Vísir - 20.11.1962, Page 2
V1SIR . Þriðjudagur 20. nóvember 1962.
.. n i r L
r ]
VgQr-j | J tl 1 | li ,==j
'//////////" 1 ] {//////////
Doktorar hlutu sigur
Skemmtilegt leikkvöld
Menntaskólans í gær
Með því að blanda sam-
an vizku sinni á hinn ótrú-
legasta hátt tókst kennara
liði Menntaskólans í
Reykjavík að sigra skóla-
sveina í handknattleiks-
keppninni að Hálogalandi.
Grasafræði, dýrafræði,
stærðfræði, erlendum mál-
um, öllu var steypt saman
og útkoman var sterkt
handknattleikslið gætt at-
/ /
gjörfi fornhetjanna. Sigur-
inn hlaut því að lenda hjá
kennaraliðinu sem vann
13:11 yfir hinum heimsku
skólasveinum.
Leikur kennara og nemenda
Menntaskólans hófst að afloknum
tveim „alvöruleikjum" Menntaskól
ans og Verzlunarskólans f hand-
knattleik og körfuknattleik, en báð
um lauk með sigri-Menntskælinga
en naumum þó eins og að verður
komið hér á eftir.
Kennaraliðinu var vel fagnað er
það loksins birtist á fjölum Há-
logalands, en nemaliðinu mætt
með köldu „new-york-bauli", enda
er hetjudýrkunin enn við lýði hér
á landi svo sem alkunna er.
Einar MagnUsson yfirkennari MR
kynnti liðin, hina gleiðhærðu og
skeggvöxnu doktora og lið hinna
„fávísu“ nemenda þeirra. Var at-
höfnin hin fegursta, einkum þegar
nemendur réttu lærifeðrum sínum
hver sína rauðu nellikkuna, enda
eins gott að koma sér í mjúkinn
þá þegar fyrir leikinn!
Það leið ekki á löngu áður en
boltinn lá í netinu og vitanlega
höfðu kennarar skorað glæsilegt
mark. Var það Eyþór Einarsson
sem fann smugu fyrir boltann og
skorar óverjandi. Dr. Finnbogi bæt
ir við og Valdimar fimleikakenn-
ari „lyftir sér upp á tábergið“ tví-
vegis og ver tvö annars óverjandi
skot Hrannar Haraldsson, nem-
andi, hafði fallið í ónáð, er hann
skoraði 3 mörk fyrir nemendur og
jafnar leikinn, en áður hafði Bjarni
Guðnason, fyrrverandi landsliðs-
maður f handknattleik og knatt-
spyrnu, skorað fallega. Kennarar
ná nú forystu en í hálfleik er stað
an tvísýn 6:6.
Stórkostleg frammistaða Bjarna
Guðnasonar í síðari hálfleik færði
sigurinn, en hvað eftir annað Iyfti
hann sér fallega frá gólfi og hátt
yfir vamarvegg andstæðinganna
og negldi í homið hjá veslings
markverðinum sem ekkert gat að
gert. Var engu líkara en Bjarni
hefði stokkið ljóslifandi af blöðum
Þorleifur jarðfræðingur átti og
nokkur gólfskot, sem vöktu at-
hygii. Annar, sem vakti og athygli
var Ottó Jónsson, fyrrum landsliðs
maður í knattspyrnu, einkum var
hann góður þegar hann „smygl-
aði“ sér inn á völlinn óséður og
varð 8. maður liðsins, en há-
markstalan er 7.
Síðast, þegar nemar sáu til kenn
Kennari að skora mark í kappleik við nemendur sína í Menntaskólanum.
ara var staðan 10:10, en þá gliðn
aði sundur og yfirburðirnir færðu
kennurum sigur 13:11.
Leikir Menntaskólans og Verzl-
unarskólans voru mun meira al-
varlegs eðlis því að þar mættust
úrvalslið skólanna, sem hafa löng
um verið miklir keppinautar á í-
þróttasviðinu. Bæði í körfuboltan-
um og i handboltanum vor-u .leikir
liðanna góðir og skemmtilegir og
var það ekki sízt, þeim góða
„ramma“ að þakka sem þarna
hvatti keppendur, en áhorfendur
voru eins r.iurgir og húsrúm frek-
ast leyfði. Oft var engu líkara
en hér væri um úrslit að rreða svo
mikið voru leikmenn liðanna hvatt
ir, einkum Menntskælingar, sem
Framhald á bls. 5
Roðar fyrir degi í hafnfirzkri
knattspyrnu
HÉRAÐSMÓT EFTIR 13 ÁRA HLÉ
Skin og skúrir hafa skipzt á í hafnfirzkri knatt-
spyrnu. Fjölmörg félög hafa verið stofnuð í Hafnar-
firði með knattspyrnu á stefnuskrá sinni, en fæst hafa
verið langlíf. Knattspyrnan hefur verið olnbogabarn
gagnvart handknattleiknum, stolti hins myndarlega
kaupstaðar, en öðru hverju hafa Hafnfirðingar þó náð
aðdáanlegum árangri fyrir einstæða hörku og dugnað.
Nú í haust skeði einmitt atburður sem telja má merki-
legan í knattspyrnusögunni, innanhéraðsmót í knatt-
spyrnu var haldið eftir 13 ára hlé.
Menntaskólamaður skorar í keppninni við Verzlunarskólann.
„Við væntum mikils af þessum
áfanga," sögðu forráðamenn
íþróttafélaganna Hauka og FH á
laugardaginn, þegar sigurvegurum
í knattspyrnumótunum voru af-
hent sigurlaunin, en mótið var nú
haldið eftir 15 ára hlé á því móti,
en 13 ár eru síðan síðasta héraðs-
mót fór fram.
Haukar, raunverulega nýlifgaðir
við úr Þyrnirósarsvefni, unnu
| sæmdarheitið „bezta knattspyrnu-
félag Hafnarfjarðar" og fyrir það
hljóta þeir fagran silfurskjöld
Lýsis og Mjöls. Haukar unnu sigra
í 1., 2. og 5. flokki, en FH vann
3. og 4. flokk. Haukar hlutu þvf
| 6 stig en FH 4.
Hver er ástæðan fyrir þessu
langa hléi ú héraðsmótunum?
Þetta skýrði Óskar Halldórsson,
formaður Hauka fyrir mönnum í
samsætinu sem haldið var fyrir
sigurvegarara í Alþýðuhúsinu. í
greinargóðu erindi:
Knattspyrnusaga Hafnarfjarðar j
er auðug af knattspyrnufélögum,
en flest hafa þau horfið í tímans'
rás, og nú eru aðeins tvö þeirra
á lífi, þau tvö sem síðast voru
stofnuð, Knattspyrnufélagið Hauk-
ar og Fimleikafélag Hafnarfjarðar.
Árið 1912 var fyrsta félagið stofn-
að, Kári, rekið með knetti úr
tjörubornum striga, en síðar kem-
ur Framsóxn, þá 17. júní, Þjálfi og
Knattspyrnufélag Hafnarfjarðar.
Þá kemur FH árið 1929, en Hauk-
ar koma tveim árum sfðar. FH og
Haukar sendu síðar frá sér sam-
eiginlegt lið í nafni Hafnarfjarðar
og kölluðu það Knattspyrnufélag
Hafnarfjarðar.
Árin 1947- 1950 var Hvaleyrar-
völlurinn í „klössun" og þá skeði
óhappið, héraðsmótin leggjast nið-
ur vegna vallarleysisins og fyrst
nú að þau eru haldin, en vit-
anlega hljóta þau fyrst og fremst
að efla yngri flokka Hafnarfjarðar.
Þrátt fyrir þetta hafa Hafnfirð-
ingar komizt langt á knattspymu-
sviðinu og leikið í hópi beztu
knattspyrnuliðanna, þj e. í 1. deild.
Þetta var Albert Guðmundssyni
nær eingöngu að þakka. Þegar eng
inn aðili i knattspyrnumálum Is-
lands taldi sig þurfa á aðstoð Al-
berts að halda, tóku Hafnfirðing-
ar, algerlega án knattspyrnu-
manna, fegnir á móti Albert.
Árangur Alberts var stórkost-
legur. Á skömmum tíma fékk hann
fram marga afbragðs knattspyrnu-
menn á staðnum og brátt var liðið
komið í 1. deild og þar lék það í
2 ár. Fleiri sigrar unnust. Knatt-
spyrnumenn unnu sleitulaust að
byggingu búningsherbergja á vell-
inum á Hvaleyri og þar eru nú
mync’.arlegustu bautasteinar þeirra
ágætu manna sem að unnu.
Eftir að sigurvegarar höfðu
fengið sigurlaun sín ávarpaði
Stefán Jónsson forseti bæjar-
stjórnar knattspyrnumennina og
ýmsir fleiri tóku til máls og hvöttu
piltana til dáða.
Er ekki að efa að með héraðs-
mótum er stigið hiá eina rétta
skref I áttina að knattspyrnu-
þroska, og er ekki að efa að við
eigum eftir að sjá góð lið knatt-
spyrnumanna frá Hafnarfirði, enda
ætti Hafnarfjörður ekki síður að
geta náð Iangt í knattspyrnu en
handknattleik, þar sem bærinn
státar með lið, sem örugglega má
teíja á heimsmælikvarða.
i I i