Vísir - 19.11.1962, Blaðsíða 2
2
V í SIR . Mánudagur 19. nóvember 1962.
na 5= f=0 n" 'n
z/////////* w////////
Ena
Körfuknattleikur:
Jón Þ.
2.07 í
hóstökki
Jón Þ. Ólafsson setti
jnn nýtt met í hástökki
innanhúss á innanfélags
nóti á laugardaginn og
itökk hann nú 2.07 m.
Bezta afrek Jóns úti
jr 2.04 metrar sem hann
láði í sumar.
KR sendir „ ólöglegt" lið
í meistaraflokk
Fyrstu leikirnir í Meist-
araflokki Körfuknattleiks-
móts Reykjavíkur fóru
fram á laugardaginn á Há-
logalandi. Ármann vann ó-
löglegt lið KR með 43:35,
en KR hafði yfir þar til að-
eins voru eftir rúmar 5 mín
útur af leik, en þá tókst hin
um leikvönu Ármenning-
um með 4 menn sem leik-
ið hafa með landsliðinú að
ná undirtökunum. ÍR vann
KFR, en leikurinn var
skemmtilegur þrátt fyrir
nokkra yfirburði ÍR í Ieikn
um, enda aldrei slakað á af
hvorugum aðilanum. ÍR
vann með 73:44.
KR-ingar byrjuðu vel gegn Ár-
menningunum og komust í 15:4,
en einkum voru þar góð skot Ein-
ars Bollasonar sem voru þung á
vogarskálunum. Varnir beggja
voru sterkar enda gekk báðum illa
að skora og í hálfleik var aðeins
21:14 fyrir KR.
í síðari hálfleik áttu Ármenning-
ar mun meira í leiknum og tóku
að saxa á það forskot sem KR
hafði unnið sér í fyrri hálfleik.
Um miðjan hálfleik hafði KR yfir
31:22, en þá er sem Ármanns-vélin
hafi verið se'tt í gang og nú fylgja
góð skot Ármenninga sem flest
hitta körfuna og næstu 14 stig
eru öll fyrir Ármann og nú standa
leikar 36:31. Síðustu mínúturnar
voru líka hagstæðar Ármanni og
hinum ungu KR-ingum tókst ekki
að sigra að þessu sinni þótt lengi
vel liti helzt út fyrir að 2. flokkslið
þeirra færi með sigur af hólmi, en
KR hefur ákveðið að senda 2.
flokk í keppnina enda þótt þeir
séu fyrir hvern leik búnir að tapa.
þar eð ekki þarf annað en kæra
Ieikinn til að fá bæði stigin.
Lið KR er mjög gott lið og á
áreiðanlega eftir að láta að sér
kveða síðar meir, en ennþá hafa
fæstir piltarnir fullan þroska á við
aðra meistaraflokksmenn. Er
frammistaða þeirra í þessum leik
því mjög góð. Einar Bollason og
Guttormur Ölafsson eru v báðir
góðir og skot Einars eru einhver
þau öruggustu sem sjást. Ármenn-
ingar tóku leiknum nokkuð rólega,
e. t. v. vegna þeirrar vissu að stig-
in lentu hjá þeim hvort heldur
þeir sigruðu eða ekki. Birgir
Birgis var góður einkum undir
lokin, en Lárus Lárusson sem oft
hefur verið stjarna liðsins var ekki
eins áberandi og oft áður.
ÍR átti í nokkrum erfiðleikum
með KFR enda slökuðu KFR-
menn aldrei á í leik sínum en
stjörnur ÍR, Þorsteinn Hallgríms-
son og Hólmsteinn Sigurðsson sáu
um að ÍR tókst smám saman að
ná yfirburðum í stigum. Guð-
mundur Þorsteinsson gekk og öt-
ullega fram í að verjast hinum há-
Ármann-KR 43:35
ÍR-KFR 73:44
vaxna KFR-manni Sigurði Helga-
syni sem er 2.07 metrar á hæð.
Leikurinn var fyrst £ stað hníf-
jafn, en ÍR leiddi jafnan en nokkr-
um sinnum jafria KFR-menn, síð-
an í 12:12, en þá tekst IR að kom-
ast nokkur stig yfir og í hálfleik
var staðan 37:22.
Við þetta bættu ÍR-ingar i síðari
hálfleik og síðari hálfleikmn unnu
þeir með álíka yfirburðum eða 14
stigum og unnu með 73:44 sem er
sanngjarnt eftir gangi leiksins.
ÍR-ingar virðast tefla fram lang-
sterkasta liðinu, en e .t. v. verða
Ármenningar þeim skeinuhættast-
ir í þessu móti. Þorsteinn, Hólm-
steinn, Guðmundur og Haukur
voru beztu menn liðsins en hjá
KFR bar mest á Einar Matthías-
syni með ótrúlega góð langskot,
Ólafi Thorlacius og Inga Þor-
steinssyni.
tJr Ieik ÍR og KR í 2. fl. sem háður var í gærkvöldi.
TVÆR NÝJAR VERZLANIR
VÉl^V
sérverzlun með dömuundirföt og brnaföt.
VERA
Hafnarstræti 15
sérverzlun með rafmagnsvörur og minjagripi.
RAFGLIT
Hafnarstræti 15