Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 15
s V í S IR . Miðvikudagur 2. janúar 1963. Cecil Saint - Laurent: 75 KARÓLÍNU bliki, sem hann er leiddUr á höggstokkinn. Þegar við höfðum fengið tilkynningu um andlát þitt fórum við Karlotta til Belhomme í von um, að finna eitthvað, sem við gætum átt til minningar um þig. Ég fann þetta bréf og ég geymdi það lengi án þess að opna það. Ég barðist norður frá. Ég bar það jafnan á mér. Mér fannst eins vænt um það og allt annað, sem minnti á þig. Og bréfið var mér kært vegna þess eins, að nafn þitt stóð á umslaginu. Og kvöld nokkurt er ég þráði þig inni- legar en nokkrun tímann áður varð mér það á, að opna bréfiðj — ekki af því að ég byggist við neinu sérstöku, ef til vill aðeins að í því væri eitthvað, sem ég gæti bætt við margar góðar, minningar um þig. Þetta varl kvöldið fyrir orrustuna viðj Fleurhs. Lestur bréfsins vakti| hinar sárustu tilfinningar í brjósti mínu. Þann dag leitaði1 ég ekki sigurs, heldur dauðansj en mér heppnaðist ekki að finnaj hann, og vann mér í staðinn ofurstatign fyrir vasklega frammistöðu. En þrátt fyrir það, að efni bréfsins kæmi yfir mig sem reiðarslag, var ég áfram á valdi sterkrar þrár til þín. Ég reyndi að hrekja burt minning- arnar um þig, en þær komu jafn harðan aftur. Og þegar ég gekk að eiga Karlottu var það vegna þess, að hún hafði verið þér svo nálæg, að það var eins og þú værir hér hjá okkur, þótt við hvorki heyrðum þig né sæjum. Og það sem einkennilegast er af öllu, að ég nýt þess að vera með Georges — en við hittumst oft — af því að hann talar svo mikið um þig. — Æ, já, Georges, ég hef ekki hitt hann enn. — En hvaðan kemurðu? Karólína yppti öxlum. — Ég kem úr fangelsi — en skiptir það nokkru, eins og kom ið er? Hve endurfundur okkar er ólíkur því, sem ég hafði gert mér í hugarlund. Kannske er bezt að hvort okkar um sig hverfi til sinna heima, og að við hittumst aftur — eftir nokkra daga, þegar ró er komin á hug- ina. Ella gætum við átt á hættu að særa hvort annað svo aldrei greri um heilt. Hún þagnaði stundarkorn og hélt svo áfram: — Þú skilur þannig alls ekki, að það sem hélt mér á floti í öllum hörmungunum, var vonin um að hitta þig aftur. Ég hefði blátt áfram ekki getað dregið fram lífið án þeirrar vonar. Og móttökurnar sem ég fæ eru þær, að þú tilkynnir mér, að þú hafir kvongazt beztu vinstúlku minni frá unglingsárunum og síðar og kemur þar á ofan með alls kon- ar ásakanir í mihn garð. — Ég ásaka þig ekki, svaraði hann, — ég legg bara áherzlu á, að það var ekki nema eðli- legt að ég kvongaðist, þar sem ég vissi ekki betur en að þú værir dauð og framkoma þín gagnvart þessum Boimussy er óafsakanleg. Og svo kemurðu og segist elska mig út af lífinu. Hún tók ákvörðun um að verja sig. Undir lestri bréfsins hafði hún aðeins hugsað um vesalings Boimussy og að nú væri hann dauður. —Hvers vegna heldurðu, Gaston, að það hafi verið alvara í þessu milli mín og Boimussy? — Dirfistu að neita því? Við öllu hefði ég getað búizt frá þér frekar en þessu. Finnst þér kann ske bréfið ekki nógu innilegt eða nógu vel orðað?? Gott og vel, — hvað hefurðu að segja þér til varnar? Getirðu sannað sakleysi þitt, vildi ég gjarnan —. — Sannað — hvernig ætti ég að leggja fram sannanir? — Það veit ég ekki. Kannske þessi Boimussy hafi verið öfga- fullur hugsjónamaður — ég hef stundum reynt að telja mér trú um að hann hafi — seinustu stundirnar áður en hann var tekinn af lífi — litið á það sem gerðist ykkar í milli í annarlegu ljósi, og maður fái ekki hina sönnu mynd af því sem gerðist ykkar á milli við að lesa bréf ihsfháí)’Kéldu'f’ af því, sem hann sá eins og í draumi ... Karólína skipti litum. Henni var sannast að segja hugarkvöl að því hve Gaston gat verið einfaldur og auðtrúa. Hún greip því fram í fyrir honum og sagði: Góðan daginn forstjóri. Ég þori að sverja að þér fóruð yfii strikið á árshátíð fyrirtækisins ígærkvöldi, ekki satt - - - — Horfstu í augu við sann- leikann, Gaston, — það verður affarasælast. Það var svona. En þú veizt ekki hvers vegna ég gaf mig á vald þessum manni. Það var spurningin um líf og dauða. Vertu nú ekki með þessa afbrýðisemi. Ég elska þig ein- arj. — Orð, orð, innantóm orð! — Orð að vísu, en af hverju ætti ég að láta þessi orð mér um munn fara, ef ég meinti ekk ert með þeim? Og einkanlega nú, þegar þú hefur kvongazt og reist múr milli okkar. Þér hefur kannske ekki verið ljóst heldur, að mín eina hjartans ósk var að verða konan þín? — Kæra Karólína — þú vek- ur furðu mína. Jafnvel þótt ég hefði ekki gifzt Karlottu, hefði þú ekki verið frjáls. Það er engu líkara en að þú munir ekki eftir jtví, að Georges sé til. Og þár að auki eru ásakanir og ástar- T A R Z A N Tunnurnar sem Tarzan og pró- fessorinn höfðu skriðið inn í skýldu þeim fyrir storminum og THEN, AS SWIPTL.V AS IT HAF KISEN, THE STOm SUSSIFEF— SUT NOT 5EP0R.E IT HAP TA<EN THE LIVES OF EVEfeyONE ELSE IN THE IMEWATE AKEAÍ f-þ-f&l sandinum. Skyndilega, eins skyndi lega og hann kom, lægði storminn. Þegar kyrrð var komin á skriðu Tarzan og prófessorinn út og sáu sér til mikillar skelfingar að allt sem áður var lifandi var nú dautt. Barnasagan 6CALL6 og super» filmu- féskurmn Skipunin um að sökkva hvalnum var mjög kærkomin. því að auka- leikararmr sem ekki höfðu gert annað allan daginn en róa fengu nú eitthvað að gera. Þeir voru meira að segja svo ánægðir að þeir tóku að syngja sönginn sem hafði verið samin til að syngja í myndinni: „Áfram kapp- ar af miklum hug og móði — óvin- irnir skulu synda í blóði“. Kalli og meistarinn sem voru innan í hvaln um heyrðu þennan villta söng. — „Þetta hljómar eins og sambiand af skipsflautu og þrumum“. sagði Kalli um leið og hann reyndi að gægjast út um ginið á hvainum. „Tíuþúsundhákarlar, þetta eru villi menn“. „Hvað segirðu hrópaði — „meistarinn“. „Já, það eru villtir víkingar með horn á höfðinu" út- skýrði Kalli, og um leið fékk Feiti Moby þungt högg á sig. játningar fram komnar til þess eins að hylma yfir það sem gerð ist milli þín og þessa, þessa ... — Boimussy var valmenni. Hann er látinn. Lofaðu honum að hvíla í friði. — Já, það væri svo sem auð- veldast. Þú talar um vegg okk- ar í milli — með því, sem gerð- ist ykkar í milli hefurðu reist vegg okkar í milli. Karólína beit á vör sér. Hún hafði verið í þann veginn að hrópa upp yfir sig: En ég hef eignazt barn og þú ert faðirinn. En hvort tveggja var, að hún kunni ekki við að beita svona bardagaaðferð, og svo var hún smeyk um að Gaston mundi ekki ^trúa henni, er hann nú vissi um það, sem gerzt hafði milli hennar og Boimussy. Hún settist, hallaði sér aftur, því að hún fann til þreytu. Henni skildist nú grenilegar en nokkurn tíma fyrr, hver áhrif það mundi hafa á hana, að Gaston var í ósátt við hana. — Hvenær komstu til París- ar? Og af hverju ertu í þessum kjól frá löngu liðnum tíma? LAUGAVE6I 90-92 SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Höfum ávallt á biðlista kaupendur að öllum smærri og stærri teg- undum bifreiða. SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Leikfanga- markaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.