Tölvumál - 01.03.1999, Side 5
Ffá formanni
Óskar B. Hauksson
Þau tæki sem við
erum að nota mikið í
dag, eins og mús og
lyklaborð, eru í raun
mjög gömul tækni
Þann 20. janúar var tilkynnt að
gengið hefði verið frá samningi á
milli íslenska n'kisins og Microsoft
um þýðingu á Windows á íslensku. Þetta
eru merk tíðindi og þeim ber að fagna en
Menntamálaráðherra þakkaði við þetta
tækifæri Skýrslutæknifélaginu fyrir aðstoð
þess í málinu. Félagið hefur frá upphafi
staðið vörð um íslenska tungu og lagt
metnað sinn í að gefa út tölvuorðasafn í
samvinnu við íslenska málstöð. Nýjasta
útgáfa þess kom út á síðasta ári og hefur
selst mjög vel eða í um 700 eintökum.
Á jólaráðstefnu Skýrslutæknifélagsins
var fjallað um svokallaða tungutækni og
hvernig unnt er að nýta hana til að
auðvelda tölvunotkun fatlaðra, til dæmis
þeirra sem eru blindir. Það er sjaldgæft að
heyra ráðstefnugesti taka andköf af
undrun eins og gerðist á þessari ráðstefnu
þegar sýnt var hvernig hægt er að vinna
við Word ritvinnsluna með því að gefa
einungis talaðar skipanir.
Þetta leiðir hugann að því hver verði
þróunin í samskiptum manns og tölvu á
næstu árum en þróunin virðist vera rnjög
ör á þessu sviði. Þau tæki sem við erum að
nota mikið í dag, eins og mús og lykla-
borð, eru í raun mjög gömul tækni, ntúsin
var til dæmis þróuð upp úr 1960. Þróaðar
hafa verið ýmsar gerðir af benditækjum
sem eru notuð við ýmsa sérhæfða tölvu-
vinnu til dæmis við gerð tölvulíkana í
flugvélaiðnaði. Fyrir almenning verður
tungutæknin, og þeir möguleikar sem hún
gefur vafalaust, það sem á eftir að valda
hvað mestum breytingum í tölvunotkun.
Þá er aftur spumingin hvort að við verðunt
að tala við tölvurnar okkar á ensku?
Vonandi berum við gæfu til þess að
leggjast á eitt að takast á við það verkefni
að íslenskan verði eitt af þeim málum sem
verði skiljanlegt fyrir tölvur framtjðar-
innar. Til þess að svo megi verða þurfa
stjórnvöld og atvinnulífið að taka höndum
saman við að veita þessu máli liðsinni.
I erindi Dr. Rögnvaldar Olafssonar á
jólaráðstefnunni komu frarn mjög
athyglisverðar spurningar varðandi hversu
mikið við erum í reiðubúin að kosta til að
halda íslenskunni inn í tölvuheiminum og
hvort að við séurn tilbúin að forgangsraða
í þessum efnum. Nú eru umræður í gangi
urn framtíð bókstafsins ð og verður
fróðlegt að fylgjast með hvernig því málið
reiðir af. Fagráð í upplýsingatækni hefur á
undanfömum árum lagt á sig rnikla vinnu
til þess að halda séríslensku stöfunum inni
í alþjóðlegum stafatöflum. Ef til vill
verðum við neydd til þess að forgangsraða
í þessum efnum innan skamms. Hvað
gerist til dæmis með fjölbreyttari notkun
GSM síma í gagnasendingum, ekki eru
íslenskir stafir fyrirferðamiklir á lykla-
borði þeirra. Þessi mál verða án efa í
sviðsljósinu á næstu mánuðum og verða
sennilega jafn heitt umræðuefni og
títtnefnd forgangsröðun í heilbrigðis-
geiranum.
Sennilega hefur spumingin um framtíð
íslenskrar tungu verið jafn brennandi eins
og nú þegar við stöndum frammi fyrir
þessum möguleikum tækninnar. Við í
Skýrslutæknifélaginu munum áfram
stuðla að faglegri umfjöllun um málefnið
og reyna eftir bestu getu að standa vörð
um íslensku í tölvunotkun og fögnum því,
þegar vinnast áfangasigrar eins og með
íslenskun Windows stýrikerfisins.
Oskar B. Hauksson er forstöðumaður
upplýsingavinnslu Eimskipafélags Islands hf.
og formaður Skýrslutæknifélags Islands
Tölvumál
5