Tölvumál - 01.03.1999, Page 10
Stöðlun í upplýsingatækni
Sú jbrÓL/n að
farsímar og tölvur
rynnu saman í eitt
tæki hefur orðið hröð.
Islenskir sérstafir eru
ekki í algengustu
stafatöflu GSM síma.
Staðlavinna á því
sviði hefur ekki verið
unnin af sömu aðilum
og á tölvusviðinu og
þar er starf óunnið
fjölmennari og ábatasamari mörkuðum,
m.a. vegna þess að járntjaldið er nú fallið
og þeir bjóða nú fjölbreytilegar leturgerðir
fyrir Mið- og Austur-Evrópu. Jafnvel þótt
leturgerðarmenn noti Latin 1 stafatöfluna
hefur borið á því að íslenskir stafir séu
birtir með útliti tyrkneskra stafa, líkt og
leturgerðin væri gerð fyrir Latin 5.
I einu stöðluðu leturgerðinni fyrir
ljóslestur t.d. á vegabréfum og
peningaseðlum hefur ekki tekist að fá því
framgengt að bætt sé við íslenskum
sérstöfum.
Sú þróun að farsímar og tölvur rynnu
saman í eitt tæki hefur orðið hröð.
Islenskir sérstafir eru ekki í algengustu
stafatöflu GSM síma. Staðlavinna á því
sviði hefur ekki verið unnin af sömu
aðilum og á tölvusviðinu og þar er starf
óunnið.
Búast má við að á næstu árum verði
fleiri svið tungutækni að viðfangsefni
staðlastarfs. Má þar nefna aðferðir við leit
að texta á netinu og við talgreiningu.
Niðurlag
Nýleg ákvörðun Microsoft (20. janúar
1999) um að bjóða upp á Windows
stýrikerfí á íslensku hefur aukið mörgum
bjartsýni um að staða íslensku í tölvu-
umhverfi muni batna. Ef vel tekst til um
íslenskun þessa stýrikerfis og annarra
kerfa sem Iíkleg eru til að fylgja í kjölfarið
er hugsanlegt að Islendingum reynist
auðveldara að ná fram hagsmunamálum
sínum á mörgum öðrum sviðum en það á
framtíðin eftir að leiða í ljós.
Þorgeir Sigurðsson er
kerfisfræðingur MS,
íslenskufræðingur BA,
kennari Bed
10
Tölvumál