Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 2. janúar 1963. 5 FIMM SLASAST Á gamlárskvöld varð mjög harð- ur árekstur á Reykjanesbraut miðja vegar milli Straums og Hvassahrauns. Við áreksturinn slösuðust 5 manns, en báðar bif- riðarnar stórskemmdust og voru ekki ökuhæfar á eftir.. Báðar bif- reiðarnar voru úr Keflavík, 6 manna fólksbifreiðar, Ö-384 og Ö- 83. Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um áreksturinn kl. 2 á gamlársdag. Höfðu 3 farþegar, á- samt ökumanni, slasast í Ö-384, en farþegi slasaðist í hinni bifreiðinni. Áreksturinn varð svo harður að Ö-384 var talin gjörsamlega ónýt, en hin var ekki ökuhæf. Annar árekstur varð rétt áður á Reykja- nesbraut, móts við Hvassahraun, en þar rákust saman leigubifreið úr Keflavík og áætlunarbíll frá Steindóri. Slys urðu ekki. Flug- hálka var á Reykjanesbraut og að varaði Hafnarfjarðarlögreglan öku menn í gegnum útvarp. Gestur Guðmundsson söngvari. Nýr söngvari í Fanginn — Framh. af 1. síðu. Þessar brunaleifar voru aðeins lítil hrúga á gólf- inu, mestmegnis leifar af hálfbrunnu teppi. í þeim fundust leifar af Dreka-eldspýtustokk og tveimur eða þremur eld- f£)ýtum. Engar upplýsingar hafa feng- izt um það við réttarhöldin, hvernig standi á þessum eld- spýtum. Lögreglumaður og að- stoðarlögreglumaður, sem lok- uðu manninn inni í fangaklef- anum, sem er í kjallara Sund- hallar Seyðisfjarðar, halda því mjög ákveðið fram að þeir hafi leitað vandlega á fanganum áð- ur en hann var lokaður inni og tóku þeir af honum hluti sem hann bar á sér svo sem síga- réttupakka. En þeir fundu eng- an eldspýtustokk á honum. Hinn skipaði setudómari j máli þessu, Ölafur Þorláks- son fulltrúi sakadómara er nú kominn aftur til Reykjavíkur eftir rannsóknina. Hann tók 6éð veiði —■ Framhald at bls. 16 taka stækkunina 'í notkun í nóv- ember. Á Akranesi var landað til kl. 6 á gamlársdag, sagði fréttaritari blaðsins enn fremur í morgun, og var Iandað á gamlársdag 10 þús- und tunnum af 16 bátum. Á Akranesi höfðu menn heyrt, að Vestmannaeyjabátarnir Halkion og Öfeigur II væru á leið til Eyja, báðir með fullfermi. Yfirleitt fer nú síldin í bræðslu og frystingu þar sem síldin yfirleitt nær ekki tilskildu fitumagni til söltunar. Þó er eitthvað saltað enn. Útflutningur. Langjökull er nú á Ákranesi og Iestar síld til viðbótar — tekur samtals 1900 — 2000 tonn til Aust- ur-Þýzkalands. Vatnajökull er þar einnig og lestar hraðfrystan fisk. Fer frá Akranesi til Vestmanna- eyja og þaðan til Hollands og Eng- lands. Drangajökull er í Reykjavík og verið að losa hann. Hann lestar um 2000 tonn af frystri síld í Rvlk og við Faxaflóa og fer til Vestur-Þýzkalands. Til Reykjavíkur komu allmargir bátar sem verið höfðu að veiðum í Miðnessjó. Landað var 20 þúsund tunnum af 15 skipum. / Til Keflavíkur komu á gamlársdag 9 bátar með 7—8 þúsund tunnur. Til Stykkishólms komu milli hátíða 4 bátar með 2000 tn. skýrslur af 35 manns og sumir þeirra voru Iátnir koma oftar en einu sinni fyrir rétt. Þá var og farið á vettvang í gæzlu- kjallarann og vettvangsskýrslur gerðar. Beindist rannsóknin að- allega að þvl hvernig eldfærin hefðu borizt á slysstað, þar sem lögreglumenn kveðast hafa Ieit- að vandlega á fanganum. Málið fer nú til saksóknara ríkisins. Það skal tekið fram að eng- inn gluggi mun vera á gæzlu- klefa þessum. Vísir hefur fregn að það, að hinn látr.i maður hafi fyrir skömmu eða þann 1. desémber einnig verið lokaður inni í gæzluklefa þessum, en þá hafi það gerzt að hann hafi ekki verið í klefanum um morguninn og muni hann þá hafa fengið utanaðkomandi aðstoð til að sleppa úr gæzlunni. GamSa Bíé Ungur söngvari sem nú stundar landi heldur söngskemmtun í nám 1 sönglist í Mainz í Þýzka- Gamla bíó á föstudagskvöld. Þessi nýi söngvari heitir Gestur Guðmundsson. Hann var rafvirki hér í Reykjavík, en fékk þá áhuga á söng, stundaði fyrst nám hjá Guðmundi Jónssyni og Þorsteini Hannessyni og var talinn svo efni- legur, að hann ákvað að Ieggja allt annað á hilluna. Hefur honum gengið vel námið hjá góðum kenn- urum í Þýzkalandi, en notar nú jólafríið til að halda fyrsta konsert sinn i Gamla bíó. Auglýsið í VÍSI Ræða Ólafs Thors — Framh. af bls. 9. okkur að standa þrjóskufullir vikum og mánuðum saman með hendur I vösum og hafast ekki að, meðan hin mikla Hífsbjörg syndir fram hjá okkur. | ÍSLENZKUM annálum verð- ur ársins 1962 ekki getið að öðru en því, að þjóðin bjó þá við meiri velsæld en nokkru sinni fyrr. En hvað mun mannkynssagan segja? Mun hún kannski skrá árið 1962 sem ár hinna miklu straum- hvarfa? Mun hún segja frá því, að þá hafi verið komið svo málefnum heimsins, að engin þjóð hafi leng- ur' átt mest undir sjálfri sér, heldur undir því, sem réðist um þróun alþjóðlegra stjórnmála, verndun eða glötun allsherjar- friðar á þessarri jörðu? Mun hún segja frá því, að í októbermánuði það ár hafi mann kynið riðað á barmi glötunar, staðið á öndinni milli vonar og ótta um hvað verða kynni? Mun hún segja frá því, að þeg- ar valdamenn veraldarinnar hafi verið að því komnir að tortíma sjálfum sér og flestum öðrum, sem þennan hnött byggja, hafi hönd Drottins gripið í taumana og gefið valdamönnum þá náð að stöðva sig og skilja, að 1 heljar- átökum atómstyrjaldar hefur eng- inn mátt til að verja sig, heldur einvörðungu til að pynta og drepa aðra, að þá sigrar enginn, heldur bíða allir ósigur, og að þess vegna sé það einmitt nú staðreynd, að við verðum öll að lifa saman eða deyja saman í einum heimi. Við vitum ekki hvað sagan muni segja. En við spyrjum: Er það ekki sennilegt, að þeir, sem einu sinni hafa horft ofan í hyldýpið hætti sér ekki aftur á glötunarbarminn? Er það líklegt, að mennirnir, sem nýverið horfð- ust beint í augu við dauðann, svo að tæplega skildi fótmál á milli, hafi nú lært það, sem á vantaði í lífsins skóla? Var það ekki einmitt þetta, sem þurfti til þess að létta atómógnuninni af mannkyninu í eitt skipti fyrir C: öll? | "y/IÐ íJlendingar fáum litlu ráðið um þessi miklu mál, en við skulum trúa hinu betra þar til við reynum hið verra, og umfram allt forðast, að hugarvíl út af okkur óviðráðanlegri rás viðburðanna, dragi úr framtakinu á þeim sviðum, þar sem mest veltur á atorku okkar og vits- munum. Ég vil ljúka máli mínu með því að biðja þess, að árið, sem í hönd fer, verði ár friðar og sí- vaxandi vilja til að útkljá ágrein- ing og deilur með gagnkvæmri fórnfýsi í sáttfúsum anda, — að árið megi verða einstætt merkis- ár I þeim þróunarferli, sem skip- ar hugsuninni um heill alls mann kynsins nú og um alla framtíð ofar öllu öðru 1 vitund og vilja þeirra manna og þjóða sem mestu ráða á okkar jörð. Ég bið Guð að blessa land og lýð, — lönd og lýði. Eggert — Framh at öls. 1. sjúkrahúsi I haust, og bæði hefðu þau verið komin heim af sjúkrahúsinu fyrir jólin. í bréfi sem þau skrifuðu Hafliða nokkru fyrir jól létu þau vel af heilsu sinni og hið síðasta, sem Hafliði frétti af Eggert, var á jólakorti, er Eggert skrifaði sjálfur, en þar minnist hann ekkert á heilsu sína. Hafliði sagði að Eggert hefði verið að ráðgera að koma heim til íslands á þessu ári til þess m. a. að ganga frá útgáfu bók- ar, sem hann hafði unnið að, ritgerðasafni. Með Eggert Stefánssyni er hniginn í valinn sérstakur per- sónuleiki og góður drengur, sem unni ættjörð sinni af heil- um hug. Allar þrær — FramhaJd af bls. 1. ekki lokið og nýja síldarbræðslan í Sandgerði er ekki fullgerð. Vísir hefur heyrt að margar orsakir liggi til þess, hverjar tafir hafi orðið á þessum framkvæmdum, að treglegar hafi gengið um fyrir- greiðslur til lána til þessara fram kvæmda en búizt hafi verið við. Mikill útflutningur ísaðrar síld- ar á sér nú stað og haldist hann getur hann orðið til mikils léttis svo að löndun slldar gæti gengið greiðar en ella myndi. Nokkrir togarar hafa selt ísaða síld í V- Þýzkal. að undanförnu og eru að selja. Þann 8.-10 þ.m. selja: Sur- prise, Egill Skallagrímsson, Narfi, Júní, Úranus og Þorst. Ingólfsson. Samkvæmt uppl. frá útflutningsd. viðskiptamálaráðuneytisins hafa til viðbótar borist margar beiðnir um Ieyfi fyrir togara til sölu isaðrar síldar og eru þær umsóknir nú til afgreiðslu. Fyrsfa barnið —- Framn. u ols. 16. hvört bamið átt'i vara drengur eða telpa? — Já, alveg ákveðin í að eiga dóttur. — Heldurðu að þú hefðir orð- ið fyrir vonbrigðum með strák? — Nei, það held ég alls ekki. Hjá ljósmæðrunum fengum við að vita að dóttirin hefði verið 17 merkur að þyngd og 55 sentimetra löng. Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Jólatrésskemmtun Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra verður haldin mánudaginn 7. janúar n. k. kl. 3 e.h. í veit- ingahúsinu LÍDÓ. Aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu félagsins í Tjarnargötu 12 3. hæð sími 20580 í dag, morg- unn og föstudag kl. 3—7 e. h. og laugardag 5. jan. kl. 1—5. Sjá nánar í auglýsingu sem fylgdi Ásgarði og er á vinnu- stöðum Stjórnin. FYRIRTÆKI Hluthafi óskast í iðnfyrirtæki miklir fram- tíðarmöguleikar. Tilboð merkt „Fyrirtæki“ sendist Vísi fyrir 6. janúar. BILAAKLÆÐI Bílaáklæði í marga tegundir bíla. Hagstæðir greiðsluskilmálar. OTUR Hringbraut 21. Sími 10659. Nemendasamband Samvinnuskólans heldur Nýársfagnað sinn í Glaumbæ fimmtu- daginn 3. jan. næstkomandi. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Hafnarfjörður Ungling vantar til að bera út Vísi á Holtið. Upplýsingar milli kl. 7 og 8. Sími 50641. Afgreiðslustörf Unglingspiltur og stúlka óskast til afgreiðslu- starfa nú þegar. STÓRHOLTSBÚÐ Stórholti 16. Sími 13999. Blaðaútburður Börn óskast til að bera út Vísi í eftirtalin hverfi KLEPPSHILT II. ÁLFHEIMAR II. BARMAHLÍÐ SELTJARNARNES BERGSTAÐASTRÆTI AÐALSTRÆTI Afgreiðsla blaðsins. Sími 11660.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.