Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Fimmtudagur 3. janúar 1963. -----1 misskilningi milli þín og yfir- boðara þíns og þú ættir að leitast við að hafa allt á hreinu, þegar þú tekur við fyrirskipunum. Horf- ur eru á að ýmsar breytingar geti átt sér stað í ástamálunum, sem gætu verið skyndilegar og óvæntar, sérstaklega hjá þeim nautsmerkingum, sem enn eru ó- bundnir í ástamálunum. Þú ættir að leitast við að afla þér ein- hverrar nýrrar tómstundaiðju, in. Fjármálin geta orðið nokkuð erfið hjá þeim sem , fæddir eru um 5. júní og um 19. júní. Krabbinn, 22. júní til 23. júli: Fyrstu þrír mánuðir ársins yrðu heillavænlegir til ferðalaga. sér- staklega til útlanda og alls konar viðskipta við þau, t.d. bréfavið- skipti og verzlun. Einnig væri hag kvæmt fyrir þig að fást eitthvað við heimspekilegar bollaleggingar ikúli skúlason stjömuspámaður höfundur greinarinnar með hnatt- lílrnn fvrir framan cia Yfirleitt má segja að árið sé undir góðum áhrifum, sérstak- lega fyrsti hlutinn og svo aftur síðustu þrír mánuðir ársins. Árinu er skipt í fernt og hefst fyrsti hlutinn 22. desember 1962 á vetrarsólhvörfum, þegar sól gengur inn í stjörnumerki Stein- geitarinnar og fer aftur að hækka á Iofti. Þetta tímabil stendur um þrjá mánuði. í þessu fyrsta korti ársins fellur sólin í annað hús og er fremur vel sett þar, þannig að afkoma rík- isins fjárhagslega ætti að verða góð þetta tímabil. Einnig staða stjórnarvaldanna. Máninn er I ellefta húsi í merki Sporðdrekans 6° í hagstæðri afstöðu við Úran- us í níúnda húsi. Þetta bendir til að Alþingi muni setja einhver þau lög, sem muni hafa breytingar I för með sér í sambandi við sam- skipti við útlönd, hvort, sem hér er um að ræða enn frekari fram- gang mála til upptöku í efnahags bandalagið eða eitthvað annað viðskiptalegs eðlis. í öllu falli þá er afstaðan hagstæð og afleiðing- ar þeirra ákvarðana, sem gerðar eru undir henni því til heilla. Ven us fellur hér í tólfta hús og þykir því benda til góðs afla þetta fyrsta kvartil ársins. Hins vegar er Júpiter í merki Fiskanna í ó- hagstæðri afstöðu við Úranus, sem gæti bent til óvæntra ó- happa á sjó bæði í sambandi við fisköflun og flutninga. Júpiter í Fiskamerkinu er hins vegar mjög hagstæður upp á gjöfulan ægi og því bendir hann til góðs afla. Þann 4. apríl n. k. gengur Júpiter inn í merki Hrúts- ins. Vorjafndægri eru þann 21. marz. Þá er sólin, sem táknar stjórnarvöldin í tólfta húsi og þykir fremur veikja ríkisstjórn- ina. Hins vegar bendir þetta einnig oft til hagstæðra breytinga fyrir sjúkrahús, fangelsi og ýms- ar góðgerðastofnanir starfræktar í sambandi við þessar stofnanir og fátækrahjálp. Máninn í tólfta húsi undir óhagstæðum afstöðum bendir venjulega til aukinna glæpa og þar sem um marz er að ræða þá virðist vera fremur um ofbeldisárásir að ræða heldur en þjófnaði. Einnig þykir hann hér oft benda til hörku í kjarabaráttu launastéttanna. Sumarsólhvörf, 22. júní 1963. Þá fellur sólin einnig í tólfta hús og bendir því enn til erfiðleika fyrir stjórnarvöldin en þó verður þetta tímabil hagstæðara heldur en hið fyrra, gæti falið í sér ein- hverjar breytingar innan stjórn- arinnar. Eftir kortinu að dæma þá eru sumarsíldveiðarnar undir hagstæðum áhrifum þó ekki sé hægt að segja að horfur séu jafn góðar og þær voru síðast liðið ár. 1 Haustjafndægri, 23. sept. 1963. Hér er sólin í sjöunda húsi og fremur vel sett miðað við aðrar plánetur. Það þykir benda til góðra samskipta ríkisstjórnarinn- ar og almennings. Einnig til giftinga meðal broddborgaranna, ferðalaga þeirra til útlanda. Horfur á góðu samkomulagi með al hinna ýmsu stétta þjóðfélags- ins. Eins og sjá má af þessu öllu þá eru horfurnar fremur hag- stæðar fyrir land og þjóð árið 1963. Ég vonast til að geta skýrt síðar frá umsögn erlendra stjörnuspekinga um heimsmálin, því mjög mikil vinna liggur bak við það að setja upp stjörnu- kort og þeir hæfastir að spá um gang mála sem alizt hafa upp hjá hverri þjóð. Ég mun skýra frá umsögn þeirra jafn skjótt og mér hafa borizt næg gögn. Það mun vera algengt nú orð- ið að blöð og tímarit birti stjörnu spádóma fyrir komandi ár við tilvitnanir I afstöðu stjarnanna upphaf þess. Stundum eru bæði og nafns höfundarins getið. Það vekur talsverða tortryggni manns þegar greinar birtast í blöðum, þar sem spáð er fyrir næsta ári um heimsmálin og hvorki vitnað í stjörnurnar, afstöður eða nafns stjörnulesarans getið. 'Verður því að teljast vafasamt hvort nefna •; beri slíkt stjörnuspádóma, en myndi flokkast betur undir smásagnagerð eða hugleiðingar um nýárið byggðar á útkomunni frá fyrra ári. Yfirlitsspá fyrir alla, árið 1963 Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Fyrstu þrír mánuðir ársins eru mjög hagkvæmir til þess að ljúka því sem þú hefur fengist við undanfarin ár. Það sem eftir er af árinu má segja að sé mjög hentugt til að hefja ýms ný við- fangsefni og framfylgja persónu- legum áhugamálum. Sérstaklega þó þeir, sem fæddir eru frá 21. marz til 31. dags mánaðarins. Vinfengi við aðra sérstaklega eldra fólk getur reynst nokkuð brigðult og málefni þar að lút- andi gengið seint fyrir sig. Heilsufarið er undir hagstæðum áhrifum að minnsta kosti hjá þeim sem fæddir eru fyrstu tíu daga merkisins. Fjármálin eru undir fremur óhagstæðum áhrif- um, sem valdið geta töfum á af- greiðslu peninga og innheimtu. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þrátt fyrir að ýmislegt kunni að reynast þér andsi.úið á árinu þá verður þér yfirleitt haldgott að leita ráðlegginga hjá vinum þín- um og kunningjum. Þú munt og sjá sumar langþráðar óskir þínar og vonir rætast. Á vinnustað verður þú fyrir einna mestum erfiðleikum, sem stafað geta af sem gæti verið vísindalegs eðlis eða mjög óvenjuleg. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú mátt reikna með að aðstæður á vinnustað kunni að breytast þér í hag að minnsta kosti þrjá mán- uði ársins. Þér mun reynast hald- gott að leita ráðlegginga vina þinna og kunningja eftir því sem á árið líður og margur langþráð- ur draumur mun rætast. Árið get- ur reynzt nokkuð viðburðaríkt á heimilinu og jafnvel almennt á athafnasvæði þínu. Breytingar geta orðið skyndilegar og það verður algerlega undir því hvern ig þú bregst við þeim, hver út- koman verður að endingu. — Heilsufarið ætti að verða mun betra heldur en það hefur verið að undanförnu, jafnvel næstu ár- og sækja kirkjur á sunnudögum eftir því sem kostur væri á, því það myndi styrkja andagift þína. Úranus í þriðja húsj sólkorts þíns bendir til ýmissa skyndilegra breytinga meðal nágranna þinna og jafnvel ættingja. Skyndileg og óvænt ferðalög eru í vændum. Þetta ár eiga sér stað tveir myrkv ar, annar í merki þínu, hinn í gagnstæðu, annar kenndur við Sól og hinn við Mána. Slíkt hefur frá fornu fari verið talið boða ill tíð- indi og kemur árangurinn venju- lega í ljós eigi síðar en sex tungl- mánuðum eftir myrkvann. Þeir eiga sér stað í ágúst og hafa mest áhrif á þá, sem fæddir eru um 7. júlí og 20. júlí. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Ein aðal áherzlan í ár er á gang mála á efnahags- og fjármála- sviðinu hjá þér, en Úranus fellur í annað hús fjármála þinna ásamt Plútó. Báðar þessar plánetur valda breytingum og boða oft skuldalúkningu og uppgjör, sem þér kann að verða nauð- synlegt að gera án þess að hafa gert ráð fyrir því. Annars boða þessi áhrif oft skyndilegan og óvæntan hagnað. Saturn í sjöunda húsi þínu bendir til þess að sam- skipti þín og maka þíns eða ná- inna félaga geti verið undir nokk- uð þvinguðum áhrifum eða jafn- vel trega. Hætt er við að þessir aðilar reynist þér ekki eins vel og endra nær en það væri ekki rétt af þér að taka slíkt illa upp, því mannlegt líf er sveiflum und- irorpið og ávallt kemur skin á eftir skúr. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: 10. ágúst 1962 gekk pláneta breyt inganna og byltinganna inn í merki Meyjarinnar og verður þar fram í október 1968. Vera Úran- usar' boðar miklar breytingar fyr- ir þá sem fæddir eru undir þessu merki. Persónuleg metnaðarmál munu taka umskiptum, jafnvel svo að um róttækar breytingar verður að ræða. Gamalt og rót- ,gróið verður fellt og nýtt rís á rústum hins fallna. Venjulega virk ar þetta' einnig inn á heilsufarið og það kann að verða fremur erf- itt þetta tímabil. Þrátt fyrir að hið efnislega svið kunni að reyn- ast þér fremur erfitt, þá mun hin . sálræna hlið lífsins, þ. e. a. s. hugmyndaauðgi þín mun taka stakkaskiptum til batnaðar. Skipu Iagshæfni þín mun aukast og þú verður mannkyninu á margan hátt til meiri hagsældar. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að leita þér lækninga við þeim meinsemdum sem safnazt hafa í þér yfir árin fyrstu þrjá mánuði ársins á meðan Júpíter varpar sínum heillavænlegu geisl- um á sjötta hús, heilsufarsins í sólkorti þínu. Það er betra að gera það áður en þú verður neydd ur til þess, því Úranus og Plútó eru í tþlfta húsi. Eftir 4. apríl, þá verður Júpíter I sjöunda húsi fé- lagsskaparins og undir þeim á- hrifum er heppilegra að koma fram í félagslífinu heldur en það hefur verið að undanförnu. Ef þú ert ekki giftur eða fastnaður á sviði ástamálanna, þá er einmitt hentugt að stofna til kunnings- skapar til langframa og náinna kynna undir þessum áhrifum. Þú ættir að umgangast fólk frjálsleg- ar og gefa þeim kost á að kynnast þér nánar. Einnig geturðu þá feng ið tækifæri til að athuga hvort persónan sé verð frekari kynna. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú hefur heillavænleg áhrif með þér varðandi tómstundaiðju, ásta- málin, skemmtiferðir, börnin og fl. fram til 4. apríl 1963. Þú ættir að umgangast sem mest ástvini þína og þá sem þér eru kærir. Eftir 4. apríl þá gengur Júpíter inn í sjötta hús sólkorts þíns og hefur því heillavænleg áhrif á heilsufar þitt og þér mundi revn- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.