Vísir - 20.12.1962, Síða 9

Vísir - 20.12.1962, Síða 9
9 VlSIR . Fimmtudagur 20. desember 1962. Jólagleði skólanna og skólaleyfið í kjölfar henn ar er öllum börnum til- hlökkunarefni, einkum þegar desembermánuð- ur gengur í garð. Þá er fyrst farið að tala um jólin fyrir alvöru. Upp úr því hefjast miklar bollaleggingar um skóla skreytingar og skemmti atriði, nefndir eru skip- aðar, eins og alls staðar þegar eitthvað á að gera, og kennararnir og skólastjórnin hafa hönd í bagga með sínu fólki. Sérhver leitast við að leysa verkefni sín sem allra bezt af hendi. Árangurinn má sjá og kynna sér í skólunum þessa dagana. Þeir eru skreyttir hátt óg lágt, gangar, salir og kennslustofur, og frá morgni til kvölds, mánu- dag og þriðjudag og jafnvel mið vikudag eru skemmtanir nem- enda. Þeir koma sjálfir fram, leika, spila og syngja og loks er þessi ómissandi dans í kring- um jólatréð. Þetta allt á einkum við um bamaskólana. Auðvitað fara aðrir skólar borgarinnar líkt að, en þeir verða látnir liggja á milli hluta í bili, og eru myndirnar á síðunni aðallega úr tveimur barnaskólum borgarinn ar, Laugarnesskóla og Lang- holtsskóla. Eins og nefnt hefur vérið, skemmta nemendur með leik og söng og hljóðfæraslætti. Einn liður í þessum hátíðahöldum er leikur Lúðrasveitar barna, sem Karl O. Runólfsson stjórnar. Hún er alskipuð ungum drengj- um, sem I.afa nú ekið milli flestra skólanna og Ieikið á skemmtununum, við mikinn fögnuð. Þeir aka á milli 1 stórri áætlunarbifreið eins og sannir hljómsveitarmenn á konsert- ferðalagi. Þeir voru að leika fyr- ir yngstu börnin f Laugarnes- skóla, þegar við komum þang- að. Bömin höfðu safnazt kring- um þá og hlýddu með mikilli ánægju á fjörlegan leik þeirra, ef dæma má af hinu furðu sterka lófataki svo lítilla handa. En þarna voru saman komin um 150—200 börn. f Laugarnesskóla voru miklar skreytingar. Þar gat að líta fyr- ir öðrum gafli skólasalarins risa stóra mynd, en frummyndina gerði 14 ára nemandi skólans. Handrið öll voru klædd mynd- um, sem nemendur höfðu sjálfir unnið. Á bak við þetta lá sýni- lega mikil og kostgæfileg vinna. Sömu sögu virðist mega segja um aðra skóla borgarinnar. Þar hefur verið mikið unnið og vel unnið. Skólamir borga sjálfir efni, sem nemendumir vinna með. Þeir útdeila einnig eplum til barnanna, einhvern tíma á skemmtuninni. Þá eru börnin kölluð inn í stofumar og þar fá þau afhenta ávextina. Kannske er kennarinn líka svo góður að lesa fyrir þau stutta sögu, sér- staklega ef þau eru að bíða eftir að næsta atriði byrji. í Langholtsskólanum voru yngstu bömin éinnig að skemmta sér, þegar við komum JOLACLCDI SKOLANNA ■ : þangað. Von var á lúðrasveit- inni, er verið var að sýna bama- leikrit, sem nefnist Stríðið í kóngsgarði, en það var ekkert venjulegt stríð, sem sótt er og varizt með vopnum, heldur kepptust hirðmeyjar og her- menn um að gráta sem allra hæst. En allt fór vel að lokum. Ef við skildum rétt, þá átti strfð ið sér þær orsakir, að drottn- ingu langaði í nýja kórónu, en kóngur hennar mátti ekki heyra á það minnzt. Skipaði drottning- in þá hirðmeyjum sínum að gráta með sér yfir andstyggi- legheitum eiginmannsins, en hann fékk ekki varizt því > bragði auðveldlega, en greip þó síðast til þess ráðs að skipa hermönnum sínuni að grenja Framh. á 10. siðu. Efrl myndin: Þrír jólasveinar koma með Blesa gamla í taumi. Einn jólasveinninn söng og krakkamir tóku undir. Neðri myndin: í Langholtsskóla er leikið Stríð í kóngsgarði, við mikinn grát. (Ljósm. Vísis I.M.)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.