Vísir - 01.11.1962, Side 6

Vísir - 01.11.1962, Side 6
6 V í SIR . Fimmtudagur 1. nóvember 1962. \ Eftir Ólaf Gunnars- son sálfræðing Eftirfarandi grein hefur Ólafur Gunnarsson ritað og sent Vísi til birtingar. Þótt blaðið sé ekki sammála öllum þeim ályktunum, sem í greininni eru, telur það þð rétt að taka hana til birt- ingar. Skrif blaðanna að und- anfömu um aukna notk un alls konar örvunar- og deyfilyfja, annarra en tóbaks og áfengis, hafa orðið mörgum á- hyggjuefni. Ekki sízt þegar það fylgir sögunum, að æskan noti þessi lyf meira en góðu hófi gegnir. Æskan er nú einu sinni framtíð þjóðanna og sú þjóð, sem ekki lætur sig heillaríka framtíð hennar miklu varða, er á öruggri leið niður á við. Við skulum strax gera okkur grein fyrir því, að Iyfjanotkun unglinga er aðeins ein sönnun þess, að íslenzku þjóðinni hefur á seinni árum ekki tekizt eins vel til hvað uppeldi æskunnar snertir og æskilegt væri. Þegar það er sem ég skrifaði í Vísi þann 16. okt. s. 1. ,benti ég á hversu frá- Ieitt það væri að láta börnin nota göturnar sem leikvelli. Þessi al- menni skortur á skynsamlegu upp eldi veldur nú 7 sinnum fleiri slysum á börnum en í jafnstórri borg í Bandaríkjunum, auk þess sem foreldrar eru á þann hátt að láta böríiin brjóta lögin áður en þau geta talað — nefnilega um- ferðarlögin. Ég var á sínum tíma kennari í Kaupmannahöfn og kynntist þá mjög vel skólamenningu Dana. Meðal þess, sem ég tel eftir- breytnivert, cr, hversu ríkt er gengið efti^ í dönskum skólum, að börnin hafi með sér einhverja holla fæðu í nesti á skólabekk- inn, venjulegast brauð og mjólk, sem neytt er undir umsjón kenn- ara. Hér hefur það viðgengizt, að nemendur yfirgefi skólalóðir í frí- mínútum í óþökk kennara og skólastjóra til þess að seðja hung ur sitt á sælgæti og gosdrykkj- um í næstu búð, sem hefur slíkar vörur á boðstólum. Svo algeng er þessi venja hér, að jafnan mun vera leitað eftir leyfi borgarráðs til verzlunarreksturs nærri skól- um, áður en byggingu þeirra er að fullu lokið og virðist ekki standa á því að slík leyfi séu veitt. Almenningur og yfirvöld leggjast þannig á eitt til þess að ar fá stundum bíla sinija nánustu ,,lánaða“ og mun ekki mjög óal- gengt að ökumenn séu hér i um- ferðinni 2—3 árum áður en þeir hafa aldur til að taka bílpróf, sem er þó, samkvæmt lögum, hægt að taka fyrr en fjöldi unglinga hefur þroska til að bera ábyrgð á svo hættulegu ökutæki. Ef ökuferðir eiga að vera sér- staklega flottar, er „Svarti dauð- inn“ eða aðrar sterkar veigar sjálfsagður förunautur. Ég eftir- læt lesendum að rifja upp frá- sagnir blaða og útvarps af sumurr slíkum ferðum. Einn liður í slappleika þjóðar innar gagnvárt ósómanum er, að leigubílstjórar skuli enn þann dag í dag þora að drýgja tekjur sínar nieð því að selja áfengi á hækk- uðu verði og aka unglingum tím- unum saman þótt sýnilegt sé, að ferðalag þeirra hafi engan eðli- legan tilgang. Kvikmyndin 79 af stöðinni sýnir hvernig bilstjóri er sendur afsíðis meðan áhorfendur grunar að ástleikur sé Ieikinn í aftursætinu. Það er slæmt að hafa litla skóga, en verra er samt að hafa engan smekk og standa höll- um fæti siðferðilega. Lögbrot unglinga skipta þús- undum. Lögreglan skrifar skýrsl- ur um nokkurn hluta þeirra og þótt margt komist aldrei á skýrslur hafa dómarar sakadóm- araembættisins ekki undan að dæma. Sé um börn á barnavernd- araldri að ræða hefur til þessa ekki verið mikils að vænta af barnaverndarnefndum. Sú óhæfa hefur viðgengizt hér á landi að blanda fræðslu- og félagsmálum saman við stjórnmál. Barna- í bílum hans. Auk þess sem þetta siðlausa athæfi er hættulegt og þá fyrst og fremst fyrir bömin sjálf, er hér um það að ræða að uppalendur loka augunum fyrir algerlega siðlausu athæfi barna gagnvart öðrum. Mér er kunnugt um, að starfsmaður erlends sendiráðs hringdi á lögreglustöð- ina sl. vetur og kvartaði undan Ólafur Gunnarsson. EKKI AFJEINU SAMAN BRAUÐI sagt, ber að leita orsakanna og hugsa til úrbóta, ef unnt er. í þessu sambandi vil ég minna á ummæli prófessor John Cohen í grein, sem hann skrifaði í Les- bók Morgunblaðsins þann 22. júlí í sumar. Prófessor Cohen bendir á, að foreldrar verði fyrst veru- lega illa á vegi staddir hvað örð- ugleika í uppeldi unglinga snerti, þegar örðugieikarnir séu þess eðli is, að foreldrarnir þekki þá ekki frá sinni eigin æsku. Liggur ekki I augum uppi, að þjóð, sem á fáum áratugum hef- ur breytzt úr bændaþjóð I borg- arbúa, hlýtur að standa gagnvart nýjum og henni lítt þekktum upp- eldisvandamálum. 1 bændaþjóðfélaginu voru yfir- leitt þrjár kynslóðir á hverjum bæ og svo margt fullorðið fólk, að uppeldið var mjög sjaldan má! foreldranna einna og þá einkum móðurinnar. Leikrými var nóg til sveita, og lítil hætta á ferðum utan dyra. Börnin lærðu snemma að vinna og erfiðleikar kynþroska skeiðisins hurfu oft eins og dögg fyrir sólu í lífrænu starfi meðal fullorðinna. Má þar meðal annars nefna hirðingu húsdýra, sem er unglingum sem öðrum hollt starf og mannbætandi eins og allt, sem stefnir að því að gerast veitandi anr.arra og vera að einhverju leyti ábyrgur fyrir velferð þeirra. | átum okkur nú virða fyrir okk- ur hvað hefur verið og er að gerast f höfuðborginni. í grein, gera æskunni kleift að mynda ó- heppilegar lífsvenjur. Foreldrarnir leggja börnunum til peninga til sælgætis- og gosdrykkjakaupa, en yfirvöldin veita verzlunarleyfin. Við og við koma áskoranir frá einstaka skóla, sem óska eftir að ákveðnum sjoppum sé lokað, en slíkar áskoranir eru látnar eins og vind um eyrun þjóta. Hví skyldu menn líka vera að hlusta á það sem fátækir kennarar segja. Sumum foreldrum finnst hins veg ar þægilegt að skella skuldinni á kennarana, ef þeim hefur sjálfum mistekizt að ala upp börnin sín. 'Y/'ið skulum athuga örlítið gjafa- ” borð nokkurra bama á af- mælisdögum og stórhátíðum. Við munum fljótlega komast að raun um, að mörg börn fá svo margar gjafir, að þau vita ekki hver gefandinn er. Stundum korna dýr- ar gjafir allt of snemma. T. d. má nú sjá börn allt niður í 9 — 10 ára ald_r með armbandsúr svo dýr, að feður þeirra og mæður hefðu varla búizt við slíkum dýr- gripum í fermingargjöf. Það er eins og börnin þurfi endilega að verða stór áður en þau hafa þroska til þess, Þríhjólið er börn- um fengið áður en þau hafa fullt vald á því. Venjulegt reiðhjól fá börnin áður en þau geta skynjað rétt stærðir og fjarlægðir í um- ferðinni og dæmi eru til þess að drengir allt niður í 11 — 13 ára aldur séu búnir að læra -ð aka bíl feðra sinna. Þessir ungu herr- verandarnefndir hafa því verið og eru viðast enn kosnar samkvæmt styrkleikahlutföllum stjórnmála- flokka en ekki eftir hæfni þeirra, sem um málin eiga að fjalla. Ber brýna nauðsyn til að afnema þetta fyrirkomulag og fela fag- mönnum einum að fjalla um þessi viðkvæmu mál, en glappa- skot, sem menntunarsnautt fólk á þessu sviði hefur gert og hlýt- ur alltaf öðru hverju að gera eru þegar orðin of mörg og sum mjög alvarleg. r nágrannalöndunum hafa af- skipti fagmanna af barna- verndarmálum gefið mjög góða raun, er skemmst að minnast á- Iits lögreglustjórans í Málmey á því að hafa vel menntaðar barna- verndarnefndir og lögreglu, enda æskulýðsmál til mikillar fyrir- myndar í þeirri borg, sem mun vera 3 — 4 sinnum stærri en Reykjavík. Raunar ætti að vera óþarft að færa mörg rök fyrir því, að barn með sálrænar trufl- anir sem eitthvað hefur brotið af sér ldýtur að vera betur komið í höndum sérfræðinga en hús- ræðra og bílstjóra, alveg eins og skynsamlegra er að biðja skurð- lækni að framkvæma uppskurð á manni fremur en háskera eða slátrara. Það hefur lengi verið Reykvík- ingum til stórskammar, að börn og unglingar hafa látið snjókúl- um rigna yfir glugga og hurðir í húsum náungans og hangið aftan þessu athæfi. Hann fékk það svar, að þetta væri nú svona um allan bæ. Sem sagt. Þeir, sem eiga að halda uppi lögum og rétti tilkynna fulltrúa erlends ríkis að lögin séu alls staðar brotin og þeim komi það ekki við. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að börn, sem alin eru upp við algert virðingarleysi fyrir lögum og reglum verði einhverjir englar þegar þau stækka? Væri nú ekki ráð þegar drykkjulætin og pilluvíman er farin að trufla geðheilsu unglinga bæði bráð og Iengd, að yfirvöld- in fari að gera sér grein fyrir, að þessi mál verða ekki leyst með því að fela lausn þeirra pólitísk- um gæðingum, þau krefjast skil- yrðislaust hæfni og menntunar. |7ins og nú standa sakir má viða finna menn í ábyrgðarstöð- um innan félags- og fræðslumála, sem vilja um fram allt forðast að fagmenn komi þar nærri og þarf engan að undra það. Þessir menn vita um menntunprskort sinn þótt þeir geri allt til að leyna honum m. a. með því að láta mikið á því bera hvað þeir séu duglegir. Ef þeir hafa sæmilega greind tekst þeim stundum með alls konar bægHagangi að slá ryki í augu fjöldans og bregða visvitandi fæti fyrir þá sem betur vita og vilja. Við skulum nú athuga ástandið í fræðslumálum lítillega. Fyrir nærri 20 árum var vinsæll og glaðlyndur barnakennari, sem gegnt hafði fulltrúastarfi á fræðslumálaskrifstofunni settur 1 embætti fræðslumálastjóra. Skömmu síðar var skólalöggjöf- inni breytt að lítt athuguðu máli þannig, að starfsemi fræðslu- málastjóraembættisins varð mun umfangsmeiri en fyrr. Fræðslu- málastjóra mun hafa verið flest betur gefið en segja nei við alls konar framkvæmdaóskum, sem bárust hvarvetna að. Afleiðingin varð þvf miður sú, að eftir nokkur ár voru fjárreiður fræðslu málanna komnar í slíkt öngþveiti, að þáverandi menntamálaráð- herra fannst ráðlegast að fela þær nýju embætti. Á þeim 16 árum, sem liðin eru síðan nýju fræðslulögin voru sett hafa orðið örari breytingar í atvinnulífi landsmanna en nokkru sinni fyrr. Ekki skal ég fullyrða hversu mikill hiuti Islendinga er nú að vinna störf, sem ekki voru til fyrir 2 — 3 áratugum, en meðal tækniþróuðustu þjóða vinna nú 60% störf, sem ekki voru til fyr- ir 40 árum. Slíkar stökkbreytingar í at- vinnulífi þjóða hljóta að kalla á miklar breytingar í fræðslumál- um og hefur þeirri kröfu hins nýja tíma verið mætt þannig meðal allra þeirra menningar- þjóða, sem ég veit skil á, að gagnmenntuðum mönnum hefur verið falin skipulagning þeirra og framkvæmd. Nú er það stað- reynd, sem ekki tjáir á móti að mæla, að hvorki ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins né fræðslumálastjóri hafa menntun í hlutfalli við það hlutverk, sem þeim er ætlað að leysa. Ráðuneytisstjórinn er auk þess störfum hlaðinn við stjóm for- sætisráðuneytisins og virðist mega fara fram'á þáð með fullri sanngimi að hann fái að helga starfskrafta síná því hlutverki einu, en einhver gagnmenntaður háskólaborgari verði skipaður ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins. Ekki myndi ég draga í efa að hinn viðræðugóði og glaðiyndi fræðslumálastjóri myndi sóma sér vel sem sendiráðsritari t. d. i Oslo eða Stokkhólmi. Virðist ein- sætt að gera hlut hans góðan með þvl að fela honum slíkt starf, þar sem hæfileikar hans geta notið sín til fulls f stað þess að gera tilveru hans æ óbærilegri eins og hún er. ennarastéttin er alltof lengi búin standa uppi eins og höfuðlaus her gagnvart yfir- völdum og öðrum stéttum. Kjör hennar hafa farið versnandi og síðustu árin- hafa ekki fengizt fullgildir menn til að ala upp ungmenni i skólum landsins. Þá hefur það ráð verið tekið að dubba alls konar menn upp í kennarastöður, jafnvel geðtrufl- aða menn og drykkjusjúka. Verst verða þessi mál vitanlega komin ef menntamálaráðherrar hafa ekki nógan tíma, til að hafa vakandi auga með öllu, sem ger- ist i fræðslumálunum. Það liggur í augum uppi, að doktor í hagfræði hlýtur fyrst og fremst að hafa hugann bundinn við viðskiptamálin, eins mikið rúm og þau hafa átt í stefnu og starfi núverandi ríkisstjórnar. Að hann hafi reynzt með ágætum á þessu sviði þarf naumast að draga í efa, kemur það glöggt fram í því, að ríkisstjómin hefir falið honum alla forustu I við- ræðum við framámenn Efnahags- bandalagsins. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þótt ráð- herrann hafi ekki haft tíma til að sinna menntamálunum sem skyldi, en orðið að treysta mjög á æðstu ráðgjafa sína. Framhald á bls. 10. iraas'ip . txcsiaa es.'Pr . r ara

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.