Vísir - 19.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 19.11.1962, Blaðsíða 16
Flokksþingi Alþýðuflokksins lauk um helgina og fór þá fram stjórn- arkjör. Miðstjórn flokksins var kosin óbreytt, þannig að Emil Jónsson er formaður, Guðmundur 1. Guðmundsson, varaformaður og Gylfi Þ. Gíslason, ritari. Bóðir slökuðu fil SAMKOMULAG UM SÍLDARKJÖR Atkvæðagreiðslur í félögum útvegsmanna og sjómanna um Samningsuppkast til lausnar síld veiðideilunni standa nú yfir og á að var iokið í kvöld. Skrifleg atkvæðagreiðsla fer fram í félögunum og atkvæði því næst send sáttasemjara og fer talning atkvæða fram eins fljótt og við verður komið. Það var á fundi í fyrrinótt (aðfaranótt sunnudags), sem samninganefndirnar komu sér saman, um, fyrir milligöngu sáttasemjara, að leggja samn- ingsuppkastið eins og það lá fyrir — fyrir fund f félögunum. Slys viB Lögberg Splunkunýr 120 þúsund krónu bíll gerónýtur Fundurinn hófst á laugardags- kvöld og stóð alla nóttina til kl. 8 um morguninn. Miðað við töluna sem ekki náðist samkomulag um á fund- inum næst á undan fundinum í fyrrinótt hafa báðir aðilar slakað til, hvor um sig l/2% en miðað við Akranessamning- ana er um V2% hækkun að ræða. Mikilvægt er það, að í samn- ingsuppkastinu eins og það nú liggur fyrir, er gert ráð fyrir að 12 menn megi vera á bátum yfir 130 lestir ( samkvæmt Akranes- samningnum 11) og 13 á bátum yfir 240 lestir. Mánudagur 19. nóvember 1962. I gær barst fyrsta síldin til Reykjavíkur. Var það vélbáturinn Seley frá Eskifirði, sem landaði 1000 tunnum af feitri gljáandi fallegri síld á Loftsbryggjunni. Gerðist þetta í gærkvöldi þrátt fyrir verkföli og vandræði. 1 gærkvöldi og nótt var síldin svo söltuð á helztu söitunarpiássunum £ Reykjavík, svo sem fsbiminum og hjá Tryggva Ófeigssyni. Á myndinni sjást nokkrir menn af áhöfn Seley vera að skipa síldinni upp. Fyrsta síldin til Reykjavíkur í gærdag, laust eftir hádegið “«ð umferðarslys á Suðurlands- igi á hæðunum fyrir ofan Lög- berje. Slys á fólki varð reyndar . onum minna, en splunkuný Volkswagenbifreið er talin hafa eyðilagzt að mestu eða öllu. Jón Stefúns- \ son lútinn Jón Stefánsson listmálari lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík i nótt'. Einn af frægustu Iistmálurum Norðurlanda er fallinn í valinn. Jón Stefánsson fæddist ,22. febrúar 1881 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson verzlunarstjóri þar og fyrri kona hans, Ólöf Hallgríms dóttir frá Akureyri. Jón varð stúdent árið 1900 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1901. Hann lagði fyrst stund á verkfræði en hvarf Framhald á bls. 5 Eftir því sem Vísir hefur fregn- að hafði ungur piltur frá Dalvík, sem hér er við nám í vetur lagt leið sína fyrir nokkrum dögum inn í Volkswagenumboðið, lagt 120 þús. kr. á borðið og kvaðst vilja fá fyrir þær nýjan bíl — hvað Framhald á bls. 5 Fangelsisdónwr yfir Breta John Mecklenburg, skipstjórinn á togaranum Lord Liddleton, sem tékinn var að ólöglegum veiðum Okuferð upp há- skólutröppumur í nótt sást til stórrar Cariol-1 reiðinni og ökumanni hennar. bifreiðar þar sem verið var að Fann hún bæði bíl og bílverja reyna að aka henni upp háskóla-1 skömmu síðar fyrir utan Þórskaffi, tröppurnar. j en í bílnum voru 4 eða 5 piltar og Lögreglunni var gert aðvart um | þrjár stúlkur. atvik þetta og hóf hún leit að bif-I Framhald á bls. 5 út af Vestfjörðum á föstudag, var dæmdur á ísafirði á laugardag. — Hlaut hann 45 daga skilorðisbund ið varðhald og 260 þús. kr. sekt, auk þess sem honum var gert að greiða málskostnað, og afli og veið arfæri gert upptækt. SkiDstjórinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Var sett 640 þús. kr. trygging fyr- ir .sektinni og málskostnaði og nærveru skipstjóra ef þörf krefur. Hélt skipið út strax á laugardags- kvöld. Togarinn var áð veiðum 1,1 mílu fyrir innan fiskveiðitakmörkin út af Vestfjörðum, þegar landhelgis- flugvélin Rán kom að honum. Um kvöldið kom Albert að togaranum út af Dýrafirði og fylgdi honum eftir. Hafði skipstjórinn á togar- anum í hótunum að sigla á Mbert ef hann hætti ekki að elta han\ en gerði þó enga tilraun til þesa. Framhald á bls. 5 KINVERJAR HERTAKA WAL0NG 0G SELASKARB Niels Bohr lútinn Danski eðlisfræðingurinn og kjarnorkuvísindamaðurinn NIELS BOHR prófessor Iézt í gær 87 ára að aldri. Hann var heimskunnur vísindamaður enda meðal fremstu eðlisfræðinga heims. Nóbelsverð- launum var hann sæmdur árið 1952. Niels Bohr var fæddur í Kaup- mannahöfn 7. október 1885. Hann varð stúdent 1903 frá Gammel- holms-skóla, nam eðlisfræði og varð háskólakennari og fyrirlesari í þeim fræðum, og hlaut viður- Framhald á bls. 5 „Ég hefi slæm tíðindi að flytja“, sagði Nehru forsætisráðherra Ind- lands í morgun, er hann tilkynnti, að hið hernaðarlega mikilvæga Sela-fjallaskarð væri fallið í hend- ur hersveita kínverskra kommún- ista. Á þennan sigur þeirra er litið sem stórkostlegt hernaðarlegt á- fall fyrir Indverja, er og kunni að hafa lamandi áhrif á baráttukjark þeirra, þótt Nehru reyni að stappa f þá stálinu og segi, að barizt verði þar til Kínverjar hafi verið hraktir burt úr landinu, 1 fréttum um töku skarðsins segir, að Kínverjar hafi sótt fram seni æpandi berserkir og engin leið fyrir Indverja, þrátt fyrir vasklega vörn þeirra, að stöðva þá. — Hið sarna gerðist á Walongvígstöðvunum i gær, er herlið Kínverja sótti fram eins og þegar hver alda kemur af annarri, og var haldið uppi stórskotahríð sóknarliðinu til verndar, — Kínverjar hertóku einnig flugvöll á þessum slóð- Nehru kvað einnig barizt á Ladak-vígstöðvunum. Gjalda Indverjar þess nú, að þeir eru lítt við búnir að mæt? of beldinu, vegna þess að þeir trúðu á hlutleysið og voru sinnulausir um varnirnar. Indverjar hafa lofað Bandaríkja- mönnum og Bretum að beita ekki gegn Pakistan neinum vopnum, sem þeir fá til þess að berjast við kínverska kommúnista. Horfurnar hafa aldrei verið al- varlegri fyrir Indland. Svo gæti farið, að haldi Kínverjar áfram sókninni, að þeir nái tökum á(öllu Austur-Indlandi og væru þá nýjar ógnir vofandi víðar á þeim hjara, og vaxandi hætta á styrjöld í Suðaustur-Asíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.