Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 11
VlSIR . Laugardagur 22. desember 1962. /7 "WE CAW MOVE INLANP NOVV/'SAir F’KOFESSOS THE MEN A7VANCEP CAUTIOUSLY. HCKINS THEIK VVAV THROUGH THE 7E8KIS-- 4-3-5024- „Nú ættum við að komast, leggjum af stað“, sagði Teitur prófessor. Mennirnir klöngruðust yfir hrunin björgin og ferðin stórri eyðilegri sléttu. „Engin líf- gekk hægt, unz þeir komu að, vera getur hafzt við á þessari auðn“, s^gði Teitur prófessor von gvikinn. Ekki einu sinni strand- lópar“. arástand hennar, er hún steig út úr vagninum og kallaði á Peyrodes. Hún gætti þess, að vekja ekki kvíða hjá honum, og vék ekki að því einu orði, að hún mundi brátt hverfa úr fangelsinu. Hún kvaðst aðeins hafa verið yfir- heyrð og bað hann um að kaupa fallegasta hattinn, sem hann gæti fengið, skó og sokka ... — Og hatt, Peyrodes, gleymið ekki að kaupa hatt! Hugur hennar var í uppnámi. Hún snerti vart við matnum. Eft irvæntingin geislaði frá ásjónu hennar og það fór ekki fram hjá hinum föngunum, sem litu til hennar ófrýnilegir á svip. Hún gat ekki kyrr verið og síðdegis fór hún niður í garðinn og gekk þar eirðarlaus fram og aftur, og beið þess, að hún heyrði eitthvað, að eitthvað gerð ist, sem táknaði að nú væri hún frjáls á ný. Og svo var allt í einu kallað á hana. Og Peyrodes fór með hana í varðstofuna og þar var allt fullt af flöskum og sjölum. Þarna beið hennar svartklædd ur maður. — Ég er læknir, sendur hing- að af Lacosté, sagði hann. Hann hefur beðið mig að skoða yður. Tveir fangar komu íneð bað- ker, sem þeir báru milli sín. Læknirinn bað hana afklæðast, tók bursta og neri smyrslum í hörund hennar. Var af þeim illur daunn og svo varð hún að liggja klukustund í baðkerinu. Og með an hún lá í kerinu hafði hún eki augun af fatnaði þeim, sem Peyrodes hafði keypt og lá þar á borði. Og loksins — loksins var þessu lokið. Og meðan hún var að klæðast nýju, hreinu, fallegu fötunum varð henni hugsað til Gastons. í kvöld verð ég frjáls, hugsaði hún, og þá get ég skrif að honum. En svo fór hún að hugsa um, að hún hafði ekki hugmynd um hvar hann væri — hvert hún ætti að skrifa honum. Og mundi hún nú fá frelsið þeg ar um kvöldið? Aftur greip hana kvíði, en hún reyndi að hrinda honum frá sér, og trítlaði niður tröppurnar úr varðstofunni. Fyrir dyrum úti sat Peyrodes á tunnu, lyfti ljóskerinu, ygldi sig er hann sá hana og sagði gremjulega: — Ég er búinn, að bíða eftir yður fulla klukkustund, kven- borgari! — Ef yður lá svona mikið á gátuð þér komið og rekið á eftir mér. Hann fór með hana í dyra- varðaríbúðina. Þar var opin skræða á borði og kertastjaki hjá með logandi kerti. — Kunnið þér að skrifa? Ef svo er, þá skrifið nafn yðar hér. Karólína greip fjaðrapennann, en hikaði og horfði á Peyrodes: — Áður en ég skrifa nafn mitt, vildi ég gjarnan fá vitn- eskju um h'vað það er, sem ég skrifa undir. — Herra trúr, ef þér viljið ekki skrifa undir, þá megið þér svo sem gjarnan vera hér áfram. Karólína skrifaði undir svo fljótt og hryssingslega, að blek- ið slettist úr pennanum, og Peyrodes urraði af gremju. Þeg- ar Karólína nú hélt, að ekkert væri til fyrirstöðu að hún færi, var sem hann hikaði, og svo sagði hann: — Hvað stendur þama? — Caroline Berthier. — Berthier? Hvað segið þér, — þér báruð allt annað nafn, er þér komuð hingað. — Ég get ekkert gert að því, það voru aðrir, sem ákváðu hvað ég skyldi heita. — Þetta er hlutur, sem ekki þýðir að þrefa um, kvenborgari. Ég verð að hafa skrána í lagi. Og ef ég verð spurður: Hvar er Lefort kvenborgari, sem þér tók uð á móti? Og þessi Berthier kvenborgari — hvernig getur hún farið héðan? Samkvæmt skránni kom hún alls ekki hing- að. Karólína varð öskureið og stappaði í gólfið: — Nú er sannarlega nóg kom- ið, — það eina, sem ég hef áhuga fyrir er að komast héðan og það f skyndi. Þér hafið í yðar fórum allmikla fjárhæð frá mér. Þér megið eiga þessa. peninga, en ég vil fá að fara. Á ég að búa til nýja blekklessu, svo að Berthier sjáist ekki, og skrifa Lefort í staðinn? — Get ég treyst því, að ég megi eiga þessa peninga? spurði fangavörðurinn tortrygginn. Þér ©PIB COPENHAGEN Q?St- saa Þér hafið ekki nógu há laun tii að sjá fyrir henni, ungi maður, en hvað um það, ég hef það heldur e kki — —. vitið kannske, að vinir yðar sendu nýjar birgðir í dag. Má ég líka fá þær? — Gjarnan. Og gömlu fötin mín, — aðeins eitt vil ég fá, pyngjuna, sem ég fékk yður til geymslu. Hún hafði verið smeyk um, að stolið myndi verða frá henni skartgripum hennar, hárlokki og mynd af Gaston, sem hún hafði stungið í pyngjuna og falið Peyrodes að geyma. Peyrodes rétti henni nú pyngjuna, og er hún gáði í hana, sá hún að vant aði tvo af fimm hringum, sem í henni áttu að vera. En hún áræddi ekki að heimta, að hann skilaði þeim. Aðalatriðið var að UHTILTHEY EMEKGE7 ONTO A SKOAP, SAItltEN EXfANSE. "NOTHING COULP SUKVIVE IN THIS PESKT/'SAI? TATE 7ISA7fyiNTE7LY "NOT bVEN THE komast burt. Hún gæti selt þá tvo sem eftir voru og þannig komizt til Parísar. — Jæja, ég hypja mig þá, sagði hún, en vottur af brosi lék um varir hans, er hann svar- aði: — Þessi vagn hefur þegar beð ið nokkuð lengi eftir yður. — Verið þér sælar, greifafrú, — og hittumst heil — því að það er aldrei að vita ... Karólínu var skapi næst að reka honum löðrung fyrir frekj una, en stillti sig og steig upp í vagninn með aðstoð ökumanns ins. Þegar hann bjóst til að loka vagndyrunum, varð hún gripin ótta: — Hver sendi yður eftir mér? spurði hún. — Fulltrúi stjórnarnefndarinn ar, svaraði ökumaðurinn. — Og hvert ætlið þér að fara með mig? Hjarfabókín Barnasagan KALLE og supér-' filmu- fiskurinn Bíllinn, sem Kalli var í, kom fyrst að brúnni og stanzaði, en rétt á eftir kom hinn bíliinn að hinum enda brúarinnar. Hann ók svo hratt, að hann gaKalIs ekki Bókin sem allir unglingar hafa beðið eftir. Fæst enn í nokkrum bókabúðum. stöðvað sig. Mikill hávaði kvað við, þegar bílarnir rákust á. Biz- niz stökk út úr bílnum með kreppta hnefa, hljóp til andstæð- ings síns og s*uttu síðar hófst mikil barátta, . sem bílstjórarnir tóku einnig þátt í. „Ef ég á að segja það sem mér finnst um þetta“, sagði Kalli og skreiddist út úr ónýtum bílnum, „þá eru allir þessir landkrabbar snarvitlausir“. Um leið kom hann auga á Feita Moby, sem hægt og rólega flaut undir brúna. Leikfanga- markaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.