Vísir


Vísir - 20.11.1962, Qupperneq 7

Vísir - 20.11.1962, Qupperneq 7
V í S IR . Þriðjudagur 20. nóvember 1962. "7 t „FRJÁLST LjÓÐFORM ER AÐ- EINS NÝR BRAGARHÁ TTUR “ Hannes Pétursson skáld. Stutt samtal við Hannes Pétursson í tilefni útkomu nýrrar Á laugardaginn kom í bóka- verzlanir ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson og nefnist hún Stund og staðir. Petta er þriðja Ijóða- bók Hannesar, hinar fyrri eru Kvæðabók (1955) og 1 sumardöi- um (1959). Auk þess sendi hann í fyrra frá sér smásagnasafnið Sögur að norðan. Þessi nýja bók Hannesar hefur að geyma 40 kvæði, sem skiptast í 5 kafla: Raddir á daghvörfum (tilbrigði við 10 þjóðsögur), Hinar tvær áttir, Stund einskis, stund alls, Staðir, Sonnettur. Hið fyrsta sem athygli vekur þegar þessari nýju bók er flett er fyrsti kaflinn sem allur er sóttur til þjóðsagna. Hannes hef- ur að vísu ort um þjóðsögur áður en aldrei jafn mikið og nú. Það Iiggur því beint við að hefja máls á þessu atriði. Hannes svarar: Fyrirmyndirnar eru að vísu teknar úr þjóðsögum en í rauninni er það nútímamað- urinn sjálfur sem talar í kvæð- unum en ekki þjóðsagnapersónur þótt það sé látið heita svo. í hverju kvæði fer tveimur sögum fram. Ég sé að þú yrkir oftar en einu sinni um sömu þjóðsögu, t. d. hefur þú áður ort kvæði um Djáknann á Myrká og í þessan bók eru tvö kvæði um óvættina í Drangey. Það er algengt í öllum listum að nota sömu fyrirmynd oftar en einu sinni, t. d. í málaralist. Hvað hefur Cezanne málað oft mynd af epli? Þetta ætti alveg eins að vera hægt í skáldskap. Það er hægt að velta verkefninu fyrir sér frá ýmsum hliðum; í sömu fyrirmynd geta búið tvö eða fleiri yrkisefni. Hvenær eru ljóðin í þessari bók ort? Þau eru öll ort á síðustu þrem árum. Líklega er um helmingur kvæðanna ortur á ferðalagi mínu um Vestur-Evrópu sumarið 1960 t. d. allur fyrsti kaflinn og mikið af kaflanum Staðir og Hinar tvær áttir. Þarna er þó vitanlega um frumdrög að ræða, kvæðin hafa meira eða minna verið endurort síðan. Þetta hefur þá verið mjög frjó ferð? Já, það má kannski segja það. Þú notar í einum kafla bókar- innar miklu frjálsara Ijóðform en áður. Ertu farinn að linast í notkún hins hefðbundna forms? Það held ég ekki. Ég lft ekki Ijóðabókar á frjálst ljóðform sem allsherjar lausnara undan öðrum ljóðform- ,um. Frjálsa formið er aðeins að- ferð sem hægt er að grípa til ef manni býður svo við að horfa. Með hinu frjálsa formi hefur ís- lenzkri ljóðlist bætzt nýtt form, án þess að hin fyrri missi við það gildi sitt. Það eru líka allmargar sonnett- ur í þessari nýju bók. Ég man ekki til þess að hafa áður séð sonnettur eftir þig. Jú, sonnettur eru f bókinni, en tæpast sonnettur í strangasta skilningi, til þess er form þeirra of frjálslegt. En sonnettan er freistandi form og það er gaman að spreyta sig á því. Áttu mikið af ljóðum eða sög- um í fórum þínum núna? Nei, ég á engin ljóð og engar sögur. Og hvað liggur fyrir næst? Ætli ég haldi ekki áfram að yrkja. Það er líklega það eina sem ég get. Ljóðið er eina skáldskapar- formið sem ég hef áhuga á sem stendur, enda þótt maður sé f vafa um að ljóðlist nái taki á þeim veruleika sem glímt er við. N. P. N. Mennhverfa fljótt frá bréfberastarfí Bréfberar ílendast ekki i starfi, en þó hefir tekizt að r’ylla að mestu í skarðið hjá okkur að þessu leyti nú í haust. Vísir hefir átt tal við Matthías Guðmundsson, póstmeistara, um ýmis málefni póststofunnar hér f Reykjavík, og.sagði hann bá þetta meðal annars. Póststofuna vantaði nokkra bréfbera í haust og var Sæsímðnn opn- aður í jnnúar Gunnlaugur Briem, Póst- og símamálastjóri, sagði í stuttu viðtali við blaðið, að hann reiknaði ekki með að hægt yrði að taka nýja sæsímastrenginn milli Islands og Ameríku, um Grænland, ; notkun fyrr en f janúarmánuði. Unnið er að mælingum og athugunum á strengnum, ennfremur að því að ganga frá útbúnaði þar sem hann' er tekinn á land, í Vest- mannaeyjum, Grænlandi og í Arríeríku. Eins og kunnugt er lauk lagningu strengsins í síð- asta mánuði. En póst- og síma- málastjóri ' vað hafa verið gert ráð fyrir að ki myndi verða búið að ganga frá öllum út- búnaði og hægt að taka sfmann í notkun fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði frá því að þeim áfanga lauk.“ auglýst eftir mönnum, en ekki hefir tekizt að fylla f tvö af þeim 30 hverfum, sem um er að ræða. Almennur póstur er borinn í þessi 30 hverfi tvisvar á dag, og er vinnutíma bréfbera hagað þann- ig, að þeir fara tvær ferðir á dag. Þeir koma í pósthúsið kl. 8,30 að morgni og starfa þar í svo sem hálfa klukkustund við að raða póstinum í hverfi sitt, en fara síð- an út og eiga að ljúka umferð un hverfi sitt fyrir hádegi. Þeir kcma síðan aftur eftir hádegið, raða póstinum, meðan þeir eru staddir í pósthúsinu og fara síðan aðra umferð. Vinnutíminn er sjö stund ir á dag og hálfrar stundar yfir- vinna. Að undanförnu hefir ein kona ; verið við bréfaburð hjá þóststof- unni, en það er ekki eins dæmi, að konur hafi þennan starfa á hendi, því að tvær hafa gegut slíku starfi áður. Þetta er þó »áum ast talið kvenmannsverk, því að fara verður með póstinn, hvernig sem viðrar, og hann er oft mikill. Pósttaskan tekur um 30 kg, en pósturinn er fluttur heim til bréf- beranna, þegar mjög mikið póst- magn hefir borizt að. Þó ættu konur að geta unnið þetta starf að sumarlagi, þegar allar aðstæður eru heppilegri, og oft sækja konur eða ungar stúlkur um bréfburð fyrir jóiin, en starfið er þá allt öðru vísi en á öðrum tímum árs, eins og menn vita. Kostnaður Bændahallarinnar 100 milljónum hærri en áætlað var — Samsæri gegn lýðræðinu — meiri arður eða iækkuð iðgjöld? — almannatryggingar. Það var bent á það hér I dálk- unum, þegar Iandbúnaðarnefnd neðri deildar á 'sínum tíma lagði til að %% af landbúnaðarafurð um rynni áfram til Bændahallar innar, að enginn fulltrúi bænda- stéttarinnar á Alþingi mótmælti, né lét svo lítið að hreyfa athuga sm semduin. \ ■■ • Við aðra umræðu þessa máls f neðri deild f gær, fór þó svo, að upp stóð Jón Pálmason, sem nú situr á þingi sem varámaður Jóhanns Hafstein og lýsti and- stöðu sinni við þessa ráðstöfun. Jón sagði m. a., að þegar bygg- ing Bændahallarinnar hefði ver- ið samþykkt á Alþingi 1958, hefði hann barizt gegn þvf frum varpi og talið bændum flest nauðsynlégra en að eignast Ihóte.l í Reykjavík. Þá var full- I yrt að kostnaðurinn við bygg- inguna yrði um 25—30 miljónir króna, sagði Jón, en nú er ó- hætt að segja að hann sé 100 milljónum króna meiri, og er það sú rosalegasta hækkun sem ég veit deili á, sagði hanji, op f undir þau orð þingmannsins er sanr.arlega hægt að taka. Það I hálfa prósent sem tekið væri af verðmæti landbúnaðarafurða og bændur þyrftu þannig að greiða til byggingarinnar, næmi um 4 —5 milljónum á ári hverju, og allar líkur væru til þess að þau útgjöld fari hækkandi frekar en hitt. Jón kvaðst fáa bændur þekkja sem samþykkir hefðu verið þessari hótelbyggingu, enda mun málið aldrei hafa ver- ið Iagt undir almenna atkvæða greiðslu bænda. Stakk Jón Pálmason upp á því að lánsfé yrði tekið til byggingarinnar og lagður yrði niður þessi „milljóna skattur" á bændum. Gísli Jónsson gagnrýndi máls meðferð landbúnðarnefndar og fór fram á að umræðum yrði frestað meðan nefndin aflaði fnekari upplýsinga um málið og legði gleggri skýrslu fram. Gunnar Gíslason (S) formaður landbúnaðarnefndar svaraðimeð nokkrum orðum. Hann kvað það sér síður en svo fagnaðarefni að fara fram á framlengingu skattsins, en tillaga þessi væri komin fram að beiðni Búnaðar félagsins og byggingarnefndar Bændahallarinnar og þar sem húsbyggingin væri svo langt komin að ekki væri aftur snúið, hefði Iandbúnaðarnefnd þótt rétt að leggja frumvarpið fram. Ef bændur koma byggingunni í höfn og ef þeir vildu auka lánsmöguleika sína, þyrftu þeir að sjálfsögðu að leggja eitthvað af mörkum sjálfir. í gær bar það til tíðinda að umræðunum um almannavarnir lauk og mun atkvæðagreiðsia fara fram í dag. Einar Oigeirs- son, sem þegar hafði talað tvis- var, fékk Ieyfi forseta til að gera athugasemd. Þann tima not aði þó Einar til að ræða um Munchen samninginn og Cham- berlain og fullyrti hann, að samningurinn hefði verið sam- særi auðvaldsríkjanna í Vestur Evrópu gegn lýðræðinu og sósialismanum. Á sama hátt er Atlantshafsbandalagið samsæri gegn lýðræðinu og sósiaiisman- um sagði Einar. Þessi yfirlýsing mannsis, sem kallar sig foringja Isenzkra sósilalista, er hin athyglisverð- asta og því merkilegri, þegar haft er I huga að í Nató og raun ar í komandi Efnahagsbanda- Framhald á bls. 10. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.