Tölvumál - 01.03.1999, Page 9
Stöðlun í upplýsingatækni
Vegna smæðar
íslensks markaðar og
fámennis geta
Islendingar aldrei
freyst því að
markaðsöfl muni sjá
til þess að tekið sé
tillit til þarfa þeirra,
hagsmunagæsla á
alþjóðlegum
vettvangi er því
mikilvæg fyrir þjóðina
og þýðing hennar
hefur vaxið
Um 1995 var því
almennt frúað að
stóra stafataflan yrði
brátt tekin í notkun og
stafavandamál
Islendinga og
togstreita um sæti í
stafatöflum t.d. milli
Tyrkja og Islendinga
yrðu brátt úr sögunni.
Þróunin hefur
hinsvegar orðið
hægari en
vonast var til
Asíu var á 10. áratugnum farið að vinna að
mjög stórum stafatöflum sem gætu geymt
myndletur Japana og raunar var stefnt að
því að gera töflu sem geymt gæti alla stafi
heimsins. Framleiðendur tölva sarnein-
uðust í samtökunum UNICODE
(http://www.unicode.org/) um að gera 16
bita stafatöflu með öllu letri sem notað er í
lifandi ritmálum þjóða heims. Þessi
samtök slógust í lið með ISO um að gera
staðlaða töflu, ISO/IEC JTCl 10646 sem
hér verður kölluð „stóra stafataflan“.
Með stóru stafatöflunni varð mögulegt
að skrifa allan texta í eitt skjal og t.d.
blanda saman íslenskum texta og hebresku
letri sem skrifað er afturábak.
Með stóru stafatöflunni hefur verið
stefnt að svokallaðri alþjóðavæðingu tölva
(intemationalisation eða i 18n) sem hefur
það að markmiði að aðlaga tölvur að
öllum þörfum allra þjóða.
Islensk þátttaka í staðlavinnu
Islendingar eru aðilar að alþjóðlegu
staðlasamtökunum ISO og evrópsku
staðlasamtökunum CEN. Staðlaráð
Islands sér urn að innleiða íslenska staðla
en aðild að Evrópsku staðlasamtökunum
hefur þýtt að skyldugt er að gera evrópska
staðla CEN að rslenskum stöðlum.
Islendingar hafa tekið að sér rekstur
einnar tækninefndar, CEN/TC304, sem
hefur það verkefni að útbúa evrópska
staðla tengda ,,alþjóðavæðingu“.
Starfsemi þeirrar nefndar hefur að miklu
leyti verið fjármögnuð með styrkjum frá
ESB en með þessu starfi hafa íslendingar
getað fylgst með og haft áhrif á gerð
staðla sem snerta hagsmuni þeirra. Á
vegum TC304 hefur verið gerður
skráningarstaðall um þjóðlegai' þarfir í
upplýsingatækni. Nú er þar nr.a. unnið að
gerð staðla um leit í gagnagrunnum.
Islendingar hafa gert staðal um
íslenskt lyklaborð, IST 125, sem að mestu
hefur verið fylgt af framleiðendum
og þeir hafa einnig virt staðalinn FS130
urn ritun upphæða, stafrófsröð og fleira.
FS130 þarfnast endurskoðunar vegna þess
að í honurn eru m.a. taldir upp fornstafir
til nota við útgáfu fornra texta sem ekki
eru til í neinum stafatöflum og enginn
áhugi er á að koma inn í stóru stafa-
töfluna.
Framtíðarstarf
Vegna smæðar íslensks markaðar og
fámennis geta Islendingar aldrei treyst því
að markaðsöfl muni sjá til þess að tekið sé
tillit til þarfa þeirra, hagsmunagæsla á
alþjóðlegum vettvangi er því mikilvæg
fyrir þjóðina og þýðing hennar hefur
vaxið.
Fyrir 20 árum, þegar tölvur voru dýrar
og seljendur voru fáir, gátu íslenskir inn-
flytjendur leyft sér þann rnunað að laga
tölvubúnað að íslenskum aðstæðum, t.d.
með því skrifa forrit sem prentuðu
broddstafi með svokallaðri dauðri komrnu.
Slíkar breytingar eru ekki lengur
fjárhagslega framkvæmanlegar. Það er því
orðið enn meira hagsmunamál íslendinga
en áður að tölvukerfi geri strax í upphafi
ráð fyrir frumþörfum margra tungumála
og að íslenska sé þar á meðal.
Þótt áhugi stjórnvalda og almennings sé
í orði kveðnu mikill á íslenskri tungu,
reynist oft erfitt að fjármagna aðlögun
kerfa að íslenskum aðstæðum. IBM sem
lengi starfrækti þýðingamiðstöð á Islandi
lagði þá starfsemi niður og farið er að bera
á því að fyrirtæki spari sér kostnað við
þýðingar þegar flutt eru inn erlend
bókhaldskerfi fyrir tölvur.
Um 1995 var því almennt trúað að stóra
stafataflan yrði brátt tekin í notkun og
stafavandamál Islendinga og togstreita um
sæti í stafatöflum t.d. milli Tyrkja og
Islendinga yrðu brátt úr sögunni. Þróunin
hefur hinsvegar orðið hægari en vonast var
til og enn eru 8 bita stafatöflur ráðandi og
líklegar til að verða það næstu áratugi. í
sumum tilvikum er sennilegt að um alla
framtíð verði aðeins hægt að nota 7 bita
ASCII stafi, t.d. í netföngum og í vega-
bréfum og skráningakerfum flugfélaga.
Þótt staða íslenskra sérstafa í Latin 1
töflunni sé trygg þýðir það ekki sjálfkrafa
að íslenskir stafir séu alls staðar birtingar-
hæfir og prenthæfir í tölvum. Til að birta
stafi í stafatöflu þurfa stafimir að vera
skilgreindir í þeirri leturgerð sem notuð er.
Islensku sérstafirnir, ð, þ og ý eru ekki í
mörgum leturgerðum og þeim fyrirtækjum
sem bjóða leturgerðir fyrir íslensku til
sölu hefur farið fækkandi síðasta áratug,
að sögn sérfræðinga. Einnig hefur útlit
stafanna ð og þ, oft verið ábótavant.
Áhugi leturgerðarmanna hefur beinst að
Tölvumál
9