Vísir - 17.12.1962, Síða 1
VISIR
Mánudagur 17. desember 1962
BLAÐ II
Með meistara viðtalsins
\7"erk blaðamannanna er eitt
’ forgengilegasta verk verald-
ar. Það sem þeir skrá í dag er
notað i umbúðir utan um fisk á
morgun. Þeir eru ljósmyndarar
augnabliksins sem hverfur.
Þeir njóta sjaldnast þess heiðurs
að skrá söguna í öðru en slíkum
andartaksmyndum. Þeirra frá-
sögn kemur of fljótt fyrir almenn
ingssjónir til þess að geta kallast
saga. Þeir hafa tímann á móti
sér.
En þrátt fyrir það er starf
blaðamannsins langt frá því að
vera fánýtt. Hann hefir tekið á
sínar herðar að miklu leyti hið
gamla starf annálaritarans og
hins opinbera boðunarmanns
frétta og stjórnarvaldstilkynn-
inga, sem reikaði um stræti
borga fyrr á tímum. Blaðamennsk
an þykir nú ómissandi ívaf þjóð-
félagsins. Fyrir tilstilli hennar
fregna borgararnir hver af öðr-
um, af hvers annars giörðum og
hugsunum. Fyrir vikið hafa menn
eitthvað til þess að tala um,
hugsa um og deila um. Og mikið
óskaplega væri lífið leiðinlegra
án biaðanna! Undir það munu
víst flestir geta tekið.
En þótt fæstum þeirra rit-
smíða, sem. í blöðum birtast, sé
af hálfu höfundar hugað langra
lífdaga fer það nú samt svo, að
sumar þeirra verða langlífari en
aðrar. Með aldrinum fer með
þær að hætti annarra góðmálma
að þær verða slegnar þeirri pat-
ínu, sem gerir frumsmíðina enn
merkilegri en hún var í fyrstu.
Oft eru þetta samantekningar,
sem blaðamaðurinn hefir sízt
ætlað langra lífdaga, kannski
sett saman á örskotsstund, leift-
ur sem brugðið er upp í skynd-
ingu. En svo fer það þannig að
þessi samantekning verður líf-
seigari en margar þeirra greina,
sem ódauðleikinn er fyrirfram
ætlaður.
Tjannig er því varið með mörg
viðtöl Valtýs Stefánssonar.
Þau setti hann saman mitt í önn
dagsins, þegar tóm gafst frá um-
svifamiklum ritstjórnarstörfum
við stærsta dagblað landsins. Því
var þannig háttað iengi eftir að
Valtýr tók við ritstjórn Morgun-
blaðsins, ásamt vini sínum Jóni
Kjartanssyni, að ritstjórarnir
urðu að gera margt það, sem nú
er talið verk yngstu blaðamann-
anna. Starfsliðið var sárafátt og
vinnudagurinn oft frá því fyrir
hádegi fram á óttu næsta dags.
En Valtýr var hin mesta ham-
hleypa við vinnu. Um hann má
segja fiestum mönnum fremur
að hann hefir ekkert látið sér ó-
viðkomandi, að minnsta kosti
ekkert, sem verða mætti blaði
hans til virðingar og framgangs.
í starfi sínu kynntist Valtýr
miklum fjölda manna og er hann
hóf að rita viðtöl, nokkrum ár-
um eftir að hann tók við ritstjórn
Morgunblaðsins, átti hann mik-
inn sjóð persónulegra kynna og
vináttu, er hann gat óspart af
tekið. Má sjá þess glöggan vott
í mörgum viðtalanna.
Við þetta bættist að þekking
hans á íslenzku atvinnulífi er ó-
venjuleg og ótaldar eru þær
blaðagreinar, sem hann hefir rit-
að um verklegar framfarir og
nýjungar á sviði atvinnulífsins,
ekki hvað sízt á sviði landbúnað-
arins, sem hefir jafnan verið
honum hvað hugleiknastur. Þeg-
ar ritað er, eða spjallað, um við-
töl Valtýs og ritstörf hans öll er
óhjákvæmilegt að þetta komi í
hugann vegna þess að slík þekk-
ing er undirstaða góðrar blaða-
mennsku.
En þekkingin er hér ekki ein-
hlít fremur en endranær. Þar
verður annað og meira að koma
til. Næmur skilningur blaða-
mannsins á þvi efni, er hann
vinnur úr: hugrenningum og frá-
sögn þess, sem hann talar við.
Og smekkvísi í vali þeirra kafla
sem á prenti birtast. Það er
þessi eigind, sem ósjaldan skilur
á milli þess viðtals, sem lengi er
munað og hins, sem hverfur úr
minni skömmu eftir að prent-
svertan hefir þornað á blaði.
\/riðtaIsbækur Valtýs eru nú
’ orðnar fimm talsins ásamt
þeirri, sem nýlega er komin fyr-
ir almenningssjónir og ber heitið:
Með Valtý Stefánssyni. Hafa þær
allar að geyma viðtöl, er Valtýr
ritaði í Lesbók Morgunblaðsins
eða blaðið sjálft, flest á árunum
fyrir stríð. Viðtölin í hinni nýju
bók hans bera, eins og hin fyrri,
það með sér að þau eru rituð
fyrir dagblað á nokkuð löngum
tíma. Þau eru þverskurður af
safni sérstæðra og eftirminni-
legra persóna, sem fæstar eiga
annað sameiginlegt en það að
hafa birzt á prenti í Morgun-
blaðinu í viðtalsbúningi Valtýs.
Þar er víða leitað til fanga.
Sigurður Magnússon yfirlæknir
segir frá árdegi berklavarna á ís-
landi, Emil Nielsen frá þáetti sín-
um í siglingarsögu íslendinga,
Gnðmundur Ásbjörnsson frá
uppvexti sínum og manndómsár-
um, Haraldur Böðvarsson rabbar
um uppbyggingu útgerðar sinnar,
nafni hans Björnsson segir frá
sinni þyrnumstráðu og rósum
prýddu listamannabraut og svo
mætti lengi telja. Og bókinni
lýkur á viðtali við þann yngsta
Þórunni Jóhannsdóttur og föður
hennar, er þau feðgin komu hing-
að í heimsókn árið 1950.
T öllum viðtöiunum er dregin
upp á framúrskarandi látlaus-
an og hógværan hátt mynd af
Valtýr Stefánsson.
ekki nærri alltaf vegna þess að
maðurinn sé svo merkilegur eða
það sé klár alheimsspeki, sem
Valtýr hefir eftir honum. Óbrotið
alþýðufólk skipar hér fremsta
bekk, ekki síður en verslegir og
geistlegir höfðingjar.
Hér held ég að komið sé að
galdrinum í viðtölum Valtýs
Stefánssonar. Honum hefir alltaf
tekizt að kynna þá, sem hann
ræddi við, fyrir lesendum á þann
hátt að það skapaði velvild, á-
huga og sannfæringu um að hér
væru sérstæðir hlutir á ferð-
inni. Og þessa hugmynd fær
lesandinn fyrst og fremst vegna
viðtöl og átti sjálfur kost á því
að fylgjast með því hvernig við-
talið varð til. Spumingar hans,
sem jafnan voru bornar fram af
þeirri einstöku ljúfmennsku sem
honum er eiginleg, hnigu jafnan
að kjarna málsins. Otúrdúrar og
vafningar voru honum á móti
skapi og hann átti mjög auðvelt
með á skammri stundu að afla
þeirra staðreynda og upplýsinga,
sem beinagrind viðtalsins skóp.
En ég hafði það alltaf á tilfinn-
ingunni að þetta væri í rauninni
ekki aðalatriðið. Allan tímann,
sem hann spurði og spjallaði við
þann, sem við höfðum heimsótt,
C EF77R GUNNAR G. SCHRAM
\
J
þeim, sem við er talað, athöfnum
hans lífi og minningum. Það er
mynd, sem er ljóslifandi, þótt
hún sé oft stutt, svo lifandi að
lesandanum þykir sem hann hafi
sjálfur haft persónuleg kynni af
þeim, sem Valtýr ræðir við. Það
er eins og maður heyri þann, sem
við er rætt mæla sjálfan af
munni fram. Þetta er eiginleiki,
sem aðeins fáum er gefinn: að
bregða upp í stuttu og einföldu
máli svo skarpri mynd að hún
grópist djúpt í minni. Og það er
þess að Valtýr sjálfur fer ekki
dult með það að hann telur það
fólk, sem hann fann að máii,
ævi þess, störf og skoðanir
merkilegt í sjálfu sér og það al-
veg án tiliits til auðs eða mann-
virðinga. Honum er ijóst að
mennirnir eru misjafnlega gerðir,
en líka það að allar sálir eru ein-
hvers virði.
Tjau ár sem ég starfaði á
Morgunblaðinu fór ég alloft
með Valtý sem skrifari hans í
var sem hann hugleiddi með sjálf
um sér hver maðurinn væri að
baki orðunum, hver væri per-
sónuleiki hans, viðhorf og lífs-
reynsla, sem ekki yrði í máli
tjáð þann skamma tfma, sem
viðdvölin varði.
Það hvarflaði stundum að mér
að enn hefði hann ekki með öllu
misst þá skyggnigáfu, sem hann
átti svo ríka í æsku heima í föð-
urgarði á Möðruvöllum, en vildi
nú sem minnst úr gera.
Svo héldum við heim, oftast
upp á Laufásveg, og þar las
Valtýr viðtalið einatt fyrir, gekk
um gólf f suðurherberginu og
rýndi í punkta sína, sem ekki
voru alltaf sem læsilegastir. Þar
var engum rembi eða stertistíl
beitt, sem svo marga góða fs-
lenzka literata einkennir. Málið
rann hljótt, einfalt og lipurt, eins
og það er talað.
Og þannig var viðtalið lesið
daginn eftir f Morgunblaðinu.
k fyrstu sextfu síðunum f
þessari sfðustu bók Valtýs
er hlutverkum skipt. Meistari
viðtalsins situr ekki Jengur í stól
spyrilsins. 1 stað þess að spyrja
svarar hann. Hér segir Valtýr
frá æsku sinni og uppvexti norð-
ur á Möðruvöllum f Hörgárdal.
þar sem hann ólst upp á einu
mesta menningarheimili alda-
skiptanna. Þar er fjallað um föð-
urinn, Stefán skólameistara,
móðurina, Steinunni, afann, Stef-
án f Gönguskörðum, Ólaf Davíðs-
son, Ólöfu á Hlöðum, Hjaltalfn
skólameistara og margt annað
nafntogað merkisfólk. Hér stend-
ur það á sjóndeildarhringi spur-
uls drenghnokka, sem heldur þá
þegar sína einkadagbók um fólk-
ið og veröldina og veit að innan
skamms mun heimurinn utan
Möðruvalla ljúka upp gáttum
sfnum. Sfðan kemur skólasagan,
Hafnarferð tólf ára gamall, og
skólaganga í Borgarskólanum.
Og sfðan stúdentspróf, búvísinda
nám, hjónaband, heimferð og
starf að ræktun íslenzkrar mold-
ar.
Og loks Morgunblaðið, liðlega
þrftugur að aldri. Upp frá þvf
hefir það átt hug hans allan.
Ég hygg að í engu sé ofmælt
þótt sagt sé að þar hafi Valtýr
unnið þrekvirki, sem fáir hefðu
leikið eftir — að gera Morgun-
blaðið að stærsta blaði þjóðar-
innar, svo stóru að undrum sætir
hjá svo fámennri þjóð, og jafn-
framt að vandaðasta dagblaði
landsins. Til þess hefur þurft
mikla gáfu og einstæðan dugnað.
Sá sigur er engum manni dýr-
mætari en Valtý, en hann hefir
líka reynzt honum sjálfum dýr.
Matthias Jóhannessen skráir
þetta langa viðtal og ég vona að
hann taki það ekki illa upp þótt
ég segi, að hann sé verðugur
lærisveinn galdramannsins.
'É’g vildi Ijúka þessu spjalli með
því að vitna f það, sem Val-
týr sjálfur segir um sig og blaða-
mennskuna í þessu forspjallsvið-
tali. Mér finnst það svo ein-
kennandi fyrir sjálfan hann og
oftar en einu sinni hefi ég heyrt
hann spjalla í sama dúr. Hann
segir:
Ekkert er mér ljúfara umræðu-
efni en blaðamennskan, því hún
hefir verið líf mitt og starf og
henni á ég margt að þakka. Ég
held að ég hafi verið á réttri
hillu í lífinu og kannski þeirri
einu hillu, sem um var að ræða.
Það er hamingjusamur maður
sem þannig talar.