Vísir - 20.12.1962, Side 3

Vísir - 20.12.1962, Side 3
V1SIR . Fimmtudagur 20. desember 1962, Jólahátíð æfð í Tjarnarbæ Ljósmyndari Vísis skrapp fyr ir nokkrum dögum niður í Tjam arbæ, þar sem áhugafólk vinnur nú að því að æfa og uppfæra hina vinsælu jólaóperu Menottis um drenginn Amal og vitring- ana. Er það félagsskapurinn Musica Nova, sem beitir sér fyr ir flutningi tónverksins, en hljómlistarmenn úr Sinfóníu- hljómsveitinni leika undir með- an áhugafólk starfar í kórnum. Á ljósmyndunum, sem hér birtast, hafa leikendurnir enn« eigi klæðzt hinum skrautlega skrúða sínum, heldur em þeir enn f hversdagslegum klæðum. En á annan í jólum, þegar óper- an verður frumsýnd, fara þeir í jólaklæðin. Það var misskilningur i frétt í Vfsi í fyrradag, að fmmsýn- ingin verði aðeins fyrir börn á aldrinum 12—14 ára. Hún er op in öllum almenningi. Á myndunum, sem hér birt- ast, sést m. a. kórinn, sem syng- ur hin fögru jólalög Menottis, og einnig má greina vitringana þrjá sitjandi á hásætum sínum, en þá leika, talið frá vinstri: Halldór Vilhelmsson, Friðbjörn Jónsson og Hjálmar Kjartans- son. Kórinn er hjarðmenn á Betlehemsvöllum, sem koma og heilsa vitringunum og færa þeim matföng. Aðalhlutverkin eru samt Amal litli og móðir hans, en þau lýsa fyrirbæmm jólanætur- innar í Betlehem. Amal litla Ieikur og syngur ungur og efni- legur söngvari, Sigurður Jóns- son, sem er aðeins 12 ára, en móður hans leikur Svala Niel- sen. Sigurður Iitli er á mynd- unum kominn í kuflinn, sem hann klæðist í í sjálfri óper- unni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.