf-
stæðra rannsókna og endurnýj-
unar á kunnáttu sinni, eins og
þeir telja mögulegt á sjúkrahús-
um erlendis. Mörgum þeirra
standa opnar stöður í Danmörku
og Svíþjóð, og hafa sumir verið
að hugleiða að fara þangað. Hins
vegar vilja þeir allra helzt vinna
hér heima, og ætla þeir því að
sjá hvað setur áður en endanleg
ákvörðun verður tekin. Aðrir ein
beita sér að heimilislæknisstörf-
um eða sérgreinum sínum, og
.leita sér um leið einhverrar
aukavinnu í uppbótarskyni.
Laun Iæknanna.
Á Landsspítalanum hafa þeir
haft um 8 — 9 þúsund krónur í
laun fyrir venjulegan vinnutíma,
en þessi upphæð hækkar veru-
fega þegar ýmis aukastörf eru
talin með. Engu að síður telja
læknarnir þetta ófullnægjandi,
ekki sízt þegar tekið er tillit til
þess, að þeir hafa verið við nám
í 6 —8 ár, hið állra minnsta og
upp £ 10 og 12 ár með sérgrein-
arnárni, auk þess sem þeir höfðu
margir aflað sér sérstakrar
reynslu með vinnu á erlendum
sjúkrahúsum, áður en þeir komu
hingað.
Ásaka
heilbrigðisyfirvöldin.
Af skrifum eins þeirra og um-
mælum þeirra, má skilja hvað á
bak við uppsagnir þeirra liggur.
Vfst eru það fyrst og fremst
launakröfur, en að það hefur
komið til algjörra uppsagna, á
rætur sínar í því, sem þeir kalla
,,hirðuleysi heilbrigðisyfirvald-
anna“ um kjör þeirra. Þetta lýsir
sér í þvf, að dómi læknanna, að
heilbrigðisyfirvöldin hafi haft
nægan tíma til að semja við þá,
eða meira en sex mánuði, en
ekki sýnt á því fullan vilja.
Hafa fengið
launahækkun.
Einn af yfirmönnum heilbrigð-
iseftirlitsins hefur tjáð Vísi, að
læknarnir hafi síðan þeir hófu
kaupkröfur sínar, fengið al-
mennt 26—27% kauphækkun,
og að eitthvað af þessu hafi ver
ið fyrir yfirvinnu. En hann taldi
érfitt að semja sérstaklega við
þessa lækna meðan ósamið væri
við alla aðra opinbera starfs- i
menn. Gæti slík einhliða samn-!
ingsgerð orðið til að umturna j
Kvikmyndir —
Framhald af bls. 10.
Tvö bréf i læknadeilunni
YFIRLÆKNUM HEIMILAD
um án þess að verða tilfinninga-
söm vella.
Leikurinn í myndinni er víða
með afbrigðum góður. Er þar sér-
lega að geta Robert Ryan, sem
leikur Ty Ty af snilli. Buddy
Hackett leikur Pluto, verðandi lög-
reglustjóra, sem er hrifinn af
yngstu dótturinni. Gerir hann það
af mikilli fyndni. Þá eru f mynd-
inni tvær sérlega fallegar stúlkur,
Fay Spain, yngsta systirin og
tengdadóttirin, Tina Louise. Þær
eru báðar slfkt augnayndi, að þær
einar eru verðs miðans verðar.
Mynd þessi er sérlega vel gerð og
ráðlegt að sjá hana áður en hún
hættir. Þess er rétt að geta að hún
er með íslenzkum texta, þannig að
allir geta haft fullt gagn af henni.
♦
Ó. S.
AD LEITA AÐSTOÐAR
Ríkisstjórnin hefur heim-
ilað yfirlæknum þeirra
spítala, sem nú eru orðnir
sama sem Iæknislausir, að
ráða sérfræðinga til ein-
stakra starfa, ef nauðsyn
krefur. Áður hafði heil-
brigðismálaráðuneytið
skorað á þá lækna, sem
sögðu upp, að halda áfram
störfum, meðan Félags-
dómur hefur ekki kveðið
upp úrskurð sinn í lækna-
málinu. Fara þessi bréf
hér á eftir.
I Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hef-
! ir í dag ritað eftirfarandi bréf í
j sambandi við svonefnda lækna-
deilu:
Eftir viðtöku bréfs stjórnar
nefndarinnar, dags. í dag, varðandi
viðræður stjórnarnefndarinnar við
yfirlækna Landsspítalans og Rann-
sóknarstofu Háskólans hinn 30. þ.
m., um ráðstafanir, sem verða
Alþingi:
Úrskurður Félagsdóms nauðsyn
Bjarni Benediktsson heilbrigðis-
málaráðherra gaf þingheimi í gær-
dag glögga grein fyrir gangi hins
svokallaða læknamáls, og skýrði
þar með rökfastri ræðu þá ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar, að leggja
málið fyrir Félagsdóm. Var ræða
hans svar vi3 fyrirspurnum Lúðvíks
Jósefssonar um ráðstafanir stjórn-
arinnar og ásakana hans og Alfreðs
Gfslasonar læknis um að rfkisstjórn
in hefði gengið slælega fram í mál
inu.
Þeir Lúðvík og Alfreð vildu telja
að sú ráðstöfun að vísa málinu til
Félagsds væri kúgun og uppsögn
læknanna væri fullkomlega lögleg,
þyrfti í engar grafgötur að fara með
það. Athyglisverð voru þau orð
Alfreðs, „að hann væri ekki lög-
fróður maður og treysti sér því
ekki til að ræða málið, en persónu-
leg sannfæring hans segði honum
að nú væri of langt gengið til að
þvinga menn til að vinna sín skyldu
störf“.
Bjarni Benediktsson svaraði með
því að rekja málið nokkuð:
Strax í apríl, þegar læknarnir
sögðu upp, og þegar ríkisstjórnin
framlengdi uppagnarfrestinn úr 3
mánuðum í sex, gerði hún læknun-
um ljóst, hver væri afstað hennar
til málsins. Rikisstjórnin leit svo
á, að uppsögn læknanna væri ólög-
leg, þar sem þá voru í gildi lög frá
1915, um opinbera starfsmenn, sem
bönnuðu þeim að fara f verkföll.
Nú vitum við að Iæknar kalla upp-
sagnir sfnar og afleiðingar þeirra
ekki verkföll, en þar greinir okkur
á. Hefur ríkisstjórnin leitað álits
ýmissa fræðimanna, innlendra sem
erlendra, og hallast þeir einnig að
skoðun ríkisstjórnarinnar. Á síðasta
þingi voru lögfest lög um opinbera
starfsmenn, sem þingheimur sam-
þykkti nær samhljóða. Þar segir,
að ef ágreiningur kemur upp um
kjaramál í þeim hópi, þá skuli
stjórn BSRB vera fulltrúi þeirra að-
ila. í samræmi við þetta ákvæði
sneri ríkisstjórnin sér til stjórrfar
BSRB, en hún svaraði eins og nú
er kunnugt, að hún teldi málið ekki
heyra undir sig, og tók það bein-
línis fram, að, æskilegt . væri að
vísa því til Félagsdóms. Ef ríkis-
stjórnin hefði ekki gripið til þess
ráðs, sem tveir þingmenn gagn-
rýndu nú, þá væri ríkisstjórnin að
fara í kringum lög, sem þingheimur
hefði samþykkt samhljóða. Þegar
Iitið væri á, að ágreiningur væri
einnig um, hvort læknamálið hefði
sérstöðu, eða væri aðeins einn ang-
inn af kaupgjaldskröfum þjóðar-
j innar, en um þetta tvennt gilti
tvenns konar lagaákvæði, þá er
sýnt, að nauðsynlegt er að fá úr-
skurð dómstóla, hver réttarptaða
aðila væri. Þegar málinu væri vísað
til Félagsdóms, væri þvi um engar
þvingunarráðstafanir að ræða, enda
væri það stefna stjórnarinnar frá
upphafi, að forðast slíkt. Hún hefði
samúð með læknunum og skildi vel
kröfur þeirra, svo langt sem þær
næðu.
Hins vegar væri það ljóst öllum,
sem litu raunhæft á málið, að þar
sem ágreiningur væri mikill um
réttarstöðu aðila, þá hefðu ráðstaf-
anir stjórnarinnar verið nauðsyn-
legar. Læknum er ekki heimilt að
brjóta iandsins lög, jafnvel þótt
' allir hafi samúð með þeim.
mundu ef 25 læknar hverfa frá
störfum sínum hinn 1. nóvember
n. k., vill ráðuneytið, með vísan
til frekari viðræðna við formann
stjórnarnefndarinnar, fela stjórnar-
nefndinni að tilkynna yfirlæknun-
um umræddra stofnana eftirfar-
andi:
Yfirlæknunum er heimilt, ef
slíkt óeðlilegt ástand skapast
vegna læknaskorts á stofnunum
þeirra, að kveðja sér til aðstoðar
sérfróða lækna til einstakra brýnna
nauðsynjaverka, sem að mati
þeirra mega ekki dragast, og yrðu
slík störf greidd eftir reikningum.
— Undirskriftir.
Bréf til læknanna:
Svo sem yður mun kunnugt fjall
ar Félagsdómur nú um ágreining
varðandi uppsagnir lækna á störf
um við sjúkrahús og skyldar stofn-
anir og telur ríkisstjórnin úrskurð
Félagsdóms nauðsynlega forsendu
fyrir framhaldstilraunum til lausn-
ar á þessu máli.
Eru það eindregin tilmæli rfkis-
stjórnarinnar, sem hér með er beint
til yðar, að þér þrátt fyrir uppsögr
á starfi yðar gegnið þvf áfram me£
an Féiagsdómur fjallar um fram-
angreint mál, og mun ríkisstjórnir
af sinni hálfu greiða fyrir því að
sá úrskurður fáist sem fyrst.
— Undirskriftir.
Svör hafa ekki borizt við þeim
bréfum.
Loffleiðir —
Framhald af bls. 16
urðu um Loftleiðir, þótt umræð-
urnar kynnu að hafa einhver áhrif
á afstöðu Bandaríkjanna við end-
urskoðun ísl - nzka loftferðasamn-
ingsins. Endurskoðun þessi er að
hefjast í Washington og kvað Sig-
urður ekkert vera að frétta af
þeim fundi ennþá.
öllu f launamálum BSRB. En
hann benti einnig á það, að í
rauninni hefði hvorugur aðili
viljað trúa því fyrr en f ler.gstu
lög, að ekki tækjust samningar.
Læknar hefðu ekki trúað þvf að
ríkisstjómin myndi ekki semja
og ríkisstjómin hefði ekki trúað
því, að læknar myndu ganga
svo langt að leggja niður störf,
þótt ekki hefði samizt strax.
Beðið úrskurðar
Félagsdóms.
Ástandið í þessum málum er
óvíst. Beðið verður eftir úr-
skurði Félagsdóms, en þar til
hann hefur borizt, verður vænt-
anlega lítil hreyfing í málinu.
Þroskoár -
Frh. af bls. 7.
og skemmtileg og hann býr yfir
þeim mikla kosti að dvelja ekki
lengi við sama efni. Samanborið
við fyrri bækur hans þykir mér
þessi síðasta þó sfzt standa þeim
framar hvað þetta snertir, en hún
hefur það aftur á móti til munns
að bera að hér segir hann samtfð
sinni til syndanna og það jafnt
nánum samstarfsmönnum og
flokksbræðrum sfnum sem öðrum.
Á morgun opnar fyrstu verzl-
unin í hinu nýja Háaleitishverfi.
Eru ekki nema tæpir tveir mán-
uðir sfðan hafizt var handa um
byggingu hússins og hefir allt
gengið með óvenjumiklum
hraða. Er þetta kjörbúð og
verða þar seldar matvörur, m.
a. kjötvörur, brauð, mjólk, fisk-
ur og margt fleira.
Það er fynirtækið Austurver,
sem stendur að verzlun þessari
en framkvæmdastjóri Austur-
vers er Sigurður Magnússon
kaupmaður. Fyrir nokltru birt-
ust ádeilugreinar á borgaryfir-
völdin vegna þess að ekki voru
verzlanir risnar í þessu nýja
hverfi, en það er ennþá í bygg-
ingu sem kunnugt er. Hefðu
blöðin mátt spara sér stóryrðin,
þar sem svo skömmu seinna
hefst rekstur fullkominnar verzl
unar í hverfinu.