Vísir


Vísir - 14.11.1962, Qupperneq 7

Vísir - 14.11.1962, Qupperneq 7
VlSIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962. 11 7 Nýtt barnaleikrit fmmsýatáaiorguu Spánskur fiskréttur Islendingar borða mikið salt-- fisk og það gera Spánverjar einnig, en mikill munur er á, hvernig hann er matreiddur í þessum tveimur löndum. „Baca- lao a la Barcelona" heitir einn spánskur saltfiskréttur, sem þykir mjög góður og er borð- aður mikið í borgum og út um sveitir. Ef ykkur langar til að reyna hann þá er uppskrift hnns á þessa leið: 1 kg. saltfiskur 1 dl. matarolía 50 g. smjör 1 feitur hvxtlaukur 2 litlir Iaukar 2 dl. tómatsósa 12 kryddsíldarflök 2 stk. grænn pipar og dálítið af venjul. pipar. Saltfiskurinn er lagður í bleyti í mjólkur-vatns blöndu og lát- inn liggja þar í hálfan sólar- hring, síðan tekinn upp og þurrk aður. Laukarnir, hvítlaukurinn og síldarflökin er hakkað vel sam- an og blandað olíunni, sett í pott og hitað. Þegar laukarnir eru orðnir brúnir er tómatsós- unni hellt yfir og allt látið sjóða nokkrar mínútur. Síðan er salt- fiskurinn skorinn í hæfilega stór stykki og settur í pottinn, smjörklínur settar hér og þar, lok sett á pottinn og innihaldið látið sjóða í um það bil eina klukkustund. Þegar rétturinn er borinn á borð er hann skreyttur með þunnum sneiðum af pipar (það hefur ekki mikið að segja, þó að honum sé sleppt). Með þessu borða svo Spánverjarnir grænt salat, kartöflur eða brauð. Konur út í geiminn 25 amerískar konur hafá' gerig izt undir mjög umfangsmiklar og óþægilegar rannsóknir á Lovelacesjúkrahúsinu í Albuqu erque í New Mexico, en það er engin ástæða til að vorkenna þeim því að þær gengu undir rannsóknir þessar af fúsum vilja. Tilgangurinn með þeim var að leiða í Ijós, hvort konur uppfylltu kröfur þær, sem þarf til að geta orðið geimfari. Á konunum voru gerðar 110 tilraunir og voru þær mjög mis- jafnar. T. d. voru augu þeirra __/ böðuð úr isköldu vatni, og þær látnar hjóla á reiðhjóli unz púls slögin voru orðin 180 á mínútu. Þó að 13 af þessum konum hafi gengið undir rannsóknirnar af löngun til að verða geimfarar, hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvort skipuleggja skuli víðtækari þjálfun kvenna til geimferða. Aftur á móti hafa Rússar þeg ar þjálfað kvenfólktilgeimferða og er vitað, að innan skamms muni þeir láta kven-geim- fara taka þátt í geimferðum. Bandaríkjamenn ganga ekki svo langt við svo búið því að þeir eru hræddir um að áhrif í'adíó- aktívra geisla valdi því að kon- urnar megi ekki eða geti ekki alið börn að ferðinni lokinni. Þegar vísindin hafa komizt að, að hve miklu leyti geislarnir eru hættulegir og hvernig á að fara að því að verja sig gegn þeim verður þess ekki langt að bíða að konur feti í „geimspor" karla. > Verður hún fyrsttil tunglsins? Það er viðar en í Ameríku og Rússlandi að kvenfólk hefur á- huga á geimferðum. Frönsk stúlka álítur sig vera búna að finna leiðina til að verða fyrsta konan sem lendir á tunglinu. Hún hefur sent mynd af sér til bandarísku geimferðastofnun- arinnar og beðið að myndin verði látin prýða klefa tungl- farans, og stúlkan er — Birgitte Bardot! Sokkar með saum? Er „saumlaususokkatízkan" að líða undir lok? Margt bend- ir til þess, því að á tízkusýn- ingum sjást nú aftur saumar á sokkum — og kvenfólk er nú þannig gert, að það reynir af fremsta megni að fylgja því, sem þar kemur fram. Frumsýnt verður á morgun barna- Ieikritið DÝRIN í HÁLSASKÓGI, eftir Thorbjöm Egner, sem frægur varð og vinsæll fyrir Kardi- mommubæinn. Egner hefur sjálfur samið ekki aðeins leikritið heldur og tónlist- ina og gert teikningar að sviðsút- búnaði, sem er miklu viðameiri en hér tfðkast og einhver hinn íburð- armesti, sem sézt hefur hér. Leik- ritið verður flutt í nokkrum lönd- um i vetur eða Norðurlöndunum ' o0 Þýzkalandi, og á væntanlega eftir að fara sigurför eins og Kardimommubærinn. Leikstjóri hér verður Klemens Jónsson, Carl Billich stjórnar hljómsveitinni, en í henni eru 7 menn. F.lisabcth Hodgsohn æfir dansana. Leikendur eru um 40. Með aðalhlutverk fara Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Bald- vin Halldórsson.EmiIía Jónasdóttir, Jón Sigurbjömsson, Ævar Kvar- an og Lárus Ingólfsson. Sýningar hefjast kl. 7 og standa 2 y4 klst. — Verð aðgöngumiða hækkar um 15 kr. og verður 60 kr. að barnasýningum. Stúkan Frnmsókn á Siglufirði 40 óra Stúkan Framsókn á Siglufirði minntist 40 ára starfsafmælis síns sl. laugardag. Hún var stofnuð 10. nóv. 1922 og hefur starfað óslitið síðan. Félagsmenn voru fyrst 30 en eru nú 233. Stúkan Framsókn hefur um áratugaskeið rekið Sjó- mannaheimili Siglufjarðar og ann- ast þar ýmsa fyrirgreiðslu fyrir sjómenn og hefur það starf nctið mikilla vinsælda. Stúkan hafði á sínum tíma forgöngu um leiksýn ingar á Siglufirði og á hennar veg um hafa verið sýndir margir sjón Ieikir. Um margra ára skeið befur hún gefið út blaðið Regin. Afmæl ishófið var fjölsótt og fóru þar fram ræðuhöld og ýmis skemmli- atriði. Sovétríkin og hlutleysi íslands — Hver er alvara Einars? — Afstaða er andstaða — Afstaða Fram- sóknar - Eysteinn talar kosningamál. Það væri sannarlega þess virði að greina hér í smáum atriðum frá þeim umræðum, sem fram fóru á Alþingi í gær. Almanna- varnir var hinn formlegi dag- skrárliður, en þeir Einar OJgeirs son og Bjarni Benediktsson skiptust þarna á skoðunum um veigamikil alþjóðamál, aðgerð- ir stórveldanna og stöðu Islands með tilliti til þeirrar valdabar- áttu, sem á sér stað í heimin- um. Þarna stóðu andspænis hvor öðrum áhrifamestu málsvarar hér á landi, þeirra sjónarmiða, sem bítast á í veröldinni í dag. Einar Olgeirsson talaði fyrst og leitaðist við að færa rök að þeirri skoðun sinni, að íslandi stafaði fyrst og fremst hætta af herstöðvunum og flugvöllunum hér, hlutleysið væri þv£ bezta vörn okkar og því bæri að stefna að því. Hann taldi, að Sovétríkin væru reiðubúin að virða hlutleysi íslands og myndu jafnvel gera það með skýlausri yfirlýsingu. Bjarni Benediktsson hélt hins vegar fram þeirri skoðun sinni, að engin þjóð gæti verið óhult í hlutleysi sínu, þegar Rússar væru annars vegar. Rakti hann síðan samskipti Rússa við all- mörg hlutleysisríki Evrópu, Pólverja, baltnesku þjóðirnar, Eystrasaltshafslöndin, A.-Þjóð- verja, Finna o. fl. o. fl. Með þessi dæmi í huga væri það algjöi'Iega óforsvaranlegt að hafa ísland varnarlaust, það væri sannfæring sín og margra annarra. Einar var líka á þess- ari sömu skoðun á árunum 1939—1945, sagði Bjarni og las máli sínu til stuðnings fjöl- marga kafla úr skrifum Einars Olgeirssonar frá þeim árum, þar sem Einar marglýsir því yfir, að ísland verði að leita á náðir annarra þjóða til vernd- ar sjálfstæði sínu og til varn- ar gegn árásarþjóðum. Það er það, sem við gerum £ dag, sagði Bjarni, verjum okkur gegn árás- arþjóðum. Bjarni lauk ekki ræðu sinni, og munu umræður um almanna varnir halda áfram á morgun, og ósennilegt er að kommúnist- ar láti málþóf þetta niður falla án þess að leggja enn aftur orð £ belg. Þeir halda mjög á lofti hlutleysissjónarmiðum sín- um og slá á þá strengi að tor- timingarhætta vofi yfir íslend- ingum, meðan herinn sé stað- settur hér. En jafnvel þótt menn taki tillit til þessara raka þeirra er samt ekki erfitt hinum al- menna kjósanda að trúa þvf, að Einar 0|lgeirsson, sá maðurinn, sem oftast tekur upp hanzkann fyrir kommúnistana í Rússlandi, meini það f fullri alvöru að hann vilji ísland hlutlaust og óháð öllum erlendum stórveld- um? I fyrradag var einnig rætt stórpólitiskt mál i þinginu, Efnahagsbandalagið. Ræða dr. Gylfa Þ. Gfslasonar birtist í Vísi í gær, en ekki var greint frá málflutningi stjórnarandstöðunn ar. Finnbogi R. Valdimarsson talaði fyrir hönd kommúnista og kom ekki fram í ræðu hans nein skýlaus afstaða til máls- ins af hálfu flokksbræðra hans. Allir vita þó hug þeirra til bandalagsins og ljóst er, að þeir verða á móti hverri þeirri leið, sem farin verður. Árásir þeirra og gagnrýni beinist fyrst og fremst gegn þeim ákvæðum Rómarsáttmálans, sem segja til um, að erlendu vinnuafli og fjármagni megi veita inn í sér- hvert aðildarríki. (I þessu sam- bandi er rétt að benda á kafla þann f ræðu dr. Gylfa, sem fjallar um þetta atriði og birt- ist í Vísi f gær). Eysteinn Jónsson talaði fyrir hönd Framsóknar og lýsti hann þar þeirri skoðun sinni, og þá væntanlega flokksins, að auka- aðild kæmi ekki til greina (allir flokkar eru sammála um að full aðild sé útilokuð). Vill hann fara þá leið að gera viðskipta- samning, og byggir hann þá af- stöðu sína á þeirri trú sinni, að aðildarríki sjái aumur á Islandi og setji ekki upp háa tollmúra gegn sjávarafurðaútflutningi okkar. (Eins og kunnugt er girð- ir bandalagið sig með háum toll múrum gagnvart þeim rfkjum, sem ekki eru í bandalaginu). Eysteinn leggur einnig á- herzlu á, að við bfðum átekta, eins og ríkisstjórnin hefur reyndar lýst yfir að gert verði, og gagnrýnir þau viiyiubrögð, sem rfkisstjórnin hefur haft varðandi Efnahagsbandalagið. Þetta eru skoðanir Framsókn- armanna — f orði. Þeim, sem á annað borð hafa kynnt sér aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í þessu máli, rannsókn- ir hennar, viðræður og hina hyggilegu varfærni, fær ekki dulizt að hér er vel og vitur- lega haldið á spöðunum. Verður vart trúað öðru en Framsóknarmenn viðurkenni einnig þá staðreynd í raun og veru — á oorði, en vilji að- eins hafa vaðið fyrir neðan sig, með komandi kosningar í huga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.