Vísir - 22.11.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1962, Blaðsíða 3
3 V1S IR . Fimmtudagur 22. nóvember 1962. Bílauppboð í Sölunefndinni Víð fórum á bílauppboð hjá Sölunefnd vamarliðseigna í fyrra dag. Var þar verið að bjóða upp sex bíla af Keflavíkurflugvelli og voru þeir f harla misjöfnu á- standi. Sá, sem bezt le:t út, var ný- legur Rambler American, sem leit mjög vel út, en eitthvað töldu menn að væri athugavert við mót orinn. Var hæsta boð f hann 109.700 krónur. Pá var 1958 Ford Station, m~ð heljarmikla Thund- erbird vél og voru boðin 1 hann 82 þúsund. Þama var einnig ’52 Chevrolet, sem leit furðanlega út eftir aldri. Hæsta boð var 31.100 krónur. En svo fór það að versna. — Næstur f röðinni var Ford 1955, illa ákeyrður og að öðru leyti fremur sjúskaður. Samt voru boð in f hann 36 þúsund. Þá kom Oldsmobile 1951, illa farinn, sem voru boðin í 14.500. og loks var ógangfær Dodge 1951, sem boðin voru í 11.200. Þess er rétt að geta, að boðin f bílana eru ekki endanleg. Geta menn hætt við að taka bílinn á því verði, sem þeir hafa boðið og fá þá aðrir bíiinn, sem hafa lægra tilboð. Yfirleitt fara bílar aldrei á hæsta boði. Sölunefndin hefur i ár boðið upp 127 bíla, en mest hefur ver- ið boðið upp yfir 200, á einu ári. Verð a bílunum er mjög misjafnt, en Agnar Ólafsson hjá Sölunefnd inni skýrði blaðinu svo frá, að yfirleitt færu bílar þarna á 20 — 30 prósent minna en markaðs- verði, sem meðal annars stafar af þvf að sölunefndin krefst svo að segja alls kaupsverðs með staðgreiðslu. I Hæsta verð, sem bíll hefur selzt á er 225 þúsund. Það var fyrir tveim árum og var um að ræða Mercury bíl. Lægst fer verðíð niður í 1000—1500 krónur og þá eru bfiarnir ekki orðnir mikils virði. Fer verð á bílum i sölu- nefndinni fremur Iækkandi. Á myndinni efst sjást menn ganga um og skoða bílana í Rauð arárportinu. Kom þarna mikill fjöldi manna, þó að hvergi nærri allir gerðu tilboð. Á vinstri myndinni í miðju er einn sextán ára að skrifa tilboð. Hann sagðist ætla að gera bílinn upp i vetur ef hann fengi hann. Á myndinni til hægri í miðju velta tveir fyrir sér mótornum í linum bílnum. Neðst til vinstri er mynd, sem tekin var þegar tilboðin voru opnuð á skrifstofu sölunefndar- innar seinna um daginn. Voru þar samankomnir 40 — 50 menn til að hlusta á. Við borðið sitja þeir Örn Guðmundsson og Agn- ar Ólafsson og opna tilboðin. — Alls bárust um 500 tiiboð. Neðst til hægri sést einn skraut lega úlpuklæddur virða fyrir sér mótorinn f Fordinum. am ' <. v'.. , v ' 'V' <"•. ' ð ■ 'í' SsíSÍÉM*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.