Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fímmtudagur 1. nóvember 1962.
15
Cecil Saint - Laurent:
&
NY ÆVINTYRI
jr jr
KAROLINU
að stíga ekki niður á eggjárn,
og reyndi að koma sér fyrir sem
bezt hún gat í skápnum. Mat-
sveinninn mundi varla fara að
leita að henni þama. Kassar,
tunnur og annað hélt áfram að
ferast til í lestunum með tals-
verðum skruðningi, en hún var
sofnuð, án þess hún vissi af.
2. kapituli.
Óvæntur endurfundur.
Þegar Karólína vaknaði fannst
henni, að hún væri að bana
komin af hungri, og hún ákvað
þrátt fyrir áhættuna, að fara
upp á þilfar. Ef hún hitti Thom-
as þar fyrir yrði það að fara
eftir framkomu hans hvað hún
tæki til bragðs. Hún ætlaði að
opna skápdyrnar, en gat það
ekki, sem ekki var furða, því
að hurðin var úr þykkri eik og
hún gat ekki beitt kröftum sín
um vegna áhaldanna. Eftir marg
ar árangurslausar tilraunir varð
hún gripin ótta og kallaði:
— Hjálp, hjálp, hjálp!
Nokkru síðar heyrði hún
Thomas kalla:
— Hvern fjandann ertu að
gera þarna?
Hann opnaði skápdyrnar og
leiddi hana upp á þilfarið án
þess að hafa fleiri orð um.. Veð í
ur var nú gott og hún naut
þess að anda að sér hreinu sjáv
arloftinu. Þegar hún gat ekki
opnað skápinn til þess að kom-
ast út hafði hún haldið, að hún
mundi kafna.
— Æ, ég sofnaði í skápnum.
Það var heimskulegt af mér. Ég
hefði átt að halla mér út af í
svefnklefanum, en ég datt út af
og var sofnuð á augabragði.
Thomas var svo drukkinn, að
það drafaði í honum tungan.
— Það ætti að lumbra á þér,
en þú ert með skrámu á öxlinni
eftir sagarblað. Vonandi ér það
þér nóg ráðning. En nú verð-
urðu að búa til morgunmat
handa mér.
Karólína þuklaði á öxlinni
og fingurnir urðu blóðugir og
nú fyrst verkjaði hana í skrám-
una. Henni virtist líka dálítið.
erfitt að halda jafnvægi. Thom
as virtist ekki hafa neina til-
hneigingu til þess að koma
hrottalega fram við hana, og nú
var sem hann hefði gleyfnt því,
að hann var nýbúinn að skipa
henni að búa til ínorgunmat.
— Komdu, sagði hann, við
skulum fá okkur í staupinu. Þér
veitir ekki af að fá einhverja
hressingu.
Þau lögðu leið sína niður í
búrið, bæði óstyrk, og Karólína
kreppti hnefana svo að neglurn
ar skárust inn í lófann, til þess
að varna því, að hún hnigi í
ómegin. í daufri skímu luktar-
innar sá hún tunnu, sem vín lak
úr, og við lá að Thomas dytti
kylliflatur, er hann reyndi að
opna kranann en gat það ekki
og fór að sleikja vínið, sem lak
út um sponsgagtið.
— Jæja. Nú getur þú sleikt,
sagði hann eftir dálitla stund.
Karólína leit sem snöggvast
framan í hann. Á andliti hans
var storknað blóð og ekki gerði
vínsletturnar á því hann frýni-
legri. Tók Karólína nú skál og
skrúfaði frá og lét renna í skál-
ina. Hún fékk sér svo sopa, því
að hún var sárþyrst, en við lá
að hún seldi upp, er hún kyngdi
sopanum. Hún saup ekki á aft-
ur. Thomas slangraði inn í eld-
húsið og kom aftur með pylsu í
annarri hendi og exi í hinni og
hjó hana sundur og fékk Karó-
línu annan hlutann.
Fáum andartökum síðar lá
hann endilangur á búrgólfinu og
hraut.
Karólína gat ekki haft aug-
un af exinni, en það glitti í axar
blaðið í skímunni frá luktinni.
Hún rétti úr sér, klofaði yfir
matsveininn og tók exina, hélt
krampakenndu taki um skaptið,
nærri frávita af tilhugsuninni,
að vara ein á skipinu með svol-
anum.
— Ef hann vaknar og verður
trylltur eins og í gær drep ég
hann, hugsaði hún, en svo
minntist hún þess, að kannske
hefði hún kafnað, ef hann hefði
ekki opnað skápinn. Og enn
hugsaði hún:
- % það var af ótta við
hann, sem ég faldi mig í skápn
um. Ef ég hefði haft þessa exi
í gær þá hefði ég ekki hikað . . .
nú get ég það ekki.
Og hugsanir hennar runnu í
aðra farvegi. Mikla umönnun og
nærgætni og kærleika varð að
Þér hljótið að vera frú Smith, það er ómögulegt annað en að
þekkja yður af lýsingum manns yðar--------— .
sýna nýfæddu sveinbarni og allt
þar til hann var kominn til
manns. Með hvaða rétti var
hægt að reiða exi til höggs —
eyðileggja með einu axarhöggi
allt, sem einhver annar hafði
byggt upp.
— Nei, hugsaði hún, ég var
ekki fædd til þess að drepa
menn eða leika sjóræningjahlut-
verk, heldur til þess að elska
og vera elskuð, til þess að vera
glöð og gera aðra glaða. Hvaða
brjálæði er orsök þess, að ég er
flækt inn í þetta allt?
Hún lagði öxina frá sér. Kann
ske var skýringuna á framkomu
matsveinsins daginn áður að
'1 5USIE7 A\Y HEA7 WHEN X
HEAR7 THE IMSANE
LAUSHTEKr-[' SAI7 THE
CHIEFnTREM5LINS.
„Ég fól apdlitið í höndum mín-
um þegar ég heyrði þennan ó-
huggulega hlátur, sagði Moka
skjálfandi á beinunum. Nokkrum
sekúndum seinna heyrðistpardurs
dýr öskra, ég neyddi mig til að
líta upp, og sá að djöfullinn hafði
aftur breytzt í kattardýr sem
hvarf nú í skugga trjánna."
Barnasagan
KALLI
©g super-
filmu-
feskurinn
„Ætlið þið til Batavariu?"
spurði ókunni maðurinn. „J - á,
og þér lfka?" spurði Kalli ákveð-
inn. Honum leið alltaf illa innan
um landkrabba, en ókunni mað-
urinn reyndi á allan hátt að vera
vingjarnlegur við sjómennina tvo
„Já, það er ætlunin“ sagði hann
og bauð þeim vindla, „ég er að
fara þangað í viðskiptaerindum,
en þið eruð sjálfsagt í fríi, eða
ha, ha, ha, réttar sagt landgöngu
leyfi“. „í fríi“, hrópaði Kalli reið-
ur, „nei, þess háttar landkrabba-
siði höfum við ekki lagt okkur
til. Við erum einnig á leið til
Batavariu í viðskiptaerindum."
„Ókunni maðurinn horfði hugs-
andi á Kalia. „Hm“, tautaði hann
„þó iíklega ekki í sambandi við
hval?“
finna í því, að hann hafði tryllzt
í hita bardagans. Hún yrði lík-
lega að hætta á að treysta því
að framvegis myndi hann haga
sér skikkanlega, — þegar hann
hefði sofið úr sér vímuna,
myndu þau verða góðir félagar,
og hjálpast að til þess að stýra
skipinu.
Hún greip hníf úr vasa sín-
um, skar sér sneið af pylsunni
og át, hresstist við næringuna,
og gekk á þilfar. Veður var
hlýtt og næstum kyrrt, aðeins
hægur byr, og skipið vaggaðist
hægt á bárunum.
Brátt þyrsti hana og hún fór
niður aftur. Thomas var setztur
og hallaði sér að vegg og drakk
vín úr krús. Hann var rauðblár
í framan.
— Jæja, ertu kominn, viltu
ekki fá þér sopa?
Hún saup tvo sopa, en fannst
vínið vont, og henni varð næst-
um óglatt af því. Hún veitti því
athygli, að Thomas var dálítið
háðskur á svipinn, og jafnframt
raunamæddur.
— Hvað heldurðu um horfurn
ar? spurði hún. Heldurðu að eitt
hvert skip verði á leið okkar og
okkur verði bjargað?
— Hann henti frá sér krúsinni
öskureiður.
» — Ræksnið þitt, annað skip,
Já, kannske enskt herskip eða
sjóræningjaskip — og þá yrði ég
hengdur á gálga. Eða franskt?
Og þá gætirðu sagt þeim söguna
af Thomasi kokki og ég yrði
gerður höfðinu styttri undir fall
exinni.
Ódýrir krep-
nylonsokkar
kr. 49.00