Tölvumál - 01.03.1999, Side 28

Tölvumál - 01.03.1999, Side 28
íslenskt ritmál og eru innbyggð í algengustu forrit fyrir enskt tungumál. Því þarf að hvetja til þróunar á tölvutækum orðabókum, samheitaskrám, leiðréttingartækjum fyrir stafsetningu og málfræði og öðrum slíkum tækjum og tólum, og koma þeim inn í hugbúnað eins og Office. Það hlýtur að vera markmið að efla notkun á íslenskri tungu, en ekki bara að gefa almenningi kost á aðgangi að hug- búnaði með íslenskum valseðlum og leiðbeiningum. Arnaldur F. Axfjörð er verkefnisstjóri hjá Aliti ehf. og í ritstjórn Tölvumála. Að gefa út bók d netinu ... frh - Já, Hjálmar? - Ja ég er að spekúlera í því, hérna, gagnvart okkur sem að eigum að heita fjölmiðlamenn, þýðir þessi hlutur, að allskyns milliliðir - þú hefur jú talað um gagnrýnendur og fleiri - og þá dettur mér líka í hug svona hefðbundnir íjölmiðla- menn. Eru þeir þá líka í rauninni að verða ónauðsynlegir milliliðir? - Ef að þeir ekki gera eitthvað í málinu. - Þú, ég sá það á vefnum, Þorgeir, að þú tileinkar (Ævar) vefsetrið, náms- hvað eigum við að segja - stúdentum í málvísindum og? - Stúdentum í málvísindum og mann- réttindum. -Það er þá er sá hópur sem þú beinir kröftunum að, ert að beina þeim að, núna? - Já, raunverulega. Eða þannig - þeir, þeir hafa verið, þeir sem vilja þiggja þetta, við þá hef ég sagt, gjörið þið svo vel, ef þið getið notað þetta. Þeir geta notað - mikið af þessu er tveggja tungumála texti, og stór hluti af þessu er kennsla í því að ná rétti sínum í- fyrir mannréttindadóm- stólnum. Þar er mitt umfangsmikla mál, bara sett upp, og getur sem sagt með for- mála og eftirmála kennt þér það hvernig á að ná rétti sínum. Og það er þetta fólk sem ég í fyrstu umferð þeirra er að seilast til. - Mér fínnst við ættum kannski að (Ævar) slá botn í þessa heimsókn til þín, Þorgeir, með því að biðja þig að lesa fyrir okkur þýðingu þína á Ijóði eftir Federico Garcia... - Federico Garcia Lorca. - Já, því að hann - eftir viku nákvæm- lega, þá verða liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Og það verður haldið upp á það meðai annars í Ríkisútvarpinu á rás eitt með ýmsu móti. Byrjar kannski strax á sunnudag með leikriti. Það væri svona... og þá sest Þorgeir við tölvuna aftur... - Hér er þetta komið. Þetta heitir Malaga-stef. Feigðin sífellt á stjái inn og út af kránni. Náttsvartir Iiestar heiftarmanna á hyldýpisvegum gítaranna. Keinrur af seltu og kvendýrsblóði úr fjörunnar logandi liljustóði. Feigðin alltaf á stjái út og inn á stjái. Feigðin í kránni. 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.