Vísir - 20.12.1962, Page 16
VISIR
Finimtudagur 20. des. 1962.
13 vind-
stig í
gærdag
Umhleypingar hafa verið stöð
ugir frá því um s. 1. helgi, svo
að aldrei hefur gefið á sjó, og
tíðast rokhvasst, þótt dregið
hafi úr á milli. Ekki hafði Slysa
vamafélagið frétt um neinar
slysfarir af völdum veðurs í
gær, er Vísir spurðist fyrir um
það.
Nokkuð var þó spurt um báta
sem voru á ferðum hafna milli,
ekki sízt eftir að fréttist, að
bílar hefðu orðið að halda
kyrru fyrir undir Hafnarfjalli
vegna veðurs, en það er raunar
ekki ótítt að bílar nemi staðar
þar veðurs vegna og undir Esj
unni, því að undir þessum fjöll
um getur verið mjög svifti-
byljasamt. Báturinn Hringver
VE lagði af stað frá Ólafsvík
til Rvíkur. og var mikið spurt
um hann, en hann hleypti inn
á Skarðsvík og bíður þar að
lægi, ásamt fleiri bátum. Einn-
ig var spurt um vélbátinn
Stefni frá Súgandafirði, sem ný
vél var sett í hér. Hann fékk
ljúft leiði vestur, eins og sjó-
menn orða það og gekk ágæt-
lega.
Um miðdegi i gær var farið
Framh. á bls. 5.
BLESI GAMLI OG
JÓLASVEINARNIR
Það varð uppi fótur og fit á
jólaskemmtun barnanna í Laug-
amesskóla þegar hesturinn Blesi
gamli kom þar við með tvo
jólasveina á bakinu, en einn jóla
sveinninn teymdi klárinn. Síðan
söng jólasveinninn fyrir bömin,
en þau tóku undir. Eftir það hélt
Blesi gamli áfram ferð sinni.
Myndin er af Blesa og jólasvein
unum. (Ljósm. Vísis I.M.)
Metár á Reykjavíkurvelli
Umferðin um Reykja-
víkurflugvöll hefur auk-
izt mikið á þessu ári.
Þetta ár verður metár,
sagði Gunnar Sigurðs-
son flugvallarstjóri, við
Nýr 3 ára viðskipta-
samningur við Rássa
Sala á flökum minnkar, en eykst
á síld, ullarvörum og niðursuðu
Nýr viðskiptasamning eru gerðar á vörukvót-
ur hefur nú verið gerður
við Sovétríkin og á hann
að gilda til þriggja ára. í
samningnum er gert ráð
fyrir álíka miklum við-
skiptum og verið hafa,
en talsverðar breytingar
um, einkum á útflutn-
ingsvörum okkar til
Rússlands.
Breytingin er aðallega fólgin
í því, að gert er ráð fyrir minni
kvóta af frystum flökum, enda
hafa minnkað möguleikar á að
framleiða fiskflök fyrir Rúss-
landsmarkað, þar sem dregið
hefur úr karfaveiðum.
Hins vegar verður talsverð
aukning á saltsíidarkvóta og
komið er með nýjan kvóta fyr-
ir frysta síld, ullarvörur og fisk
niðursuðu, en þessar vörur hafa
fallið undir ýmsar vörur. En
þessari breytingu fyigir, að bú-
izt er við aukinni sölu á þess-
um afurðum.
Vörur þær sem Rússar munu
Frh. á bls. 5.
GRlPIÐ GÆSINA
Góðir Reykvíkingar og aðrir
landsmenn. Þótt þið séuð önnum
kafnir nú rétt fyrir jólin ættuð
þið að gefa ykkur tíma til að líta í
kringum ykkur, því að til mikils er
að vinna. Komi gæs vaggandi á
móti ykkur ættuð þið ekki að láta
hana fara fram hjá ykkur án þess
að athuga hana nánar. Ef hún er
kínversk, hvít að lit, sennilega án
hrings og ef vinstri vængur hennar
hallast eilítið er hún varðgæs, sem
hefur haft það að atvinnu að gæta
brugghúsa whiskyfirma George
Ballatine & Son Ltd. i Dumbartan,
Skotlandi. Gæsin hvarf að heiman
þann 17. nóvember s.l. og sást síð-
ast á Clydefljóti. Eigendur gæs-
arinnar heita finnanda £50-0-0 í
fundarlaun, og skal finnandi annað
hvort snúa sér til fyrirtækisins í
Skotlandi eða til G. Helgason &
Melsted h.f. i Reykjavík.
Vísi í morgun. Væntan-
lega fara um 150 þúsund
farþegar um flugvöllinn.
Það er fjölgun um 30—
35 þúsund farþega. Lend
ingum hefur auðvitað
fjölgað líka.
Á síðasta ári voru lendingar
og flugtök í milliiandaflugi um
1900 og 8 þús. lendingar og flug
tök í innanl.flug. Nú er áætlað
að lendingar og flugtök í milli-
Iandafluginu verði 2750 og 9500
í innaniandsflugi. Reikna má
með að lendingar og flugtök
verði yfir 20 þúsund alls, þegar
með er talið einkaflug og
kennsiuflug.
Þetta er mesta aukning, sem
orðið hefur frá ári til árs, sagði
Gunnar Sigurðsson. Sömuleiðis
er þetta Iangmesta aukning á
farþegafjöida, sem orðið hefur.
Skýringin er hin mikla aukn-
ing í starfsemi íslenzku flugfé-
laganna. Loftleiðir fara nú
fleiri ferðir vikulega milli
landa, en í fyrra. Og sama má
segja um millilandaflug Flug-
félags íslands. En einkum hef-
ur innanlandsflug félagsins auk
izt mikið, er metár hjá F. I.,
sem aldrei hefur flutt fleiri far-
þega á einu ári, en því sem nú
er að líða.
Verðkiuita-
getraunin
Dregið verður í getrauna-
keppni Vísis á morgun. Getraun
in var birt hér í blaðinu þann 13.
þessa mánaðar. Voru þar þrjár
spurningar sem svara á:
1) Hver var fyrsti ritstjóri
Vísis. 2) Hvenær kom Balbo til
íslands. 3) Hvaða erlendur for-
sætisráðherra heimsótti ísland
1962.
Verðlaunin eru alls að upp-
hæð 10.000 krónur en alls verða
veitt 5 verðlaun. Eru það marg-
víslegar tryggingar frá Almenn
um tryggingum h.f.
Meira fé tíl skólabygginga
Aldrei fyrr í sögu Al-
þingis hefur verið gert
ráð fyrir að verja jafn
miklu fé til skólabygg-
inga eins og nú er gert
í fjárlagafrumvarpinu.
Það fé nemur samtals
11,7 millj. króna og er þá
ekki taldar með lántök-
ur til kennara-. mennta
og hjúkrunarkvenna-
skóla. Þessi upphæð
markar tímamót segir
menntamálaráðherra.
Gylfa Þ. Gíslasyni mennta-
málaráðherra ætti manna bezt
að vera kunnugt um þessar
fjárveitingar og framlög vinstri
stjórnarinnar til skólabygginga,
því hann gegndi sama embætti
í þeirri stjórn.
Ráðherra gaf þessar upplýs-
ingar, þar sem Finnbogi Rútur
Valdimarsson hélt því fram í
fjárlagaumræðum á Alþingi í
gær, að ef ekki væri bætt úr
Frh. á bls. 5.
DAGAR
TIL
JULA
/