Vísir - 22.12.1962, Qupperneq 5
VÍSIR . Laugardagur 22. desember 1962.
Langt komið—
Framh. af bls. 12
sem dæla er ekki fyrir hendi til
að tengja við hana.
Leiðsla' orðin
alltof þröng.
Vatn það, sem kemur úr holum
þeim, sem hér er um að ræða, er
allt leitt til millidælustöðvar fyrir
norðan Laugaveginn gegnt benzín-
stöð Skeljungs. Var nauðsynlegt að
setja hana upp, til að aðstoða þær
dælur, sem eru við hverja bor-
holu, við að koma vatninu frá sér.
Þær eru ekki nægilega aflmiklar
ti! að ráða við þann mótþrýsting,
sen um er að ræða. Frá millidælu-
stöðinni fer vatnið svo um leiðslu
þá, sem lögð var fyrir nokkru suð-
ur um Kringlumýri og til geym-
anna í Öskjuhlíð.
Nú er bara svo komið, að þessi
leiðsla er orðin alltof þröng, því
að svo mikið vatnsmagn þarf að
fara um hana. Við þurfum þess
vegna að setja víðari leiðslur með
fram Kringlumýrarbrautinni, og
það mun verða gert á næsta vori-.
«
Unnið
í ýmsum hverfum.
Annars er nú unnið við að
leggja hitaveitu í ýmis hverfi borg-
arinnar, og er framkvæmdum af
því tagi misjafnlega Iangt á veg
komið. Til dæmis er búið að leggja
í allar götur og að öllum húsum
í Lækjahverfinu. Þar er lokið við
að tengja tvo þriðju hluta h'úsanna
og unnið kappsamlega við að
tengja þau, sem eftir eru.
Þá er langt komið að leggja í
Holtahverfið norðan Háteigsvegar.
Þar tefur helzt, að það tekur dálít-
inn tíma að koma saman leiðslun-
um í Nóatúni, en innan skamms
mun vatni verða hleypt á Stórholt
og Stangarholt.
Þá er langt komið að leggja
heimaæðar í norðurhluta Laugar-
áss og þar mun verða tengt eftir
nýárið. Einnig er verið að taka
nokkurn hluta Teigahverfis, sem
áður fékk vatn úr Þvottalaugum,
aðalkerfi borgarinnar.
Verður meira
fjör með vorinu.
Næstu verkefni eru lagning hita
veitunnar í efri hluta Hlíðahverfis
vestan Kringlumýrarbrautar, en síð
an verður lagt í Mýrahverfið eða
göturnar í Kringlumýri, austan við
Kringlumýrarbrautina og norðan
Miklubrautar.
. Þessi verk munu verða unnin af
Véltækni h.f. og Verk h.f., sem
hafa tekið að sér ýmis verkefni
fyrir hitaveituna að undanförnu.
Véltækni er til dæmis að Ijúka við
að leggja hitaveltuna í Lækja-
hverfið, og Verk vinnur við að
leggja veituna í Laugarásinn norð-
anverðan.
Það hefur verið til trafala við
þær framkvæmdir, sem unnið hef-
ur verið við að undanförnu, að
skólapiltar hættu störfum í haust,
og við fólksekluna bættist svo erf-
itt tíðarfar. Ella mundi þeim fram
kvæmdum lengra komið, sem nú
er unnið við.
PÓSTKASSAR í HÚSUi
Þessa dagana eru mestu annir
ársins hjá póstþjónustunni. Þá
er þýðingarmeira en nokkru
sinni fyrr, að íbúar húsanna
komi til móts við póstinn og
geri honum aúðveldara að vinna
verk sitt. Er þar hvað mikil-
vægast að settir séu upp póst-
kassar, því að ella er mjög erfitt
fyrir póstberana að finna rétta
viðtakendur. Veitir póststofan
leiðbeiningar í því efni og hefur
póstkassa til sölu. Hér birtist
mynd úr einu háhýsi Reykja-
víkur, sem hefur gengið myndar
Iega frá póstkössum í anddyr-
inu. Er hver kassi merktur með
nöfnum eigenda. Þetta er tll
fyrirmyndar og ætti svona að
koma upp víðar.
Leikrit eftir Matt-
hías Johannessen
í gær kom út hjá forlagi
Helgafells Ieikrit eftir Matthías
Jóhannessen ritstjóra. Nefnist
Ieikritið Sólmyrkvi. Gerist það
á ritstjómarskrifstofu dagblaðs
og er í tveimur þáttum. Leikrit-
ið er alllangt, alls 168 blaðsíður
og eru frunidrættir þess skrif-
aðir í Kaupmannahöfn 1956 og
Ieikritið síðan fullgert nú í vet-
ur.
Höfundurinn sagði í viðtali
við blaðið í gær að hér væri um
að ræða tilraun til þess að velta
fyrir sér fólki á lausungartímum
eins og þeim sem við nú lifum
á. Ekki hefir komið til tals að
leikritið verði sýnt á sviði.
Matthías kvaðst hafa haft mjög
gaman af að rita leikritið og
hygðist hann semja annað.
Matthías Johannessen
Bridgeþáttur VÍSIS
Ritstj. Stefán Guðjohnsen
Hér er létt bridgeþraut til þess
að glíma við yfir hátíðarnar. Þið
ættuð auðveldlega að leysa hana á
, tíu mínútum og ef illa gengur get-
ið þið snúið blaðinu við og lesið
lausnina hér að neðan.
A Á-9-8-4
V 3-2
* A-G-8
4. 8-7-4-3
* K-7-6-5
V 9-8-7
♦ D
4. A-K-G-
10-9
N
4 G-l 0-3-2
V K-G-10
0 9-7-6-
5-4-3
4» ekkert
♦ D
V A-D-6-5-4
$ K-10-2
* D-6-5-2
Suður á að spila þrjú hjörtu og
vinna þau. Vestur spilar út tígul-
drottningu. Hvernig vinnur suður
spilið gegn beztu vörn?
L a u s n:
Sagnhafi drepur á ásinn í borði
og lætur KÓNGINN í heima. Suð-
ur svínar síðan trompi og spilar
spaðadrottningu. Vestur lætur
kónginn og norður drepur með
ásnum. Þá kemur spaðanfa, tían
hjá austri og trompað af suðri. Nú
er trompás og aftur trompi spilað,
og norður gefur af sér lauf. Austur
spilar tígulníu, suður lætur tíuna
og norður á slaginn á gosann.
Norður spilar nú spaðaáttu, austur
verður að leggja gosann á og suð-
ur trompar. Norður fer nú inn á
tíguláttu, spilar spaðafjarka og
vestur lendir inni á spaðafimm.
Hann verður nú að spila frá tveim
ur hæstu í laufi og gosanum og
suður fær því níunda slaginn á
laufadrottningu.
Athugasemdir: Suður yfirfærir
spaðafyrirstöðuna til austurs og
síðan aftur til vesturs, til þess að
geta spilað honum inn í lokin.
Lykilspilamennskan skeður í fyrsta
slag, þegar sagnhafi lætur tígul-
kónginn í ásinn í borði.
Allar tilraunir til þess að taka
trompin og tíglana, og spila vestri
inn á lauf, stranda á því, að vestur
getur alltaf geymt nógu marga
spaða til þess að spila sig út á.
Keflavíkur-
vegurinn —
Framh. af 1. síðu.
vegar með sömu kjörum.
Þær 11,8 milljónir króna, sem
Bandaríkjamenn lána núna munu
ganga upp í kostnað við gerð þess
kafla Keflavíkurvegar serh steypt-
ur var í haust og þegár hefur
verið tekinn f notkun fram hjá
Hafnarfirði.
Þegar undirbúningur undir gerð
Kelfavíkurflugvallar hófst árið 1960
var lauslega áætlað að gerð hins
nýja vegar myndi kosta um 120
milljón krónur. Nú hafa orðið mikl-
ar hækkanir á vinnu og vörum síð-
an svo að gera má ráð fyrir að
kostnaðurinn verði allmiklu meiri
og mun á næstunni verða gerð ýtar
leg fjárhagsáætlun um gerð vegar-
ins. Nú þegar hafa Bandaríkjamenn
lánað til hans 21,8 milljón og
ekki ólíklegt að þeir muni síðar fá
anlegir til að Iána meira, enda hafa
þeir hag af þessari vegagerð í sam-
bandi við varnarstöðvar á Keflavík
urflugvolli.
Samningur um lánið var gerður
í gær milli Framfarastofnunar
Bándaríkjanna og Framkvæmda-
banka íslands, en samninginn und-
irrituðu James K. Penfield sendi-
herra Bandaríkjanna og Benjamín
Eiríksson bankastjóri. Lánið er
Kunnur sportmaS-
ur kynuir ísland
Sl.: sumar heimsótti einn kunn-
asti sportmaður og fuglafræðingur
Breta ísland. Var það Jeffery Harri
son. Hann er læknir að menntun en
auk þess einn kunnasti fuglafræð-
ingur Bretlands og all kunnur í
enska heiminum sem rithöfundur.
Meðal annars var hann einn af
höfundum hins fræga rits um
fugla og fuglaveiðar The New
Wildfowlversem The Wildfbwlvers’
Association of Great Britain &
íreland gaf út. 1 þvf riti er m. a.
að finna greinar um fugla og fugla-
líf eftir ýmsa kunnustu menn Breta
á þessu sviði og formála ritar hinn
heimsþekkti vfsindamaður Peter
Scott, sem íslendingar kannast vel
við frá leiðangri hans til gæsa-
veranna við Hofsjökul.
Jeffery Harrison kom hingað
með konu sinni og ferðaðist tals-
vert um hérlendis og fór sumt á
hestbaki.
Aðalerindi hans ýar að kynna sér
fuglalíf á Islandi. I haust birti hann
svo þrjár greinar um ferðir sínar
hér f vfðlesnasta sportriti Englands
The Shooting Times. Fjallar hin
fyrsta um fuglalíf á undirlandi
Suðurlands. Önnur er frá nágrenni
Reykjavíkur, þriðja er rabb um
fuglalíf við sjávarströndina og frá
sögn af Hákoni á Hafurbjargar-
stöðum. Kona Harrisons hefur
myndskreytt greinarnar og hafa
þau hjón unnið þarna að skemmti
legustu landkynningu.
EJS.
Fuglamynd frá íslandi sem Jaffrey Harrison tók.
veitt af fé því er stjórn Banda-
ríkjanna eignast hér vegna kaupa
Islands á landbúnaðarvörum í
Bandaríkjunum. Lánið er til 20 ára,
fyrsta endurgreiðsla að 3 árum liðn
um og má endurgreiða hvort heldur
er í íslenzkum krónum eða dollur-
um. Vextir eru þrír fjórðu 3/4
prósent á ári.
Agnbnssador í
Luxembourg
Á þriðjudag afhenti Pétur Thor-
steinsson ambassador skilríki sín
sem fyrsti ambassador íslands í
Luxembourg.
Ambassadorinn afhenti erfðaher-
toganum skilríki sín, en hertogaynj
an af Luxembourg er hætt að
taka á móti gestum.
I