Vísir - 14.11.1962, Side 9
V í SIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962.
9
Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra:
Er ekki betra að
borga jafnóðum?
Það er nú umrætt mál í ýms-
um löndum, hvort betra sé að
borga útsvör, skatta og önnur
opinber gjöld jafnóðum og
teknanna er aflað eða árið
eftir.
Skattar greiddir eftir á
hér á landi.
Hér á landi er sá háttur
hafður, að opinber gjöld eru
ár hvert lögð á þær tekjur, sem
maður hefur aflað árið áður.
Af tekjum manns árið 1962
þarf þvl að borga skatta og
skyldur á næsta ári, án tillits
til þess, hverjar tekjur hans,
efni og ástæður verða þá.
í mörgum löndum er
greitt jafnóðum.
En með mörgum þjóðum er
þessu á annan veg farið. Skatt-
amir eru teknir af tekjum,
manna mánaðarlega eða viku-
lega, áður en launin eru út
borguð, svo að sá hluti, sem
ríkisins er eða bæjarins, kem-
ur ekki í hendur launþegans
Þegar árið er á enda, hefur
skattgreiðandinn því innt af
hendi til hins opinbera það
sem honum ber af tekjum hins
liðna árs, éða a. m. k. megin
hluta sattsins.
Þessi skipan skattgreiðslu
af tekjum jafnóðum og þeirra
er aflað, er nefnd í Danmörku
„Kildeskatsordning", i Svíþjóð
„skatt ved kallan“, í Banda
ríkjunum „pay-as-you-go“, —
eða „collection at source“
Enn vantar gott orð íslenzkt.
Þetta fyrirkomulag er nú í gildi
í Englandi, írlandi, Þýzkalandi
Austurríki, Hollandi, Finn-
landi, Noregi, Svíþjóð, Banda-
ríkjunum, Kanada og Ástralíu.
í Danmörku hefur málið ver-
ið rætt og rannsakað í mörg
ár og er þar ofarlega á baugi.
Forsætisráðherra Dana hefur
lýst sig eindregið fylgjandi því,
en samstað? hefur ekki enn
náðst í því landi.
Gunnar Thoroddsen
Hagsmuriir
skattgreiðenda.
Launamenn og aðrir skatt-
greiðendur myndu hafa margs
konar hag af þessu fyrirkomu-
lagi.
Sumir hafa mjög misjafnar
tekjur frá ári til árs. Sá, sem
hefur háar tekjur í ár, en lægri
á næsta ári, þarf að borga
skatta af háu tekjunum á ári
hinna lágu tekna. Snertir petta
ekki sízt sjómenn á síldveiðum.
Þegar opinber starfsmaður
lætur af starfi fyrir aldurssak-
ir sjötugur, lækka tekjur hans
oftast verulega. Eftirlaun
koma í stað launa. Á fyrsta
ári eftirlaunanna þarf hann þá
að greiða skatta af síðustu
embættislaununum.
Þegar sjúkdómar, slys eða
önnur óhöpp og ágæfa steðja
að, gerist venjulega allt f senn:
Tekjur mannsins minnka, út-
gjöld hans vaxa og skattar og
útsvör fyrra árs falla til
greiðslu.
Að vísu mætti úr þessu
bæta, ef sérhver maðu legði
sjálfur til hliðar af launum
sínum jafnóðum fyrir skatt-
greiðslum síðar. En slík for-
sjálni er fáum gefin.
Fyrir hið opinbera og efna-
hagslífið í heild myndi sú skip-
an hafa marga kosti, að skatt-
ar væru greiddir jafnóðum og
tekjumar myndast.
Annmarkar.
En annmarkar og örðugleik-
ar eru ýmsir á þessari braut.
Álagning skattanna yrði
væntanlega vinnufrekari og
dýrari en nú e r.Hér eru tekju-
skattur og útsvar stighækk-
andi og ýmsir frádráttarliðir
eru leyfðir, sem ekki er unnt
að vita um með vissu fyrr en
í árslok. Ef manni er gert að
greiða vikulega eða mánaðar-
lega hluta af launum sínum,
þarf að umreikna allan skatt-
inn að árinu loknu.
Þó ber að hafa í huga, að
hinar afkastamiklu skýrsluvél-
ar, sem hér eru nú til, myndu
draga mjög úr þeim kostnaðar-
auka, sem áður var talinn
fylgja þessu fyrirkomulagi.
Einnig er það allmikið
vandamál, hvernig fara skuii
um skattgreiðslur á því ári,
sem skipulagsbreytingin kæmi
til framkvæmda, hvort miða
skal skatt við tekjur þess árs,
eða undanfarandi árs, eða með-
altal þessara tveggja ára eða
einhver önnur sanngjöm leið
yrði fundin.
Undirbúningur
hafinn.
Kostir þess, að greiða op-
inber gjöld af tekjum jafnóð-
um og þeirra er aflað, eru
vafalaust meiri en annmark-
anir. Undirbúningur er því
þegar hafinn undir slíka
breytingu.
jf I / #• f.. g §,* Stutt athugasemd um
Alaarafmæli Logmannshlið- bíiatoii og benzínverð
arkirkju minazt
Akureyri í gær.
Siðastliðinn sunnudag var aldar-
afmælis Lögmannshlíðarkirkju við
í.kureyri minnzt með hátíðarguðs-
þjónustu í kirkjunni.
Meðal viðstaddra við guðsþjón-
ustuna var biskupinn yfir íslandi,
séra Sigurbjöm Einarsson. Hann
ætlaði flugleiðis norður á laugar-
daginn, en þegar útséð var um að
engin flugferð yrði um daginn ~ða
kvöldið, steig hann ásamt séra
Ólafi Skúlasyni upp í bifreið sína
og óku þeir um nóttina norður
Kafði biskup aldrei komið í Lög-
mannshlíðarkirkju áður.
Auk þeirra biskups og séra Ólafs
Skúlasonar voru eftirtaldir prestar
viðstaddir guðsjónustuna: Séra Sig
urður Stefánsson vígslubiskup og
héraðsprófastur, séra Björn O.
Björnsson fyrrv. sóknarprestur á
Hálsi I Fnjóskadal og Akureyrar-
prestarnir séra Pétur Sigurgeirsson
og séra Birgir Snæbjörnsson.
Biskup messaði, en fyrir altari
þjónuðu þeir séra Birgir Snæbjörns
son og séra Ólafur Skúlason. Bæn
las séra Björn O. Björnsson, en að
guðsþjónustunni lokinni flutti
vígslubiskupinn séra Sigurður á
Möðruvöllum ítarlegt erindi um
sögu staðarins, byggingu kirkjunn-
ar, presta sóknarinnar og margan
annan fróðleik.
Það var Þorsteinn Daníelsson
skipasmiður og byggingameistari á
Skipalóni sem lét gera kirkjuna á
eigin kostnað. Kirkjan var talin
messufær árið 1860, árið eftir var
hún vígð af séra Sveinbirni Hall-
grímssyni sóknarpresti á Akureyri,
en úttekt kirkjunnar fór ekki fram
fyrr en árið 1862.
Að sunnudagurinn 11. nóvember
s. 1. var valinn til afmælishátiðar-
haldanna var ekki af handahófi
einu, þvl þetta var fæðingardagur
þess sóknarprests Lögmannshlíðar-
kirkju, sem nafntogaðastur hefur
orðið innan héraðs sem utan, en
það var þjóðskáldið góðkunna, séra
Matthías Jochumsson.
í fyrstunni var Lögmannshlíðar-
kirkju þjónað af Glæsibæjarprest-
um, en nokkru fyrir síðustu alda-
mót var hún sett undir A-kureyrar-
prestakall.
Kvenfélagið Baldursbrá, sem er
félag sóknarkvenna, bauð kirkju-
gestum til samsæt': á Akureyri að
iokinni g j;stunni, en hófinu
stjórnaði Sigfreður Guðmundsson.
bóndi i Lögmannshlíð og formaður
I sóknarnefndar Lögmannshliðar-
I kirkju. Ávörp fluttu undir borð-
i um biskupinn, báðir Akureyrar-
prestarnir og formaður sóknar-
nefndar Akureyrarkirkju, Jón Þor-
, steinsson. Áskell Jónsson organisti
stjórnaði söng, bæði kirkjukórsins
og eins almennum söng.
1 gærkveldi var haldið kirkju-
kvöld i Möðruvallakirkju, þar sem
flestir prestar úr prófastsdæminu
vo»ti saman komnir, auk biskups.
Að þvi loknu hélt biskup, ásamt
séra Ólafi, aftur suður til Reykja-
víkur og hugðust þeir halda áfram
um nóttina.
' 1 greinarkorni, sem birtist í
þessu blaði 6. þ. m., var skýrt með
augljósum dæmum, að vegna gif-
urlegra aðflutningsgjalda á bifreið-
um eru afskrift og vextir fjárhæð-
ar, sem bundin er I bilverði, stærstu
liðir rekstrarkostnaðar fyrir allan
þorra fólksbifreiða, en eldsneyti
tiltölulega smár póstur.
Maður nokkur, sem veit ekki,
hvað afskrift er, geysist fram á rit-
völlinn í Vísi s.l. laugardag og tel-
ur sig hafa mikið vit á þessum
hlutum. Segist hann ekki geta orða
bundizt og vitnar siðan í tölur úr
1 nefndu greinarhorni, sem stóðu
þar raunar hvergi. 1 lokin er þó
allur vii.Jur úr honum, og kemur
hann með sömu tillögu og gerð
var í greinarkorninu um benzín-
verð.
Annars virðist helzt vaka fyrir
manninum, að halda beri i toilfrið-
indi til handa einstökum stéttum.
Þessi hugsunarháttur ^er þvi miður
algengur, en eigi að 'síður rangur
og óheilbrigður. Stétt leigubílstjóra
er ekki styrkþurfi. Það, sem bænd-
ur þarfnast, er rétt verð fyrir af-
urðirnar, en ekki ívilnanir eða
ölmusur.
M. G.
Nýr hæstnréftcsrdómur:
MaBurinn kaus ranglega
Hæstiréttur kvað nýlega upp
dóm i máli manns eins ( Innra-
Akraneshreppi. Fellir Hæstiréttur
úr gildi dóm setudómarans á Akra
nesi, sem bæjarstjórn Akraness
hafði áfrýjað, og var áfrýjandinn,
bæjarstjórn Akraness sýknaður.
Mál þetta er óvenjulegt að þvi
leyti til að það er sérstætt kjör-
skrármál. Deilt var um hvort mað
ur einn ætti heimild til að vera á
kjörskrá. Kærði hann sig inn og
lauk málinu svo að hann var dæmd
ur inn á kjörskrá og kaus hann
við siðustu bæjarstjórnarkosning-
ar. Þessum málalyktum vildi bæj-
arstjórn Akraness ekki una og á-
frýjaði því til Hæstaréttar, jafnvel
þótt maðurinn væri búinn að
kjósa. Komst Hæstiréttur að þeirri
niðurstöðu að maðurinn hefði rang
lega verið dæmdur inn á kjör-
skrá og héfði ekki átt að fá rétt
til að kjósa á Akranesi.
Maður, sá, sem hér er um að
ræða er Halldór Grimsson og náði
málið einnig til konu hans Lilju
Gestsdóttur. Voru þau heimilis-
föst um hríð á Akranesi hjá bæj-
arfógetanum þar, Þórhalli Sæm-
undssyni. Er þau hjónin kærðu til
bæjarstjórnarinnar út af þvi að
þau voru strikuð út af kjörskrá
Akraness óg talin búsett að Borg-
artúni I Innri Akranesshreppi gerð
ist bæjarfógetinn talsmaður þeirra
í malinu. Kvað hann sjálfur siðan
upp úrskurð á bæjarþingi Akra-
Framhald á bls. 5.