Vísir - 23.11.1962, Page 2

Vísir - 23.11.1962, Page 2
2 i V1SIR . Föstudagur 23. nóvember 1962. Tveir ungir Þróttarar sýna knattspyrnuspil, en slík spil eru meðal vinninga í happdrætti félagsins og eru mjög skemmtileg. „LífsnauBsyn samastað" — segir Jón Ásgeirsson, ný- kjörinn formaður Þróttar Fram og Vikingur með fíest stig „Við verðum að horfast í augu við staðreyndirnar“, sagði Jón Ásgeirsson ný- kjörinn formaður Þróttar að afloknum aðalfundi félagsins í Glaumbæ á sunnudag. „VIÐ VERÐUM að eignast okkar eigið félagssvæði með heimili fyrir félagana. Það er mesta furða hve vel hefur gengið að reka félagsstarf semina í suðvesturbænum algerlega án valla eða að- stöðu til eðlilegs starfs“. Þróttur er nú orðið 13 ára, var stofnað i ágúst 1949, að mestu af kornungum mönnum, en undir for- ýstu Halldórs Sigurðssonar, fisk- sala og hins góðkunna sundkappa Eyjólfs Jónssonar. Óx félagið hröðum skrefum fyrstu árin og varð brátt viðurkennt meðal hinna fjögurra félaga, sem þegar voru setzt að I Reykjavík. Siðustu árin hefur hins vegar orðið stöðnun á félagsstarfseminni, sem var um ára skeið með miklum blóma og til fyrirmyndar. Stafar þetta af missi skála félagsins sem var við Ægissíðu, en þar fóru fram margs konar skemmtanir meðan hans naut við. Jón tjáði okkur að nú lægi fyrir borgarráði umsókn um land fyrir starfsemi félagsins, en í austur- hverfum borgarinnar er víða eng- in aðstaða fyrir unglinga að stunda íþróttir. Flokkar Þróttar náðu ekki góðum árangri í sumar, enda ekki úr miklu að velja í þeim hverfum sem Þróttur hefur ítök í. Högunum, Grímsstaðarholti og Skerjafirði. Meistaraflokkur fékk beztu útkomuna en aðrir flokkar voru miður. Fjárhagur félagsins eftir starfs- árið er allgóður sem stafar af góðri vinnu forráðamanna við fjár- að fá öflun. Félagið stóð fyrir BINGÓ- skemmtunum, seldi úr tjöldum á 17. júní, happdrætti var sett á stofn og hlutayelta haldin. Hagn- aður umfram skuldir varð rúmar 30.000 krónur. Á árinu komu danskir knatt- spyrnudrengir frá HOLBÆK i heimsókn til Þróttar og dvöldu þeir hér í hálfan mánuð við bezta Fram óg Víkingur eru jöfn að stigum yfir alla flokka í Reykja- víkurmótinu í handknattleik eftir atlæti. Á aðalfundinum voru lagð- ar fram blaðaúrklippur frá Hol- bæk, jsar sem sagt er frá ferðinni af blaðamanni, sem ferðaðist með drengjunum, og er það safn eigi Iítið. Þróttarar ferðuðust sjálfir til Siglufjarðar með meistara- og 4. flokk knattspyrnumanna og í haust fóru piltarnir til Skotlands og kepptu þar tvo leiki. Einn sigur vannst í knattspyrnu- móti á árinu. Þróttur vann innan- hússmót KSl, sem haldið var I til- efni af afmæli sambandsins i fe- brúar s.l. ♦ Handknattleikur Þróttar var með meiri blóma á árinu og vann Þrótt- ur m. a. alla andstæðinga sína I 2. deild og fluttist því upp í 1. deild. Einnig hlutu Þróttarar tvo Reykjavíkurmeistaratitla á síðasta móti, unnu 1. og 2, flokk karla. ♦ í stjórn fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Jón Ásgeirsson, for- maður, Þórður Ásgeirsson, form. handknattleiksnefndar, Jón Magn- ússon, form. Unglingaráðs, Guð- jón Oddsson, Óskar Pétursson, Börge Jónsson og Jón Björgvins- son. Til vara: Axel Axelsson og Jens Karlsson. 60 leiki af þeim 98 sem leiknir verða. Hafa bæði félögin 27 stig, en Víkingur hefur leikið 3 leikjum fleira en Fram. Þriðja er KR með 19 stig í 19 leikjum. í hinum ýmsu flokkum er nú þannig um að litast: Mfl. kvenna: Aðeins 3 lið sendu lið, Ármann, Valur og Víkingur. Ármann er Reykjavíkurmeistari 1961, en Valur I’slandsmeistari í ár. Einn leikur hefur farið fram. Ármann vann Víking 5:3. Senni- legt er að leikur Vals og Ármanns 8. des. verði hreinn úrslitaleikur, en leikur Vals við Víking er vitan- lega ekki unninn fyrirfram og aldrei að vita nema hinum efni- Iegu stúlkum úr Víking takist að sigra. 2. fl. kvenna: Úrslitabarátta verður milli Víkings og Ármanns sem bæði eru taplaus. Verður sá leikur n. k. fimmtudag. Mjög jöfn barátta er I B-flokki 2. flokks, mjög vanaleg úrslit 1:1, 2:2 o. s. frv. Fram og Vikingur munu þarna lenda I úrslitum sem verða 8. des. Mfl. karla: Fram, Evrópubikar- liðið, er yfirleitt talið nokkuð ör- uggur sigurvegari í mótinu, en á eftir að leika við Þrótt og Víking, en varla verða þau lið til að „nappa“ stigum frá liðinu. Öll önn- ur lið hafa tapað a. m. k. einum Ieik. 1. flokkur k.: Mest spennandi flokkurinn í mótinu. Aðeins eru eftir 6 leikir, en allir hafa áhrif á hver hreppir sigurinn. Líklega verður leikur KR og Ármanns um helgina úrslitaleikur mótsins, þó geta ÍR og Víkingur komið 1 veg fyrir að svo verði að þessi lið sigri. 2. flokkur k.: Keppt er í tveim riðlum og hefur Vikingur þegar tryggt sér sigur i öðrum, en í hin- um er keppni mjög jöfn en KR mun þar keppa við Val um sigur- inn í riðlinum. I B flokknum eru aðeins 3 félög, Víkingur, Fram og Valur. Einn leikur hefur farið fram og vann Víkingur Val, en ekki er gott að spá um úrslitin. 3. flokkur k.: Þar er einnig riðlaskipting og hefur dregizt svo ólánlega að 3 sterkustu liðin eru saman I riðli, Valur, KR og Fram. Með sigri KR gegn Ármanni I þessum flokki og Valssigri gegn Fram verða 3 lið jöfn að stigum, en Fram aftur á móti þarf aðeins að vinna Val til að fara í úrslit gegn sigurvegurum hins riðilsins, sennilega Vikingi. I B flokknum er Fram í efsta sæti með 6 stig eftir 3 leiki, en líklega verður leikur KR og Fram á fimmtudag- inn nokkurs konar úrslitaleikur. Gamla \ bílasalan hefir alltaf til sölu mikið úrval af nýjum og eldri bílum, af öllum stærðum og gerðum og oft litlar ^em engar útborganir. Gamla bílasalan v/Rauðará Skúlagötu 55 Sími 15812. Flytur ÞRÓTTUR í austurhverfin ? Forráðamenn Þróttar skýrðu blaðamönnum í gær frá að félagið hefðl lagt inn umsókn hjá borgarráði um lóð fyrir starfssemi sína viö Njörvasund í Reykjavík, en undanfarna mánuði hafa viðræður farið fram um þessi mál við þá aðila sem um þessi mál fjalla, m. a. Geir Hallgrimsson, borgarstjóra, Gísla Halldórsson, forseta ÍSÍ, Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa, Aðalstein Richter, skipu- lagsstjóra og Jónas Jónsson, fræðslufulltrúa, og hafa allir þessir aðilar sýnt málefninu mikinn áhuga og skilning. Vcrður ekki annað sagt en að full nauðsyn sé á félagi einmitt á þessum stað í bænum, þar eð börn og unglingar í Vogum, Klepps holti, Heimum og Laugarási eiga mjög langt að sækja æfingar íþróttafélaganna, nema helzt á veturna á Hálogalandi og óskuni við Þrótti hins bezta gengis í þessu svo mjög aðkallandi fram- faramáli sinu. Söluverðlaun fyrir mestu sölu: Brezkt leikfang, Junkers- sprengjú- flugvél eins og nazistar notuðu á stríðsárunum, útbúna með einum hreyfli sem gengur fyrir benzíni og er flugvélinni stjórnað með sérstök- um stjórntækjum meðan hún flýgur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.