Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 16
* VISIR Miðvikudagur 2. janúar 1963. Útlit fyrir hagstæðar sölur Samkv. uppl. LÍÚ laust fyrir há- degi í dag var útlit fyrir hagstæð- ar sölur í dag hjá Þormóði goða, Frey og Jóni Þorlákssyni, sem all- ir selja þar ísaða síld. — Geir seldi 121 tonn af ísfiski í gær í Englandi fyrir 8075 pund. Agnar Ingólfsson BANASL YS Á VOPNAFIRÐI Það sviplega slys varð á Vopna- firði 29. desember að Agnar Ing- ólfsson, loftskeytamaður á flutn- ingarskipinu Arnarfelli féll niður af landgöngubrúnni milli skips og bryggju og beið bana. Sjónarvott- ar voru að slysinu og maðurinn náðist upp úr sjónum að þremur mínútum liðnum, en lífgunartil- raunir báru engan árangur. Þeim var þó haldið áfram í fimm klukku stundir. Lík Agnars var flutt til Reykjavíkur til réttarkrufningar. Agnar Ingólfsson var 36 ára gamall, asttaður frá Siglufirði. Hann var einhleypur en lætur eft- ir áig foreldra á Siglufirði. Faðir hans er Ingólfur Kristjánsson toll- vörður. Fyrsta barn ársins Eins og í fyrra hringd- um við á hinar opinberu fæðin^arstofnanir borg- arinnar og Fæðingar- deild Landsspítalans til að forvitnast um fyrsta barnið á árinu í þessum frægu stofnunum. í fyrra var fyrsta barnið á Fæðingardeildinni en í þetta sinn var það á Fæðingarheimilinu. Hin hamingjusama móðir var KamiIIa Sveinsdóttir, Öldugötu 44, Hafnarfirði, sem eignaðist myndarlega dóttur þegar ein klukkustund var af nýja árinu. í morgun heimsóttum við Kamillu á Fæðingarheimilið, sem er við Eiríksgötu. Forstöðu konan Hulda Jensdóttir færði Kamillu dótturina sem var svo svöng að hún sinnti varla Ijós- myndaranum. Mæðgurnar voru frískar og vel hvildar. Fæðingin hafði farið fram á eðlilegum tíma og gekk prýðilega. — Ég var búin að liggja hér á heimilinu í tvær klukkustund- ir, sagði Kamilla, þegar ég eign aðist barnið. — Er ekki fæðingarheimili í Hafnarfirði, sagði blaðamaður- inn. —- Jú, sagði Kamilla, og hló, en ég vildi heldur vera hér. — Hvað ertu gömul? — Tuttugu ára. — Fleiri börn? — Nei, þetta er fyrsta tíárhíð. — Hvað heitir faðirinn? — Kristján Ólafsson. — Hvað starfar hann? — Leigubifreiðastjóri. — Varstu búinn að ákveða Frh á Dls o Kamilla Jónsdóttir, með 17 marka dóttur sína, sem fæddist þegar ein klukkustund var af nýja árinu. Þetta var fyrsta barn ársins- ins á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu. Fyrsta barnið á Fæðingar- deild Landsspítalans fæddist ekki fyrr en nokkrum klukkustund- um síðar. Góð síldveiði en fáir bátar á sjó Veðurskilyrði til síld- veiða eru áfram hin ákjós- Skrilslæti í Hafnarfirði Trillubótur frumun við rúðhúsið AUmikil skrílslæti urðu á Strandgötunni í Hafn- arfirði um áramótin og er það eini staðurinn á landinu sem slíkt virðist enn gerast um áramótin. Þyrfti lögregla staðarins að gera einhverjar ráð- stafanir til að slíkt endur taki sig ekki. Það er siður unglinga í Hafn- arfirði um hver áramót, að draga bát úr vör sem er fyrir neðaii Nýju bílastöðina. Svo gerðu þeir einnig núna, að hóp- ur. um 30—40 unglinga og í þeim hópi nokkrar stúlkur, drógu allstóran tillubát upp á Strandgötuna og reyndu að loka umferð um þessa aðalgötu bæj- arins með þvi að leggja bátnum þvert yfir götuna./fyrir framan ráðhúsið. Að þessu sinni varð þessi leikur unglinganna alvarlegri en fyrr vegna þess að óhapp kom fyrir. Fát kom á bílstjóra sem var að aka eftir Strandgötunni og brá í brún er hann sá bát á þurru landi og ók hann á bátinn og skemmdi hann. Er þetta at- vik mjög óheppilegt, báturinn var eign gamals sjómanns, sem hefur orðið fyrir talsverðu tjóni. Auk þessa fóru unglingarnir f nálæg geymsluport, tóku þar öskutunnur, veltu þeim fram á götuna tæmdu þær og kveiktu i því. Vegna þess var heldur ó- hrjálegt umhorfs á strætinu. anlegustu en fáir bátar voru á sjó í nótt. Þeir bát- ar, er á sjó voru, öfluðu vel. Síldin fékkst aðallega 22—25 mílur vestur af suðri frá Garðskaga. Tii Reykjavíkur höfðu 11 bát- ar með 10.150 tunnur til- kynnt komu sína til Reykjavíkur kl. 10.30 í morgun. Löndun mun ekki hafa byrjað fyrr en um hádegisbilið. Bátarnir, sem landa hér, fengu alls sem hér segir: Halldór Jóns- son 1250, Sæfari 700. Svanur 900, Ólafur bekkur 400. Jón Jónsson 1100, Hannes lóðs 500, Jökull 500, Helgi Flóventsson 1200, Sæúlfur 1000, Steinunn 1200, Stapafell 1400. Síldin er mjög blönduð. 1 Margir síldveiðibátar fengu á- : gætan afla í nótt, en þvi fór fjarri, að allur flotinn væri á sjó. í fyrsta lagi tókst ekki að losa alla báta, t. d. hér í Reykjavík, er hætt var vinnu við losun kl. 4 á gaml- ársdag, og á Akranesi fóru engir bátar á sjó í gær, þótt búið hefði verið að losa þá alla, en þrærnar eru fullar og eitthvað verður að rýmast til áður en hægt er að taka við meiru. Byrjað er að bræða af krafti, eftir hléið um áramótin, en milli hátíða var einnig brætt. Kemur sér mjög illa, að ekki var unnt að stækka síldarbræðsl- una svo fljótt sem vonir stóðu til í upphafi en ýmsar orsakir liggja til þess, að stækkunin mun vart verða lokið fyrr en upp úr miðjum | janúar í fyrstá lagi. Upphaflega yar meiningin, að hægt yrði að Frh. á bls. 5 Þorsteinn Ólnfs- son látinn Þann 27. desember andaðist Þorsteinn Ölafsson stórkaup- maður og var banamein hans heilablóðfall. Þorsteinn var að eins 46 árá að aldri, kunnur og vel látinn kaupsýslumaður hér f borg. Verður útför hans gerð frá Neskirkju kl. 2 á morgun. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.