Vísir - 28.11.1962, Síða 2
2
V í S IR . Miðvikudagur 28. nóvember 1962.
#2*
/7 V _________
^ T~
\/j
r* T
v/y////m//////////M//////ÆM^
JÍ3^.
vann leikinn en
KFR hirðir stigin
Hið efnilega en ólöglega lið KR vann
sigur yfir KFR 73:57 en fær ekki
stigin „fyrir æsku sukir##
Hið kornunga
KR-liðið er staðnað um of og
mætti „skipta um blóð" í liðinu.
Of fáir leikmanna eru „einir á vell-
inum“ og hugsa ekki eða vart um
samleik, en aðeins einn Ijós punkt-
ur var í liðinu þetta kvöld, Einar
Matthíasson, sem skoraði 22 stig
á sinn rólega og örugga hátt, og
var stighæsti maður kvöldsins.
Stlghæstir KR-inga voru þeir Ein
ar Bollason og Krlstinn Stefáns-
son með 18 stig, en Guttormur Ól-
Þeir sigruðu í
1. flokki
Myndin sýnir sigurvegara
Ármenninga í 1. flokki á Hand-
knattleiksmóti Reykjavíkur. —
Aftari röð frá vinstri: Kristinn
Karlsson, 'Sigurjón Ingvarsson,
Ingvar Sigurbjörnsson, Ást-
bjöm Egilsson, Bergur Jóns-
son. Fremri röð frá vinstri:
Gunnar Jónsson, Haukur Sig-
hvatsson, Stefán Gunnarsson.
Ármenningar unnu 3 leikja
sinna en gerðu jafntefii við
KR og Víking.
afsson var með 17 stig og yngri
bróðir hans Þorsteinn með 14.
í 4. flokki vann ÍR Ármann með
22:6, en í 2. flokki vann Ármann
hins vegar með 29:25 og var sá
leikur mjög spennandi og skemmti-
legur. — jbp —
Sundmót Ægis í Sundhöll
Reykjavíkur kl. 8.30 í kvöld.
Keppt í 10 spennandi sund-
greinum, með þátttöku alira
okkar beztu sundmanna og
kvenna.
körfu-
lék sér
í körfu-
í gær-
knattleikslið KR
hreinlega að KFR
knattleiksmótinu
kvöldi að Hálogalandi.
Fyrri hluti síðari hálfleiks
var mjög vel leikinn af KR-
ingum og sýndi liðið ein-
hver beztu tilþrif í mótinu.
KR-liðið hrósar þó ekki
sigri í leiknum, — liðið er
dæmt í neðsta sæti móts-
ins, — allir leikmennirnir
eru „undir aldri“ — þ. e. í
2. flokki, og vinni liðið leik
eins og nú varð raunin,
tapast hann allavega á
kæru og má búast við
henni frá KFR.
Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi
var heldur jafn en það sem brá
fyrir af góðum leik var allt frá
hinum ungu KR-ingum. í hálfleik
var staðan 26:25 fyrir KR.
I byrjun síðari hálfleiks byrjaði
síðan „ballið“. KR-ingarnir sækja
hvað eftir annað og hörkuskotin
eru aðdáánlega nákvæm, oft eftir
mjög glæsilegan leik. Stöðunni er
á skömmum tíma breytt Ur 26:25
í- tölur eins og 41:28 fyrir KR,
45:30 og 57:34 og enn munaði 23
stigum í liðunum í 63:40.
Síðari hluta hálfleiksins var eins
og drægi heldur niður i piltunum,
ekki sízt eftir að harðir leikmenn
eins og Marinó og Ingi komu inn
aftur. Sigri KR í þessum leik var
þó ekki neitað enda aðeins fáar
mínútur til leiksloka og lokatalan
73:57 gefur ágæta hugmynd um
leikinn.
KR-liðið lék mjög vel. Beztu menn
voru þeir Þorsteinn, Guttormur og
Kristinn, en Einar Bollason átti
einnig ágætan leik, en mætti oft
vera gæddur meiri snerpu. Er ekki
nokkur vafi á að lið KR-inga á eftir
að láta að sér kveða í framtíðinni.
Reynir til Akureyrar
Akureyrlngar ætla heldur ekki
að brenna sig á því sama og i sum-
ar. íþróttaráð Akureyrar hefur
lagt til vlð bæjarráð að malarvöli-
ur verðl útbúinn norður af Gefj-
unarverksmiðjunni á Gleráreyr-
um. Mundi slikur völlur koma í
veg fyrir að knattspymumenn
Akureyrar kæmu æfðir til fyrstu
leikja sinna f Islandsmótinu, eins
og varð í sumar, en þá fengu þeir
aidrei veruleg afnot af völlum en
urðu að notast við þýft tún fyrir
utan bæinn. Mundi völlur þessi
því koma að r.ijög góðum notum.
Akureyringar munu þegar hafa
ráðið Reyni Karlsson til sín sem
þjálfara þó ekki muni hafa verið
frá samningum gengið. Má vænta
mikils af liði þeirra.
Oli B. til Vestnwnnaeyja?
Hinir fljótu og skoí-
hörðu Vestmannaeyingar
eru staðráðnir í að sigra í
Sundþing mótmælti bygg-
ingu styttri en 25 m. lauga
Ársþing Sundsambands íslands
var haldið í Hveragerði 19. maí
sl. Þingið setti form. SSl Erling-
ur Pálsson, tilnefndi hann sem
þingforseta Benedikt G. Waage,
forseta lSl og til vara Þóri Þor-
geirsson, íþróttakennara Lauga-
vatni. Þingið sátu 13 fulltrúar frá
sundráðum og héraðssamböndum
auk gesta, en meðal þeirra var
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi.
Erlingur flutti skýrslu fráfarandi
stjórnar, gat hann þess m.a. að
keppendur hefðu verið sendir á
Sundmeistaramót Norðurlanda sl.
ár og unnið væri að þátttöku af
íslands hálfu í Evrópumeistaramót
inu í sundi sem haldið yrði í Leipz
ig, hefðu lágmarkstímar verið sett-
ir og landsþjálfari skipaður Jónas
Halldórsson. Nýjar sundknattleiks
reglur voru gefnar út á árinu og
verið væri að ljúka við að semja
nýjar sundreglur. Þá hefði stjórn-
in látið gera merki fyrir samband
ið og væri væntanleg reglugerð um
sundmerki SSÍ. Form. ræddi nokk
uð um væntanl. Norræna sund-
keppni sem fram á að fara næst
ár.
Þórður Guðmundsson, gjaldkeri
SSÍ las upp endurskoðaða reikn-
inga Sundsambandsins, er voru
sarhþykktir athugasemdalaust.
Töluverðar umræður urðu um
skýrslu stjórnarinnar, en þingfull-
trúar voru á einu máli um að gera
veg sundfþróttarinnar sem mestan
þó að menn greindi nokkuð á um
leiðir. Samþ. voru till. frá stjórn-
inni varðandi samþ. meta, en bætt
var inn í metaskrána þrem vega-
lengdum, 200 og 400 m einstakl.
fjórsundi og 4x100 m flugsundi, og
að framvegis verði keppt í 200 m
einstaklings fjórsundi, karla og
kvenna á Sundmeistaramóti ís-
lands.
Þorsteinn Einarsson, íþróttafull-
trúi ræddi nokkuð um hin athyglis
Frar-'- ild á bls. 10
2. deildar keppninni næsta
ár. Til þess að svo megi
verða, hafa þeir nú þegar
hafið leit að góðum þjálf-
ara og hafa einkum rætt
við hinn góðkunna þjálfara
Vals, Óla B. Jónsson, en
viðræðurnar eru þó á frum
stigi.
„Boð þeirra er freistandi," sagði
Óli okkur í gærkvöldi, „en því
miður er ég mjög bundinn hér í
Reykjavík þar eð hér er ég í
föstu starfi hjá Olíufélaginu og erf-
itt að setjast að utan heimaborg-
ar sinnar með svo stuttum fyrir-
vara. Á hinn bóginn er tilboð Vest-
mannaeyinga freistandi, þar eð
leikmenn Vestmannaeyja eru flest-
ir hverjir mjög skemmtilegir og
ætti að vera hægt að gera gott
lið úr úrvali félaganna þar.“
Vestmannaeyingar eru mjög mikl
ir áhugamenn um að koma sér upp
sterku liði og virðist þeim fátt til
foráttu um að svo verði. Bæjar-
stjórn Vestmannaeyja sýnir málum
þessum mikinn skilning og hefur
lofað að styrkja kostnað af þjálf-
ara til helminga móti félögunum.
Vallavandamál er vart til 1 Vest-
mannaeyjum, þar eð þar eru þegar
2 ágætir malarvellir og næsta sum-
ar mun Týr ’íklega taka nýjan gras
völl í notkun við svonefndan Há-
stein, en þar var sáð fyrir 3 ár-
um. Knattspymumenn Eyjaskeggja
hafa eínnig mikinn áhuga og tii
marks um það hafa þeir þegar haf-
ið innanhússæfingar af kappi og
æfa í leikfimisölum skólans.
Vinnan f Vestmannaeyjum, eink-
um á vertíðinni, leggur knattspyrnu
iðkunina að velli, en þá er svo til
hver maður upptekinn og hugsar
aðeins um fisk og meiri fisk. Á
sumrin er mikil vinna, og yngri
flokkarnir geta ekki æft fyrr en
eftir 7 á kvöldin eða á sama tfma
og meistaraflokkur.
Fari svo að Vestmannaeyingar
ráði Óla B. Jónsson til sfn mundi
hann líklega fara eins fljótt og
hann ætti heimangengt og er þá
ekki ósennilegt að knattspyrnufé-
lögin tvö, Þór og Týr, hefji sam-
eiginlegar æfingar undir stjórn Óla.
Er ekki seinna vc:nna, enda sam-
keppni félaganna oft meiri en góðu
hófi hefur gegnt. Er ekki vafi á
að með þjálfun Óla og áhuga Vest-
mannaeyinga mundi skapast gott
og heilsteypt lið, sem mundi kom-
ast langt.