Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 7
V VfSIR . Fimmtudagur 1. nóvember 1962. Nýjar sænskar kvikmyndir Síðastliðið vor gekk mikið á út af sænskri kvikmynd, sem að nokkru átti að taka í svefnvagni járnbrautarlestar. Átti sænska járnbrautarfélagið að iána vagna sína fyrir töku myndarinnar, sem upplýsti, að það er ekki alltaf gift fólk, sem fær sama klefa í lestunum? Einhvern veginn hlýt- ur þetta vandamál samt að hafa verið leyst, því myndin er komin til sýningar. Þetta er kvikmyndin Álskarinnan (Ástmærin), gerð af Vilgot Sjömann, og hefur hún vakið hvað mesta athygli þeirra mynda, sem á þessu hausti eru sýndar í Stokkhólmi. Útlendingar eru margir þeirrar skoðunar, að sænskar kvikmynd- ir takmarkist við Ingmar Berg- mann. Þetta er vitanlega rangt, og Svíar eiga marga ágæta kvik- myndagerðarmenn, svo sem Hasse Ekman og Alf Sjöberg, og upp frá þessu verður að sjálf- sögðu að taka tillit til Vilgots Sjömanns. Kvikmynd hans sker sig mjög úr þeirri hefð, sem Ing- mar Bergmann hefur skapað í sænskri kvikmyndagerð. Hún gerist í nútíma stórborg, og er umhverfið gert mjög sannfær- andi 'úr garði. í henni vottar hvergi fyrir afbrigðilegum siða- iærdómi eða guðsdýrkun. Hún sprettur fram úr kviku hversdags lífsins, og gerir höfundur sér mjög far um að sýna alls konar undarlegar venjur fólks, og í bak sýn er Stokkhólmur eins og mað ur fær að sjá hann í heimildar- kvikmyndum. Ástmærin er þríhyrnings ástar- saga. Stúlkan á sér ástvin, en verður ástfangin af rosknum kaupsýslumanni, sem á konu, barn og hund, og kemur hann fyrir sem heldur ógeðfelldur maður. Hann hefur í mesta lagi tíma til að heimsækja hana — og elska — í 20 minútur f einu. Þeir dagar koma einnig, að hún heyrir aðeins frá honum í síma, og er þá stefnumótum þeirra sí- fellt slegið á frest. Að lokum fer hún burt tii að leita friðar. Ungi maðurinn fylgir henni að lestinni, og hún lofar honum statt og stöð ugt, að hún muni koma til hans aftur. En í lestinni bíður elsk- hugi hennar, og þau njótast í síðasta skipti, áður en hún kveð- ur hann í hinzta sinn, ekki að- eins hann, heldur sendir hún unga manninum einnig kveðju- skeyti. í kvikmyndinni gætir mjög á- hrifa frá Antonioni. Þetta veld- ur manni nokkurri gremju, því að áhrif hans hafa yfirleitt verkað neikvætt á yngri kynslóð kvik- myndafólks í Evrópu. En Vilgot Sjömann hefur þrátt fyrir þessi sterku áhrif getað fundið per- sónulegan tón og haldið honum. Mynd hans hefur fremur hæga at- burðarás, en alls ekki leiðinlega. Myndatakan er mjög óvenjuleg, en alls ekki alltaf f því augna- miði að birta fegurð. Og þeir tveir leikarar, sem fara með að- alhlutverkin og áður eru kunnir úr myndum Bergmanns, komast aldrei alveg undir áhrif Antoni- onis. Þessir leikarar eru Max von Sydow og Bibi Anderson. Eink- um tekst von Sydow vel upp. Leikur hans er svo hraður, að við sjáum hann varla — og oft snýr hann baki við áhorfendum. Sömu leiðis er gervi hans mjög gott, og eykur það á nafnleysi hans, því áhorfendum er eiginiega ekki ætlað að vita, hver hann er í raun og veru. Alþingi Ástmærin er ekki stórbrotln mynd, en þó er ýmislegt athygl- isvert í henni, meðal annars iest- aratriðin,. sem minna mjög á hin frægu lestaratriði í myndum An- tonionis, en að auki hafa þær mjög persónulegan og sænskan svip. Sjömann getur ekki enn eins mikið og fyrirmynd hans, en hann vill ekki heldur eins mikið, og árangurinn verður fögur, hlý- leg mynd, sem ætti að hafa skil- yrði til að ná vinsældum utan Svfþjóðar. Ame Mattson vann sér nafn með myndinni Hon dansade en sommar (Sumardansinn), en eig- inlega hefur honum aldrei tekizt að skapa neitt verulega stórbrot- ið. Með nýjustu mynd sinni, „Vaxdockan* (Vaxbrúðan), hefur hann án efa ætlað sér mikið. Handritið er gert af skáldinu Lars Forssell, sem þar með hefur sannað, að skáld verða ekki fyr- irhafnarlaust að meisturum kvik- myndahandritagerðar. Aðalhlut- verkið — einmana og hálfgeð- bilaður næturvörður — er Ieik- inn af Per Oscarsson, og tekst honum mjög vel upp. Myndin sem heild er athyglisverð, en tæp ast sem kvikmynd. Næturvörðurinn verður ástfang inn af vaxbrúðu í stóru verzl- unarhúsi. Hann rænir henni og kemur henni fyrir í þakherbergi sínu í útjaðri borgarinnar. Þar kviknar hún hægt og hægt til lífsins vegna ástar hans, en fljót lega verður hún of ráðrík, og hann verður hreinn þræll hennar. Myndin fjallar því um einmana- leik manneskjunnar. Myndatakan og stjórnin er máttlaus, en text- inn væri áreiðanlega skemmtileg- ur til lestrar. Gunnar Hellström hefur fundið ágætt efni í kvikmynd í skáld- sögu Birgittu Steenbergs „Chans“ sem fjallar um rótlaust lífernt æskufólks. Við fylgjumst með ungri stúlku frá því hún fer burt af æskuheimili sínu, þangað til hún kemur þangað aftur. Þetta hefur svo sem verið gert áður, en sjaldan með svo næmri til- finningu fyrir umhverfi og atburð um. Hellström notar þá aðferð eins og Sjömann að tengja sögu myndarinnar umhverfi staðanna, sem hún geris.t á, svo að ofur- lítið minnir á'lieimildarkvikmyncr ir. Beztu atriði myndarinnar eru um það, hvernig stúlkan ferðast ,,á þumalfingrinum“ til Stokk- hólms. Þjóðvegirnir, götuskiltin, vörubílar, ijósrákir frá bílunum á nóttunni, útvarpstækin í bíl- unum, stutt, tilviljunarkennd ást aratriði og einmanaleikinn, sem á eftir fylgir. Allt hefur þetta sézt áður, en Gunnar Hellström nær nýjum áhrifum, og LiIIevi Berg- mann vinnur sinn fyrsta stórsig- ur í hlutverki flækings stúlkunn- ar. Það væri freistandi að láta sér detta í hug, að mynd sú, sem þarna birtist af afvegaleiddri æsku, væri sett upp á ýktan hátt. En á götunni fyrir framan kvik- myndahúsið mætir auganu hið sama og á myndinni. Læknamálið — deyfilyf -- landbúnaðarafurðir — málalok hagstæð ríkisstjórninni — fullnægj- andi skýrslur — sjaldgæft atvik — þingsköp. Max von Sydov og Bibi Anderson í kvikmyndinni Astmærin. A/Y BOK: Þroskaár Vigfúsar Vigfús Guðmundsson, fyrrum | gestgjafi hefur nýlega gefið út ann j að bindi minninga sinna, sem hann nefnir þroskaárin, en upphaf ævi- sögu sinnar gaf hann út fyrir tveirn árum og kallaði það Æsku- daga. Þegar Vigfús kvaddi lesendur sína í Æskudögum var hann stadd ur úti í löndum og þar er hann ; einn í upphafi þeirrar bókar, sem hann sendir nú á markaðinn. Hann er nánar tiltekið hjarðmaður og i búreki vestur í Ameríku og er þá j 27 ára gamall. Fyrstu kaflarnir í „Þroskaárunum“ fjalla um dvöl Vigfúsar í Kanada og Islend- i ingabyggðum þar, en síðan um för I hans til íslands, og úr því um starfsárin og áhugamál hans hér heima. Kennir þar að sjálfsögðu margra grasa, en þó er þessi ævi- minning, eftir að heim kemur, fyrst og fremst pólitísk starfssaga, jafnhliða því sem hún skýrir frá ! veitingahúsarekstri Vigfúsar sem var atvinnugrein hans. Enginn, sem kynntist Vigfúsi j Guðmundssyni, gekk þess dulinn,' hvar í flokki hann stóð. Maður I gerir það heldur ekki í þessari bók. Hann er Framsóknarmaður frá toppi til táar, hreifst ungur af Jón- asi frá Hriflu og fylgdi honum dyggiiega að málum, a.m.k. fyrst í stað. Flokkssjónarmiðið var Vig- fúsi ofar öllu og maður sér ekki annað við lestur bókarinnar en að þar hafi hann verið heill og dygg- ur allt sitt l,f. I staðinn fyrir að andvakan var líf Sverris konungs allt, var Framsókn líf Vigfúsar. Hér skal ekki lagður dómur á stjórnmálaskoðanir Vigfúsar Guð- mundssonar, enda skiptir það mestu máii hvernig hann tjáir við- horf sitt til þeirrar lífsstefnu sem hann :fur vaiið sér. Og hér kem- ur það fram, sem reyndar margit kunnugir vissu áður, að eftir situr nokkur beiskja, ekki aðeins gegn mótherjum í stjórnmálum, heldur einnig í' garð eigin flokksbræðra. Á þessu sviði verður Vigfús stund um opinskár svo um munar og fyrir bragðið gæti ég trúað þvf að ýmsir tækiu sér þessa bók f hönd I bókum Vigfúsar kennir óskertr ar frásagnargleði. Þegar honum Framh. á bls. 5. Umræður á þingi í gær voru efnislega mjög miklar, enda þannig mál á dagskrá, sem mjög eru á döfinni þessa dag- ana. Nítján mál voru á dagskrá í Sameinuðu þingi en umræður urðu aðeins um þrjú þeirra, hin vannst ekki tími til að af- greiða, svo umfangsmiklar urðu umræðurnar um þau fyrstu. — Fyrst kom fyrirspurn Lúðvíks Jósefssonar varðandi læknamál- ið, síðan fyrirspurnir um mis- notkun deyfilyfja og lán út á landbúnaðarafurðir og svör ráðherra. (Þessarra mála er efnislega getið annars staðar í blaðinu). Að lokum fylgdi Skúli Guðmundsson (F) úr hlaði tillögu sinni um raforku- mál. Hvað afurðalánin og deyfilyf- in snertir þá voru svör ráð- herra ítarleg og greinargóð, enda urðu málalok mjög f hag ríkisstjórnarinnar. Svar land- búnaðarráðherra sýndi að hann hafði kynnt sér viðkomgndi má! mjög rækilega og þær tölur, sem hann gaf um lán tii land- búnaðarafurða miðað við lán tii sjávarafurða hafa eflaust komið Framsóknarmönnum mjög í opna skjöldu. Hafa þeir löngum hamrað á, að hlutur landbúnaðarins væri mjög fyr- ir borð borinn í samanburði við sjávarútveginn, og þótzt hér vissir um að geta hnekkt á ríkisstjórninni (sjá 16. síðu). Dómsmálaráðherra las full- nægjandi skýrslur frá ábyrgum aðilum, sem deyfilyfjamálið helzt snertir, og er ljóst, að þeir aðilar hafa látið málið mjög til sín taka fyrir atbeina ráðherra. Niðurstaða ráðherra var sú, að mál þetta væri komið á mjög alvarlegt stig, og ekkert mætti spara til að koma þessum ó- fögnuði fyrir kattarnef. Svör Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Lúðvíks um læknamálið, voru engu éíður fullnægjandi, þótt ráðherrann hefði ekki gögn og skýrslur á reiðum höndum. Ástæðan fyrir því var sú, að Lúðvík kom með sína fyrirspurn, ráðherra að óvörum, en hingað til hefur það verið sjálfsögð kurteisis- venja í þinginu að gera við- komandi ráðherra viðvart, ef þingmenn hyggjast vekja máls á sérstöku máli. í kjöifar Lúð- víks kom Alfreð Gíslason lækn- ir með enn frekari íyrirspurn- ir varðandi læknamálið, greini- lega mjög vel undirbúinn. Heil- brigðismálaráðherra (BB) gaf upplýsingar um gang málsins, og lýsti þeirri skoðun sinni, sem og fræðimanna annarra, að læknamálið væri komið á það stig lagalega og siðferði- lega séð, að nauðsynlegt væri að fá úrskurð dómsmála um, hver réttarstaða aðila væri. — Leiddi Bjarni að þessu gild rök, en viðurkenndi hins vegar fús- lega, að skoðun hans væri ekki einhlít. I umræðum þessum, sem voru utan dagskrár, kom fyr- ir það sjaldgæfa atvik, að þing- manni var meinað að fá orðið, eftir að hann hafði kvatt sér hljóðs. Lúðvík Jósefsson bað um orðið, er ráðherra hafði tal- að, en þá hafði Lúðvík þegar talað tvö skipti. Neitaði for- seti á þeirri forsendu. Lýsti Lúð vík óánægju sinni úr sæti sinu og kvað slík þingsköp ekki hafa tíðkazt fyrr. I þingskaparlög- um (30. gr.) er rætt um fyrir- spurnir, en aðeins fyrirspurnir, sem á dagskrá eru. Við slíkar umræður er þing- mönnum aðeins heimilt að taka tvisvar til máls og ekki lengur en 5 mínútur í hvort skipti. Um fyrirspurnir utan dag- skrár er ekki getið í þingskap- arlögum, en hins vegar hefur sú ve .ja tíðkazt að þær séu leyfilegar. Þeim, sem þetta rit- ar, er ekki kunnugt um, hvort á hefur reynt áður, hve oft þingmenn megi taka til máls undir þessum kringumstæðum, en vissulega sýnist réttast, skv. þingsköpum og þeirri reglu, sem viðhöfð er um fyrirspurnir innan dagskrár, að viðkomandi megi aðeins taka tvisvar til máls. Var þvi ákvörðun forseta rétt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.