Vísir - 08.11.1962, Page 7
VÍSIR . Fimmtudagur 8. nóvember 1962
/
BÆKUR OGHOFUNDA
r r
\S
E
Dr. Richard Beck:
Sérstætt kvæðasafn
deyr í vestri svás!
Þó að gráti gumar
gengur tímans hjól:
Senn hið fagra sumar
sezt við jökulstól.
Sjá, hvar silfurfagur
situr Snælands ás!
Lífs hans ljósi dagur
líktist sumar-rás;
full af frægð og stríði,
fjöri, von og þraut,
fyrir land og lýði
lá hans grýtta braut.
Um þetta kvæði fer dr. Nordal
þessum sönnu og maklegu orðum
í fróðlegum skýringum sínum aft-
an við meginmál bókarinnar:
| Eins og sæmdi efni þessarar bók-
[ ar og minningu hans, sem hún er
ihelguð, er til hennar vandað um
ytri búning, svo að hún er sérstak-
lega snotur álitum. Framan við
hana er ágæt heilsíðumynd af Jóni
Sigurðssyni, tekin eftir málverki
af honum, sem Ásgrímur Jónsson
gerði á aldarafmæli Jóns 1911, en
málverkið er nú í eigu Ólafs Thors
forsætisráðherra.
Er ég hugleiði þessa öldurmann-
legu og svipfögru mynd forsetans,
verður mér rík í minni þessi lýsing
á honum í kvæði þvf, sem Bene-
dikt Gröndal flutti fyrir minni hans
á þúsund ára hátíð íslands í Kaup-
mannahöfn 7. ágúst 1874:
Meðal þeirra' merku rita, sem
komu út í fyrra sumar í tilefni af
150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar
forseta, skipar sérstæðan sess
kvæðasafnið Hirðskáld Jóns Sig-
urðssonar, sem Almenna bókafélag
ið gaf út, en dr. Sigurður Nordal
sá um útgáfuna. í ítarlegum og
mjög athyglisverðum formála ger-
ir hann í málsbyrjun svofellda
grein fyrir innihaldi bókarinnar:
„Af þeim 30 kvæðum, sem sam-
an eru komin í þessari bók, voru
26 flutt Jóni Sigurðssyni eða sung-
in fyrir minni hans í veizlum. Eitt
var ort fyrir minni hans og fleiri
manna, eitt fyrir minni frú Ingi-
bjargar konu hans, eitt sun^ið í
samkvæmi í Reykjavík að honum
fjarstöddum og eitt, að því er virð-
ist, flutt honum eða afhent um leið
og hann steig á skipsfjöl í Reykja-
vík. Þau eru ort á 33 ára tímabili
af 12 skáldum og voru öll nema
fjögur prentuð sérstaklega fyrir
tækifærin, áður en með þau var
farið."
Þessi kvæði segja um margt sína
sögu. Og vissulega er það bæði
fróðlegt og skemmtilegt að eiga
hér aðgang að þeim ljósprentuðum
í hinum sérstöku og, hvað flest
þeirra snertir, afar fágætu frum-
prentunum þeirra.
í formála sínum lýsir dr. Nordal
í megindráttum kynnum þeirra
skálda, sem hér koma við sögu,
af Jóni Sigurðssyni og viðhorfi
þeirra til hans, en skáldin eru:
Finnur Magnússon prófessor, Jón-
as Hallgrímsson, síra Gísli Thor-
arensen, Jón Thoroddsen, Brynjólf-
ur Oddsson, Benedikt Gröndal,
Gísli Brynjólfsson, Steingrímur
Thorsteinsson, Matthías Jochums-
son, Björn Magnússon Olsen, Ind-
riði Einarsson og Gestur Pálsson.
Sýnir sú upptalning, að í þeim hópi
voru flest kunnustu skáld þeirrar
tíðar. Jón Ólafsson hyllti einnig,
eins og dr. Nordal bendir á, nafna
sinn, Jón forseta, í ljóði, þó að
eigi væri það í veizlukvæðum, og
því þótti ekki ástæða til að taka
þau kvæði upp í safnið.
Það var sannarlega ágæt hug-
mynd að safna þessum kvæðum í
eina bók, og mér finnst heiti henn-
ar, Hirðskáld Jóns Sigurðssonar,
prýðilega valið og hitta vel í mark,
en dr. Nordal skýrir það á þessa
ifeið:
,,í endurminningum um Jón Sig-
urðsson í Skírni 1911 segir Indriði
Einarsson: „Heimili þeirra hjóna
(þ. e. Jóns og Ingibjargar) var al-
gjörlega íslenzkt. Frúin bauð oft-
ast þannig heim: „Komið þér nú
bráðum upp á harðan fisk!“ Að
vera boðinn upp á harðan fisk var
sama sem að vera boðinn til ís-
lenzku hirðarinnar. Og Benedikt
Gröndal segir í Dægradvöl, að Jón
hafi litið á hann sem hirðskáld
sitt. Þessi tvenn umimæli hafa ver-
ið höfð í huga, er kvæðasafni þessu
' var valið heiti.“
Þessi mörgu kvæði til Jóns Sig-
| urðssonar bera fagurt vitni fágæt-
um vinsældum hans og þeirri mikiu
| og víðtæku virðingu, sem hann
■ átti að fagna af samtíð sinni, jafn-
I framt munu engin dæmi þess eins
; og dr. Nordal segir, „að nokkur
annar fslendingur hafi verið hyllt-
ur svo oft í ljóði og af svo mörg-
um skáldum í lifanda lífi.“
Hins vegar eru þessi kvæði, eins
og löngum vill verða um tækifæris-
kvæði, mjög misjöfn að skáldskap-
argildi, þó að þar séu sums staðar
ágæt tilþrif og margt vel sagt og
viturlega.
Upphafskvæði safnsins, „Leiðar-
ljóð“ Jónasar Hallgrímssonar til
Jóns Sigurðssonar, er „sannarlega
ekki venjulegt veizlukvæði“, eins
og Sigurður Nordal kemst að orði
um þau, en lýsa eftirminnilega,
þrátt fyrir álit og aðdáun Jónasar
á Jóni, hve sárt skáldinu sveið
það, að Jón átti ekki samleið með
honum og öðrum Fjölnismönnum
um endurreisn Alþingis á Þing-
velli.
Kröftug er eggjanin til dáða, ó-
svikinn bardagahugur í friðsamleg-
um skilningi, í kvæði Jóhs Thor-
oddsen, „Kveðja íslendinga til kon-
ungsfulltrúa og alþingismanna", í
Höfn vorið 1949, sem hefst á ljóð-
línunni „Nú skotöld er og skálma“,
, og það er þrungið brennandi frels-
isást, enda er það sprottið beint
l upp úr jarðvegi stjórnfrelsisbylt-
; inga þeirrar tíðar.
Auðfundin eru hjartahitinn og
aðdáunin í hinum mörgu kvæðum
Benedikts Gröndals til Jóns Sig-
urðssonar, en hann varð fyrstur
manna til þess, í kvæði, sem sung-
ið var í skilnaðarveizlu til þjóð-
fundarmanna 11. ágúst 1851, að
nefna hann virðingarheitinu „sverð
ið og skjöldinn ísalands'*.
Hreimmikið og fagurt er kvæði
Steingríms Thorsteinssonar fyrir
minni Jóns i samsæti íslendinga í
Kaupmannahöfn haustið 1869, en í
því eru þessi snjöllu og minnis-
verðu erindi:
Undir alhvítri skör ber þú
æskunnar fjör,
jafnvel ungum þú lífs glæðir hyr,
og með afli og dug og með
ástglöðum hug
þú ert æskunnar hetja sem fyr.
Þeim sem æfinnar magn fyrir
móðurlands gagn
hafa mestum af trúnaði þreytt,
hljómar alþjóðar íof yfir
aldanna rof,
því þeir óbornum veg hafa greitt.
En þó að margt sé vel um ofan-
greind og önnur kvæðin í þessu
safni, sem ort voru til Jóns Sig-
urðssonar á ýmsum tímum, er þar
mestur snilldarbragur á kvæði síra
Matthíasar Jochumssonar, „Minni
Jóns Sigurðssonar forseta íslend-
inga“, sem skáldið flutti honum í
samsæti í Reykjavík haustið 1877,
og þá sérstaklega tveim fyrstu er-
indunum:
Sjá, hvar silfurfagur
situr Snæfells ás,
meðan Drottinsdagur
„Fyrirsögn þessa kvæðis, eins og
það var fyrst prentað, þar sem Jón
er kallaður forseti Islendinga (sbr.
„forseti þjóðar" í kvæði Gröndals
frá 1874), sýnir bezt, í hvaða rausn
arhug það er ort. Enda ber þetta
stutta kvæði að skáldskapargildi
af öllu, sem kveðið var fyrir minni
Jóns. Til síðari hluta 2. erindis
hefur löngum verið vitnað sem
snjöllustu lýsingar í fáum orðum
á ævistarfi hans. En skáldlegust er
samlíkingin milli sólarlagsins við
Snæfellsjökul og kvöldroðans um
silfurhvítt höfuð „Snælands áss“,
hins mikla þjóðarIeiðtoga.“
Hvítur af hærum,
hraustur í anda,
tryggur í hjarta,
traustur í þraut.
Sögu á skærum
skildi mun standa
nafnið þitt bjarta
búið með skraut.
Áratugirnir, sem liðnir eru siðan
þetta var ort, hafa greypt þá mynd
hins mikilhæfa og ástsæla þjóðar-
leiðtoga vor íslendinga dýpra í
hjörtu þjóðarinnar, og um nafn
hans leikur enn bjartari Ijómi á
söguspjöldum hennar.
íbúðabyggingar — 'húsnæðismálalán — raforkumál
— ísland rafvætt — leiðbeiningar fyrir bændur
— sjóvinnuskólinn og fleira.
Raforkumál, búrekstur sjó-
vinnuskóli, eiturlyfjanautn og
íbúðabyggingar, allt var þetta
til umræðu á Alþingi í gær og
raunar margt fleira. Var því
ýmislegt fróðlegt að heyra og
mörgum merkilegum hlutum
varpað fram. Einna athyglis-
verðast fyrir okkur borgarbúa
voru upplýsingar um íbúða-
byggingar og væri freistandi
að gera því góð skil. Ekki eru
samt tök á þvf en rétt, engu
að síður, að drepa á helztu
atriðin.
Sigurvin Einarsson (F) flutti
ásamt tveim öðrum Framsóknar
mönnum frumvarp um aukin
Ián til íbúðabygginga. Frum-
varp þeirra var ekki sem raun-
hæfast en Sigurvin vakti þó
athygli á ýmsum staðreyndum,
sem erfitt er að líta framhjá.
Hann benti á, að meðalstór
íbúð kostaði í dag 440.000 kr.
Þótt fólk fengi 150.000 úr hús-
næðismálasjóði þyrfti það að
leggja úr eigin vasa til íbúða-
byggingar eða kaupanna kr.
390.000. Þeir sem hefði fyrst og
fremst þörf fyrir þessi fán, væri
ungt fólk, sem stundað hefði
langt nám, eða væri komið það
stutt á lífsbrautinni að enginn
tími hefði unnizt til að safna
fé.
Cigurvin benti einnig á, máli
sínu til stuðnings, að á þrem
s.I. árum hefði orðið í R-vík
samdráttur í íbúðabyggingum
sem næmi 32%. Á sama tíma
hefðu skrifstofu og verzlunar
byggingar aukizt um 92%.
Engin ástæða er til að rengja
þessar tölur, enda voru þær
ekki bornar til baka.
Ermert Þorsteinsson varð fyr-
ir svörum og ræddi nokkuð um
lán til íbúðabygginga yfirleitt
Hann kvað alla vera sammála,
um, að slík lán þyrftu að vera
sem hæst, á lágum vöxtum og
til sem Iengst tíma, gallin væri
bara sá að enginn gæti bent
á raunhæfa Ieið til að vega upp
á móti aukningu lánanna. Hann
benti og á, að hér væru bygg-
ingar lengur í smíðum en víða
annars staðar og hér væru
byggingar dýrari en hjá flest-
um öðrum þjóðum. „Þetta staf-
ar af“, sagði Eggert, „að bygg-
ingar eru vandaðri hér, mann-
ekla er til framkvæmdanna,
fjárskortur tilfinnanlegur og
byggingarhættir lítið sem
ekkert breyttir. I Svíþjóð kost-
ar bygging íbúðar einstakling
3,7 árskaup, í Danmörku 3,6, í
V-Þýzkalandi 3,7 en á íslandi
5,00 árskaup. þ.e. fimm ár tek-
ur að vinna fyrir einni íbúð.
Allar þessar staðreyndir eru
íhugaverðar, þegar tekið er til-
lit til, að í rauninni er húsa-
skjól hverjum manni jafn
nauðsynlegt og fæði og klæði.
Hér virðist bóta þörf.“
Fyrir fólk úti á Iandsbyggð-
inni voru upplýsingar þær er
Ingólfur Jónsson gaf um raf-
orkumál mikilsverðar. Ingólfur
sagði að í árslok 1964 hefðu
182.000 Islendingar rafmagn,
en aðeins yrðu 8000 án þess.
Hann rakti i smáum atriðum
þær framkvæmdir sem unnar
hefðu verið á þessu sviði að
undanförnu og það sem í vænd-
um væri, og kom fram f því,
fullur, skilningur ráðamanna
raforkumála á nauðsyn þess,
að rafmagnið nái til hvers og
eins. Hér er vitaskuld um um-
fangsmikið mál að ræða, það
verður ekki afgreitt á einni
stundu, og f bfgerð er að semja
nýja heildaráætlun raforkumála
fyrir næstu ár. Það kom fram
hjá ráðherranum að verið er
að gera athuganir i Búrfellsá,
Þórisvatni og Þjórsá með stór-
iðju fyrir augum.
Margir eru þeir staðir þó á
landinu sem erfitt er að raf-
væða, en vandamál þess fólks
sem þar býr verður í fyrstu
Ieyst með dieselvélum. Skilning
ur núverandi ríkisstjómar er
ríkur, fyrir nauðsyn rafvæðing-
arinnar, sem sést bezt á að
hún hefur hækkað fjárframlög
til þeirra hluta í samræmi við
hækkandi verðlag.
Magnús Jónsson fylgdi úr
hlaði tillögu sinni um, hagfræði
legar Ieiðbeiningar fyrir bænd-
ur. Þessi tvö orð fela í rauninni
í sér, hvað fyrir Magnúsl vakir
og yrði hér um mjög mikið
þjóðþurftarmál að ræða, ef
það næði fram að ganga. Bænd-
ur, sem sífellt eru að ráðast
í framkvæmdir, gætu þá, eins
og öllum sem fyrirtæki reka,
þykir frumskilyrði, fylzt með
hvaða áhrif einstakar fjárfest-
ingar hefðu á búreksturinn.
Pétur Sigurðsson mælti fyrir
nauðsyn þess að bæta Stýri-
mannaskólann og þeirri tillögu
sinni að koma á skyldu fiski-
skipa til að gefa upp stöðu
sína, ráðstöfun sem mundi
koma í veg fyrir margt slysið.
Alfreð Gíslaron (K) reifaði
tillögu sina um eiturlyfjanautn.
Það er reyndar að bera f bakka
fullan Iækinn að ræða um eit-
urlyf hér í blaðinu, en aldrei
er góð vísa of oft kveðin, en
þar sem umræða Alfreðs leiðir
til ýmissa hugleiðinga og varð
til þess að dómsmálaráðherra
þurfti að Ieiðrétta Alfreð um
nokkur atriði, verður þessu
efni væntanlega gerð skil hér
síðar.
Dreift var m a. f þinginu til-
laga til þingsályktunar frá
Ólafi Jóhannessyni, um undir-
búning löggjafar um þjóðarat-
kvæði.