Vísir - 19.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 19.11.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 19. nóvember 1962. 5 Jóhann Gunnar Ól- afsson sextugur Jóhann Gunnar Ólafsson, bœj- arfógeti á lsafirði er sextugur f dag. Þetta getur auðvitað ekki talizt hár aldur nú á dögum, enda hygg ég að þeir ísfirðingar sem eru orðnir nógu gamlir til að muna eftir honum þegar hann kom til okkar, séu mér sammála um að ekki sjái á honum að hann hafi breytzt síðan. Hann gegnir hinu Bretinn — Iramh. af bls. 16. Reyndu varðskipsmenn að ganga um borð f togarann, en skipsmenn vörnuðu þeim upp- göngu með valdi. Fylgdi Aibert togaranum eftir norður fyrir Horn, og féllst skipstjórinn loks á það um morguninn að snúa tii hafnar. Gæzluskipið Russel hafði einnig komið á vettvang um kvöld- ið. Við réttarhöldin neitaði skip- stjórinn því ákveðið að hafa verið fyrir innan lfnuria. Viðurkenndi hann hins vegar að hafa hótað að sigla á Albert, í þeim tilgangi að hræða varðskipið til að hætta elt- ingaleiknum. Einnig viðurkenndi hann að hafa gefið skipverjum sín um skipun um að varna varð- skipsmönnum uppgöngu í skipið, á þeim grundvelli að hann taldi sig á opnu hafi. Lord Liddleton er 402 iestir að stærð og er frá Fleet- wood. umfangsmikla embætti sínu af svo mikilli reglusemi, festu og lagni, að allt gengur hrukku og snuðrulaust, nærri eins og af sjálfu sér. Að gegna slíku embætti þætti víst mörgum ærið starf, en ekki er það að sjá á Jóhanni Gunn ari. Hann sinnir auk þess svo mörgum og fjölbreyttum áhuga- málum að undravert er hvað hann kemur miklu í v:rk. Hann grúsk- ar í gömlum bókum og skjölum, en ekki bara fyrir sjálfan sig, held ur hefir hann ritað margt skemmti legt um sögu þjóðarinnar og hlot- ið auk þess viðurkenningu fræði- manna fyrir áreiðanleik og vand- virkni. Enginn skyldi þó halda að hann sé allur í fortíðinni. Ég þekki fáa sem eru betur heima í nútíma bókmenntum, innlendum eða erlendum og er ekki síður skemmtilegt að ræða við hann um þau efni. Eitt hið merkasta verk hans nú og undanfarin ár er þó enn ótalið, en það er að koma á laggirnar, skipuleggja og stjórna Byggðasafn inu á ísafirði. Bæjarstjórn ísafjarð ar lagði til húsnæði í þakhæð íþróttahúss og bókasafnsbygging- arinnar og þar er nú búið að koma fyrir ótrúlega mörgum góðum munum, sexæring með rá og reiða, gamalli stofu úr Ögri og ótal munum og tækjum úr menningar- og atvinnusögu Vestfjarða. Þessu er öllu svo skemmtilega og smekklega fyrir komið að það er til fyrirmyndar. Til tilbreytingar frá þessu Öllu á Jóhann Gunnar það til að bregða sér á laxveiðar með góðum félög- um, en sennilega ber þar fleira á góma en það hvort 10 punda lax- inn sem einhver veiddi í fyrra er orðinn 12 eða 14 pund núna. Það er ekki ætlun mína að fara að rekja ævi eða störf Jóhanns Gunn- ars, enda alltof snemmt, heldur rita ég þessar fáu línur til þess að óska honum, konu hans og sonum til hamingju með þennan áfanga, þakka ánægjuleg kynni og sam- veru, og vona að við megum lengi enn njóta starfskrafta hans og á- huga og skemmtilegra samfunda. Kjartan J. Jóhannsson. Neitudu — Framh. af bls. 1. lögmætir meðlimir Alþýðusam bandsins og kommúnistum verður alls ekki látið haldast það uppi að loka okkur úti. — Þið ætlið þá ekki að sækja að nýju um inngöngu I Alþýðu sambandið? — Nei, slíkt kemur ekki til greina, þar sem við erum þeg- ar orðnir lögmætir meðlimir. Hvaða ástæðu bera þeir í stjórn Alþýðusambandsins fyr- ir sig, þegar þeir hafa verið að spyrna gegn því að þið fengjuð inngöngu. — Þeir hafa alltaf borið fyr- ir sig tylliástæðu, að ekki væri hægt að taka LÍV inn á meðan skipulagsmál ASl væru i deigl- unni. En raunverulega ástæðan er eingöngu pólitík og ekkert annað. Kommúnistar vilja ráða yfir Alþýðusambandinu og grípa til hvers konar órétt- mætra aðgerða til að halda yf- irráðum sínum þar. — En félagsdómurinn sýndi það skýlaust að- þið ættuð rétt til að'véra méðlimir í ASÍ. — Já, enda erum við hrein launþegasamtök, sem berst mjög í bökkum fyrir sína lægst launuðu meðlimi. Félag, sem þarf mjög á stuðningi að halda vegna þess, að kjör verzlunar- manna eru mjög bágborin. r Urslitufundur —- Fran.naló ar bls. 1 | varlegt spor, sem að rjúfa iög. j Ágreiningur þessi virðist m. i a. hafa komið fram í tveimur i stuttum samtölum sem Vísir átti í morgun við Snorra Jóns- son, framkvæmdastjóra ASÍ og Hannibal Valdimarsson forseta ASl. Þar sagði Snorri að inn- ganga verzlunarmanna yrði rædd á miðfttjórnarfundi, en Hannibal sagði hins vegar að miðstjórnin myndi enga ákvörð un taka. Snorri var spurður: Fengu fulltrúar Landssambands ísl. verzlunarmanna aðgöngumiða að Alþýðusambandsþinginu í morgun. — Nei, svaraði Snorri. Sknf stofan var ekki búin að fá heim ild til þess. — Má búast við því að þeir fái aðgöngumiða f dag? — • Ég veit það ekki. Mið- stjórn Alþýðusambandsins kem ur saman á eftir kl. 10 til að ræða þetta mál. Við á skrif- stofunni getum ekki afhent miða fyrr en miðstjórnin sam- þykkir það. Þá var hringt til Hannibals Valdimarssonar og hann spurð- ur hvort líkur væru fyrir þvi að miðstjórn Alþýðusambandsins samþykkti að fulltrúar LÍV fengju aðgöngumiða. Hannibal svaraði: Miðstjórn- in mun ekki taka neina ákvörð un um það. Þetta er mál þings- ins, Alþýðusambandsþings. Það verður að segja til um það hvort verzlunarmenn eiga að fá seturétt. LÍV hefur ekki sótí um inngöngu í Alþýðusamband ið og fyrr er ekki hægt að taka ákvörðun um það hvort það eigi að sitja þingið eða ekki. Slys — hann og fékk. Bílnum var samtals búið að aka um 5 þús. kílómetra þegar eigandinn lagði af stað með hana austur fyrir fjall eftir há- degisverðinn í gær. Tvo félaga sína tók hann með sér. Þegar komið var upp úr Lög- bergsbrekkunni og á hæðirnar þar fyrir ofan var áætlunarbifreið framundan og var hún einnig á j leiðinni austur. Vildu þremenn- ingarnir í Volkswagenbifreiðinni I komast fram úr henni, og var þess I vegna spýtt í og ekið á miklum I hraða fram með áætlunarbflnum. , I sama mund bar að bifreið úr i gagnstæðri átt svo að ökumaður Volkswagenbílsins átti þess einan kost að draga úr ferðinni og reyna að komast aftur fyrir áætlunarbif- reiðina að nýju. Svellbarinn snjór var á veginum og flughálka og um leið og ökumaður Volkswagen- bifreiðarinnar hemlaði rann hún fyrst yfir á vinstri vegbrún, en skutlaðist að þvf búnu yfir veginn þveran til hægri og kastaðist þar niður fyrir 4—5 metra háa veg- hleðslu. Mun bifreiðin hafa runnið stjórnlaust um 50 metra unz hún valt fyrir neðan vegbrúnina. Eftir útliti hennar að dæma eftir velt- una, er ekki búizt við að hún fari í fleiri ökuferðir og þar með séu 120 þúsundirnar úr sögunni. Ökumaðurinn sjálfur hlaut á- verka á höfði, en þó minni meiðsli en ætla hefði mátt eftir útliti bíisins að dæma. Félagar hans tveir sluppu með smákúlur og mar. LEIÐRÉTTING I Vísi s. 1. laugardag var sagt frá nýrri nudd- og gufubaðstofu. Þau leiðu mistök urðu, að nafn stof unnar misritaðist, hú heitir SAUNA en ekki Sunna. Verkamenn Verkamenn óskast strax. Byggingarfélagið Brú h.f. Borgartúni 25 Símar 16298 og 16784. F E V O N þvegið er vel þvegið. F E V O N ver hendur yðar. F E V O N ilmar þægilega. F E V O N er frábært fyrir barnafatnaó. F E V O N í allan þvott. Jón — Framhald af bls. 16 fljótlega frá því og sneri sér eingöngu að teikningu og mál- aralist, Jón nam í Danmörku og fleiri löndum og starfaði síð- an mikið erlendis, einkum í Kaupmannahöfn. Mikill fjöldi mynda liggur eftir Jón Stefánsson. Meðal þeirra eru myndirnar Stroku- hesturinn og Svanir hefja sig til flugs. Jón Stefánssonar verður nánar getið í Vísi á næstunni. Niels Bohr Framhald af bls. 16 kenningu frá fjölda háskóla og vísindastofnana, var t. d. heiðurs- doktor við marga kunnustu há- skóla heims austan hafs og vestan Hann var frumherji á sviði kjarn- orkurannsókna og innti af höndum mikilvægar rannsóknir, seni studdu að þeirri þróun á sviði kjarnorkunnar, er gerði kleift að framleiða kjarnorkusprengju. Var hann ráðunautur í Los Alamos, N M., Bandaríkjunum, en hvarf heim til Danmerkur 1945. — Fyrr á árum dvaldist hann lengi á Bret- landi. Ökuferð — Framh. af bls. 16. Við yfirheyrslu í máli þessu ltorn í ijós að hópurinn hafði áður um daginn og kvöldið ekið vitt og breitt um götur Reykjavíkur og nágrenni bæjarins, og sums staðar m. a. í þeim tilgangi að kanna hæfni og getu farartækis- ins. Til dæmis höfðu þeir ekið bílnum út í móa og ýmsar torfærur fyrir ofan Ártúnsbrekkuna og ekki alltaf farið sem gætilegast eða varlegast í þessum ferðum. Þegar hópurinn kom I nótt að háskólanum vildu piltarnir ólmir vita hvort bíllinn kæmist upp tröppurnar, en áður en til þess kom tóku stúlkurnar þrjár, sem í bílnum sátu af skarið og kváðust ekki kæra sig um að lenda í því ævintýri. Lögreglan tók bifreiðina 1 vörzlu sína, sömuleiðis þrjár aðrar bif, reiðar, sem hún taldi að hafi verið ekið ógætilega um götur borgar- innar í gær. Ekki voru þó ökumenn þeirra undir áhrifum áfengis. Rannsóknarlögreglan skýrði Vísi frá því í morgun að ökumaður framangreindrar Cariolbifreiðar, er aka átti upp háskólatröppurnar, hafi áður á þessu ári verið aðili að mörgum árekstrum og í sumum þeirra hafi mjög mikið tjón orsak- azt. Þessi piltur er innan við tvi- tugt, á mjög erfitt með að halda sér á löglegum hraða í umferð- inni og hefur fjölda af umferðar- brotum á samvizkunni bæði fyrr og síðar. Skipaútgerðin Skjaldbreid Vörumóttaka í dag og á morgun til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, (físafjarðar, Flateyrar, Stykkishólms, Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Farseðlar seldir á fimmtudag. Hringprjónar hringprjónarnir komnir aftur. 4sgeir G. Gunnlaugsson & Co. Stórholti 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.