Tölvumál - 01.03.1999, Side 12

Tölvumál - 01.03.1999, Side 12
Skýrsla fyrir 1998 Haldinn var hér á landi fundur norrænna skýrslutæknifélaga en mikill uppgangur er í starfi systurfélaga okkar Við undirritun samnings ríkisins við Microsoft voru félaginu færðar þakkir fyrir þess hlut og eru þar birtar jafnvel samdægurs fregnir af ráðstefnum og niðurstöður Gallup kannanna sem félagið hefur staðið að um 2000 málið. Efni Tölvumála er nú birt á vefnum ásarnt ýmsum upplýsingum um starfsemi félagsins. Vinna þarf að því á næstu vikum og mánuðum að samræma enn betur útgáfu Tölvumála og aðra útgáfu á vegum félagsins. Markmið sem sett voru í upphafi starfsársins hafa öll náðst hvað varðar vefútgáfuna. Orðasafn Utgáfa Tölvuorðasafnsins markaði viss tímamót í sögu félagsins. Markaðssetning þess gekk vel og hafa nú selst um 700 ein- tök af ritinu sem er mjög góður árangur. I því efni ber sérstaklega að þakka Olíufélaginu hf. fyrir þess hlut í því að kynna og selja orðasafnið til safnkortshafa en sú markaðssetning bar mikinn árangur. Við afhendingu orðasafnsins hjá Forseta íslands vöknuðu ýmsar hug- myndir urn eflingu íslenskrar tungu og hvernig væri hægt að nýta orðasafnið í þeim efnum. Meðal annars voru ræddar hugmyndir um að nálgast Microsoft með öðrum aðferðum en gert hafði verið áður. Við vitum öll hver niðurstaða þessa máls varð en við undirritun samnings ríkisins við Microsoft voru félaginu færðar þakkir fyrir þess hlut. Ein þeirra hugmynda sem rædd var við forsetann var að gera orðasafnið aðgengilegt á öllum tölvum sem seidar eru á Islandi. Skoða þarf hvernig hægt er að hrinda þessu í framkvæmd og verður það verkefni á dagskrá á komandi mánuðum. Erlent samstarf Ohætt er að fullyrða að erlent samstarf var með miklum blóma á síðasta ári. Þátttaka í CEPIS og á norrænum vettvangi efldist verulega. A vettvangi CEPIS ber hæst vinna við svokallað tölvuökuskírteini sem er Evrópskt hæfnisvottorð fyrir almenna tölvukunnáttu. Skýrslutæknifélagið ákvað að ganga til samstarf við danska systur- félagið og hefja undirbúning og markaðs- setningu hér á landi. Þessu verkefni fylgir töluverð vinna og kostnaður fyrir félagið en þýða þarf hæfniskröfur og próf. Verkefnið verður formlega kynnt á skóla- ráðstefnu sem félagið hefur undirbúið í samvinnu við menntamálaráðuneytið og haldin verður 26. og 27. febrúar nk. Haldinn var hér á landi fundur norrænna skýrslutæknifélaga en mikill uppgangur er í starfi systurfélaga okkar. Mikilvægt er fyrir félagið að vera í góðurn tengslum við þessi félög sem eru að vinna að mörgum áhugaverðum viðfangsefnum. Má í því sambandi nefna starf danska félagsins við kynningu á 2000 vandanum. Afkoma A árinu 1997 var methagnaður í sögu félagsins en á síðasta ári var hagnaður ein- ungis 72 þkr. f starfsemi eins og hjá Skýrslutæknifélaginu er hagnaður ekki meginmarkmið heldur að halda uppi áhugaverðri starfsemi fyrir félagsmenn. Traust fjárhagsstaða er hins vegar mikil- væg, eigi félagið að geta haldið úti öflugu starfi. Ljóst var að á afmælisári yrðu útgjöld meiri en á venjulegu starfsári en leitast var við að hafa ráðstefnur veglegar og brydda upp á ýmsum nýjungum í starf- semi félagsins. Á komandi ári þarf að efla kostnaðaraðhald og auka tekjur, til dæmis af auglýsingum. Vonast er til að tölvuöku- skírteinið verði umtalsverður tekjupóstur í starfi félagsins á komandi árurn. Innlent samstarf Ákveðin tímamót urðu í starfi félagsins þegar gengið var til samstarfs við Staðlaráð íslands og Gæðastjórnunar- félagið um húsnæðismál. 1 kjölfarið flutti félagið starfsemi sína í Holtagarða í mun betra húsnæði en félagið hafði. Munar þar mestu um góða fundaaðstöðu sem nýtist vel fyrir undirbúningshópa og faghópa félagsins. Áfram verður unnið að því að efla samstarf við önnur innlend félög, sérstaklega á sviði stjórnunar. Faghópar Mikilvægt er að efla þátttöku hins almenna félagsmanns í starfi Skýrslu- tæknifélagsins. Stofnun faghópa er mikil- vægur þáttur í þeim viðleitni. Stofnaður var á árinu faghópur um 2000 vandann og hefur hann unnið mikilvægt starf sem vakið hefur athygli fjölmiðla á félaginu. Starfsemi faghópsins hefur verið öflugt og hefur hann ma. staðið fyrir Gallup 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.