Vísir - 08.11.1962, Qupperneq 5
VlSIR . Fimmtudagur 8. nóvember 1962
Capritrióið í Sjálf-
stæðishúsinu
Vísir birti. í fyirad. fyrstu mynd
irnar úr Sjálfstæðishúsinu eins og
það lítur nú út eftir gagngerðar
breytingar. Við létum okkur nægja
að skýra stuttulega frá einstaka
breytingum, en um það Ieyti, sem
blaðið fór í prentun stóð yfir
blaðamannafundur vegna breyt-
inganna. Þar skýrði Lúðvíg
Hjálmtýssón forstjóri Sjálfstæðis-
KENNEDY —
F.amhald af 16. síðu:
demokrataflokkurinn mikinn og ör
uggan meirihluta áfram í báðum
þingdeildum. í ríkisstjórakosning-
unum fengu demokratar 21 ríkis-
stjóra kjörna, en republikanar 14.
Um ósigur Nixons í Kaliforníu var
þegar getið í blaðinu í gær. Nixon
þráaðist við fram eftir degi að við-
urkenna ósigurinn.
Sparkar ekki
frá sér lengur.
Hann hélt þá fund með frétta-
mönnum og viðurkenndi ósigurinn.
„Nixon sparkar ekki frá sér leng-
ur", sagði hann og eru þau orð
hans talin staðfesta það, sem al-
mennt var álitið fyrir kosningarn-
ar, að ósigur myndi binda endi á
stjórnmálaferil hans.
Republikanar bera sig manna-
Iega og ræða mikið sigur Nelsons
Rockefellers og úrslit í nokkrum
ríkjum í ríkisstjórakosningum, er
urðu þeim í hag. Bifreiðaframleið-
andinn Romney sigraði demokrat-
ann Swainson ríkisstjóra og gæti
orðið Rockefeller hættulegur keppi
nautur er republikanar velja for-
setaefni sitt í næstu kosningum.
En fleiri munu og koma til greina.
Og nú: Að fengnum úrslitum í
rhillikosningunum er kosningabar-
áttan undir bardagann 1964 raun-
verulega hafin.
hússins frá fyrirætlunum þessa
vinsæla skemmtistaðar.
Sjálfstæðishúsið mun framvegis
verða opið föstudaga, Iaugardaga
og sunnudaga. Verður þá fram-
reiddur kvöldverður og leitast
húsið við að hafa sem fjölbreyttast
an matseðil. Leikin verður þægi-
leg tónlist meðan gestir sitja að
snæðingi, og svo auðvitað fyrir
dansi. Capri-trióið undir stjóm
Baldurs Kristjánssonar leikur. Með
Baldri verða Grettir Björnsson og
Erwin Köppen. Hljómsveitin hefur
skipulagt prógramm sitt og mun
leggja áherzlu á dinnermúsik og
létta og þægilega dansmúsik.
Söngvari verður Colin Porter en
ráðgert er að fá hingað erlenda
söngkonu til að syngja með hljóm-
sveitinni.
Aðra daga vikunnar er húsið
leigt fyrir samkvæmi og funda-
höld.
Vínstúkan á eflaust eftir að
verða vinsæl. Hún verður opin á
sömu tímum og veitingasalurinn.
Þar munu vinna þrír þjónar og átta
I salnum. Yfirþjónn er Wilhelm
Schröder.
Húsið verður væntanlega opnað
næstkomandi föstudagskvöld.
Viljaleikhús áKlambratúni
ÞJÖÐMINJASAFNIÐ —
Fran.hald aí bls. 1
sem kunnugt er. Nokkru fyrir and-
lát sitt skýrði Sigurður þjóðminja-
verði frá því að hann hefði ákveðið
að gefa einn listglugga til safnsins
í minningu um konu sína, Svan-
hildi Ólafsdóttur, sem þá var ný-
látin. Jafnframt hafði Sigurður fal-
ið listakonunni Nínu Tryggvadótt-
ur að gera frummynd að gluggan-
um.
Áður en úr framkvæmdum yrði
dó Sigurður arkitekt. En nánustu
ættingjar hans þau frú Jenný Guð
mundsdóttir í Hafnarfirði, systir
Sigurðar heitins, svo og börn henn
ar, óskuðu eftir því að ákvarðanir
Sigurðar mættu standa óhaggaðar,
og reyndar meira en það, því
þeir gáfu andvirði annars glugga,
er skyldi vera til minningar um
Sigurð sjálfan.
Þegar hér var komið sögu þótti
forráðamönnum þjóðminjasafnsins
sjálfsagt að bæta þriðja gluggan-
um við til þess að skapa ákveðna
heild í útlit turnbyggingarinnar,
þar sem gluggarnir skyldu settir.
Var Nínu Trvggvadóttur falið að
gera frummyndir að öllum þrem
gluggunum, en þýzkt fyrirtæki, Dr.
H. Oidtmann í Limmich, vann
myndir Nínu I gler og hefur ann-
azt uppsetningu þeirra í þjóðminja-
safninu.
KJARADEILUR —
Framhald af bls. 1.
Töldu læknarnir að. liægt hefði
verið að leita álits Félagsdóms
fyrr. En við í ríkisstjórninni
töldum að samkomulag hlyti að
nást, sagði ráðherrann.
Ráðherrann Iýsti því yfir að
ríkisstjómin myndi ekki, þótt
hún ynni málið fyrir Félagsdómi
kæra Iæknana fyrir brot á lög-
unum frá 1915. Það væri ekki
hægt að þvinga Iækna, eftir eðli
starfs þeirra, til að vinna að
viðlagri refsingu. En það verður
að vera ljóst hver landslög eru
í þessu máli, sagði ráðherrann
að Iokum um læknadeiluna.
Bjarni Benediktsson ræddi
einnig nokkuð um síldveiðideil-
una. Hann sagði að það væri
stefna ríkisstjórnarinnar að
blanda sér ekki . kjaradeilur. Þó
hefði orðið að víkja frá þeirri
reglu í einstaka tilfellum, þegar;
hagsmunir allra þjóðarinnar eða
mikils hluta hennar voru í veði.
En bráðabirgðalög til lausnar
kjaradeilum eru ekki framkvæm
anleg, nema sterkt almennings-
álit sé á bak við setningu þeirra.
Þannig var um bráðabirgðalögin
í síidveiðideilunni í sumar. En
af viðbrögðum sjómanna við
gerðardómslögunum í sumar er
augljóst að mjög þarf að harðna
á dalnum til að hægt sé að
skerast í Ieikinn með sama
hætti. Ráðherrann kvað það
einnig augljóst að ekki þýddi
fyrir ríkisstjórnina að reyna að
miðla málum, nema deiluaðilar
hefðu skilning á að leysa eigin
vanda.
Næstkomandi sunnudag frumsýn-
ir Leikfélag Reykjavíkur nýtt leik-
rit eftir Jökul Jakobsson, sem nefn-
ist Hart í bak. Það gerist í Reykja-
vlk f nútímanum og er „að mestu
alvarlegs eðlis“ að sögn höfundar.
Þetta er fyrsta leikritið, sem sýnt
er eftir að Iðnó hefur verið breytt,
en þær breytingar hafa staðið yfir
í sumar. Miða þær að því að auka
þægindi leikhúsgesta. Er verulega
miklu rýmra milli sæta og sæti
þægilegri. Fækkar þeim til muna
við þetta og hafa svalir verið stækk
aðar um helming til að vega upp á
móti þessu, en samt fækkar sætum
í húsinu um 74 og verða nú 230.
Að því er formaður félagsins,
Helgi Skúlason, segir, er þetta að-
eins spor í áttina að því að fá nýtt
leikhús. Kveðst hann þess fullviss |
að rúm sé fyrir tvö leikhús I borg-
inni. Hefur leikfélagið mikinn á-!
huga á að fá leikhúsbyggingu á1
Klambratúni og telur að það gæti
komið vel heim við skipulag svæð-
isins sem skemmtigarðs.
Hefur verið skipuð nefnd af borg
arstjóm og Leikfélaginu, til að
rannsaka byggingarmálin. Eru i
henni Aðalsteinn Richter, skipulags
stjóri, Gústaf E. Pálsson, borgar-
verkfræðingur, Þorsteinn Ö. Step-
hensen, leikari, og Jón Haraldssori,
arkitekt. Hefur Jóni verið falið að
gera tillöguuppdrátt að útliti húss-
ins á Klambratúni.
Leikfélagið bindur miklar vonir
við þær breytingar, sem fram hafa
farið, enda eru þær til mikilla bóta
fyrir áhorfendur. Breytingar þessar
sem voru allkostnaðarsamar, voru
A senunni í Iðnó, Steinþór Sigurðsson Ieiktjaldamálari, Jökull Jakobs-
son og Helgi Skúlason leikari, í eldhúsi Áróru spákonu í Hart f bak.
að verulegu leyti kostaðar af borg-1 mikla vinsemd og af hússtjórn, sem
arstjórn, sem hefur sýnt féiaginu I kostaði stækkun svalanna.
um húseign
Á hálfrar aldar afmæli Skáta-
hreyfingarinnar á Islandi gaf Akur-
eyrarbær Skátaféiagi Akureyrar
húseignina númer 49 við Hafnar-
stræti, Sýslumannshúsið eins og
það er kallað manna á meðal á
Akureyri.
Bæjarstjórinn, Magnús Guðjóns-
son afhenti gjafabréfið fyrir hús-
inu í samsæti sem skátafélögin á
Akureyri efndu til í tilefni afmæl-
anum í sumar, og liafði m. a. mann
með sér, sem mun starfa við veiði
skap framvegis. Þar vestra unnu
þeir og fleiri menn alls 10 minnka
og 30 refi, því að þarna er líka
talsvert af ref. Annars veldur það
erfiðleikum, að svo fátt manna er
í sveitum, að erfitt er að fá menn
til að stunda þessar veiðar. Ætlun
in er að útvega rnönnum veiði-
hunda þar vestra, svo að veiðar
verði auðveldari framvegis.
ísins.
Hús þetta er stórt tvílyft timbur-
hús, byggt skömmu fyrir síðustu
| Þegar amtmannsembættið var lagt
aldamót fyrir Pál Briem amtmann.
[ niður keypti Guðlaugur Guðmunds
| son sýslumaður húsið og enn síðar
komst það í eigu Steingríms Jóns-
sonar sýslumanns en 1956 festi
i Akureyrarbær kaup á því og hefur
! átt það síðan.
Geypistór lóð fylgir húseigninni.
Var hún árið 1895, þegar hún var
útmæld amtmanninum 3500 fer-
faðmar að stærð. Hún Iiggur beint
niður af Lystigarðinum og er þar
brattur hvammur, sem löngum hef-
ur verið notaður fyrir skíðaferðir
eftir að snjóa festir á haustum og
vetrum. Þykir það þó ekki nema á
duglegustu skíðamanna færi að
renna sér niður hamarinn vegna
þess hve brattur hann er og frá-
rennsli naumt. Hvammur þessi hef
ur í daglegu tali verið nefnd Sýslu
mannsbrekka.
MINKURINN
Framhald af bls. 16
er þar svo mikið fuglalíf, að
minkurinn þarf ekki að óttast
bjargarskort.
Eins og þegar er getið var Sveinn
Einarsson mikið á Vestfjarðarkjálk i
Komnir að Djúpi
og Rauðasandi.
Vart hefir orðið við mink í Gufu
dalssveit, austast í Barðarstrandar
sýslu, í nokkur ár, en nú er svo
komið, að hann er korninn vestur á
Rauðasand og norður að Djúpi, og
er því hætta á, að hann fari að
breiðast út örar en áður. Gegn
þessu verður fó unnið af kappi, og
eru sýslumenn Barðstrendinga og
ísfirðinga mjög áhugasamiir um að
gera allt, sem unnt er til að halda
þessum vágesti niðri.
Austuriöndum
Líkur eru vaxandi fyrir styrjöld Boðað afnám þrælahalds.
milli Saudi-Arabíu og Egyptalands.! { annarri tilkynningu var sagt,
Saudi-Arabía hefur slitið stjórn- ! að Feisal ,rins forsætisráðherra
málasambandi við Egyptaland (Ara \
biska sambandslýðveldið).
hefði boðað afnám þrælahalds í
Saudi-Arabíu.
Tilkynnt hefur verið, samkvæmt
útvarpinu í Mekka, að þetta hafi
verið gert, tagna síendurtekinna
árása egypzks liðs frá Yemen á
sjó og úr lofti á þorp í Saudi-
Arabíu, og verði þetta ekki þolað
lengur og gripið til nauðsynlegra
ráðstafana. Talið er, að vaxandi
hætta sé á styrjöld milli Saudi-!
Arabiu og Egyptalands, nema Nass ;
er hætti ertni og ágengni við S.A.
Þar sem samstaða er milli S.A. og
Jórdaníu va ndi Yemen éru aug :
ljóslega miklar hættur á ferðinni í
nálægum Austurlöndum.
Allsherjarþingið samþykkti á
þriðjudag ályktun gegn kjarn-
orkuvopnum og vill það banna
tilraunir með þau frá áramótum
næstu. Ályktun í þessu efni var
samþykkt með 70 atkvæðum
gegn 0, en t'tullrúar kjamorku-
veldanna og þjóðanna i Norður-
Atlautshafs og Varsjár-banda-
lögunum átu hjá, aíls fulltrú-
ar 21 þjóar.