Vísir


Vísir - 28.11.1962, Qupperneq 9

Vísir - 28.11.1962, Qupperneq 9
STROKUHESTURINN SUMARNÓTT Frægustu málverkin jþótt listgagnrýnendur þykist öft vita margt og vera færir um að kveða upp skorinorða dóma, væru þeir settir í erfiða klfpu, ef þeim væri fyrirskipað að kveða upp dóm um það hver væri fremsti listamaður, sem ís- Iand hefði átt, eða hvaða lista- verk væri fegurst og göfugast, sem fslenzkur maður hefði skap- að. Slíkri spurningu er eigi hægt að svara, til þess er orðið list of afstætt og óáþreifanlegt hug- tak og smekkurinn of misjafn. 1 hinni ungu málaralist íslands mynduaugun að vísu beinast að forystu mönnum þremur, Ásgrími, Jóni og Kjarval og máske líka Muggi og Kristínu. Slíkir dómar um listrænt mat eru þó vafasamir. * \ nnarri spumingu er hins veg- * *■ ar auðveldara að svara. — Hvað er frægasta málverk ís- Ienzku þjóðarinnar. Þá er við að styðjast nokkru áþreifanlegri stafi en listrænt mat, þá er hægt að fara að ræða um almennings- álit, láta framkvæma skoðana- könnun. En hér þarf þó enga skoðana- könnun. Það er staðreynd að fjög ur af frægustu máiverkum þjóð- arinnar eru eftir sama manninn, Jón Stefánsson listmálara. Þar með má alls ekki skilja, að Jón Stefánsson verði upphafinn sem listamaður upp yfir alla aðra keppinauta sina. + TVfona Lisa er vafaiaust fræg- asta málverk heims, en þar með er ekki sagt að Leonardo da Vinci hafi verið fremsti mál- ari helmsins. „Ópið“ er hiklaust frægasta mynd Edvards Munchs, en þar með er eigi sagt að hún sé bezta mynd hans frá listrænu sjónarmiði. Með sama hætti er óhætt að segja að þessar fjórar myndir, sem birtast hér á siðunni, séu frægustu málverk islands. Við getum seint skilið til fulls af hverju þær hafa orðjð svo fræg- ar, — það hafa gengið sögur um þær og það hefur verið deilt um þær. Tvær þeirra hafa birzt sem myndir á almanaki, sem var dreift um allt land, ein hefur verið prentuð í málverkaeftir- prentun Helgafells og sett i ramma í nær allar stofur á land- inu, þangað til fólk var farið að fá ofnæmi fyrir henni. Við þekkjum allar þessar mynd ir. — Strokuhestinn, fyrstu mynd Jóns Stefánssonar, sem varð fræg er hann hélt fyrstu sýningu sína f Reykjavík. Svan- irnir fimm, sem íslenzka þjóðin gaf krónprinshjónunum Friðrik og Ingiriði á brúðkaupi þeirra, — Þorgeirsboli, sem mest var rifizt um f menntamálaráði og stillt út höfundi til svfvirðu f Aðalstræti og loks Lómarnir tveir við Þjórsá. + JXöfundur þessara mynda var x að deyja fyrir nokkrum dög- um, en þó virðist það fjarri Iagi að hann sé dáinn. Myndlistar- menn lifa betur en aðrir lista- menn f verkum sínum. Almenn- ingur þekkti ekki Jón Stefáns- son sjálfan með sama hætti og hann þekkir Kjarval. Fólk vissi ekki hvernig hann leit út, þekkti hann ekki úti á götu. Menn höfðu óljósa hugmynd um að hann bjó niðri á Bergstaðastræti i sama húsi og Ásgrímur eða að hann dvaldist lahgdvölum f Kaup- mannahöfn. Sjálfur gerði hann ekkert til að auglýsa sig eða skapa sér frægð. — Það er engin eign f mér, sagði hann einu sinni. Og hann hafði engan sérstakan áhuga á að selja málverkin. Var alltaf tregur að láta þau af hendi, nema ef einhver kom, sem hon- um geðjaðist að persónulega, þá vildi hann sjálfur lækka verðið, ef málverkið hans fengi fóstur hjá þessum vinum hans. * Gkarpur og slægvitur listgagn- rýnandi gæti sennilega hald- ið því fram að tækni Jóns Stef- ánssonar væri klunnaleg, lltameð ferðin stirð, hlutir og dýr óeðli- Iegt f natúralisma sfnum. Samt hafði hann eitthvað til að bera, sem gerir málverk hans sér- stæð og stórbrotin listaverk, eitthvað sem íslenzka þjóð- in kunni að meta, var það e. t. v. að hann rímaði málverk sín, byggði form þeirra upp með meiri nákvæmni en nokkur ann- ar, lét aldrei fyrstu tilraunina duga, heldur leitaði stöðugt dýpra og dýpra unz hann var kominn lengst niður í sál fs- lenzkrar náttúru og þjóðar. ÞORGEIRSBOLI SVANIR í.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.