Vísir - 12.11.1962, Síða 10

Vísir - 12.11.1962, Síða 10
10 V1 S IR . Mánudagur 12. nóvember 1962. Enginn öfundsverður— Framhald at bls. 9 Ef þau deyja, nær bletturinn sér ekki í allt sumar. Það kann að vísu eitthvað að spretta þar, en það verður annar gróður og öðru vísi. Ætli það sé eitthvað líkt og þetta, sem þeir eru að kalla ást? Og ætli þar verði ekki mörg vorhret? Ég hef svo sem kynnzt blessuðum karlmönnunum. Ekki vantar það. Og ekki hefur heim- urinn verið að breiða yfir það eða færa það til betri vegar. O- nei! Ekki aldeilis! Ég hef alla mína tíð verið áhrifagjörn og ó- sjálfstæð að mörgu leyti. Þetta fylgir því ef til vill að vera svona, eins og ég er — ég á við að hafa þessa hæfileika, eða hvað þið kallið það, vera svona næm fyrir öllu, bæði illu og góðu. Þeir heilögu geta sagt, að ég hafi stigið mörg víxlspor um dagana. En ætli þau hafi þá ekki líka orðið sjálfri mér verst.“ Ég taldi ekki rétt að fara Iengra út í þessa sálma, fannst að ég hafi þarna snortið streng, sem annarleg hönd átti í raun- inni ekki að hreyfa við. „Jæja, Lára mín. Við skulum slá þessu upp í góðviðri. Það er ekki nema góður búmannshátt- ur að verja túnið sitt. Það þekkj- um við bæði úr sveitinni. Og fyr- irgefðu svo, að ég var svona frekur að gægjast yfir girðing- una hjá þér. Ég þykist hafa sloppið vel, að þú skyldir ekki siga á mig hundunum." Og Lára fór að skellihlæja, og var nú aftur komin í bezta skap. „En svo við víkjum nú aftur að miðilsstarfinu. Hvenær byrj- aðir þú að stunda það að stað- aldri?" „Ég man það ekki fyrir víst. Ætii það hafi ekki verið um 1925 eða 26. Þetta kom smátt og smátt. Ég r'éði ekki við það. Fyrst hélt ég fundi fyrir kunn- ingja mína stöku sinnum. Svo fengu þeir að hafa með sér sína kunningja. Og svona óx þetta, þangað til ég hafði engan stund- legan frið. Mér var líka sjálfri á vissan hátt nauðsyn að hafa þessa fundi. Ásóknin var, að því er virtist, ekkert siður að handan frá þeim, sem vildu komast í samband þaðan. Ef langt leið á milli þess, að ég héldi fundi, gat ég bókstaflega ekki á heilli mér tekið.“ „Mér er sagt — og hef reunar reynt það sjálfur —- að fundirnir hjá þér voru mjög misjafnir að gæðum. Hvað heldurðu að eink- um hafi valdið því?“ „Fólið sjálft að afar miklu leyti. Það er svo fjarska ólíkt, og misjöfn þau áhrif, sem frá þvi stafa. Það er bókstaflega ekki hægt að halda fund með sumu fólki. Einn maður getur eyðilagt heilan fund eða að minnsta kosti spillt honum stórkostlega. Til þess að draga úr þessu, er nauð- synlegt að hafa eitthvað af vönu og góðu fundarfólki á hverjum fundi. Og þá er bezt að það sitji næst mér. Mér er vernd í því. Einnig geta illir hugir, sem stefnt er að fundi eða einhverju fólki þar, haft afskaplega slæm áhrif og það þótt slíkir menn séu hvergi nærri. Ef menn gerðu sér það ljóst, hvað illar hugsanir eru sterkar og máttugar, þá mundu menn forðast meira en nú er gert, að gefa sig þeim á vald. Og ef til dæmis reiður maður og ruddalegur sæi litina, sem frá honum stafa, sæi blikið sitt, þá held ég að hann mundi sjálfur verða beinlínis hræddur. Létt lund og andlegt þrek. Þá þarf líka fundarherbergið ■aiuijumijll miMLmiLutCT’gMrownCTiiM að vera hreint. Ég á við að þar má ekkert hafa farið nýlega fram, sem valdið hefur æsingu, hatri eða illum hugsunum. Fund- arstofuna má helzt ekki nota til neins annars, og ætti að vera læst á milli funda og enginn um- gangur um hana. Og loks er af- ar mikið undir því komið, hvern- ig mér líður sjálfri áður en fund- ur hefst. Ég má ekki vera þreytt, og um fram allt þarf hugurinn að vera í jafnvægi og kyrrð. Á þetta vildi oft bresta hjá mér, því miður. Heimilisástæður mín- ar voru oft þannig, að ég var ekki aðeins örþreytt, heldur einnig stundum örg í skapi og æst á taugum. Ég hefði áreiðan- lega náð betri árangri, ef lífs- kjörin hefðu verið önnur og heimurinn mér ekki jafn andsnú- inn og afleitur, og rauniri oft bar vitrii um. Lífið hefur ekki alltaf borið mig á höndum sér eða hossað mér hátt, skal ég segja þér. Mikið, að ég skuli ekki fyrir löngu vera orðin vit- laus — eða dauð. En mér var gefin létt lund og töluvert þrek bæði andlegt og líkamlegt. Án þess hefði ég ekki getað afborið margt það, sem á mig hefur verið lagt um dagana." „Þú hafðir miðilsstarfið að nokkurs konar atvinnu, að minnsta kosti um skeið. Var það ekki?“ „Atvinnu? Ja, flestu má nú nafn gefa. En sjálf hefði ég helzt kosið að þurfa aldrei að taka við greiðslu fyrir svona störf. Og mér finnst, að það eigi ekki svo að vera. Það ætti að koma þessu einhvern veginn þannig fyrir, að maður gæti verið laus við það. En þessi heimur er nú svona, að maður getur ekki lifað á loft- inu einu saman. Og líf mitt hef- ur, satt að segja verið þannig, að ég hef hvorki mátt né getað hafnað þeim greiðslum, sem mér hafa verið boðnar. Ég hef kynnzt fátæktinni meira en margir aðrir og veit hvað hún er. En nóp um það.“ Send í geðrannsókn. „En segðu mér nú eitt, Lára, þú, sem hefur svó margt mis- jafnt reynt um ævina. Hvað , heldur þú að hafi orðið þá einna erfiðast og þyngst að bera?“ „Hvers vegna viltu endilega vera að spyrja mig um þetta, sem dapurlegast er í minning- unni? Það er svo ól.'kt þér. Ég vil líka helzt ekkert minnast á það. Það er lang bezt að reyna að gleyma því —- ef það væri þá hægt. Ég var kærð eins og þú vissir. Ég áttaði mig ekkert á því þá, hvað var að gerast, eða hvað hafði gerzt. Ég var send inn að Kleppi til rannsóknar, til dr. Helga Tómassonar. Hann fann ekkert að mér. En rann- sóknin var mjög ströng og þján- ingamikil á meðan hún stóð yfir. En þess á milli var reynt að láta mér líða vel. Þó hef ég vissulega aldrei náð mér til fulls eftir þá rannsókn. Ég kom heim aftur rétt fyrir jólin. Þá var mér tjáð, að ég fengi ekki að vera lengur í íbúð þeirri í Bjarnarborg, sem ég þá hafði búið í um nokkur ár. Ég var því vegalaus bæði fyrir mig og börnin. Ég gekk um úti ein og yfirgefin alla nóttina. Þetta voru ömurlegustu tfmar lífs míns. En ég hef þá trú, að sá, sem öllu stjórnar, sjái um, að myrkrið verði aldrei svo svart, að ekki sjáist þar einhver stjarna eða geisli. Mér finnst ég hafi beinlínis reynt það f lífinu, hvað eftir annað. Góður maður, sem frétti um ástæður mínar, bauð mér að dveljast á heimili sínu um jólin. Það var drengilega gert, og ég mun ávallt blessa minningu hans, en hann er Iát- inn fyrir nokkrum árum. Ég gleymi þessu aldrei. Það var mér svo mikils virði að mæta ’ hjartahlýju einmitt þá, þegar svo köldu andaði um mig úr margrí átt. Þá stóð ekki á þeim, sem þóttust bærir um að dæma mig og sakfella. En þetta er liðið, og ég er ekki að erfa það við neinn. Játning í örvilnan. Sjálf veit ég í raun og veru ekki hvað gerðist eða ekki gerð- ist. í miðilsvefni gefur maður sig algerlega á vald öflum, sem mað- ur ekki þekkir og veit ekki sjálf- ur hvað gerist. Sjálf er ég þá viljalaust tæki, sem auðvelt er að misnota, ef óvandaðir eiga f hlut. Hafi ég játað, eins og sagt er, að ég hafi gjört, þá hefur það verið í örvilnun og uppgjöf, þar sem ég var svo að segja viti mínu fjær. Ac) lokum vil ég aðeins segja þetta, þegar ég lít til baka yfir miðilsstarf mitt um áratuga- skeið: Það er f raun og veru eng- inn öfundsverður af því að hafa verið gefnir miklir miðilshæfi- leikar, það fylgja því margir erf- iðleikar, sem aðrir ekki skilja eða hafa hugmynd um. Og sam- kvæmt minni miklu Iífsreynslu, vildi ég mega ráðleggja þeim, sem slíkum hæfileikum eru gæddir að treýsta yfirleitt ekki mönnunum jafn takmarkalaust, og ég oft hef gert í sakleysi mínu og fáfræði, því þess hef ég orðið að gjalda mestan hluta ævi minnar.“ Árnað heilla Sjötugur er í dag, 12. nóv., Stefán Björnsson, Meðalholti 12, Reykja- vík. Stefán verður fjarverandi heim ili sitt á afmælisdaginn. BEDFORD J6LC5 l^urðarþol 7*4 tonn, kostar aðeins kr. 225.000,oo með 107 ha. dieselvél, fimmskiptum gírkassa, tvískiptu drifi, miðstöð, forhitara, dempurum, stefnu- ljósi, vökvalyftu, 7 hjólbörðum — 9.00x20x20-12 strigal., og 2 hjólbörðum 8.25x t 20-10 strigal. Leitið upplysinga — kynnið yður hin hagstæðu kjör. VÉLADBLD - S&3JIÍ1SWKIS - SÍKII 17080

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.