Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 02.01.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 2. janúar 1963. 9 hefir viðreisnin tekizt hægt að finna svar í þeim út- reikningurn Framkvæmdabank- ans, sem ég hef gert grein fyrir. Á hinn bóginn eru til athuganir á meðaltekjum kvæntra manna í helztu launastéttum landsins, tak, þekking og dugnaður hvers einstaklings skipti mestu máli í þessum efnum, þegar allt kemur til alls. En hinu má þó ekki gleyma, að samtökin og ríkis- valdið skapa einstaklingnum þau Forsætisráðherra Ólafur Thors. Ræða Ólafs TKors forsætisráð- herra á gamiárskvöid falla og þverrandi gildis gjald- miðilsins. Við skulum leita svars í þeim gögnum, sem við nú höfum eign- azt um reynslu okkar sjálfra í þessum efnum. Það vill nú þannig til, að á því ári, sem nú er að enda, hafa í fyrsta sinni verið birtar ítar- legar skýrslur <um þróun þjóðar- búskaparins á árunum 1945 til 1960. Eru þessar skýrslur birtar í riti Framkvæmdabanka íslands „Úr þjóðarbúskapnum" og sýna þróun þjóðarframleiðslu, þjóð- artekna, neyzlu og fjárfestingar á þessu tímabili. Bráðabirgða- útreikningar, sem enn þá hafa ekki verið birtir, hafa einnig verið gerðir fyrir árin 1961 og 1962, þannig að yfirlit er nú til um a’lt tímabilið eftir styrj- öldina. í þessum skýrslum felst mikill og margvíslegur fróðleikur, sem hægt er að draga margvíslegar, gagnlegar ályktanir af. Þar má meðal annars sjá eftir hvaða leiðum viðreisnin hefur náð já- kvæðum árangri á ýmsum svið- um, og einnig gefa þær ýmsar bendingar um framtíðina. Ég get ekki gert svo miklu máli skil að þessu sinni, en ræði það eitt, sem varpar ljósi á þá spurningu, er ég áðan bar fram. CÚ uppbygging atvinnulífsins, sem framkvæmd var f styrj- aldarlokin og fyrst eftir styrjöld- ina, reyndist ekki nægileg til þess að viðhalda þeim þjóðartekjum, sem náðst höfðu á styrjaldarár- unum, og því síðúr til að auka þær. Stafaði þetta af tvennum ástæðum: 1 fyrsta lagi var mikið afla- leysi á árunum 1949 — 1952. í öðru lagi féllu íslenzkar út- flutningsafurðir í verði jafnframt þvl sem verðlag á innflutnings- vörunum hækkaði. Afleiðingin varð sú, að á árinu 1952 hafði hrein þjóðarframleiðsla ekkert aukizt frá því sem hún hafði verið 1945. Þjóðinni hafði hins vegar fjölgað verulega á þessum árum og kom þess vegna minna í hlut hvers og eins, — þjóðar- framleiðslan á mann hafði lækk- að um nærri 14%. Slæmt verzl- unarárferði varð þess svo vald- andi að verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar, þjóðartekjurnar \jpru um 19% lægri á mann en 1945. Á árinu 1953 verða tímamót. Þá uxu bæði þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur mikið, og hefur sú þróun haldið áfram síðan, fyrst með miklum hraða, síðan hægara. Árið 1962 verða þjóð- artekjiir á mann orðnar 21% hærri en þær höfðu verið árið 1945, og 5% hærri en þær höfðu verið árið 1958. Það er því óhætt að fullyrða það, sem raunar hver maður, sem hér þekkir til, getur sann- færzt um með eigin augum, að velmegun íslenzku þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri en hún er nú. PN þá mun verða spurt, hvort þetta þýði það, að velmegun almennings á íslandi hafi aldrei verið meiri. Hvort það geti ekki verið, að aukning þjóðartekn- anna hafi fyrst og fremst lent hjá atvinnufyrirtækjunum eða einnverjum tiltölulega litlum hópi manna, og kjör alls al- mennings hafi versnað, eða að minnsta kosti ekki batnað. Við þessari spurningu er ekki þ.e. verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna. Þessar athuganir eru byggðar á skattaframtölum og ná til áranna 1948 — 1961. Þær sýna, að atvinnutekjur hafa fylgt þjóðartekjunum á mann mjög ná- ið. Þær hafa hækkað þegar þjóð- artekjurnar hafa hækkað, og nokkurn veginn í sama hlutfalli. sem þýðir þó að sjálfsögðu ekki, að kjör einstakra hópa innan launastéttanna hafa ekki getað breytzt verulega í samanburði við aðra hópa. Þetta er sá lærdómur, sem lesa má út úr okkar eigin skýrsl- um um þróun þjóðarbúskapar okkar frá stríðslokum, og sömu sögu segir reynsla annarra þjóða. Það er vöxtur þjóðarteknanna, sem meginmáli skiptir fyrir lffs- kjör almennings í landinu. JjETTA er kjarni málsins. Af því leiðir, að athygli bein- ist að því, hvernig hver einstak- lingur geti stuðlað að þvf, sem bezt, að sá vöxtur verði sem mestur. Hvernig samtök laun- þega og atvinnurekenda geti stuðlað að þessu sama, og hvað ríkisvaldið sjálft getur gert. Það er mín skoðun, að fram- skilyrði, sem hann starfar við. Þessi skilyrði geta verið þess eðlis, að einstaklingurinn, hvort sem hann er atvinnurekandi eða launþegi, fái notið sín sem bezt, og starf hans verði öllum til sem mestra heilla. En skilyrðin geta Iíka verið þannig, að einstakling- urinn fái ekki notið sín og starf- semi hans beinist í þær áttir, sem eru þjóðarheildinni síður heilla- vænlegar. ]V|‘IG langar til að athuga í þessu ljósi nokkuð nánar stefnu og aðgerðir bæði hags- munasamtakanna og ríkisvalds- ins á undanförnum árum, og vil þá fyrst minnast á hagsmuna- samtökin. Þessi samtök standa árlega f samningum sín á milli og viðræðum og samningum við ríkisvaldið. Ef þessir samningar og viðræður fjölluðu um það, hvað væri hægt að gera til að greiða fyrir aukningu framleiðsl- unnar, þannig að grundvöllur skapist fyrir sem rnestum bata iífskjaranna, þá væri ekki nema gott eitt um þetta að segja. En bessp er því miður sjaldnast að heilsa. I' stað þess er fjallað um það, hversu mikið kaupgjald skuli hækka eða hvaða framlag ríkið geti lagt til ákveðinna stétta eða starfsemi, án þess að spurt sé um, hvort aukning þjóð- arteknanna skapi grundvöll fyrir því að kauphækkunin og framlag ríkisins geti leitt til raunveru- Iegra kjarabóta. Takist samning- ar ekki, hefjast oft verkföll eða bönn, sem stöðva framleiðsluna svo vikum eða mánuðum skiptir. Ríkisvaldinu sjálfu hefur held- ur ekki tekizt sem skyldi í þess- um efnum. Stjórn efnahagsmál-, anna hefur ekki getað komið í veg fyrir það, að mestan hluta þeirra 17 ára, sem hér um ræðir hefur verið mikil verðbólga f landinu, og halli á viðskiptum við önnur lönd. En fyrir því er margföld reynsla, bæði hér á landi og annars staðar, hversu erfið skilyrði verðbólgan skapar, þegar til lengdar lætur, fyrir vexti þjóðarframleiðslunnar, hvernig hún beinir atorku og fjármagni manna inn á brautir, sem að vfsu kunna að vera þeim sjálfum hagkvæmari í bili við þau skilyrði, sem verðbólgan skapar, en sem eru þjóðarheild- inni óhagkvæmari. Af þessu leiðir meðal annars, að greiðsluhalli skapast við út- lönd, en hann eyðir gjaldeyris- forðanum og eyðileggur láns- traustið. Þegar svo er komið, er gripið til gjaldeyris- og innflutn- ingshafta, sem trufla rekstur at- vinnulífsins og torvelda fram- kvæmdir f landinu. Ég rek þessa sögu ekki lengra. JjAÐ sem ég hef fundið í hin- um merku gögnum um þró- un þjóðarbúskaparins á árunum 1945-1962, og sem ég raunar áð- ur þóttist vita, er í aðalatriðum þetta: 1) Þjóðartekjur á mann og at- vinnutekjur almennings fylgj- ast náið að. 2) Það, sem á veltur fyrir alla, er þess vegna, að vöxtur þjóð arteknanna verði sem örastur og tryggastur. 3) Að enda þótt það sé vafalaust rétt, að það sé þekking og dugnaður hvers einstakl., sem mest veltur á, þá skiptir einn- ig höfuðmáli, að samtök laun þega og atvinnurekenda og ríkisvaldið sjálft haldi rétt á málum, greiði götu einstakl- ingsins og beini framtaki og fjármagni hans inn á þær braútir, sem þjóðarheildinni kemur að mestu gagni. 4) Að í þeim efnum ríði á mestu, að forðast verðbólgu með öll- um þeim skaðlegu áhrifum, sem hún hefur á efnahagslíf- ið, og 5) Að eins og það er æskilegt að kaupið sé hækkað, þegar rétt skilyrði eru fyrir hendi, þá er það einnig og að sama skapi nauðsynlegt, að staðið sé gegn ótímabærum kaup- hækkunum. TjETTA er rétt svo langt sem það nær. En með því er ekki vandinn leystur. Það, sem á skortir, er að tryggja kauphækk- anir, þegar þær eru tímabærar, þ.e.a.s. þegar þær leiða ekki til gengisfalls heldur til raunveru- Iegra kjarabóta. Ef við getum tryggt þetta, ef hægt er að eyða tortryggninni og skapa traust launþega á þvf, að ítrustu hagsmuna þeirra sé gætt eftir því sem efni standa ír«kast til hverju sinni, þá held j 5 bægt sé frá dyrum þjóð- ■ ;ar þeim bölvaldi, sem ógn- að hefur heilbrigðu efnahagslffi hennar tvo síðustu áratugina. TTM ÝMIS úrræði getur verið ^ að ræða. Sjálfur tel ég það geta haft mikla þýðingu, að sú þekking, sem við nú ráðum yfir um hag þjóðarbúsins, verði not- uð þannig, að allir aðilar ge‘: áttað sig á því hvert stefnú, hvenær séu möguleikar til raun- verulegra kjarabóta og hvenær ekki. Ég geri ekki þá kröfu, að fulltrúar Iaunþega og atvinnurek enda taki góðar og gildar allar upplýsingar, sem opinberar stofn anir leggja fram, og þær niður- stöður, sem stjórnarvöldin draga af þeim. Ég held, að nauðsyn- legt sé, að samtök launþega og atvinnurekenda sjálf, f samein- ingu, eða þó kannski heldur hvort í sínu lagi, ráði yfir stofn unum, sem séu færar um að kanna og meta allar upplýsingar og safna sínum eigin gögnum eftir því sem ástæða reynist til, en leiðbeini sfðan umbjóðendum sfnum, og láti þeim í té öll nauð synleg gögn í málinu. Myndu þá stórum aukast líkurnar fyrir því að kröfurnar yrðu nokkurn veg- inn f samræmi við gjaldþolið, og yrði þá auðvitað að sama skapi oftar gengið að þeim án átaka. En, segja menn, úr því þetta er svona einfalt, hvers vegna er þá ekki löngu búið að framkvæma það. Einfalt og einfalt ekki. Engin úrræði eru einföld og aðgengileg, séu þau skoðuð f ijósi tortryggni og úlfúðar. En vilji menn á annað borð reyna þetta og vilji menn að reynslan verði jákvæð, þá þori ég að staðhæfa, að innan, tíðar munu óskirnar rætast um það að okk- ur takist að leysa þann mikla vanda, sem allar ríkisstjórn- ir hafa verið að glíma við undanfarna tvo áratugi, og sem stundum hefur verið kominn geigvænlega nærri því að búa okkur grand. ■yiÐ I>ver áramót er eðlilegt og þarft bæði einstaklingum og þjóðum að staldra við, horfa um öxl og hugleiða liðna atburði, reyna að læra eitthvað af því, sem gerzt hefur, láta það auka einhverju á þroska okkar og þar með hæfnina til að-taka því, sem fram undan kann að vera, með ábyrgðartilfinningu og viti. Því hefur verið trúað, að Guð hjálpi þeim, sem hjálpa sér sjálf- ir. Hitt kann að vera hæpnara, að sá sem ekki þiggur hjálpina. þegar hún býðst, eigi hana vísa, þegar honum þóknast að leggja það á sig að veita henni móttöku. Gamla sagan um feitu árin og mögru árin kann að endurtaka sig, ekki hvað sízt hjá þeim þjóðum, sem að miklu leyti eiga afkomu sína undir stopulum sjávarafla. Þetta er Islendingum hollt að hafa hugfast. Við Iátum það þá kannski sjaldnar henda Frh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.