Vísir - 22.11.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1962, Blaðsíða 2
V í SIR . Fimmtudagur 22. nóvember 1962. Hondknatfleikur: Fram siglir hra sigri i ★ ÍR—Víkingur 14:13. ★ Ármann—Þróttur 14:13. •yt Fram — Valur 19:12. Fram jók forskot sitt á Reykjavlkurmótinu í gær- kvöldi með stórum sigri yfir Val, en ÍR skauzt upp í annað sæti með naumum sigri yfir Víking. Þróttur tapaði með eins marks mun fyrir Ármanni og fer niður í 3. sæti á mótinu. Leikirnir voru skemmtileg ir, einkum tveir hinir síð- ast nefndu. Léleg Víkingsvörn var orsök tapsins. Vfkingsvörnin vinstra megin virtist strax í upphafi tilvalin til árása, enda skoruðu, þeir Gunn- laugur og Hermann hvað eftir annað í gegnum smugu þar. Vík- ingar skutu líka gegnum ÍR- vörnina, sem var yfirleitt heldur slök. Víkingar höfðu yfirhöndina í 3:2, 4:3 og 7:6 í fyrri hálfleik en í hléi var staðan 7:7. I síðari hálf- leiknum skoraði Pétur fyrsta markið og enn eru Víkingar yfir. Eftir þetta höfðu þeir forystuna en iR-ingar jafna um hæl. Gunn- laugur Hjálmarss. jafnar 12:13 og skömmu síðar skorar Hermann 13:12. Þetta er jafnað og Víkingar eru á góðri leið með að ná yfir- höndinni, en markvörður ÍR ver vel, eitt af fáu vel gerðu hjá markvörðunum þetta 'kvöld. Gunnlaugur var nærri orðinn „krítiskur", er hann brenndi af vítakast á svo mikilvægum augna- blikum' en gæfan er með ÍR-ing- um þegar Víkingur gloprast til að skjóta, en það skot var varið ör- ugglega. Það var Gylfi Hjálmarsson, sem skoraði sigurmarkið 14:13, en varla verður sagt að það hafi verið glæsilega gert, því boltinn Frá leik Fram og Vals. Erlingur skorar fyrir Fram þrátt fyrir „faðm- lög“ við Bergstein/ Keyptí ferðape Svíar að yfirgefa raðir Svíar hafa löngum borið af Norðurlsndaþjóðunum í öllum íþróttum og oft náð mjög langt i ýmsum alþjóðlcgum keppnum og eignazt marga heimsmeistara og OL-mcistara. Ekki er heldur nokkur vafi á að flcstar „stjörnur“ Svía eru dul- búnir atvinnumcnn og nú nýlega birtist f dönskum blöðum frásögn af launahækkun knattspyrnu- mann.a beztu sænsku liðanna, svo sem Norrköping, sem nýlega gerði iafntefli við Benfica. Sænsku leikmennirnir fá nú 100% hækkun. Fyrir unninn leik. 200 sæ. kr„ jafntefli 150 og 100 kr. fyrir tapaðan Ieik. Laun þessi eru greidd undir því yfirskyni að þau eigi að „dekka“ ferðakostnað og ýmsan kostnað annan af ferðum leikmanna. Sænska Iandsliðið í knattspyrnu mun á ncc. tunni fara mikla Aust- urlandaferð og að henni lokinni mun 1000 króna ávísun bíða hvers og eins leikmanns, „bónus“ fyrir að vera með í ferðinni. Islcndingar, sem voru á Bosön með landsiiðinu okkar i körfu- var hálfvarinn, en hrökk af brjósti markvarðarins og upp í hornið. Sigurður Óli Sigurðsson átti hetju- lega tilrauij til að jafna en mark- vörður varði, Gunnlaugur og Hermann voru mennirnir bak við sigurinn, en Gylfi er á hraðri leið með að skapa sér gott nafn í handknatt- leik. Beztur hjá Víking var Sigurður Óli Sigurðsson og nafni hans Sig- urður Hauksson. Rósmundur var allsæmilegur, en Jóhann og Pétur voru eitthvað miður sín, einkum Jóhann í vörninni. Markhæstir: Hermann 6, Gunn- laugur 5, Rósmundur 4. Jóhann 3, Pétur 3. Sigurinn gat lent hvoru megin sem var og Ármann vann. Ármanri vann Þrótt í tvfsýnum leik, sem gat fært hvoru liðinu sem var sigur, en sá heppni að þessu sinni var lið Ármanns. Skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks var á leiðinni í netið, er tímavörð- ur flautaði af. Mark var réttilega dæmt, mark sem þýddi eitt stig fyrir Þrótt. Allan tímann var leikurinn geysi tvísýnn og aldrei munaði meiru en 3 mörkum á liðunum, en sjald- an meira en einu marki. Ármann komst til að byrja með í 3:1 en Grétar Guðmundsson jafnaði fyrir Þrótt með vítakasti og einu af hinum óviðjafrtanlegu gólfskotum, sem fáir markmenn verja. Þróttur komst yfir f 4:3, en Ármenningar ná aftur tökunum og komast í 6:4. Þetta jafna Þróttarar snarlega, en síðasta sekúndan færir Ármanni mark frá Hans. í síðari hálfleik jafna Þróttarar 8:8, en eftir það hafa Ármenning- ar það óöfundsverða hlutverk að O" sami maður 14:13 úr vítakasti, en þá hafði leikurinn verið flaut- aður af, aðeins beðið eftir vítakasti Axels. Beztu Ármenningarnir voru þeir Lúðvík, Árni og Hans, en Hörður allgóður en of þyngslalegur og stirður. Þróttur er með nokkuð jafna leikmenn, en þetta kvöld voru Haukur, Axel og Þórður beztir, en Grétar allgóður. Mörkin: Axel 6, Grétar 4, Lúð- vík 4, Hörður 4, Árni 3. „Bikar“ liðið vann án erfiðismuna. Það var ekki mikil hreyfing á Framliðinu og keyrslan ekki nema rétt á „hálfum dampi“. Samt vann liðið stórt yfir Valsliðinu, 19:12. Valsmenn veittu mótspyrnu í fyrri hálfleik en misstu nokkuð tökin undir lok fyrri hálfleiks, sem lauk 9:5 fyrir Fram. í síðari hálfleik komust Vals- menn í 8:10 þegar Sigurður Dags- son skoraði tvö glæsileg mörk með uppstökkum, en uppstökk hans eru sérlega glæsileg. Undir lokin misstu Valsmenn algerlega tökin á leiknum og Framarar áttu greiða leið í mark þeirra, og sig- urinn 19:12 sfzt of stór. Frammistaða leikmanna Fram var ekki til að gera mikið úr, enda lögðu fæstir sig fram. Af Vals- mönnum vakti Sigurður Guðjóns- son, bráðgóður nýliði, mikla at- hygli fyrir gott línuspil. Sigurður Dagsson var mjög góður og Berg- ur sömuleiðis. Mörkin: Ingólfur 5, Sig. Einars- son 4, Bergur 4, Sig. Guðjónsson 3, Sig. Dagsson 3, Karl Ben. 3, Guðjón 3. - jbp — Staðan hafa forystu en hafa Þrótt ávallt Fram 4 4 0 0 72:49 8 á hælunum. Leikurinn varð mjög ÍR 4 3 0 1 55:58 6 spénnandi síðari hluta hálfleiksins Þróttur 5 2 1 2 54:58 5 en þegar Ármenningar ná 14:11 Víkingur 4 2 0 2 42:40 4 var heldur búizt við^að spenning- Ármann 5 2 0 3 53:52 4 urinn væri liðinn hjá og sigurinn KR 4 1 0 3 42:46 2 örugglega Ármanns megin, en það Valur 4 0 1 3 39:54 1 reyndist ekki rétt, því Þróttarar sækja ákaft og Axel skorar 14:12 Leikir sem eru eftir í mótinu: Víkingur — Fram ÍR — KR Ármann — Valur Þróttur — Fram Víkingur — KR ÍR — Valur. Suttdmót skóla- æskunnar 6. des. knattleik sögðu okkur þá sögu að þeir hefðu ekið nieð Hans Aibert- son, risanum sem átti að vinna Poiar Cup fyrir Svía. Höfðu þeir orð á hvc falleg hin nýja bifreið hans væri. Svaraði risinn þá: „Já, ég keypti hana fyrir „ferðapen- ingana“ mlna“, en hann l'erðaðist sumarið áður með sænskum frjáls- iþróttamönnum. Verður ekki annað séð en að Svíar séu nú um það bil að yfir- gefa raðir áhugamanna, a. m. k. „móralskt“ séð, en þróunin í nær I öllum lcnduni heimi er í þessa átt, mismunandi, en hvað minnst hér á íslandi, þar sem hreinsasta á- hugamennska veraldar ríkir. Hið fyrra sundmót skólanna skólaárið 1962—’63 verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur fimmtu- daginn 6. desember n. k„ en um- sjón mótsins er í höndum íþrótta- bandalags framhaldsskóla í Reykjavík oeg nágrenni (ÍFRN). Kcppt verður í eftirfarandi flokk- um og greinum: I. Unglingaflokkur: A. Stúlkur: Bringusund 10 x 331/3 m. Bezta tíma á G. Keflavíkur 5.05.5, meðaltími einstaklinga 30.5 sek.). Hú keppt um mikar ÍFRN frá 1961, sem Gagnfræðaskóli I-Iafnarfjarðar vann í fyrra á tímanum 5.13.1. B. Piltar: Bringiftund 20 X 331/3 m. Keppt um bikar ÍFRN, sem unnin var af Gagnfræðaskóla Hafnarfjarðar 1958 (tími 9.36.8), 1959 af Gagnfræðadeild Laugarnessk. (tími 9.28.5), 1960 af sama skóla (tími 9.28.5), og 1961 af Gagn- fræðask. Hafnarfjarðar (tími 9.20.8). Bezti meðaltími hvers manns um 28 sek. II. cldri flokkur: A. Stúlkur: Bringusund 10 x 331/3 m. ' Bikar ÍBR vann Gagnfræða- skóli Hafnarfjarðar til eignar 1961 (5.12.9). Nú keppt um ný verðlaun. Beztan tíma á þessu sundi á Gagnfræðask. Kefla- víkur, 4.58.7, eða meðaltími einstaklinga 29.8 sek. B. Piltar: Bringusund 20 x 331/, m. Bikar ÍFRN vann sveit Menntaskólans í Reykjavík til eignar 1961 (tími 8.28.7, eða meðaltími 25.4 sek.). Beztan tíma I þessu sundi á Iðnskóli Reykjavíkur (tími 8.09.9, eða meðaltími einstaklinga 24.5 sek.) Nú keppt um ný verð- Iaun. *sb- iii' á-avx'ixtju'-nn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.