Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 1. nóvember 1962. Nóbels- verðlaun | Sænska vísindaakademían út- j hlutaði í dag Nobelsverðlaunun jí um í eðlisfræði og hlaut þau j Landau prófessor, sem er féíagi 1 sovézku vísindaakademíunnar. Lev Davidovitsj Landau er fæddur í Baku 1908. Hann , varði doktorsritgerð í Lenin- , grad aðeins 19 ára gamall. — Frá 1937 hefur hann starfað við háskólann í Moskvu. I Ráðherra éttast að U5A vilji fækka ferðum LOFTLEIÐA Velgengni Loftleiða hefir sem kunnugt er lengi ver- ið þyrnir í augum ýmissa annarra flugfélaga, sem fljúga á Ieiðum yfir Norð- ur-Atlantshaf, ekki sízt SAS og Pan American Airways. Loftleiðir eru ekki í alþjóðasam- i bandi flugfélaga, IATA, og eru | ekki bundnar af ákvörðunum sam- bandsins um lágmarksupphæðir flugfargjalda og hafa boðið upp ! á töluvert lægri fargjöld með flug- vélum sínum en SAS og Pan Am- erican hafa getað boðið upp á, af þvf að þau eru bundin af verð- ákvörðunum IATA. Þetta hefir leitt til þess, sem einnig er kunnugt, að Loftleiðir hafa jafnan haft nóg af farþegum, en t. d. Pan Ameri- can, eina ameríska flugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni, sára- fáa farþega. Loftleiðir fluttu, að sögn talsmanns bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, 36 þúsund far- þega á þessari leið árið 1961, en Pan American ekki nema 805. — Þetta kemur í bága við almenna loftferðasamninga IATA, sem mæla fyrir um það, að aðildarríki FJÖGUR NAUTNAL YFJA TlLFÍLLl I GÆR Götulögreglan í Reykja- vík hafði í gær og nótt af- skipti í fjórum tilfellum af fólki, sem var meira og tninna undir áhrifum nautnalyf ja og sumt af því i mjög annarlegu ástandi. í fórum þess fundust bæði lyf og lyfseðlar. Fyrsti maðurinn, sem lögreglan tók af þessum sökum, var hirtur úti á götu vegna annarlegs ásigkomu- lags nokkru eftir hádegið. Var hann greinilega undir sterkum nautna- lyfjaáhrifum og settur í geymslu. Nokkru seinna, eða klukkan rúm lega 5 £ gær, var lögreglan beðin að koma að einu samkomuhúsi í Miðbænum, vegna tveggja ungra stúlkna, sem voru þar í fylgd út- lendings, í mjög annarlegu ástandi, en erfitt að gera sér grein fyrir því, hvort sú víma stafaði af ölvun eða einhverju öðru. Lögreglan fór á staðinn og hirti þetta fólk. Við yfirheyrslu játuðu báðar stúlkurn- ar að hafa tekið inn pillur, sem þær kváðust reyndar hafa neytt oft áður og hafi þær fengið þær út á lyfseðla frá iæknum. í fórum þeirra fundust og töfl- ur sem virtust fengnar úr einni lyfjabúð borgarinnar. Lögreglan flutti þessar stúlkur heim til þeirra og skýrði jafnframt foreldrunum frá því hvers hún hefði orðið vís- ari. I nótt tók lögreglan gamlan „við skiptavin" sinn, sem þá var mjög undir áhrifum nautnalyfja. I fórum hans fannst glas með slatta af pillum, en auk þess bar hann á sér 5 lyfseðla út á pillur frá ýms- um læknum borgarinríaf, Að Lkum skýrði lögreglan Vísi frá því að eftir væri að taka skýrslu á einkaheimili hér í borg, þar sem beðið hafi verið aðstoðar lögreglunnar út af nautnalyfja- neyzlu. skuli skipta sem jafnast með sér ferðum, en hér kemur aftur til greina að Loftleiðir eru ekki í IATA. Það gerðist á ráðstefnu IATA, sem nýlega var haldin í Banda- ríkjunum, að SAS og Pan Ameri- can flugfélagið kröfðust þess að fá að lækka fargjöld með eldri tegundum flugvéla sinna til þess að fá staðizt samkeppni við Loft- leiðir. Ráðstefnan féllst ekki á það sjónarmið, en samþykkti þó fyrir- vara frá SAS þess efnis, að verði hann ekki dreginn til baka innan 45 daga þá falli ákvæði IATA um fargjöld yfir Norður-Atlantshaf úr gildi 1. apríl næsta ár. Gætu þá öll IATA-félögin ákveðið eigin far- gjöld með samþykki yfirvalda í viðhomandi löndum, og myndu mjög sennilega bjóða sömu kjör og L|)ftleiðir. Kæmi það því til með að breyta mjög aðstöðu Loft- leiða til hins verra. Vitað er, að hin erlendu samkeppnisfélög Loft- leiða voru gallhörð á ráðstefnu þessari. Nú hefir það gerzt, að Banda- ríkjastjórn hefir óskað eftir end- ’urskoðun á loftferðasamningnum miili íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var 1945, og stendur sú endurskoðun yfir í Washington. íslenzka nefndin. Vísir átti í dag tal við Ingólf Jónsson samgöngumálaráðherra og kvað hann samninganefnd ísl. ríkisstjórnarinnar vera farna vest- ur, en hana skipa Thor Thors, sendiherra, Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri og Niels P. Sigurðs- son deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu. Ráðherrann kvaðst óttast að Bandaríkin vildu fækka lend- ingarleyfum Loftleiða vestra, en Loftleiðir fljúga nú 11 sinnum í viku milli Ameríku og Evrópu, en Pan American flugfélagið ekki nema einu sinni, og Indverska flugfélagið hefir ekki nema eitt lendingarleyfi á viku vestan hafs. Ráðherrann sagði að það væri hlutverk íslenzku samninganefnd- arinnar að vinna að því að lend- ingarleyfum Loftleiða í Bandaríkj- unum yrði ekki fækkað, helzt fjölgað. En búast mætti við að þungt yrði fyrir fæti í þessu efni, ekki sízt með tilliti til þeirra miklu umræðna, sem urðu á IATA ráð- stefnunni um Loftleiðir og sér- stöðu þeirra. Á Norðurlcýidum. í þessu sambandi gat ráðherr- ann þess, að utanríkisráðuneyti Is lands hefði lagt fyrir sendiherra Islands á Norðurlöndum að túlka málstað íslendinga í þessu flug- ferðamáli gagnvart ríkisstjórnum hinna Norðurlandanna. Blaðið hafði einnig tal af Sig- urði Magnússyni fulltrúa hjá Loft- leiðum í morgun. Hann sagði að stjórnarformaður félagsins, Krist- ján Guðlaugsson, og Alfreð Elías- son forstjóri dveldust um þessar mundir í Bandaríkjunum. Sigurður sagði ennfrc.nur að ósk af hálfu Bandaríkjastjórnar, um endurskoð un á loftferðasamningnum við ís- Iand, hefði verið komin fram áður en IATA-ráðstefnan var hald in, og stæði þvl ekki £ beinu sam- bandi við þær umræður, sem þar Framh. á bls. 5. Kveðum þennan ófögnuð niður — segir Bjarni Benediktsson, dómsntálaráðherra A Alþingi í gær kvað I Bjarni Benediktsson svo heilbrigðismálaráðherra að orði, áð það væri ekki MaSur undir eiturlyfja- rannsókn skýrir frá Fréttamenn blaðanna upplifa margt og kom- ast í kynni við ótrúleg- ustu hluti. Þó verður það að telj- ast alveg einstæður við- burður, sem gerðist seint í gærkvöldi, að maður sá, sem að und- anförnu hefur orðið að sæta opinberri rann- sókn vegna gruns um sölu eiturlyfja setti sig í samband við tvö Reykja víkurblaðanna, Vísi og Morgurblaðið og bað þau að senda blaða- menn til þess að eiga viðtal við sig um þessa atburði. í Rauða húsinu. I fyrstu vissu blöðin vart, hvernig þau ættu að taka þessu, því að það er vissulega óvenju- legt að menn sem liggja undir þungum sakargiftum æski blaða viðtals. Maður þessi, sem hefur verið kallaður „sá nafnlausi" í frétt- unum að undanförnu, kynnti sig sem Eirík Helgason stórkaup- íann, og hefur hann aðsetur í gömlu, rauðu timburhúsi við Mjóstræti á 'bak við Morgun- blaðshúsið. Sviðið: Þrjú herbergi hans í þessu húsi, sem virðast notuð sameiginlega fyrir skrifstofu, birgðageymslu, íverustað og ruslareymslu, var hið c .iurleg- asta.. Þar ægði öllu saman, bil- uðum og brunnum glymskrött- um, húsgögnum, skrifstofumöpp Framh. á 2. siðu. að ófyrirsynju, sem brydd- að væri upp á notkun deyfilyfja hér á landi, mál þetta væri hið alvarlegasta og allt yrði gert af hálfu hins opinbera til að „kveða þennan ófögnuð niður“. Var þetta niðurstaða ráð- herra eftir að hafa kynnt sér skýrslur yfirmanna lög reglu, sakamála og lækna. - Er það staðfesting á þeim fréttum, sem Vísir hefur að undanförnu birt um vaxandi notkun deyfi- lyfja hér. Vísir, ásamt Alþýðublaðinu, hafa tvö blaða vakið athygli manna á þeirri voveiflegu hættu sem sam- fara notkun deyfilyfja er. Þau hafa varpað nokkru ljósi á þennan ó- fögnuð og frásagnir blaðanna hafa nú borið þann árangur að Alþingi hefur látið málið til sín taka og rannsóknir hafnar fyrir atbeina ríkisvaldsins. Benedikt Gröndal (A), spurðist fyrir um það í þinginu í gær, hvað hæft væri í því að notkun deyfi- lyfja hefði aukizt, og þá hvort lög- gjöfin hefði að geyma viðunandi refsiákvæði gegn hættunni af deyfi Iyfjum. Bjarni Benediktsson heilbrigðis- málaráðherra, varð fyrir svörum, og las upp skýrslu sem honum hafði borizt frá landlækni, lög- reglustjóra, yfirsakadómara og sak sóknara um málið. Niðurstaða þeirra skýrslna í stór um dráttum varð sú, að notkun deyfilyfja færi ört vaxandi, neyt- endur fengju lyfin einkum út á lyfseðla útgefna af læknum og að hér væri mikið vandamál á ferðinni. Lítið væri um smygl, nokkuð um falsaða lyfseðla, en ó- eðlilega mikið beint úr iyfjabúð- um. Þetta sannaðist á þeim um- búðum (glösum), sem lögreglan fyndi í fórum neytenda. Varðandi það atriði, hvort lög- gjöfin hefði að geyma viðunandi refsiákvæði við neyzlu deyfi- lyfja, svaraði landlæknir því til að frumvarp það til lyfsölulaga sem fyrir þinginu lægi nú, mundi að verulegu leyti sporna við ávísun og notkun, um leið auka eftir- lit með útgáfu lyfseðla og neyt- ingu lyfjanna. Yfirsakadómari kvað aðeins vera til ákvæði frá 17. öld um refsingu gegn neytingu slíkra lyfja, og væru þau ákvæði of væg og að verulegu leyti úrelt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.