Vísir - 08.11.1962, Page 16

Vísir - 08.11.1962, Page 16
J Afbragðs skíðafæri Afbragðs skíðafæri er enn í skíða löndum Reykjavíkur og snjó hefur h'tið sem ekki tekið upp þar efra. Vísir átti í morgun tal við for- stöðumann Skíðaskálans í Hvera- dölum og skýrði hann blaðinu frá því, að þar væri enn hið ákjósan- legasta skíðafæri og snjór yfir allt. Kvað hann hafa verið það kalt efra, einkum á nóttunni, að snjó hafi lít- ið sem ekki tekið upp. I vikunni sem leið var mikil öl af skíðafólki í Hveradölum, en minna í þessari viku, sem stafar af því að ur að snjórinn sé farinn. Búið er að opna veginn yfir Hell- isheiði og liggur öll umferð um hana austur yfir fjall sem stendur. Sr. Jakob vill ekkert segja Eins og blaðið skýrði frá í gær hefur séra Jakob Jónsson leitað eftir sáttum í Iæknadeil- unni. Blaðið hafði í morgun sam- band við séra Jakob og spurði um gang sáttaumleitana hans. Vildi hann ekkert um málið segja að svo stöddu. Sagði hann aðeins: „Þetta mál verð- ur að leysast og gerir það von- andi sem fyrst“. Frú Eleanor Rooswelt látin Frú Eleanor Roosewelt, ekkja Franklins D. Roosewelts forseta, lézt í nótt í sjúkrahúsi í New York 78 ára að aldri, eftir 6 vikna erfiða sjúkdómslegu og uppskurði. Hún var heimskunn í hinni löngu forsetatíð manns síns, og síðar fyrir ritstörf og baráttu í þágu frelsis og mannúðarmála. Hún átti sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi Bandaríkjanna. Hún skrifaði mikið í blöð og tímarit og vakti allt sem frá hennar hendi kom athygli eigi síður en stjórn- málamanna á heimsmælikvarða. Kennedy forseti sagði um hana, er hann frótti lát hennar, að hennar yrði jafnan minnzt sem einnar fremstu konu heims. Nýir, yngrintenn létta Kennedy Kosningasigur demokrata í Bandaríkjunum, sem er einn hinn mesti sem um getur í „millikosningum‘‘, þ. e. kosningum milli for- setakjörs og þingkosninga, mun að líkindum tryggja Kennedy og flokknum sig- ur í næstu forsetakosning um 1964. Tækifæri repu- blikana til þess að komast til valda komi ekki fyrr en 1968. Svo mikill er kosningasigurinn talinn. Þetta kom m.a. fram hjá bandarískum stjórnmálasérfræð- ingi, sem brezka útvarpið talaði við um kosningaúrslitin. Hann taldi þau sýna, að þjóðin stæði að baki Kennedy og stefnu hans, og að þjóðin vildi sterka, einarðlega utanríkisstefnu, og umbætur inn- anlands. Engan vafa taldi hann á, að Kennedy myndi njóta fulls stuðnings þjóðar og þings við framkvæmd slíkrar utanríkisstefnu en ágreiningur um innanlands- umbótamál kynnu áfram að sæta mótspyrnu afturhaldsmanna í báð- um flokkum, en sú mótspyrna smám saman fara dvínandi á kom andi tíma, en úrslit þingkosning- anna væru merkileg einnig að öðru l.eyti, en því, sem þegar hefur ver- ið getið, og það er, að hinir nýju —ii ii w i .1 n*m — Læknar kröfðust helm- ingi hærra kaups í kjaradeilu sinni fóru sjúkrahússlæknarnir, sem sagt hafa upp störf- um sínum, fram á 14 þús. króna kauphækkun á mánuði. Meðalmánað- artekjur þeirra munu hafa verið 14 þús. krón- ur á mánuði svo krafa þeirra jafngildir því 100% kauphækkun. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu dómsmálaráðherra Bjarna Benediktssonar á Varðar fundi í gær. Kvaðst ráðherrann ekki hafa trúað þvi að læknum væri alvara með þessari kröfu- gerð sinni. Er ríkisstjórnin sá að læknum var alvara í málinu og að launakerfi ríkisins var þar með brotið niður, vildi hún fá úr því skorið hvort aðferð lækn anna væri lögleg og skaut mál- inu til BSRB og síðan Félags- dóms. Um læknadeiluna sagði ráð- herrann ennfremur: — Þó að stjórnin vinni málið þá er sjálfsagt að reyna að leysa málið með samningum við lækn ana og BSRB. En það verður að vera ljóst hver landslög eru í þessu efni. Minkurinn er að ieggja Vestfírðina undir sig „Minkurinn er smám saman að færa sig upp á skaftið á VeVst- fjarðarkjálkanum, en það er hægt að halda honum niðri með því að hcrja á hann að staðaldri“. Þetta sagði Sveinn Einarsson veiðistjóri meðal annars í Vísi, er blaðið átti tal við hann um hern- aðinn gegn minkum og refum að undanförnu. Hefir Sveinn farið um ýmis héruð landsins á árinu, og var meðal annars lengi á Vest- . fjörðum, en einnig fór hann um ; heiðalönd til þess að athuga, | hversu mikið væri af mink á slík- ; um slóðum. Hann kvað það greini- legt, að baráttan gegn þessum vá- gesti væri ekki vonlaus, því að hægt væri að halda fjöldanum niðri, þar sem unnið væri að því að eyða honum. Þetta mætti til dæmis bæði sjá hér í grennd og raunar einnig uppi á heiðum, til dæmis á Amarvatnsheiði. Þar hafði þingmenn demokrata og jafnvel republikana líka, eru yfirleitt yngri menn, og ýmist stuðningsmenn eða hlynntir umbótastefnu Kenne dys og vilja leggja fram krafta sína til efnahagslegra og félags- málalegra framkvæmda, svo og á sviði mannúðarmála. Tilkoma yngri manna í þingsal muni létta Kennedy róðurinn. Kennedy forseti hefur þakkað þjóðinni traust það, sem hún ber til hans og flokksins, eins og fram kom í kosningunum. Demokratar hafa nú stærri meirihluta á þingi en þeir hafa haft um 20 ára skeið. Þegar Kennedy ^fagnaði úrslitun- um lét hann í ljos aukna trú á, að á hinu nýja þjóðþingi myndu þing störfin ganga greiðara en að und- anförnu, en á sviði innanlands- mála hefur forsetanum oft verið gert mjög erfitt fyrir, einkum í öldungadeildinni, þar sem aftur- haldssamir þingmenn úr báðum flokkum hafa reynt að bregða og stundum tekizt að bregða fæti fyr ir umbótafrumvörp hans. Úrslitin. Lokaúrslitin í kosningunum urðu kunn í gærkvöldi. I öldungadeild- inni bættu demokratar við sig 4 þingsætum, höfðu 64, hafa nú 68, Repúblikanar höfðu 36, en nú 32. I fulltrúadeildinni töpuðu demo- kratar aðeins 2 þingsætum. í henni eru 235 þingsæti og þarf því 118 til meirihlutaaðstöðu. Demo- kratar höfðu 263 en republikanar 174 fyrir kosningarnar, en unnu 2 af demokrötum. Einhver breyting kann enn að verða vegna endur- talninga, en það sem skiptir meg- in máli, er að demokratar sigr- uðu glæsilega, en flokkur við völd er millikosningar fara fram, verð- ur nær ávallt að sætta sig við allverulegt fylgistap, og hefur Framh. á bls. 5. Rannveig í London Þessar tvær myndir eru úr Lundúnablaðinu Daily Sketch. Rannveig Ólafsdóttir (t. h.) var ein af þremur úr hópi þátttak- enda í keppninni um titilinn Miss World, sem blaðið kynnti fyrir lesendum sínum. Hér sést hún ásamt Miss Spain. Við vit- um ekki ennþá um úrslitin, það verður sennilega ekki fyrr en á morgun. Rannveig er vera í hanastélsboði og kvöld- verðarveizlu í brezka þinghús- inu og í boði hjá borgarstjóm Lundúna og skemmtir sér vel. Hún býr í herbergi með íMiss Denmark. í viðtalinu við Daily Sketch kveðst Rannveig hafa á- huga á því að verða kennari. | verið óhemju mikið af mink, en | | nú væri áberandi, hve miklu minna ; ; væri af honum til dæmis við Arnar | ; vatn hið mikla og á fleiri stöðum þar efra, sem menn hefðu leitazt v.ið að uppræta hann. En hann getur orðið erfiður i viðfangs á Vestfjarðarkjálkan- uin, þvf að þar eru tveir hrepp ar alveg farnir í eyði, Grunna- víkur- og Sléttuhreppur, og svo Framhald á bls. 5. ARAS MEÐ FLÖSKU Það bar til tíðinda í Hafnarstræti í nótt að þar var ráðizt á vegfar- anda með flösku að barefli. Sá sem fyrir árásinni varð komst undan á flótta og inn í lögreglustöð ina í Pósthússtræti þar sem hann kærði árásarmanninn. Lögreglan hóf leit að þeim seka, sem reyndist vera gamalþekktur „viðskiptavinur" lögreglunnar og auk þess drukkinn. Hann var flutt- ur í fangageymsluna í Síðumúla. í nótt tók lögreglan einnig ölv- aðan útanbæjarbílstjóra, þar sem hann var á ferð eftir Suðurlands- braut, sýnilega undir áfengisáhrif-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.