Tölvumál - 01.03.1999, Page 8

Tölvumál - 01.03.1999, Page 8
Stöðlun í upplýsingatækni Um staðla, tungumdl og íslensku Þorgeir Sigurðsson Latin 1 (ISO/IEC JTCl 8859-1) og náði mikilli útbreiðslu með hiálp Infernetsins. I þessari töflu eru sex stafir sem eingöngu þjóna þörfum Islendinga. Þeir eru: ý, Ý, þ, Þ, ð, Ð Framleiðendur tölva sameinuðust í samtökunum UNI- CODE um að gera 16 bita stafatöflu með öllu letri sem notað er í lifandi rit- málum þióða heims Um sögu íslenskra bókstafa og stafa- taflna er liér vísað til vefsíðna á ensku http://www.stri.is/STRI/enska/Iceletters. s htinl Þó að tölvur hafi í upphafi verið smíðaðar til útreikninga hefur notkun þeirra í ýmiss konar meðferð texta orðið æ mikilvægari. Til að gera þetta kleift hafa framleiðendur tölva smíðað margvísleg kerfi sem byggjast á tungumálakunnáttu. Staðlar hafa orðið til um þetta og eru sumir þeirra opinberir staðlar, evrópskir eða alþjóðlegir, en aðrir eru í einkaeign einstakra framleiðenda. Staðall er í eðli sínu samkomulag hags- munaaðila um hvernig eitthvað skuli gert og þarf því ekki að semja staðal nema hagsmunaaðilarnir séu fleiri en einn. Þegar t.d. er skipst á gögnum um netið milli ólíkra vélartegunda er hagkvæmt að fylgja staðli en innan stýrikerfís einnar vélar er minni ástæða til að hafa gögn á öðru formi en því sem hverjum fram- leiðanda hentar best. Hér verða taldar upp gerðir staðla sem snerta viðfangsefnið tungutækni. 1 Stafatöflur. I stafatöflum er hverjum staf gefíð nafn og honum er úthlutað sæti eða númeri í töflunni. T.d. er stafnum SMALL LATIN LETTER THORN gefið númerið 239 (EF) í stafatöflunni Latin 1 (ISO/IEC JTCl 8859-1). Stafatöflur skilgreina ekki útlit stafa, heldur ræðst útlitið af leturgerðum. 2 Leturgerðir. í hverri leturgerð er útlit stafs skilgreint. T.d. er stafurinn g birtur þannig g í Arial. Flestar leturgerðir eru í einkaeigu en ISO staðall er til um leturgerðir fyrir tölvulestur (OCR-B). 3 Hnappaborð. Staðsetning stafa á hnappaborðum fer eftir þörfum og venjum hverrar þjóðar. Um hnappaborð eru til landsstaðlar, t.d. ÍST 125 um íslenskt hnappaborð. 4 Stafrófsröð, ritun upphæða, ritun dagsetninga, og margt fleira. Framleiðendur safna upplýsingum um þarfir hvers málsvæðis ásamt upp- lýsingum um hnappaborð og mynda það sem kallað er ,,locale“. Helstu staðlar um þetta eru í eigu einstakra framleiðenda. Islendingar hafa gert íslenskan forstaðal FS130 um þessi atriði. Alþjóðavæðing og stafatöflur Stafatöflur voru litlar í upphafi tölvu- aldar, notuðu aðeins 7 bita og gátu ein- ungis geymt 128 stafi. í ASCII stafatöflunni voru litlir og stórir stafir enska stafrófsins auk greinarmerkja og sérstakra tákna fyrir tölvur. Með því að nota 8 bita var hægt að fjölga stöfum, þannig að unnt var að koma fyrir í einni töflu flestum latínustöfum sem notaðir eru í opinberri stafsetningu þjóða Vestur- Evrópu. Sú tafla er kölluð Latin 1 (ISO/IEC JTCl 8859-1) og náði mikilli útbreiðslu með hjálp Internetsins þar sem hún er gjarnan notuð sem sjálfgefin (default) tafla í helstu tölvupóstforritum. í þessari töflu eru sex stafir sem eingöngu þjóna þörfum íslendinga. Þeir eru: ý, Ý, þ, Þ, ð, Ð. Aðrar töflur voru búnar til fyrir grískt og kyrjálskt letur og fyrir latínuletur í Mið- og Suður-Evrópu, en engin þeirra náði mikilli útbreiðslu. Flestar þjóðir kjósa að hafa töflu með stöfum helstu stórvelda í Evrópu. T.d. hafa áhrifamenn í Eistlandi heldur viljað nota Latin 1 töfluna en töflu sem gerð var fyrir Eystrasalts- lönd, jafnvel þótt það kosti að Eistar geti ekki skrifað nokkra stafi í opinberri stafsetningu sinni og ekki heldur marga stafi í ritmálum nágranna sinna, Letta og Litháa. I staðinn geta þeir t.d. skrifað frönsku, spænsku og portúgölsku ásamt sínu eigin tungumáli. Tyrkir voru ósáttir við að nota stafatöflu sem gerð var fyrir Suðaustur-Evrópu og fengu því framgengt að gerð var ný tafla, Latin 5, þar sem í stað íslensku stafanna ý, Ý, þ, Þ, ð, Ð voru settir tyrkneskir stafir. Latin 1 taflan hefur þó haldið yfirburðastöðu sinni. Fyrst og fremst vegna þarfa í Austur- 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.