Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 17. desember 196. 2; Vanmáttur ein staklingsins Jökull Jakobsson: Næturheim sókn, smásögur, 87 bls. Smá- bækur Menningarsjóðs — 11. bók. Menningarsjóður 1962. Verð kr. 123.60. Tjað mun vera almennt álit út- gefenda að erfitt sé að gefa út smásögur. Verður að telja það miður farið því smásagan býr yfir sérstæðum töfrum. Hún krefst mikillar ögunar í orðum og lýsingum en spannar þó oft stærri vef en lengstu skáldsögur. Hún geymir þá fornu dyggð rit- aðs máls að segja sem mest í sem fæstum orðum. Þessi dyggð er nú því miður á miklu undan- haldi í heimi nútímamannsins vegna þess að hún krefst hugs- unar bæði af höfundi og les- anda. Og nútímamaður sem hugs ar hlýtur að vera eitthvað bilað- ur. Og því miður elta útgefend- ur þessa forheimskun hröðum skrefum. Þróunin í útgáfunni virðist því miður vera æ skraut- legra band utan um æ ómerki- legra efni. Gegn öllu þessu haml ar sá bókaflokkur sem hér er get ið að framan, Smábækur Menn- ingarsjóðs, sem gefur út góðar bókmenntir en hugsar minna um útlit, það er skrautlaust og ein- falt. Hins vegar mættu bókasafn arar gefa að því gaum að bæk- urnar eru gefnar út í einhverju minnsta upplagi sem hér þekk- ist af öðru en ljóðabókum enda fer að verða erfitt að eignast flokkinn allan. Tökull Jakobsson kom ungur " fram sem rithöfundur, líklega of ungur. Það er skoðun margra að góða skáldsögu skrifi menn tæpast undir þrítugu. Aftur á móti hefur JökullJakobsson þeg- ar skrifað fjórar skáldsögur og er þó enn ekki búinn að ná skáld sagnaaldrinum. Auk skáldsagn- anna hefur hann sent frá sér tvö leikrit, hið síðara Hart í bak er nú sýnt ~í Iðnó og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Skáld- sögur Jökuls hafa geymt góða spretti en einna helzt hefur skort þar á ögun í vinnubrögðum, virð ist sem þar hafi vantað fágun og vandvirkni. í síðasta leikritinu var þessu öfugt farið. Þar sýndi höfundur einmitt mikla vand- virkni og alúð við verk sitt sem m. a. kom fram í því að hann mun hafa verið á öllum æfingum á leikritinu og er það fátítt meðal íslenzkra höfunda því miður. Árangurinn lét ekki heldur standa á sér því Hart í bak er bezta verk Jökuls Jakobssonar til þessa. Og það er greinilegt að honum lætur betur hið þrönga svið Ieikritsins en víðátta og frjálsræði sögunnar. Og þar er kannski að finna 'kýringuna hvers vegna Jökull skrifar betri smásögur en skáldsögur. Smá- sagan er nefnilega í ýmsu lík leikritinu. Einkum í því að hvort tveggja afmarkar höfundi tak- markað athafnasvæði, þrengir að honum á alla vegu og knýr hann til að vanda sig. Það er þessi ögun formsins sem virðist vera Jökli nauðsynleg, að minnsta kosti vex hann af henni. Og það gefur til kynna framtíðarmögu- leika Jökuls því allir vissu þegar í upphafi að hann hafði ýmislegt til brunns að bera þó nokkuð 'korti á um vinnubrögð. Iþetta fyrsta smásagnasafn Jök- uls hefur að geyma sex sög- hafa orðið til á alllöng- um tíma, sú elzta er frá 1955, ein saga frá 1958 en hinar 4 frá árinu 1960 og er þeim raðað í bókina eftir tímaröð. Það vekur strax athygli f fyrstu sögunni Skip koma aldrei aftur hvað Jök ull hefur snemma náð tökum á smásöguforminu. Þetta er að vísu að sumu leyti Iakasta sagan vegna ósamræmis í lýsingum og hátíðleika í samræðum. Hér er tæpast fólk að ræða saman held- ur miklu fremur tvær véfréttir að opinbera speki. Að öðru leyti er sagan með beztu sögum í bók inni og ber margt til. Sagan er raunsæ að því leyti að hún ger- ist á jafnlöngum tíma og verið er að Iesa hana, eða þar um bil. Hún hefur skýrt afmarkaða um- gerð, herbergi, en veitir sýn út í umheiminn með skipsblæstrin- um auk þess sem drykkjurútur- inn fellur einkennilega inn í frá- sögnina, næstum eins og fyrir- boði — verður pilturinn þannig rekald á öldum hversdagsleik- ans. Hann bíður ytri ósigur — gugnar á að rífa sig upp og fara. Hann er þegar fjötraður stúlk- unni um aldur og ævi án þess hann geri sér það Ijóst fyrr en í lokin. Cagan Jafnvægi í byggð iands- ins er miklu lausari I allri gerð og of löng en mjög skýr og lifandi mannlýsing. Stíllinn á sög unni er hér sjálfum sér sam- kvæmari en í sögunni á undan enda 3 ár á milli þeirra. Hlut- föllin milli nútímans og fortíðar- innar eru tæpast rétt, Iopinn er teygður um of á lýsingum á fyrra lífi salernisvarðarins. Þetta hefði ef til vill mátt leysa með sneggri myndum án þess að beina sögu- sviðinu nokkru sinni beinlínis út úr salerninu sem er hin eðlilega umgerð sögunnar. Um leið og stíllinn á sögunni er samfelldari kemur einnig fram það einkenni á stíl Jökuls að beita endurtekn- ingum sem er erfitt en skemmti- legt þegar vel tekst til og Jökull beitir þessari tækni af leikni. End ir sögunnar er napur og kaldhæð inn og sýnir vanmátt einstakl- ingsins gagnvart hversdagsleik- Tþær fjórar sögur sem eftir eru i bókinni eru allar skrifaðar á hálfu ári og þvi eðlilegt að þær séu samfelldari og myndi nokkra heild. Einkum kemur þetta vel fram í stíl og málfari en ekki eins í gæðum. Farið upp á Skaga er lökust þessara fjögurra sagna. Hún er of löng og þar af leið- andi of orðmörg. Hún uppfyllir sízt allra sagnanna í bókinni þá kröfu sem gera verður til list- rænnar smásögu. Hér er brotið form smásögunnar eins og það kemur fram ( hinum sögunum Sagan er teygð yfir nokkurn tíma og er f rauninni meira í ætt við dagbók en smásögu. Hér vantar bæði ögun í umgerð sög- unnar og framsetningu. Þrátt fyrir margar góðar lýsingar verð ur sagan ekki nein sérstök revnsla fyrir lesandann. Ekkert kemur á óvart, atburðarásin er of hversdagsleg. Jþað er athyglisvert að bera næstu sögu, Herbergi 307, saman við söguna sem síðast var rætt um Bvriendur I smásagna- gerð gætu dregið mikinn lærdóm af slíkum samanburði. 1 báðum sögum er sama viðfangsefni: lít- iimótlegur, hversdagslegur eigin- Staldrað við í tugum landa Jökull Jakobsson maður sem er svikinn af eigin- konu sinni. í þessari sögu er hins vegar allt samanþjappaðra, knappara og hnitmiðaðra. Um- gerðin markar sögunni ákveðinn ramma og út fyrir hann er ekki farið, andartakið sem sagan ger- ist á er látið nægja, forsenduna verður lesandinn að skynja sjálf ur í stað langra útskýringa í sög unni á undan. Fyrir bragðið er þetta miklu betri saga. Mannlýs- ingar eru furðu glöggar.’einkum litli maðurinn. Hver sér ekki fyr- ir sér þennan uppburðarlitla mann, brjóstumkennanlegan og skoplegan því ekkert er 1 raun- inni ámáttlegra en eiginmaður sem ætlar að sækja konu sína inn á herbergi annars manns. Hitt er svo annað mál að maður hefur nokkra tilhneigingu til að hafa samúð með veslings konun- um þótt þær reyni að halda fram hjá svona skelfing lítilfjör- legum eiginmönnum. ^jpvær síðustu sögurnar eru að mörgu leyti ólíklegastar. Revúar Nicolai er vel skrifuð á köflum, einkum fyrsti hlutinn. En kaflinn um prestinn á tæpast heima í sögunni, slítur hana í sundur og brenglar. Presturinn er gerðpr hálf broslegur og öðru hlutverki virðist hann ekki gegna. Aftur á móti lifnar sagan aftur og verður einkennilega á- takanleg undir lokin. Nætur- heimsókn er líklega bezta sagan í bókinni. Hér koma aftur fram beztu eiginleikar hijfundarins, hæfileikar hans til að láta um- hverfi og atburði mynda eina heild. Eftirtektarvert er hvernig Jökli tekst að gera umhverfið Iifandi í sögum sínum þótt því sé Framh. á bls. 31. HNATTFERÐ í MYND OG MÁLI. Með 261 Ijósmynd, þar af 47 heilsíðumyndum í eðlilegum lituin. — íslenzka textann gerði Björn O. Björnsson. — Bókaforlag Odds Björnssonar, Akur- eyri, 1962. Margar fagrar myndabækur hafa verið gefnar út hér á landi á undanförnum árum, sumar prentaðar að öllu leyti hér, aðrar aðeins að sumu leyti, af því að vandasamari prenutn hefir verið unnin erlendis. Hér er á ferðinni ein þeirra bóka, sem unnin er ítveim lönd- um, Myndir allar sem Lókina prýða, eru prentaðar erlendis, í V.-Þýzkalandi, en texti allur hér á landi, í prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri, og þegar litið er á heildarsvip bókarinnar, verður ekki annað sagt, en að báðum aðilum hins ytri búnings hafi tekizt ágætlega. Myndaprent unin er til fyrirmyndar og vafa- laust eins vel unnin og hægt er, og að líkindum væri ekki hægt að vinna bókina að því leyti eins vel hér á landi, þar sem vélar munu vart eins fullkomnar og í Þýzkalandi, en væri kastað til höndunum við frágang annara þátta bókarinnar, mundu þeir skera sig svo úr, að til lýta væri. Hér er því ekki til að dreifa, því að forlagið og prentsmiðjan hafa kostað kapps um að láta ekki hinn íslenzka þátt vinnubragð- anna standa að baki hinum er- Ienda, og um þessa bók má ó- hikað segja, að verkið lofi meist- arana. Bókin er raunar eins og hnatt- ferð flestra, sem ferðast svo víða nú á dögum. Menn fara hratt yfir, staldra aðeins við skamma hrið á hverjum stað, skoða það, sem markverðast er í hverju landi eða talið einkennandi fyrir það, og halda sfðan áfram til næsta áfangastaðar. Byrjað er á heimskaustssvæðum, en síðan haldið til Norðurlanda og um Evrópulönd ýmis, þá suður um Afríku, en þaðan um Austur- lönd til Ástralíu og að endingu til Ameríkulanda. Komið er við í meira en 65 löndum, og myndir birtar frá öll- um viðkomustöðum, litmyndir frá 47 þeirra og þær eru vitanlega perlur bólwrinnar. En minni myndirnar og textinn, sem fylgir hverju landi, sem heimsótt er, veita einnig ærinn fróðleik. Menn geta ekki fengið tæmandi fróð- leik um heiminn eða hvert ein- stakt land, sem á er minnzt í slíkri bók, enda mun enginn til þess ætlazt, en hún bregður upp skýrri mynd af margbreytileik heimsins og þeim töfrum, sem finna má í hverju landi, ef vel er að gáð. Það er til fagurt landslag víð- ar en á íslandi, og það er hægt að taka fagrar litmyndir víðar en hérlendis, þótt oft sé rómað, hvað loftið hér á landi sé tært og vel til þess fallið að ná fögr- um og hreinum litum náttúrunn ar. Byggingar eigum við vitanlega engar á borð við það, sem marg- ar fornar menningarþjóðir hafa reist fyrir öldum, og mörg dæmi slíkra menja er að finna í þessari bók. Framan við efnisyfirlit bókar- innar, er birt vísa sú, sem flest- ir kannast við og hér skal liöfð eftir: Ég er kominn upp á það — allra þakkarverðast — að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Þéssi litla staka á prýðilega við þessa bók, sem margir munu handleika oftar en einu sinni, því að vafalaust munu margir seilast eftir henni og fletta henni, þegar þeir vilja láta sig berast í hugan- um út um heiminn. Sr. Björn O. Björnsson hefir gert texta bókarinnar, þýtt sumt eftir frumútgáfunni en samið ann að, og er hvort tveggja vel af Lw.idi leyst, eins og annað við gerð þessarrar bókar. H. P. LAUGAVE6I 90-92 SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Höfum ávallt á biðlista kaupendur að öllum smærri og stærri teg- undum bifreiða. SALAN ER ÖRUGG HJÁ okkur /55 úrvalsbækurá 19 árum Bókfellsútgáfan h.f. hefur nú starfað í 19 ár og gefið út 155 bækur. Framkvæmdastjóri henn- ar, Birgir Kjaran alþm., ræddi við fréttamenn fyrir helgina og ræddi við þá um útgáfustarfsem- ina, í tilefni af því, að komin er út seinasta bókin hjá fyrirtækinu í ár. Birgir Kjaran rakti nokkuð ^tarfsemina frá upphafi, gat helztu bóka, sem út hafa komið hjá fyrirtækinu, og ræddi bró- unina í útgáfunni, sem hefði ver- ið í þá átt æ meira, að gefa út sem flestar og vandaðastar bæk- ur um íslenzkt efni, ekki sízt um þjóðlegan fróðleik, útgáfu ævi- sagna o. fl. Minntist hann m. a. Birgir Kjaran. á ævisögu Thor Jensen í tveimur bindum, minningabækur Ingólfs læknis og Einars Jónssonar myndhöggvara, ritsafnið Merkir fslendingar, blaðamannabókina, bækurnar Biskupinn í Görðum, Skrifarann frá Stapa og Konur skrifa bréf, en um þær allar sá Finnur landsbókavörður, og nokkrar fleiri bækur minntist Birgir á. Þá gat hann hinna nýju bóka, m. a. hins riýja flokks af ritsafninu Merkir íslendingar, en I. bindi þess er komið út í umsjá Jóns Guðnasonar. Um bækur út- gáfunnar er nánara getið í bóka- fréttum og ritdómum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.