Vísir - 14.11.1962, Qupperneq 10
w
VÍSIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962.
Drekkið kaffi í SMÁRAKAFFI
LAUGAVEGI 178
ÁHALDASMIÐUR
óskast
Staða áhalda- og tækjasmiðs Veðurstofu íslands
er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa
sveinspróf í járnsmíði eða annarri grein smíða og auk
þess góða framhaldsmenntun, t. d. próf frá Vélskólan-
um í Reykjavík. Ennfremur þarf væntanlegur starfs-
maður að hafa talsverða starfsreynslu, vera heilsu-
hraustur og reglusamur. — Umsóknir ásamt upplýs-
ingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Veð-
urstofu íslands, Sjómannaskólanum, Reykjavík, fyrir
21. þ. m.
Veðurstofa íslands.
- BÍLAV AL -
Nýi sýningarbíllinn DKV (Das Kleine Wunder) frá
Mercedes Benz-verksmiðjunum er til sýnis og sölu
á sölusvæði okkar í dag. Kynnið yður hina hagstæðu
skilmála.
BÍLAVAL
Laugavegi 90—92 . Símar 18966, 19092 og 19168
Híolbarðaverkstæðid Millon
Opin alla daga frá kl. 8 að morgm til kl. 11 að kvöldi.
Viðgerðii á alls konar hjólbörðum — Seljum einmg allai
stærðii hjólbarða. — Vo.iduð vinna. — Hagstætt verð. —
Bíla og bilpartasalan
Höfum til sölu m. a. Skoda station '52 kr. 15.00. Skoda station ’56 ýms
skipti. Dodge ’54 stationbyggður með nýuppgerðum mótor, skipti
hugsanleg. Dodge ’48 eins tons með hliðargrindum. Volkswagen '60
Seljum og tökum í umboðssölu bíla- og bílparta.
Bíla og bílpartasalan
Hverfisgötu 20 . Sími 50271.
BÍLASALAN ALFAFELLI Hafnarfirði Sími 50518
Volkswagen '57 '59 '62 Opei Capitan '60 Merceder Ben2 t'lestar ár
gerðið. Chervolet ’55 fólks- og station. Góðir bflar. Skóda fólks- og
stadionbílar. Consul og Zephyr ’55.
BÍLASALAN ÁLFAFELLI . Hafnarfirði . Sími 50518
Hreinsum vel - - Hreinsum fljótf
Hreinsum allan fatnað - Sækjum Sendum
Efnoloúgin LIND8N H.F.
Hafnarstræti 18. Skúlagötu 51.
Sími 18820. . / Sími 18825
LI—WMI.IMI-IJ)11.11111—111 IIIIIH'I I..
¥5ðtoS dogsins —
Framhaid aí bls 4
Ég hef hvergi séð færðar fram ó-
yggjandi sannanir fyrir því að
skólasetum sé um að kenna, þó
að það geti verið líklegt í sum-
um tilfellum. Hér í borg eiga
nemendur með hryggskekkju og
ilsig kost á ókeypis sjúkraleik-
fimi.“
/
Eftirlit með tönnum
skólafólks.
„Hvaða ráðum er beitt liér í
bænum, síðan flestir skólatann-
læknar sögðu upp störfum sín-
um, og hvernig er ástandið úti
um landið?”
„Úr tannlæknaskortinum hér
er reynt að bæta með því að
skoða tennur í börnunum og fá
þeim tilvísun til tannlæknis.
Bærinn borgar síðan helming
tannviðgerða samkvæmt reikn-
ingi, en vitanlega er undir hæl-
inn lagt, hvort foreldrar notfæra
sér þessa hjálp. Úti um land er
víða hörmungarástand í þessum
efnum. Tennurnar molna úr
börnunum, án þess að hægt sé
að veita þeim neina hjálp. Ástæð
an til þessa ástands er tann-
læknafæðin í landinu, en hér
munu nú vera um það bil helm-
ingi færri tannlæknar miðað við
mannfjölda en annars staðar á
Norðurlöndum. Stjórn Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur hef-
ur nú í undirbúningi ráðstafanir,
til að reyna að,koma í veg fyrir
tannskemmdir í skólabörnum, en
þær ráðstafanir krefjast nokkurs
undirbúnings.”
Geðheilsa nemenda.
„Eru brögð að því, að börn
á skólaaldri séu taugaveikluð?”
„Um þetta eru ófullkomnar
upplýsingar, en áreiðanlega eru
talsverð brögð að truflunum á
tilfinningalífi, sem birzt geta á
margvíslegan hátt, t. d. í aðlög-
unarerfiðleikum. Fyrir þessi börn
hafa skólar lengstum lítið getað
gert, en undanfarið hefur áhugi
á geðvernd farið vaxandi i land-
inu, og ávöxtur hans er meðal
annars geðverndardeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur,
sem mun aðallega sinna börnum
innan skólaaldurs, og sálfræði-
deild skóla í Reykjavík. Sál-
fræðideildin á vafalaust eftir að
forða ófáum börnum frá því að
glíma tímum saman við nám,
sem þau hafa ekki þroska til að
fást viS, og í því er fólgin ekki
lítil geðvernd. Þessi starfsemi
er nú meðal menningarþjóða tal-
in óaðskiljanlegur þáttur skóla-
halds, og þess er að vænta, að
byrjunin hér í Reykjavík verði
til þess, að fræðslumálastjórn
hrindi af stað sams konar starf-
semi fyrir landið í heild.“ v
Skólahús og
þrengsli.
„Hvað um skólahúsin sjálf og
stærð þeirra miðað við nemenda-
fjölda? Hvað er til dæmis að
segja um skólana í Reykjavík?"
„Það er þáttur í skólaeftirlit-
Inu að hafa eftirlit með skóla-
húsum, skólaborðum og stólum,
ljósum, upphitun, þrifnaði o. fl.
í Reykjavík hefur skólabygging-
um miðað ágætlega undanfarið,
og með fáum undantekningum
eru skólahúsin hér hin ágætustu
hús. Vegna þessa mikla átaks er
þrísetning að hverfa úr barna-
skólum, og það tel ég ómetan-
iegt. Þó að æskilegt væri að ein-
;etja i barnaskóla, er ekki hægt
að ætlast til þess, vegna þess
hve mannfjölgun í landinu er ör
og aðf! ;tningar miklir til borgar
innar. Hins vegar er enn tvísetr
í framhaldsskóla, en tvísetning
Leikfélag Kópavogs hefur starfsemi sína að þessu sinni með sýningum
á gamanlciknum „Saklausi Svallarinn“ undir stjórn hins bráðsnjalia
leikstjóra Lárusar Pálssonar. Leikurinn hefur verið sýndur nokkrum
sinnum við góðar undirtektir og verður sýndur í Kópavogsbíó á fimmtu
dag kl. 8.30. Myndin er af Jóhönnu Axelsdóttur, Sigurbjörgu Magnús-
dóttur og Helgu Harðardóttur, í hlutverkum sínum.
þar veldur márgvíslegum vand-
ræðum, sem ég hef áður gert
nokkra grein fyrir í blaðavið-
tali.“
„En hvað um skóla utan
Reykjavíkur?”
„Utan Reykjavíkur rísa óðum
upp ný og vönduð skólahús. Ég
vil sérstaklega vekja athygli á
nýju heimavistarbarnaskólunum
í Borgarfirði og Holtum í Rang-
árvallasýslu, en þeir eru til mik-
illar fyrirmyndar. Mörg gömlu
skólahúsin eru hins vegar að
vonum léleg, og aðbúð í sumum
farskólum telja héraðslæknar ó-
viðunandi, en þar er ekki í önn-
ur hús að venda. í flestum hér-
aðsgagnfræðaskölum er mjög
þröngbýlt. Aðsókn að þeim er
geysimikil og stjórnendum þeirra
þvi nokkur vorkunn, þó að' þeir
reyni að troða sem flestum inn.
Þess er þó ekki að dyljast, að
það getur verið hættulegt að
yfirfylla heimavistarskóia.”
Vinnutilhögun og
námskröfur.
„Hefur skólaeftirlitið afskipti
af vinnutilhögun og námskröfum
í skólum?”
„Að nafni til er þetta hlutverk
eftirlitsins, enda skiptir hvort
tveggja máli fyrir líðan og heilsu
nemenda, en f reynd er þó ekki
auðvelt að hafa áhrif á þetta.
Ýmsir alvarlegir gallar á vinnu-
tilhögun stafa af margsetningu I
skólahúsin, og úr þeim fæst ekki
bætt, fyrr en skólarnir hafa nóg
húsrými. Það er til dæmis í
meira lagi óeðlilegt, að bör.n og
unglingar byrji vinnudag klukku
stund fyrr en foreldrarnir, fái
ekki mat á matmálstímum og ef
til vill aðeins 5 mínútna hlé
milli kennslustunda. Námsefni og
stundafjölda hafa fræðsluyfir-
völd venjulega ákveðið án þess
að leita álits lækna. Ég hafði
ekki hugmynd um síðustu náms
skrá fyrir skyldunámsstigið, fyrr
en hún var komin út, en i henni
er t.d. leyft að fara upp í 42 viku
stundir í 2. bekk unglingaskóia.
Þetta álít ég óhæfilega mikinn
stundafjölda, þegar heimavinna
bætist ofan á, en eins og kunn-
ugt er, ætlast íslenzkir skólar yf-
irleitt til mikillar heimavinnu, og
hætt er við, að hún verði því
meiri sem kennslustundir eru
fleiri”.
„Hve langar eiga frímínútur
að vera?“
„Rannsóknir benda til þess, að
10 mínútur séu hæfilegt hlé milli
kennslustunda. Flestir afþreytast
á þeim tíma, að minnsta kosti
framan af kennsludegi. en if ilé
ið er öilu lengra, tekur það aem-
endur lengri tíma að komast í
gang í næstu kennslustund.
Gömlu skólamennirnir vissu,
hvað þeir sungu, þegar þeir á-
kváðu 10 mínútur, án þess að
hafa neinar rannsóknir við að
styðjast. Nú mun algengt, að eitt
hlé á kennsludeginum sé 15-20
mínútur, en hin 5 mínútur, og
dæmi eru til þess, að kennt hafi
verið óslitið 3-4 fyrstu kennslu-
stundirnar. Sem betur fer, halda
þó ýmsir skólar enn fast við
10 mínútur".
Svo sem sjá má af þessu
stutta viðtali við skólayfirlækni,
er verkefni hans og skólalækna
víðtækt og mikilvægt. Er þess
vegna fyrir miklu, að svo sé um
hnútana búið, að hægt sé að
framkvæma eftirlitið eins og
nauðsynlegt er, nægt fé sé til
slíkra hluta og það jafnan gert
til úrbóta, sem talið er skilyrði
fyrir bættu heilsufari nemenda.
Margt hefir verið gert í þvi efni
á síðustu árum, eins og fram
kemur m.a. í fullkomnari r-kóia-
byggingum, en þær einar nægja
ekki til að bæta úr öllu, sem
aflaga fer. En með framhaldandi
starfi þessa þáttar heilbrigðis-
þjónustunnar í landinu ætti að
þokast að markinu.
iinkoframtak —
Framhald af bls. 8.
þetta og uppræta. Á þessum
smáskikum hirða menn lítt um
kornrækt, en þeim mun meira
. er hugsað um að rækta kartöfl-
ur og aðrar matjurtir. Með
þessum hætti koma 64% allrar
kartöfluuppskeru frá skikum
slíkra einstaklinga, 46% alls
grænmetis og 67% af öllum á-
vöxtum, sem framleiddir eru í
Sovétríkjunum.
Einstaklingar eiga líka þriðj-
ung alls búpenings í landinu,
fjórðung allra svína, 27% af
öllu sauðfé og hvorki meira né
minna en 75% af öllum ali-
fuglum. Einka-framtakið sér
þess vegna fyrir 47% alls
kjöts, sem sovétþjóðirnar eta,
næstum helmingi allrar mjólkur
og 82% allra eggja, sem neytt
er.
GÚSTAF ÓLAFSSON
hæstaréttariögmaðui
Austurstræti 17 - Sími 13354
Lösfræðistörf Innheimtur
Fasteignasala
Hermsr.n G Jónsson hdl.
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Skjólbraut 1, Kópavogi.