Vísir - 20.12.1962, Side 10

Vísir - 20.12.1962, Side 10
w V í SIR . Fimmtudagur 20. desember 1962. Karl Ö. Runólfsson stjórnar Lúðrasveit drengja á j ólaskemmtun fyrir yngstubörnin f Laugarnesskólanum. Jólngleði — « Framhald af bls. 9. sýnu hærra en kvennaliðið. Var gráturinn í kóngsgarði þá'orð- inn slíkur, að hvorugur stríðs- aðilinn þoldi við og var gert út um sættir, áður en langt um leið. Það er gaman að sjá börnin skemmta sér, einkum á meðan þau eru á þeim aldri að þau taka þátt í skemmtiatriðunum af lífi og sál. Skildum við þá betur það sem borgarstjórinn hafði sagt um morguninn, er hann kom í Vogaskóla í heim- sókn, að þessar heimsóknir væru með skemmtilegri embætt isverkum hans. Því gleymi ég aldrei — Framhald at bls. 8. um, eru ritgerðir eftir 21 höf- und og eru engin önnur skilyrði sett um efnisval en að höfund- arnir eiga að segja frá einhverju atviki úr lífi sínu, sem þeim hefur orðið minnisstæðast. Þetta er einföld formúla, en vænleg til góðs árangurs, því að alltaf hafa góðir sagnamenn upp lifað margt skemmtilegt. Það leikur varia vafi á því, að í þessari bók er einn þátt- urinn hinum verðmætari. Það er frásögn Davíðs Stefánssonar skálds af frostavetri í Eyjafirði 1917 —’18. Hann er mikils virði fyrir það, að hér lýsir þjóðskáld ið áhrifamikiu tímabili úr ævi sinni, hinu dagiega lífi í um- hverfi því, er hann ólst upp við og innhverfum tilfinningum sín- um til latínunnar, sem hann var að lesa og hins vegar til lands- ins og fólksins, sem hann hefur síðan alla tíð verið að kenna okkur að skilja og elska í fögr- um Ijóðum sínum. Það er bara gallinn að fá ekki meira að heyra, eða hvernig væri frásögn af Ítalíuferð? Hins vegar finnst mér það ekki geta leikið á tveim tung- um, að kröftugasti þáttur bókar innar er Trýnavetur Jochums Eggertssonar. Ég held að flestir séu hissa á því, að hann skyldi ekki fá fyrstu verðlaun í sam- keppni útvarpsins. Jochum er skrýtinn og sérvitur karl og ekki allt hnökralaust, sem úr hans penna dettur. En þessi stutti þáttur er algerlega ein- stakur í sinni röð fyrir það kynngimagn í stíl orðfæri og forneskjulegri forlagatrú, sem hann hefur inni að halda. Frá- sögnin er kolmögnuð í sam- hengi draumsins um steinbítinn, grallarann sem veiðist og feigð- arskipið, og þátturinn á heima meðal klassískra verka islenzkr- ar tungu. Aðrir þættir eru einnig göðir, er þeir lýsa mannlífinu og ýms- um hliðum þess og þá kannski ekki sfzt hættunum og svaðil- förunum í þessu stranga landi okkar. Lífshættan verður mönn- um oft minnisstæðust. Hér kemur . t. d. frásögn Stefáns E, Sigurðssonar af því, er hann varð að nauðlenda flug vél í snjóskafli uppi á heiðum. Hún er sterk og spennandi og sama er að segja um verðlauna- ritgerð Ragnheiðar Jónsdóttur, þar sem hún lýsir angist sinni, er hún óttast að eiginmaður sinn hafi farizt, ennfremur frásögn séra Sigurðar í Holti af hríð- inni, sem hann lenti í á Barða- strönd og bjargaðist úr nær dauða en lífi. Hins vegar koma svo þættir um vissa r hurði, sem snerta til- finningar og sálarlíf manna án þess að þeir séu neinir stórvið- burðir á ytra borði. Þar er snert á viðkvæmum strengjum og oft vandasamt að flétta þræðina svo að vel takist, en það hefur þó tekizt vel m. a. í þætti Ing- ólfs Kristjánssonar um selkóp- inn, sem hann reyndi að fóstra, og þætti Sveins Víkings um fyrsta prestsverk hans í Þistil- firði, er hann var ungur prest- ur. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari hefur séð um útgáfu bókarinnar og tekið sér það verk Iétt. Þorsteinn Thorarensen. BRYNDREKINN Þetta er spennandi bók, er allir, ung- ir sem eldri, geta lesið sér til fróð- leiks og skemmtunar. Vönduð bók. í>e3si saga, BRYNDREKINN, byggist á -sönnum atburðum. Hún gerðist aðallega í New York I Þrælastriðinu og segir frá sænska hugvitsmanninum John Ericsson, sem með- al anna s fann upp skipsskrúfuna, og baráttu hans við skrirfinnsku og skilningsleysi samtíðar sinnar. Um síðir, þegar allt virtist komið í óefni fyrir Norðurrílcjunum, varð ekki lengur hjá því komizt að leita fulltingis hans, og brynvarða herskipið hans, „Montior“, skipti sköpum með sjóherjum Norður- og Suðurríkjanna, og það gerði í einu vetfangi alla herskipaflota veraldarinnar úreltan. Heillandi ástarsaga milli Norðurríkjamanns og Suðurríkjastúlku er ofin inn í söguna, auk æsilegra frásagna um spellvirki, njósnir, mannrán og morð. Auk þeirra, sem mest koma við sögu, ei brugðið upp myndum af mörgum helztu valdamönnum Bandaríkjann frá pessum tímum, þeirra á meðal Abraham Lincoln. ll: er bezti hvíldarstóllinn á heimmarkaðnum. Það má stilla hann í þá stöðu, sem hverjum hentar bezt, en auk þess nota hann sem venjulegan ruggustól. SkatthoI sem er allt í senn skrif- borð, snyrtiborð og kommóða. Svefnbekkir vandaðir, fallegir. Heimilisskrifborö Lítil skrifborð fyrir unglinga. Ruggustólar fallegir og þægilegir. SKÚIASON & JÓNSSON SF Síðumúla 23 - Laugav. ó2 sími 36500

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.