Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 9
* 1SIR . Mánudagur 17. desember 196. 25 Breiðfirzk- ar sagnir II Breiðfirzkar sagnir II, samtín- ingur, nefnist bók eftir Bergsvein Skúlason, sem nýlega er komin út. Er þetta annað bindi þeirra sagna, sem Bergsveinn hefur safnað úr fórum Breiðfirðinga. Af efni bókarinnar má m. a. nefna þetta: frásagnir af Garða- Móra, Júlíusi bónda í Litlanesi, fullhuganum Jóni Thorberg og Rauðasandsbola, Georg Jónas- syni og Margréti f Rófubúð, séra Eiríki Kúld og fleiri Breiðfirðing- um. Þá er einnig sagt frá sel- veiði á Skálmarfirði, slarksömum sjóferðum, átakanlegum slysför- um, svipum, fyrirboðum, auk margs annars, sem f bókinni er. Bókin er 182 bls., prentuð í prentsmiðjunni Leiftri, en útgef- andi er Fróði. 7 unglinga bækur Nýlega gat Vísir um sjö nýút- komnar unglingabækur frá Leiftri. Hér skal getið annarra sjö. Þær eru þessar: Stína flugfreyja í New York eftir Elisabeth Streit. Þetta er framhald af svokölluðum Stínu- bókum, sem fjalla allar um unga flugfreyju og þau ævintýri sem hún kemst í á ferðum sínum. Bókin er skreytt nokkrum teikn ingum. Anna-Lísa og Ketill eftir Sverre Boj. Höfundurinn er einn í röð vinsælustu bamabókahöf- unda Noregs og hann hefur oftar en einu sinni hlotið verðlaun norska menntamálaráðuneytisins fyrir bækur sfnar. í þessari bók er mikil áherzla lögð á samskipti dýra og barna og lýsingar oft bráðskemmtilegar og lifandi. Ei- ríkur Sigurðsson hefur þýtt þessa bók. Konni og stúlkan hans eftir Rolf Ulrici. Þetta er þriðja Konnabókin f röðinni eftir sama höfund. Þær fjalla allar um sjó- mennsku, og Konni er karl f krap inu, sem lætur ekki hlut sinn að óreyndu, jafnvel þótt við ofur- efli virðist að etja. Þetta er spenn andi bók og mjög við hæfi táp- mikilla drengja. Hanna kann ráð við öllu eftir Britta Munk. Hönnu-bækurnar hafa náð geypivinsældum bæði erlendis og hér heima. Þetta er 12. Hönnubókin f röðinni sem Leiftur hefur gefið út. Lísa-Dísa, yndi ömmu sinnar, eftir Sophie Reinheimer. Þetta er falleg og hugnæm bók fyrir telp- ur á aldrinum 6 — 9 ára. Áður hafa tvær bækur um Lfsu-Dfsu komið út hjá Leiftri og náð mikl um vinsældum. Þær eru allar myndskreyttar. Kalli og Klara eftir Britta Munk, er saga um tvfburasyst- kini, sem lfkjast hvort öðru eins og tvær perlur. Þessi tvö skemmtilegu systkini búa yfir mikilli ævintýraþrá, enda lenda þau að sama skapi í alls konar mannraunum, en yfirvinna alla erfiðleika að lokum. Sagan er mjög spennandi. Ég er kölluð Kata eftir Thomas Michael er saga fyrir ungar telp- ur, einkum á 6-9 ára aldri. Það skeður margt skemmtilegt f þess- ari bók og söguhetjan er í senn hugprúð og tápmikil, sem lendir í ýmsum erfiðleikum, en sigrast á þeim öllum. -K JJósgyllt Iokkaflóð, reglu- myndað, fagurt andlit, hátt enni, skær og blfðleg augu: JÞannig má lýsa dóttur Ingrid Bergman, sem íbúamir í Saint Jacques-hverfi f París kalla „Litia Pia“. Þeir þekkja hana allir og dást að fegurð hennar, þegar hún snýr yfir f hverfið á kvöldin eftir að hafa verið f skólanum. Hún heldur á bók- um undir arminum, taskan hennar er fuli af pökkum og vistum sem hún hefur keypt á leiðinni. Hún gengur á lághæl- uðum skóm, er fjörleg og þrótt- mikil. Og hvers vegna hefur hún nú tekið sér bústað f París. Það er til þess að geta verið í nágrenni móður sinnar sem flutti fyrir nokkru til Parísarborgar og býr þar í lúxus-villu með síð- asta manni sfnum Lars Schmid. Móðir hennar Ingrid Bergman er nú að æfa við Montparnasse leikhúsið þar sem hún ætlar að leika hluverk Heddu Gabler f leikriti Ibsens. En um hverja helgi fer Pia litla til móður sinnar og þær eyða sunnudeg- inum saman. — Mamma, segir Pia, er þó alltof upptekin af leikritinu, til þess að geta notið hvíldar- innar yfir helgar. En fyrir þessa ungu 24 ' ára stúlku er París líka þýðingarmikill staður. Þar gerðist hamingjusamur við- burður í lífi hennar. Þar hitti hún móður sína fyrir fimm ár- um og sættist við hana fullum sáttum, en þegar það gerðist höfðu þær ekki sézt í 8 ár. Jj^n Pia Lindström hafði sakn- að móður sinnar sáran þessi löngu ár. Hún er dóttir Ingrid Bergman og fyrsta manns hennar dr. Lindström og bjuggu þau í rúman áratug saman f hamingjusömu hjóna- bandi. En svo kynntist Ingrid ítalska boheminum' Roberto Rosselini og féll fyrir honum. ÖIl Ameríka stóð á öndinni yf- ir þessum atburðum. Hin sænska leikkona hafði verið tákn tryggðarinnar og heiðar- leikans f HoIIywood kvikmynd- Pia Lindström dóttir Ingrid Bergman býr nú f herbergi í háskólahverfi Parfsar. Hún sagði einu sinni að hún vildi aldrei framar sjá móður sfna, en nú eru þær hændar hvor að annarrl. unum. Menn gátu ekki hugsað sér að Ingrid yrði eins og allar hinar stjörnurnar í hjónaskiln- aðarmálum. Þegar þessi ósköp dundu yfir var Pia litla ellefu ára gömul og þau fengu mjög á hana. Það var mjög kalt milli foreldra hennar, já hreint hatur og það var litið á eiginmanninn dr. Lindström sem saklaust og svik ið fórnardýr. Þá hrópaði Pia einu sinni upp yfir sig á fundi með .fréttamönnum: ,,Ég elska mömmu ekki lengur, ég vil aldrei framar sjá hana.“ 2vo hittust flugvelli þær við á Bourget- Parfs fyrir fimm árum. Þá var Rosselini ævintýri Ingridar úti, þó hún eignaðist með honum fjölda barna. Og nú hittust þær, föðm- uðust og grétu. - Ég var ó- sanngjörn við móður mfna en hún hefur fyrirgefið mér það, sagði hin 19 ára stúlka þá og síðan lifði hún gleðidaga f Parfs. í hálfan mánuð sáu þær mæðgurnar ekki af hvor ann- arri, en skemmtu sér konung- lega í þessari borg menningar og lista. Nú var Pia sjálf orðin full- vaxin kona og sjálf átti hún eftir að lenda í sorgum og erf- iðleikum. Tjegar hún var 21. árs kom ástin og hún giftist banda- rískum milljónamæringi, Fuller Callaway sem var vefnaðar- verksmiðjueigandi. Hjónaband þeirra var haldið hátíðlegt og vakti m. a. mikla athygli vegna þess að þau eyddu hveitibrauðs dögunum á vetrarolympfuleik- unum í Squaw Valley. — En ég komst að því, segir Pia, að hann var eins og svo margir Ameríkanar. Hann átti ekki til þann hlýleika, kurteisi eða viðmót sem konan væntir að finna. Ég er þó ekki von- svikin ég býst við að giftast aftur. Ég get ekki fmyndað mér að ég lifi eins og piparkerling það sem eftir er ævinnar. ^yndirnar á veggjunum sýna líka hve mikla þýðingu fjölskyldulífið hefur fyrir þessa stúlku sem saknaði svo móður sinnar, er hafði horfið frá henni. Á veggjunum eru mynd- ir af móður hennar, föður, gamlar fjölskyldumyndir og jafnvel myndir af ömmu gömlu heima í Svíþjóð. En innan um þessar fjölskyldumyndir kemur svo málverk eftir hinn fræga franska málara Bernhard Buffet en á honum hefur Pia mest dá- læti. Á hillum eru litlar dúkkur eða skrípamyndir eins og myndir af sænskum álfum. Ot um gluggann sér á turna Saint Séverin-kirkjunnar. Strax og ég hafði kynnzt Parfs, segir Pia, fannst mér ég eiga heima hérna. — Mér ifkar ekki sérlega vel við heimaland mitt Svíþjóð. Það er fulit af alvarlegu og illgjörnu fólki. 'P'yrir nokkru kom upp sá kvittur, að Pia Lindström ætlaði að giftast Franco Rosse- lini, ungum manni, frænda Rosselinis þess sem áður rændi móður hennar. Hún segir að slfkt hafi aldrei komið til mála. Hún fer samt oft út á kvöld- in til að skemmta sér með ýms- um mönnum, en hún verður að snúa fljótt heim, því að snemma morguns verður hún að fara f skólann, en hún er að læra frönsku og franskar bókmenntir í Unesco-skólanum í París. hin fagra !W»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.